Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÖIÐ. SUIýNjUfiAjgUR;^, jFRBRjðAR 1989’; fljótt sem auðið er í aðgerð. Ef illa stendur á áætlunarflugi hafa varn- arliðið, Landhelgisgæslan og nú síðast flugvél flugmálastjómar flogið með sjúklinga utan. Flestar aðgerðirnar hafa verið framkvæmd- ar á Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn, en nýmaflutningar úr lifandi gjöfum hafa verið gerðir í Gauta- borg og nýmaígræðslur á börnum í Boston. Það em um 80% líkur á því að vel valið nýra úr óskyldum manni endist í þijú ár eftir aðgerðina, að sögn Páls Ásmundssonar, læknis á blóðskilunardeild Landspítalans, en meiri ef um systkini er að ræða. Yngsti íslenski nýmaþeginn hingað til var aðeins 16 mánaða, en í hann var grætt nýra úr foreldri, sem að sjálfsögðu var margfalt stærra en nýra bamsins. Það dæmi sýnir hins vegar einn kost nýmaflutninganna, því stærð líffærisins skiptir ekki miklu máli eins og til dæmis við ígræðslu lifrar. Reyndar em gömlu nýmn ekki fjarlægð úr sjúklingnum nema brýna nauðsyn beri til og ígrædda nýranu er komið fyrir framarlega og neðarlega í kviðar- LÍFFÆRUM hófust á augndeild Landakotsspít- ala 1981-’82. Að sögn Ólafs Grét- ars Guðmundssonar, augnlæknis á Landakoti, era um 5-7 ígræðslur á Islendingum á ári. Aðgerðin er tæknilega erfíð, en minni hætta er á höfnun en í öðmm líffæraflutn- ingum, vegna þess að í homhimnu em engar æðar og engin blóðrás. Algengasta ástæðan fýrir horn- himnuígræðslu í íslendinga em meðfæddir gallar á himnunni. Hornhimnur em fengnar úr látnu fólki, en nokkrar klukkustundir mega líða frá andláti þangað til himnan er fjarlægð, þannig að ekki koma upp sömu vandamál vegna tíma og þegar hjörtu og önnur slík flókin líffæri eiga í hlut, eins og lýst verður síðar. Homhimnur sem græddar em í fólk á Landakoti em fengnar úr íslendingum. Mergskipti á íslandi í athugun Nokkrir íslendingar, bæði full- orðnir og böm, hafa gengist undir skipti á blóðmerg. Tæknilega séð em mergskipti ekki flókin aðgerð, en sökum þess að blóðmergur er miðstöð ónæmiskerfísins í líkaman- um er aðgerðin mjög viðkvæm og hættan á höfnun annars eðlis en við aðra líffæraflutninga. Mergur- inn er tekinn úr lifandi gjafa með holnálum sem stungið er í mjaðmar- beinið og sprautað inn í æð á merg- þeganum. Áður hefur hinum sýkta beinmerg verið útrýmt með lyfjum og í sumum tilfellum geislun, og geta mergframumar hvergi „skotið rótum“ í hinum nýja líkama nema í frauðbeinum. Með mergskiptunum hefur hins vegar í raun og vem verið skipt um ónæmiskerfi í við- komandi manni. Höfnun felst þess vegna ekki í því að líkaminn hafni mergnum, heldur öfugt, að merg- framumar hafni líkamanum og því er hætta á bólgum í mörgum líffær- um samtímis. Það skiptir því miklu máli að finna hæfan merggjafa, eftir Hugo Ólafsson FAAR nýjungar á sviði lækna vísindanna síðustu áratugina hafa vakið eins mikinn áhuga almennings og líffæraflutningar. Fyrir réttu ári síðan fylgdustíslendingar grannt með Halldóri Halldórssyni, fyrsta og eina íslenska hjarta- og lungnaþeganum, sem fengið hefur nýjan þrótt og nýtt líf með nýjum líffærum. Halldór er þó ekki eini íslenski liffæraþeginn, því nýru hafa verið grædd í um 50 einstaklinga ojg lifiir í einn. Skipt hefiir verið um beinmerg í nokkrum Islendingum og um 5-7 fá grædda í sig hornhimnu í augu á hverju ári. Líffæraflutningar hafa gefið þúsundum manna nýtt líf og nýja von, en hafa þó vakið upp ýmsar áleitnar spumingar, einkum í sambandi við brottnám líffæra. Framboð á nothæfúm líffærum er langt undir eftirspum og þetta hefur leitt til þess að skilgreining á andláti hefiir verið rýmkuð I mörgum löndum og reglur settar um rétt lækna til að nema burt líffæri og rétt einstaklinga og ættingja til að hafa áhrif á hvort líffæri verði notuð sem „varahlutir“ eða ekki. Um 50 f slendingar með ígrædd nýru Hornhimnur græddar í augu hérlendis Brisígræðsla gæti læknað sykursýki Tæknileg og siðfræðileg yandamál torvelda öílun líífæra Engin skilgreining á dauða í íslenskum lögum að eru einkum framfarir í skurðlækningum og ónæmisfræði sem gert hafa líffæraflutninga mögulega. Skurðtæknin er í dag orðin geysilega fullkomin og má segja að það sé minnsta vandamálið að tengja líffærin líffæráþeganum, þó það sé að sjálf- sögðu ótrúleg nákæmnisvinna og tímafrek. Svokölluð höfnun hefur hins vegar verið mikið vandamál, en með því er átt við að ónæmi- skerfi líkamans hafni hinu nýja líffæri og reyni að drepa „aðskota- fmmumar" eins og það gerir við sýkla sem berast inní líkamann. Ný lyf og ekki síst cyclosporin sem bæla niður ónæmiskerfíð og þvinga líkamann til að sætta sig við nýja líffærið hafa valdið straumhvörfum í líffæraígræðslu og þess má geta að tveir Bandaríkjamenn fengu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í fyrra fyrir uppgötvanir á því sviði. Norrænn nýrnabanki Nærri fímmtíu íslendingar hafa fengið grædd í sig nýra, en nýma- ígræðsla er einna auðveldust í fram- kvæmd af Iíffæraflutningum. Margar ástæður liggja til þessa. Ein er sú einfalda staðreynd að menn hafa tvö ným og því er hægt að flytja nýra úr lifandi gjafa — venjulega systkini — í mann með ónýt ným. Engir tveir menn (nema Morgunblaðið/RAX Páll Ásmundsson, læknir á blóðskilunardeild Landsspítalans fylgist með sjúklingi í gervinýra, en það er vél sem hreinsar blóðið. Þeir sem fara í nýrnaígræðslu þurfa oft að bíða lengi, jafnvel í nokkur ár, í gervinýra á meðan þeir bíða þess að heppilegt nýra sé „lagt inn“ í norræna nýmabankann. eineggja tvíburar) era með ná- kvæmlega eins veíjagerð — rétt eins og engir menn em með eins fíngraför — og því verður yfírleitt alltaf um höfnun að einhverju leyti að ræða. Eigi menn systkini era hins vegar góðar líkur á því að eitt- hvert þeirra sé með mjög líka vefja- gerð og því heppilegt líffæri til ígræðslu. Fjórtán nýrnaþegar af 47 hafa fengið nýra úr ættingjum en flestir hinna hafa notið góðs af norrænum nýmabanka, Scandiatransplant, sem Islendingar em aðilar að. Hug- myndin á bak við hann, eins og aðra líffærabanka, er að með því að hafa mikinn fjölda líffæra á skrá er auðveldara að finna rétta líffæ- rið í fólk, þannig að vefjagerðimar séu sem líkastar. Þegar nýra fellur til finnur tölva heppilegasta nýma- þegann og verður hann að fara svo holinu, en ekki ofarlega og aftar- lega þar sem meðfæddu nýmn sitja. Enn eitt atriði sem gerir nýmaí- græðslur auðveldar er að sjúklingur getur verið í svokölluðu gervinýra — vél sem hreinsar blóðið — á meðan hann er að bíða eftir heppi- legu líffæri, en taepast er hægt að tala um gervihjörtu og gervilifrar. Hornhimnur græddar í augu á Landakoti ígræðsla á homhimnu í auga er enn einfaldari en nýmaígræðsla og slíkar aðgerðir vom reyndar fyrstu líffæraflutningarnir sem ráðist var í (ef blóðgjöf er ekki talin með), um 1930. Kristján Sveinsson græddi í homhimnu hér á landi um 1960, en síðan fór fólk lengi erlend- is, yfirleitt til Bretlands eða Nor- egs, í slíkar aðgerðir, þar til þær þannig að vefjagerð hans og merg- þegans sé svipað. Margir muna ef til vill að mörg fómarlömb Chemobyl-slyssins gengust undir mergskipti en þeir Islendingar sem það hafa gert hafa þjáðst af hvítblæði. Tveir fóm vegna bráðahvítblæðis en báðir lét- ust skömmu síðar. Fjórir sjúklingar hafa farið til London vegna lang- vinns hvítblæðis, en aðeins í einu tilviki tókst að lækna sjúkdóminn með aðferðinni. Að sögn Sigmundar Magnússonar, yfirlæknis á Lands- pítala, em líkumar á lækningu á hægfara hvitblæði yfirleitt um 60% með mergskiptum og íslendingar hafa því verið óheppnir á þessu sviði. Hann sagði að það væri í athugun að framkvæma mergskipti hér á landi þar sem ekki væri víst að við myndum alltaf eiga jafn greiðan aðgang að erlendum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.