Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989
ijjij
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUD.
ÍUDAGUR 5.
UJSWUDUOt:
989
21
Árvakur, Reykjavík
Haraldúr Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson, '
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstrœti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 70 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Miðstýrt kreppukerfi
Rekstrarstaða atvinnuvega, ekki
sízt sjávarútvegs- og sam-
keppnisgreina, hefur versnað jafnt
og þétt síðustu misserin. Sam-
keppnisstaða sjávarútvegsins var
19% lakari 1988 en 1986, staða
útflutningsiðnaðarins 12% lakari og
samkeppnisiðnaðar 9,7% lakari.
Raunar hefur framleiðslufyrir-
tækjum verið gert að sæta rekstr-
artapi, ganga á eignir og safna
skuldum um langt árabil. Þetta er
varhugaverð þróun. Óvíða á byggðu
bóli munu fyrirtæki búa að jafn litlu
eigin fé og hér á landi. Sú er meg-
inástæða hærri lánsfjárkostnaðar —
sem hlutfalls af rekstrarútgjöldum
— hér en annars staðar.
Mjög mikilvægt er að íslenzk
fyrirtæki geti myndað eigið fé, til
að styrkja rekstrar- og samkeppnis-
stöðu sfna — og mikilvægara nú
en nokkru sinni fyrr. Atvinnuve-
gimir — fyrirtækin — þurfa að
hafa fjárhagslega burði til þess að
nýta framvindu í tækni og fram-
leiðni, til þess að mæta atvinnu-
og lífskjaraþörf í landinu og til þess
að skila þeirri þjóðarframleiðslu og
þeim þjóðartekjum, sem risið geti
undir samtíma- og framtíðarvelferð
hér á landi. Það gerist hvorki með
opinberri ofstjóm né ofsköttun, eins
og stjómarflokkamir sýnast stefna
að.
Versnandi rekstrarstaða fyrir-
tækja, frá árinu 1986 talið, rekur
einkum rætur til hækkunar á raun-
gengi krónunnar, verðlækkunar á
sjávarvörum á helztu mörkuðum
okkar og tilkostnaðarhækkana inn-
anlands. Raungengi krónunnar á
árinu 1988 í heild var talið 5%
hærra en á árinu 1987 og 14,8%
hærra en árið 1986. Meðalverð-
lækkun sjávarvöru var síðan 9,5%
frá upphafí til loka liðins árs.
Lakari afkoma fyrirtækja hefur
m.a. sagt til sín í gjaldþrotabeiðn-
um, sem vóru fleiri á liðnu ári en
nokkru sinni fyrr. Gjaldþrotabeiðnir
í Reykjavík einni saman vóru 1327
talsins árið 1988, gjaldþrotaúr-
skurðir 456 og greiðslustöðvanir
40. Á heildina litið er staðan í sjáv-
arútvegi þó sýnu verst. Sú stað-
reynd bitnar fyrst og fremst á
landsbyggðinni. Uppsagnir starfs-
fólks í sjávarútvegs- og útflutnings-
fyrirtækjum eru ekki einsdæmi, því
miður.
í desembermánuði síðastliðnum
vóru skráðir 45.000 atvinnuleysis-
dagar hér á landi. Það jafngildir
því að 2.100 einstaklingar á vinnu-
aldri hafí verið án vinnu í lok liðins
árs, eða 1,7% mannaflans, en skráð
atvinnuleysi var að meðaltali 0,5%
árið 1987. Þetta er 31.200 fleiri
atvinnuleysisdagar, en í desember-
mánuði árið áður. Þá var mikil
þensla í þjóðfélaginu. Það verður
að hafa í huga þegar skráð atvinnu-
leysi í lok árs 1987 og 1988 er
borið saman. Engu að síður er
ástæða til að staldra við og huga
að þeirri samdráttarþróun í þjóðar-
búskapnum sem sagt hefur til sín
með framangreindum hætti.
í þessari stöðu mála — og að
viðblasandi kaupmáttarrýmun —
sér fjármálaráðherrann og ríkis-
stjómin ástæðu til þess að hækka
skattheimtu á fólk og fyrirtæki um
hvorki meira né minna en sjö millj-
arða króna frá fyrra ári. Það var
framlag hans og hennar til lausnar
á erfíðri samningagerð um kaup
og kjör í landinu, sem fyrir dyrum
stendur. Gamla miðstýringin og
millifærslumar, sem aðrar þjóðir
hafa löngu afskrifað, eiga síðan að
„leysa" vanda atvinnulífsins. „Von-
andi gefst stjóminni tækifæri til
að komast að vænlegri niðurstöðu
um stjóm þjóðarbúsins," segir í
forystugrein Alþýðublaðsins í gær.
Sú von verður þó veikari með hveij-
um deginum sem líður.
Þrátt fyrir nokkurt atvinnuleysi
í flestum ríkjum V-Evrópu mörg
liðin ár hefur tekizt að tryggja at-
vinnuöryggi hér á landi. Það er
vel. Réttur einstaklingsins til at-
vinnu, réttur hans til að sjá sér og
sínum farborða, er hluti almennra
mannréttinda. Ekkert er eins
skemmandi fyrir einstaklinginn eins
og það að fínna sig utanveltu í önn
samfélagsins. Þessvegna ekki sízt
er það mál málanna að búa atvinnu-
vegum þjóðarinnar þau starfsskil-
yrði að vel rekin fyrirtæki geti dafn-
að með eðlilegum hætti. Á það
skortir mikið. Ástæðan er ekki sízt
úrelt viðhorf þröngsýnna stjóm-
málamanna, sem nú eru að sigla
þjóðarskútunni inn í miðstýrt
kreppukerfi.
Innskot um dægurmál
1 «var kallað úlfur,
úlfur(!) En það hlust-
aði enginn. Nú er kall-
að þjóðargjaldþrot, en
það hlustar enginn(!)
Allir vita að íslending-
ar eiga fyrir skuldum og þeir sem
eiga fyrir skuldum verða ekki gjald-
þrota. Eigið fé samfélagsins er
nægilegt og eignir fólksins langt
umfram það sem við skuldum út-
lendingum. Meðan svo er þarf eng-
inn að óttast þjóðargjaldþrot enda
þótt skuldir okkar séu miklar og
vaxandi. Þjóðarauðurinn er sexfalt
meiri en erlendar skuldir, að mér
skilst. Hann er talinn hafa vaxið
um 3,5%-4,5% á ári undanfarið. Og
engin hætta á því að hrein eign
þjóðarinnar hafi minnkað. „Á með-
an hrein eign fer ekki minnkandi
er ekki hætta á gjaldþroti," segir í
desemberfréttum Verðbréfamark-
aðarins. „Gjaldþrot verður þegar
hrein eign einstaklings, fyrirtækis
eða jafnvel heillar þjóðar er orðin
að engu, þegar eignir nægja ekki
lengur fyrir skuldum."
Þótt margir kunni ekki fótum
sínum forráð á tímum dýrra pen-
inga og erlendar skuldir aukist ár-
lega um nálægt 10% að raunvirði
verður ekki framhjá því litið að sjáv-
arafli og þjóðartekjur hafa verið
hvað mest á því „eymdarári" 1988.
í fyrmefndu bréfí segir enn, að löng
erlend lán íslendinga hafí um mitt
það ár numið um 102 milljörðum
króna en hafí hækkað í 120-130
milljarða króna í lok ársins. Þjóðar-
auður íslendinga, þ.e. eignir at-
vinnuveganna, byggingar og mann-
virki hins opinbera og íbúðarhús,
er talinn nema um 700 milljörðum
króna. Hann er nærri því sexfalt
meiri en löng erlend lán þjóðarinnar
— og þá er ekki reiknað með dýr-
mætri eign sem bundin er í hugviti
og þekkingu, né fólgin í landi og
náttúruauðlindum.
í áramótagrein í Morgunblaðinu
segir m.a.: „Heildarafli íslendinga
HELGI
spjall
1988 mun verða um
1.750 þúsund tonn og
er það mesta heildar-
aflamagn, sem lands-
menn hafa fengið á
einu ári. (Innsk. næst-
mesta 1985, 1.673
þús. tonn) ... Fiskifélagið áætlar
að virði útflutnings sjávarafurða
1988 verði um 43,2 milljarðar
króna."
Svo er talað um kreppu og þjóð-
argjaldþrot!
Allt lagt upp úr vígorðum. Þau
eru í senn áttavitinn og himintungl-
in! Eða hví skyldu menn staldra við
svona tölur fyrst engum hefur
blöskrað að 700 milljón króna hail-
inn á fjárlögum sem nefndur var
sumarið 1988, er orðinn að 7 mill-
jörðum þegar Ólafur Ragnar
Grímsson fer að baða sig í fjöl-
miðlaljósinu mikla. Við ættum að
hafa fleiri tölvukerfi á vegum ríkis-
ins til að átta okkur á sjóferðakort-
um stjómmálafleytunnar! Og eitt-
hvað yrði nú sagt ef bókhaldið
væri með þessu marki brennt hjá
Davíð og Reykjavíkurborg.
Við þyrftum að fá betra og fljót-
virkara tölvukerfí handa ríkishít-
inni; sjálfvirkar álögur gætu hentað
vel — og kannski fækkað eitthvað
þessum drepleiðinlegu sjónvarps-
þáttum um öfugan höfuðstól ríkis-
ins og hagfótinn; ljótur er sá fótur,
segir í atómkvæði.
2ÞAU ORÐ SEM NOTUÐ ERU
• í dægurbaráttu samtímans eru
gatslitin og merkingarlaus. Og öll-
um er sama, bæði þeim sem nota
þau og hinum sem meðtaka þau.
Sízt af öllu hafa menn áhyggjur
af yfirlýsingum þess efnis að þjóð-
félagið sé að fara á hausinn; það
haggast ekki einu sinni hvort eð
er; miklu frekar að það sé að
‘drukkna í verzlun og auglýsinga-
flóði einsog fyrir síðustu jól. Mér
býður í grun að stjómmálamenn
noti stór orð í þeim tilgangi að vekja
tilfínningar með' fólki sem þeir svo
geta notað í valdabaráttu sinni.
Þegar menn tala um þjóðargjald-
þrot er það augljóslega gert í því
skyni að hægt sé að herða tökin
og auka álögur á þennan vesalings
pöpul sem er hvort eð er ærður af
áróðri og tekur orðið aldrei á heilum
sér vegna hávaða og fíölmiðlafárs.
Og svo er gert út á spamað þessa
fólks; skattamir sóttir í eigið fé
þeirra sem hafa sýnt dugnað og
ráðdeild; einsog það sé einhver
stjómlist að umgangast sparifé og
aðrar eignir manna einsog hvem
annan varagöð handa brokkgeng-
um og eyðslusömum pólitíkusum(!)
í stjómarskrá lýðveldisins segir:
Eignarrétturinn er friðhelgur. Eng-
an má skylda til að láta af hendi
eign sína, nema almenningsþörf
krefíi; þarf til þess lagafyrirmæli,
og komi fullt verð fyrir. Nei, svona
ákvæði eru bara til skrauts einsog
lýðréttindaklásúlumar í einræð-
isríkjum. Við emm að föndra við
borgaralegt lýðræði, en stjóm-
málamenn virða það einskis ef þeim
sýnist svo. Það er hálfgerð skrípa-
mynd í hasamum.
Þannig er fólkið í landinu leik-
soppur einsog Eyjólfur Konráð
hamrar á hér í blaðinu. En á því
tekur enginn mark, ekki frekar en
don Kíkóta, svo Eyjólfur Konráð
gæti þess vegna verið hugarburður
einhvers löngu liðins rithöfundar
sem gekk undir dulnefninu Cer-
vantes! Cervantes var sérfræðingur
í vindmyllum og þær gegna tals-
verðu hlutverki í íslenzkri pólitík —
og hafa raunar alltaf gert. Þegar
ég les þessar þörfu áminningar
Eyjólfs Konráðs sem hafa birzt með
háttbundnu millibili í Morgunblað-
inu dettur mér alltaf í hug kaflinn
í don Kíkóta þegar Sansjó Pansa
er að tala við asnann. „Asninn
hlustaði á hann orðalaust, slík vom
vandræðin og angistin sem auming-
inn var í.“
M.
(meira næsta sunnudag)
Islendingur, sem gegnir nú
ábyrgðarstöðu erlendis en hefur
lengi komið við sögu íslenzkra
þjóðmála, hafði orð á því við
höfund Reykjavíkurbréfs fyrir
skömmu, að hörmulegt væri að
fylgjast með því úr fjarlægð,
hvemig íslenzka þjóðin væri að leggja allt
í rúst vegna innbyrðis sundurlyndis og
deilna. Þetta sagði hann aðspurður um
það, hvemig íslenzkt þjóðfélag liti út utan
frá séð.
Sennilega er nokkuð langt síðan jafn
djúpstæður ágreiningur hefur ríkt um jafn
mörg grundvallarmál eins og nú hin síðari
ár. Þessa dagana er ríkisstjómin að leggja
síðustu hönd á nýjar ráðstafanir í efna-
hagsmálum. Slíkar aðgerðir koma nú á
nokkurra vikna fresti. En athyglisvert er
í þessu sambandi, að gmndvallarágrein-
ingur ríkir — ekki bara í ríkisstjóminni —
heldur meðal þjóðarinnar allrar um megin-
þætti efnahagsmála, svo sem vaxtamál og
gengismál.
Menn skiptast alveg í tvo hópa um
vaxtamál og fer ekki eftir flokkslínum.
Annar hópurinn segir sem svo: Það er
eðlilegt, að bæði einstaklingar og atvinnu-
fyrirtæki borgi til baka sömu verðmæti
og þessir aðilar fá að láni og nokkra þókn-
un að auki. Það er líka eðlilegt, að sú
þóknun sé nokkuð há til þess að koma í
veg fyrir óarðbæra fjárfestingu í landinu.
Flestir geta tekið undir þetta grandvallar-
sjónarmið.
Hinn hópurinn segir: Það er ekki hægt
að borga hærri þóknun fyrir peningalán,
en atvinnuvegimir standa undir. Ef það
er gert er gengið á eigið fé fyrirtækjanna
og þegar því hefur öllu verið eytt, er
hvergi hægt að taka peninga til þess að
greiða hina háu vexti.
Þessi skoðanamunur fer ekki eftir flokk-
um. í fyrri hópnum em sparifjáreigendur
og þeir em í öllum stjómmálaflokkum,
öjlum stéttum og starfshópum og öllum
aldursflokkum, ekki sízt þeim elztu og
yngstu skv. könnun, sem Samband spari-
sjóða lét gera. í þessum hópi em líka
stjómendur banka og fjármálafyrirtækja
og margir forystumenn í stjómmálum.
í síðari hópnum em áreiðanlega mjög
margir atvinnurekendur, sem hafa orðið
að þola það, að atvinnufyrirtækjunum hef-
ur verið gert ómögulegt að byggja upp
eigið Jjármagn vegna þeirra rekstrarskil-
yrða, sem þeim hafa verið sköpuð af hálfu
stjómvalda áratugum saman. Þessir at-
vinnurekendur em áreiðanlega í öllum
stjómmálaflokkum. í þessum hópi em líka
fíölmargir húsbyggjendur, sem hafa
kynnzt afleiðingum þess, að raunvextir
hafa verið svo háir, sem raun ber vitni
um. Þeir em líka stuðningsmenn allra
stjómmáiaflokka.
Menn hafa tekizt á um þessi tvö gmnd-
vallarsjónarmið lengi, en sennilega aldrei
af jafn mikilli hörku og nú. Sparifjáreig-
endur, sem horfðu á spamað sinn brenna
á báli áratugum saman hafa bætt stöðu
sína vemlega seinni árin. Atvinnurekend-
um og húsbyggjendum, sem höfðu vanizt
því, að verðbólgan greiddi upp fjárfestingu
þeirra, lízt ekki á blikuna. Ekki er hægt
að sjá, að nokkur málamiðlun milli þessara
tveggja stríðandi fylkinga sé á næsta leiti.
Hafí núverandi ríkisstjóm ætlað að friða
síðamefnda hópinn með þeim breytingum,
sem hún hefur gert á lánskjaravísitölunni,
hefur það gersamlega mistekizt. Hitt er
svo annað mál, að svo djúpstæður ágrein-
ingur um meginmál af þessu tagi kann
ekki góðri lukkú að stýra, þegar til lengri
tíma er litið.
í RAUN OG VERU
er ágreiningur á
milli manna um
stefnuna í gengis-
málum jafn mikill
og um vaxtastefn-
una. Þar era línumar hins vegár svolítið
skýrari á milli stjómmálaflokka og hags-
munasamtaka. Forystumenn Sjálfstæðis-
0
Agreining-
ur um geng-
isstefnu
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 4. febrúar
flokksins hafa ákveðið lýst þeirri skoðun,
að óhjákvæmilegt sé að lækka gengi krón-
unnar. Segja má, að langflestir, ef ekki
allir, forystumenn í sjávarútvegi, séu sömu
skoðunar nú orðið, þótt margir þeirra hafí
haft efasemdir um það fyrir nokkmm
mánuðum, að aðstaða þeirra mundi batna
að nokkm ráði við gengislækkun.
Framsóknarflokkurinn hefur mikil ítök
í atvinnulífínu vegna tengsla við sam-
vinnuhreyfínguna. Enginn vafí leikur á
því, að forystumenn samvinnuhreyfingar-
innar þrýsta mjög á ráðamenn í Framsókn-
arflokknum að knýja fram umtalsverða
gengisbreytingu. Ætla verður að margir
landsbyggðarþingmenn Framsóknar-
flokksins taki undir þau sjónarmið og
sennilega er Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, sterkasti talsmaður þeirra.
Að þessu leyti em því margir forystumenn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á
einu máli svo og forystusveit atvinnuveg-
anna í landinu, sem starfar í nánum tengsl-
um við þessa tvo stjómmálaflokka.
Á hinn bóginn hafa forsvarsmenn Al-
þýðuflokks og Alþýðubandalags barizt
hart gegn gengislækkun nú. Þeir njóta
áreiðanlega stuðnings margra forystu-
manna í verkalýðshreyfíngunni, þótt vera
megi, að landsbyggðarforingjar verkalýðs-
félaganna telji gengisbreytingu óhjá-
kvæmilega til þess að tryggja atvinnu út
um land. Líklegt má telja, að sjónarmið
þeirra, sem vilja halda óbreyttu gengi njóti
mikillar samúðar í æðstu stjóm Seðla-
banka íslands.
Talsmenn gengislækkunar segja, að
útilokað sé að reka sjávarútveginn með
hagnaði eða hallalausan við óbreytt gengi.
Talsmenn hins óbreytta gengis segja, að
gengislækkun leysi engan vanda nema ef
til vill í örfáa mánuði og óhjákvæmilegt
sé að knýja fram þá uppstokkun í íslenzku
atvinnulífi, sem fylgi óbreyttu gengi.
Ágreiningurinn milli þessara tveggja hópa
er svo djúpstæður, að ekki verður séð að
nokkur málamiðlun sé á næsta leiti, og
raunar ár og dagar síðan slíkur ágreining-
ur hefur verið á ferðinni um gengismál.
Sjálfsagt gætu sjálfstæðismenn og
framsóknarmenn náð saman um gengis-
lækkun en þessir tveir flokkar era gersam-
lega á öndverðri skoðun í vaxtamálum.
Sennilega gætu sjálfstæðismenn og al-
þýðuflokksmenn náð saman að einhveiju
leyti a.m.k. um vaxtapólitíkina, en þessir
tveir flokkar hafa gjörólík sjónarmið í
gengismálum.
Lands-
byggðin og
fískveiði-
pólitíkin
EN ÞAÐ ERU
fleiri mál en vaxta-
mál og gengis-
stefná, sem skipta
íslendingum í hópa
með gjörólíkar
skoðanir. Skipting
þjóðarinnar í afstöðu til landsbyggðarmála
og fískveiðistefnu fer ekki eftir stjóm-
málaflokkum.
Djúpstæður skoðanamunur á milli fólks
í þéttbýli og dreifbýli hefur lengi verið við
lýði. í stómm dráttum byggist hann á
því, að íbúum þéttbýlissvæðanna á suð-
vesturhomi landsins finnst skattpeningum
þeirra sóað með því að halda uppi byggð
á hveiju landshomi, þótt engin efni standi
til þess. Með sama hætti hefur íbúum dreif-
býlisins lengi fundizt þeir standa undir
allri verðmætasköpun í landinu til sjávar
og til sveita en að þjónustustéttimar á
höfuðborgarsvæðinu sogi til sín afrakstur
vinnu þeirra.
Þessi skoðanaágreiningur kemur mjög
skýrt fram í afstöðu fólks til vægis at-
kvæða eftir landshlutum. Reiði kjósenda á
höfuðborgarsvæðinu fer vaxandi yfír því,
að þeir njóti ekki sama atkvæðisréttar og
íbúar dreifbýlis, en þeir hins vegar líta svo
á, að meira vægi atkvæða þeirra sé for-
senda fyrir því, að þeir hafí þó einhver
áhrif á landstjómina. Sennilega er vaxandi
harka í báðum þessum hópum. Þeir skipt:
ast ekki eftir flokkum heldur búsetu. í
öllum stjómmálaflokkum em skoðanir
% ”"•“ _ j- v .
mjög skiptar um þessi efni og þeim mun
meiri sem flokkamir em stærri.
Ágreiningur um fískveiðistefnuna
blandast svo inn í landsbyggðarpólitíkina.
Afstaða manna til fiskveiðistefnunnar fer
heldur ekki eftir flokkum. Hún byggist
nánast algjörlega á því hvar menn búa á
landinu. Atökin um fiskveiðistefnuna em
átök milli Iandshluta og í því felst kannski
mesta hættan. Þetta er hagsmunabarátta
milli landshluta og harkan verður sífellt
meiri enda miklir hagsmunir í húfí.
Hvar er
satta-
semjarinn?
HÉR HAFA VERIÐ
nefnd fjögur meg-
inmál, sem slíkur
grandvallarágrein-
ingur er um í þjóð-
félaginu, að hann
hlýtur að hafa lamandi áhrif á framtak
þjóðarinnar. í flestum þessum málum riðl-
ast flokkslínur gersamlega. Stjómmála-
flokkamir eiga það allir sameiginlegt, að
þeir hafa ekki treyst sér til að gera þessi
ágreiningsmál upp innan sinna vébanda.
Þeir sætta sig við ágreininginn eða reyna
að búa við hann.
Þessi gmndvallarágreiningur um meg-
inmál er hins vegar helzta skýringin á
því, að íslendingum í útlöndum fínnst þessi
fámenna þjóð vera að rífa sig á hol í inn-
byrðis sundurlyndi. Á meðan þessi mál em
ekki gerð upp verður engin samstaða í
þessu landi um þá framtíðarsýn, sem get-
ur tryggt þjóðinni betri lífskjör, þegar til
lengri tíma er litið. Á meðan allur tími
þjóðarinnar og öll orka hennar fer í rifr-
ildi um þessi stóm mál, beinir hún sjónum
sínum ekki til framtíðarinnar. Þess vegna
er orðin höfuðnauðsyn að leita málamiðl-
unar. En hvar er sáttasemjarinn?
Það er hlutverk stjómmálamannanna.
Þeirra verkefni er að miðla málum á milli
landshluta og hagsmunahópa og stilla
saman strengi þjóðarinnar. Það hafa þeir
ekki gert. Þeir hafa tæplega gert tilraun
til þess. Þar eiga þeir allir sameiginlega
sök.
Til viðbótar þessum óleystu ágreinings-
efnum er fyrirsjáanlegt, að mikill skoðana-
munur getur komið upp um tvö stórmál,
sem líklegt er, að verði mjög til umræðu
á næstu ámm. Þar er annars vegar um
að ræða afstöðu íslands til Evrópubanda-
Ljósmynd: Benedikt Guðmundsson
lagsins og hugsanleg tengsl okkar við það
og hins vegar spumingin um, hvemig þjóð-
in bregzt við þeirri hættu, sem margir
telja, að tungu okkar og menningu stafi
af þróun alþjóðlegrar fjölmiðlunar.
Nú þegar má sjá vísi að þeim átökum,
sem kunna að verða á næstu ámm um
þessi tvö stóra mál. Sumir forystumenn
atvinnulífs telja vandséð, hvemig við get-
um tryggt viðskiptahagsmuni okkar á
meginlandi Evrópu án aðildar að Evrópu-
bandalaginu. Aðrir spyrja á móti, hvort
íslendingar ætli, rúmum áratug eftir að
síðasti brezki togarinn hvarf af íslandsmið-
um að hleypa erlendum togurum inn í
íslenzka fískveiðilögsögu.
Þeir em margir, sem telja vonlaust með
öllu að spoma gegn þeirri þróun alþjóðlegr-
ar fjölmiðlunar, sem orðin er, en þeir em
líka margir, sem telja, að íslenzka þjóðin
geti tapað tungu sinni á hálfri öld, ef svo
fer fram, sem horfir.
Auðvitað verður alltaf ágreiningur um
mörg málefni. Hættan er hins vegar sú,
að við komumst ekkert áfram vegna þess,
að engin tilraun er gerð til þess að leita
málamiðlunar um þessi meginmál.
„Á meðan allur
tími þjóðarinnar
og öll orka henn-
ar fer í rifrildi um
þessi stóru mál,
beinir hún sjónum
sínum ekki til
framtíðarinnar.
Þess vegna er
orðin höfuðnauð-
syn að leita mála-
miðlunar. En hvar
er sáttasemjar-
inn? Það er hlut-
verk sfjórnmála-
mannanna.
Þeirra verkefiii
er að miðla mái-
um á milli lands-
hluta og hag's-
munahópa og
stilla saman
strengi þjóðarinn-
ar. Það hafa þeir
ekki g’ert. Þeir
hafa tæpleg-a gert
tilraun tii þess.
Þar eiga þeir allir
sameiginlega
sök.“