Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 16
16 e8er SAöflaa^ .2 suoAaiíwua aiaAjavtuoHOM MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 Hef saman íiei eair aföfgak enndum stööum Mary Jo Salter og Brad Leithauser með eldri dótturina Emily. Sú yngri svaf af sér heimsókn Ijósmyndarans. Bandaríski rithöfundurinn Brad Leithauser hefur skrifað nýja skáldsögu, Hence, sem fœrþá einkunn á forsíðu TheNew York Times Book Review að vera ögrandi og metnaðarfullt bókmenntaverk, en engu að síður skemmti- leg lesning! Brad er nú kennari á vegum Fullbright-stofnunarinnar við ensku- deild Háskóla íslands. eftir Friðriku Benónýsdóttur/mynd Ámi Sæberg STOFA í ELDRA HÚSI við Eiríksgötuna. Plusssófasett, gamall skenkur, stórisar fyrir gluggum, vatnslitamyndir og Bing & Gröndal plattar á veggjum. Osköp venjuleg stofa eldri hjóna á Islandi. En húsbóndinn sem situr í plusssófanum stingur undarlega í stúf við umhverfið. Sltt hárið og skeggið, gallabuxurnar og allt yfirbragðið gefiir til kynna að hann sé „róttækur “ menntamaður sem gæti hafa verið í hringiðu atburðanna á árunum í kringum ’68. Eitthvað í fari hans bendir til bandarisks uppruna enda er maðurinn fæddur í Detroit og lögfræðingur frá Harvard. Erindi mitt við hann tengist þó hvorki bílum né lögfræði, heldur bókmenntum því sá sem hér situr er Brad Leithauser, höfundur skáldsögunnar Hence, „ögrandi skáldsögu, sem veltir upp spurningum um það hvað teljist sköpunarkraftur á öld tölvunnar, hvað sé veruleiki á öld fjölmiðlanna og hvað séu gjaldgengar bókmenntir á hvaða öld sem er“ eins og Laura Shapiro orðar það í umfjöllun um bókina á forsíðu The New York Times Book Review hinn 22. janúar sl. Hence er Qórða bók Brads Leithausers, áður hefiir hann sent frá sér tvær Ijóðabækur og skáldsöguna Equal Distance, sem út kom árið 1985 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Astæðan fyrir því að þessi bandaríski rithöf- undur situr í húsbónda- sætinu í stofunni við Eiríksgötu er sú að hann starfar nú sem kennari í bandarískri ljóðlist og bragfræði við enskudeild Háskóla Islands. Hann og kona hans, ljóðskáldið Maiy Jo Salter sem hlaut Lamont verðlaunin fyrir bestu aðra ljóðabók höfundar 1988, fluttu hingað ásamt tveimur ungum dætrum í byijun janúar og ætla að dvelja hér til hausts. En hvemig datt þeim í hug að koma til Islands? „Við erum nú ekki með öllu ókunnug íslandi, ég hef komið hér fimm sinnum áður og konan mín þrisvar. Við höfum gaman af að ferðast og höfum búið 3 ár í Japan, 1 ár á Ítalíu og 2 ár í Englandi. Nú er ég að byija á nýrri skáldsögu um dulræna reynslu lögfræðings nokkurs í Whasington D.C. og mér fannst að ísland hlyti að vera upp- lagður staður til þess að koma sér í gang við hana. Við þekkjum hér fáa og ættum því ekki að verða fyrir eins miklu ónæði og heima. Auk þess er tvennt sem mig Iangar sérstaklega til að yrkja um, ísland og neðansjávarlandslag. Ég lærði köfun til að glöggva mig á neðan- sjávarlandslaginu og sótti um hjá Fulbright-stofnuninni og bauðst að koma hingað. Ég vona að dvölin hér gangi vel, enda allt útlit fyrir það, að veðrinu undanskildu.“ Emily, fimm ára gömul dóttir þeirra Brads og Mary Jo, hefur lítið lagt til málanna fram að þessu, en þykir nú tími til kominn að henni sé veitt tilhlýðileg athygli. „Af hveiju talar þú öðruvísi en við?“ spyr hún, „ertu íslendingur?" í framhaldi af svari mínu til hennar fer Brad að tala um bameignir ís- lendinga. Honum er óskiljanlegt hvemig á því stendur að íslending- ar eignist böm svo ungir. „Og það virðist ekkert breyta lífi ykkar“ segir hann hissa. „Það eru í kúrsum hjá mér fullorðnar konur sem eiga mörg böm, fyrrverandi sjómenn og alls konar fólk. Ég skil þetta ekki, heima eignumst við ekki börn fyrr en skólagöngu er lokið, ekki nema bændur og fátæklingar. Hvemig getið þið þetta?“ Ég hef ekki skýringar á þessu „óeðli“ íslendinga á reiðum höndum og reyni að beina samtalfhu inn á „menningarlegri“ brautir: „Hefurðu lesið eitthvað af íslenskum höfund- um?“ „Því miður les ég ekki íslensku og fáar íslenskar bækur em þýddar á ensku svo ég verð að játa van- þekkingu mína á íslenskum bók- menntum. Ég hef þó 'lesið allar bækur Halldórs Laxness, sem út hafa komið á ensku og er mjög hrifinn af honum. Mér gremst hvað hann er lítið þekktur í Bandaríkjun- um. Flestar bækur hans eru nú ófáanlegar þar. Mig langar að nýta tímann hér til að skrifa grein um hann fyrir Atlantic Monthly, en ég hef skrifað töluvert af greinum og bókmenntagagnrýni fyrir það tíma- rit, meðal annars grein um ísland." - Lögfræðingur frá Harvard sem verður skáld, hvers vegna? „Eg byijaði að yrkja meðan ég var við nám í Harvard og þegar fyrsta bókin mín var samþykkt til útgáfu, 1979, má segja að ég hafi orðið heltekinn. Ég setti mér það markmið að gefa út fímm bækur á níunda áratugnum. Það tókst raun- ar ekki, en þær urðu þó fjórar. Ég er alltaf að búa mér til pressu, setja mér tímamörk. Þau standast nánast aldrei en það breytir engu um þessa áráttu mína“ segir Brad og hær. — Skáldsaga þín, Hence, fjallar um einvígi ungs skákmanns og skáktölvu, óttastu að vélamar séu að vaxa okkur yfír höfuð? „Ég hef mikinn áhuga á tækni og viðbrögðuin fólks við henni. Ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.