Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 27
ATVINNUAUGLÝSINGAR Borga,rstörf Innan borgarinnar eru nú tvær yfírmannsstöður lausar til umsóknar. Annars vegar er Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar að auglýsa eftir yfírsálfræðingi við unglingadeild stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar. Hins vegar auglýsir Rafmagnsveita Reykjavíkur eftir garðyrkju- manni. Umsælq'andi skal vera menntaður í garðyrkjustörfum og vinna við ræktum og umhirðu lóða og svæða rafmagns- veitunnar auk skipulagningar og verkstjórnar sumarvinnu- fólks. Umsóknarfrestur þar er til 13. febrúar. Störf í ferðaþjónustu Tvö störf innan ferðaþjónustu eru auglýst í blaðinu i dag og má ætla að mörgum þyki bæði eftirsóknarverð. Annars vegar auglýsa íslensku hótelin saman eftir starfsmanni í hlutastarf, og skal hann hafa aðsetur í Reykjavík. Hlutverk hans verður að annast markaðsmál og bókanir fyrir hótelin ásamt fleiru. í annan stað auglýst i dag hlutafélag „með mikla framtíðarmöguleika“ eftir starfsmanni til að hafa frum- kvæði hér á landi að sölustarfsemi. Skal umsækjandi hafa gott vald á ensku og reynslu i ferðamálum, en að loknum reynslutíma hér býðst viðkomandi að sækja mánaðamámsk- eiðií Englandi. Staða í tilraunaeldhúsi Rannsóknarstofnun fískiðnaðarins er að leita að sérfræðingi til starfa í tilraunaeldhúsi stofnunarinnar. Starfíð er fólgið í stjómun rannsóknarverkefna á sviði vömþróunar-, vinnslu- og geymsluþolstilrauna auk samskipta og ráðgjafar við matvælafyrirtæki, svo og öflun verkefna fyrir eldhúsið. Leit- að er að matvælafræðingi með framhaldsmenntun eða um- fagnsmikla starfsreynslu innan matvælaiðnaðar. RAÐAUGLÝSINGAR Listamannalaun Lista- og menningarráð Kópavogs hefur auglýst eftir um- sóknum um starfslaun listamanna. Heimilt er að auka starfs- laun fyrir 6 til 12 mánaða tímabil, en launin em samkvæmt kjarasamningi KI. Þeir einir listamenn koma til greina sem búsettir em í Kópavogi. Þeir skulu einnig skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfí meðan þeir njóta starfs- launa og tekið er fram að listamenn úr öllum listgreinum komi til álita. Umsóknarfrestur er til 1. mars. Bylgjubréf til sölu Samkvæmt raðauglýsingum í blaðinu í dag er tæpl. 14% hlutur í íslenska útvarpsfélaginu (Bylgjunni) nú til sölu. Sagt er að þama gefíst gott tækifæri, þar sem Bylgjan sé í uppsveiflu, og jafnframt sagt að hlutbréfin geti fengist keypt með góðum greiðslukjömm. ísland og EB-lestin ísland og Evrópubandalagið — emm við að missa af vagnin- um? spyrja sjálfstæðismenn í auglýsingu í blaðinu í dag. Þar kemur fram að utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins ætl- ar nk. þriðjudag í samvinnu við sjálfstæðisfélögin í Kópa- vogi að efna til fundar um þetta efni — en þarna verða meðal þátttakenda ýmsir helstu þungavigtarmenn flokksins á sviði -utanríkisviðskipta og einhveijir utanflokks að auki. SMÁAUGLÝSINGAR „ Au pair“ í Englandi í smáauglýsingum í dag auglýsir ensk-íslensk fjölskylda eft- ir stúlku til að hugsa um 3ja ára dreng og nýfætt barn frá júnímánuði nk. Viðkomandi þarf að vera orðin 18 ára og hafa reynslu af umönnun bama. Ráðningartími er amk. eitt ár. Veiðar eða ekki veiðar, einhveijir munu samt missa atvinnuna. Hvalveiðideilan: Um 70 störf í hættu vegna veiðanna Veiðibann gæti kostað annað eins K.JÓNSSON, Akureyri, Hik sf. Húsavík, Niðursuðuverksmiðjan ísafirði og Pól- stjarnan á Dalvík eru þau fyrirtæki sem fara að líkindum illa út vegna beinna afleið- inga af hvalveiðistefiiu íslensku ríkisstjórn- arinnar. Nú þegar er búið að segja upp 15 manns þjá K.Jónssyni og um 20 manns hjá Hik sf. Eyþór Ólafsson aðstoðarfram- kvæmdstjóri Sölustofnunar lagmetis sagðist vera svartsýnn á stöðu þessara fyrirtækja, ef ríkis- stjórnin héldi stefnu sinni til streitu. „Jafnvel þótt þetta sé síðasta hval- veiðisumarið, þá getur það orðið dýrt sumar fyrir atvinnulífið. Við erum lengi að vinna upp tapaða markaði og mjög erfitt er að vinna nýja. Við emm t.d. búnir að vera lengi að að vinna upp markað á Ítalíu, en gengur hægt. Umtalið um hvalafriðun, Greenpeace og viðskiptabann hefur slæm áhrif á aðra markaði. Við- skiptavinir okkar i Austurríki, sem kaupa kavíar og síld, em hikandi vegna viðskiptabanns Tengelmanns og Aldi Súd í Þýskalandi. Þá emm við nýbúnir að hafa samband við aðila, sem undir venjulegum kring- umstæðum mætti ætla að gerði um 30 milljón króna samning, en hann sagðist ekki þora að gera neitt í stöðunni eins og hún væri núna, það væri hik á öllum, sem hann ræddi við. Vegna þessa ætla þeir að bíða og sjá til.“ Hjá Niðursuðuverksmiðjunni á ísafirði hefur ekki ennþá komið til uppsagna, en um 50 manns vinna hjá fyrirtækinu. Samkvæmt heim- ildarmanni Morgunblaðsins er hugsanlegt að gæti komið til upp- sagna 15-20 manns innan tíðar. Ennþá er verið að vinna rækju þar, en þó í litlum mæli. Þeir hafa mögu- leika á að frysta rækju eftir sumar- vertíð, ef þeir geta haldið fýrirtæk- inu starfandi þangað til. Hjá Pólstjörnunni á Dalvík er verið að sjóða niður lifur, sem fer á Kanada- og Rússlandsmarkað, sem bjargar þeim í bili. Óljóst er hvað tekur þá við og viðmælandi Morgunblaðsins sagði, að stefndi í uppsagnir alls starfsfólks, ef ekkert annað verkefni kæmi til. Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. sagði að tímabundið hvalveiði- bann væri framundan, en alþjóða hvalveiðiráðið hefði hugsað sér að taka veiðarnar til endurskoðunar aftur árið 1990. Óljóst væri hvað yrði í haust þegar vertíð lýkur. En miðað við árið 1988 hafa um 40 manns vinnu allt árið hjá Hval hf. en á meðan vertíð stendur eru starfsmenn alls í kringum 150 manns. Starfsfólki hefur þegar ver- ið fækkað frá árunum 1984 og 1985, en þá höfðu um 60 manns atvinnu allt árið, en alls um 230-250 manns unnu á vertíðinni. Patreksfiörður: Mikið að gera í saltfiskinum Patreksfirði. ÞRJÁTÍU og fimm eru skráðir atvinnulausir á Patreksfirði. Mest er það fullorðið fólk sem vann hjá Hraðfrystihúsi Patreksflarðar hf., en fyrirtækið hefiir verið lok- að síðan í nóvember. Óljóst er um framhaldið hjá frystihúsinu en flest starfsfólk þess hefur fengið vinnu við annað, til dæmis hjá saltfiskverkunarstöðvunum Qór- um þar sem vinna er í fullum gangi. Báðir togarar hraðfrystihússins eru á sjó. Þeir landa á fískmörk- uðum á höfuðborgarsvæðinu eða sigla með aflann á erlenda markaði. Héðan eru gerðir út fjórir stórir bát- ar og fjórir minni, en þeir minni hafa lítið getað róið að undanfömu vegna veðurs. Bátamir landa hjá saltfiskverkunarstöðvunum. Jónas Hvammstangi: 54 atvinnu- lausir Hvammstanga. DAUFLEGT er í atvinnumál- um á Hvammstanga þessar vikurnar. I janúar voru 54 skráðir atvinnulausir en ekki er búið að gera atvinnuleysis- skráninguna í mánuðinum upp, að sögn Guðrúnar Ragn- arsdóttur hjá Hvammstanga- hreppi. Geisli HU, skip Útgerðarfé- lags V-Húnvetninga, er í slipp í Stykkishólmi þar sem gerðar em á því endurbætur. Bátar Meleyrar, Glaður og Sig- urður Pálmason, sem em rækju- bátar og frysta um borð, hafa lítið veitt eftir áramót vegna slæmra gæfta. Smærri bátar á innfjarðarrækju hafa hins vegar veitt þokkalega. Karl Drangsnes: Næg atvinna meðan fiskast Laugarhóli, Bjarnarfirði. ATVINNUÁSTANDIÐ er nokkuð gott á Drangsnesi um þessar mundir, samkvæmt upplýsingum Tryggva Ólafssonar á Drangs- nesi. Að vísu eru þar fjórir tíma- bundið á atvinnuleysisskrá. „Ekki meðan fiskast," sagði Tryggvi er hann var spurður um atvinnuhorf- ur og hvort nokkrar breytingar væru sjáanlegar. Engar horfur era á rekstrarstöðv- unum vegna fjárskorts eða upp- sagna á Drangsnesi eins og málin standa í dag, að sögn Tryggva. í Bjarnarfirði hafa verið lögð niður öll þau þrjú refabú sem hér hafa verið starfrækt. Á einu voru refírnir aðalbúgreinin og er ástandið því al- varlegt þar. Á hinum tveimur bæjun- um er sauðfjárbúskapur. SHÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.