Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 22
22 -' MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 ÍRUSTUM ARMENÍU „Armenar burfa að byggja frá grunnl eftir jarðskjálftann mikla, en sovéska samfélagsbyggingin er líka í rást eftir pðlitíska ng efnahagslega jarðskjálfta.“ Texti og myndir: Árni Þór Sigurðsson Klukkuna vantar tæpar tuttugu mínútur í tólf, allt í einu leikur allt á reiðskjálfí, á einni svipstundu hrynja heilir bæir eins og spila- borgir. Hundruð þúsunda eru við vinnu, í skólum eða einfaldlega inni á heimilunum. Eins og fætur toga reynir hver að forða sér út undir bert loft. En náttúruöflin láta ekki að sér hæða — eins og hendi sé veifað breyt- ast skólar, heimili og vinnustaðir í rústir líkt og eftir loftáras. Tugir þúsunda fá enga björg sér veitt og verða undir rústunum. að er í rauninni ógerlegt að lýsa í orðum því sem fyrir augu bar á jarð- skjálftasvæðunum í Arm- eníu. Aldrei hefði það hvarfiað að manni að jarð- skjálfti gæti lagt heil byggðarlög svo fullkomlega í rúst eins og raunin varð á. Bærinn Spítak, um 100 km norður af höfuð- borg Armeníu Jerevan, eyðilagðist gjörsamlega. Þar stendur bókstaf- lega ekki steinn yfír steini, ekki eitt einasta hús í bænum stóð óhreyft eftir jarðskjálftann. Við síðasta manntal (fyrir um 10 árum) voru íbúar í Spítak taldir rúmlega 20 þúsund, en bæði var að íbúum hafði fjölgað nokkuð og til að bæta gráu ofan á svart hafði Spitak, rétt eins og önnur bæjarfélög í Arm- eníu, tekið á móti þúsundum armen- skra flóttamanna frá Azerbatjdz- han. Þannig er ekki ólíklegt að um 45 þúsund manns hafí verið í bæn: um þegar jarðskjálftinn varð. í Lenínakan, annarri stærstu borg Armeníu, bjuggu um 290 þúsund manns og í Kírovakan um 170 þús- und. Náttúruhamfarimar gerðu meira en hálfa milljón manna heim- ilislausar og þúsundir bama munað- arlaus. Eftir að hafa heimsótt Arm- eníu og jarðskjálftasvæðin hef ég oftlega verið spurðir hvemig um- horfs hafi verið þar niður frá. Sum- ir halda jafnvel að það sé sérstök tilfínning fyrir þá sem alast upp við jarðhræringar, eins og íslendingar, að litast um í rústum eftir jarð- skjálfta. Svar mitt er hins vegar að ekki sé viðlit að lýsa ástandinu. Jafnvel Islendinga órar ekki fyrir að afleiðingar jarðskjálfta geti verið með þeim hætti sem varð í til dæm- is Spítak. Myndimar tala auðvitað sínu máli og satt er að sjón er sögu ríkari. Árið 1988 á vafalaust eftir að lifa í minnum Armena ekki síður en árið 1915 (sjá fyrri grein). Við skulum gera okkur grein fyrir því að náttúruhamfarimar kostuðu um 60 þúsund Armena lífið, það eru ef til vill um 2% af armensku þjóð- inni (í Sovétríkjunum). Á íslenskan mælikvarða. væri þetta svipað og að 5 þúsund manns færust hér á landi í náttúmhamfömm. En fyrir utan hinar hörmulegu afleiðingar jarðskjálftans er athyglisvert að virða fyrir sér umfjöllun sovéskra fjölmiðla um atburðinn og viðbrögð þarlendra stjómvalda. Árið 1948 varð öflugur jarð- skjálfti í Ashkhabad, höfuðborg sovétlýðveldisins Túrkmenístan í Asíuhluta Sovétríkjanna. Þá fómst, að því að talið er, milli 40 og 60 þúsund manns. Fjölmiðlar nefndu varla þær hamfarir og Stalín lét ekki svo mikið að geta þeirra, hvorki fyrr né síðar. Annar öflugur jarðskjálfti jafnaði milljónaborgina Tashkent í Úzbekistan við jörðu árið 1966. Þeirra hamfara var ekki getið í flölmiðlum með öðmm hætti en þeim, að samúðarskeyti Leonids Bréznevs flokksleiðtoga til þeirra, sem um sárt áttu að binda, var birt í dagblöðum — þremur mánuðum eftir jarðskjálftann. Enginn hefur enn fengið nokkrar upplýsingar um flölda látinna eða slasaðra í þeim hamfömm. Nú er öldin hins vegar önnur. Sjónvarp og hljóðvarp sögðu samdægurs frá jarðskjálftanum í norðurhluta Armeníu og öll dagblöð strax daginn eftir. Umfang eyði- leggingarinnar var að sjálfsögðu ekki ljóst frá fyrstu stundu enda samgöngur erfiðar og allt símasam- band rofíð við hamfarasvæðið. Það vom fyrst og fremst tvö atriði sem gáfu skýrt til kynna að tjón, bæði á mönnum og mannvirkjum væri gífurlegt. í .fyrsta lagi þegar Moskvuútvarpið tilkynnti að stjóm- málaráð Kommúnistaflokksins hefði skipað sérstaka neyðamefnd til að hafa með höndum alla sam- hæfíngu viðkomandi björgunar- starfínu og að formaður nefndar- innar væri sjálfur forsætisráðherr- ann og einn af valdamestu mönnum í Kreml, Nikolaj I. Ryzhkov. í öðm lagi þegar Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, skýrði fréttamönnum frá því í New York að Mikhail Gorbatsjov hefði ákveðið að fresta heimsókn sinni til Kúbu og Bretlands og halda þegar í stað til Armeníu. Þessi tvö atriði vom óumdeilanlega merki þess að umfang hamfaranna væri með allra mesta móti. Fyrir nokkr- um árum hefðu viðbrögð af þessu tagi af hálfu stjómvalda verið óhugsandi. I meira en tvær vikur eftir jarðskjálftann var hann helsta fréttáefni fjölmiðla í Sovétríkjunum og talsmenn stjórnvalda héldu reglulega blaðamannafundi til að skýra frá gangi björgunarstarfsins, tölum um látna og slasaða o.s.frv. Ekki var nóg með að náttúmham- farirnar hefðu verið fyrirferðar- miklar í fjölmiðlum — skýrt var ítar- T íþróttaleikvangurinn í Spítak. Þar var komið fyrir líkkistum, en einnig voru þar höfuðstöðvar Rauða krossins. Kornverksmiðjan, einn stærsti vinnustaður í Spítak.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.