Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
IWRSw gMAJaHUOHOM
'SUNNÚUÁGUR ‘5.FEBRÚÁR 1989
T TT A er sunnudagur 5. febrúar. Föstuinngangur, 36.
1 UAu dagur ársins 1989. Árdegisflóð í Reykjavík
kl. 5.49 og síðdegisflóð kl. 18.08. Sólarupprás í Reykjavík
kl. 9.55 og sólarlag kl. 17.29. Myrkur kl. 18.24. Sólin er í
hádegisstað í Reykjavík kl. 13.42 og tunglið er í suðri kl.
13.02 (Almanak Háskóla íslands).
Þér skuluð engu auka við þau boðorð, sem ég legg fyr-
ir yður, né heldur draga nokkuð frá svo að þér varð-
veitið skipanir Drottins Guðs yðar, sem ég legg fyrir
yður. (5. Mós. 4,2.)
ÁRNAÐ HEILLA
Hjónaband. Vestur í Banda-
ríkjunum hafa gengið í hjóna-
band Deborah A. Bemard
og Eirik Abbey. Foreldrar
hans eru Gréta Sigurðardóttir
frá Breiðabliki í Sandgerði og
Roy E. Abbey, sem látinn er
fyrir nökkrum árum.
FRÉTTIR__________________
FÖSTUINNGANGUR er í
dag, sunnudag. Föstuinn-
gangur teljast fyrstu dagar
þeirrar viku, sem langafasta
hefst í, þ.e. sunnudagur,
mánudagur og þriðjudagur á
undan öskudegi, eða aðeins
fyrsti dagurinn af þessum
þremur (föstuinngangs-
sunnudagur) segir í Stjömu-
fræði/Rímfræði og þar segir
svo á þessa leið um Sjövikna-
föstuna: Páskafasta, sem
miðaðist við sunnudaginn 7
vikum fyrir páska og reiknað-
ist þaðan til páska. Strangt
föstuhald byijaði þó ekki fyrr
en með öskudegi (miðviku-
dag) að undangengnum
föstuinngangi, og stóð þá 40
daga (virka) til páska. Og í
dag er Agötumessa. Til minn-
ingar um meyna Agötu, sem
talið er að hafi verið uppi 4
Sikiley, líklega á 3. öld, og
liðið píslarvættisdauða, segir
í sömu heimildum.
PRESTAR halda hádegis-
verðarfund mánudag 6. þ.m.
í safnaðarheimili Bústaða-
kirkju.
STARFSLEYFI. í tilk. í Lög-
birtingablaðinu frá heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðu-
neytinu segir að ráðuneytið
hafi veitt þessum læknum er
náð hafa 75 ára aldri leyfi til
að reka lækningastofur frá
1. janúar til ársloka yfirstand-
andi árs, sbr. lækningalögin:
Karli Strand, Ólafi
Tryggvasyni og Úlfari
Þórðarsyni.
HÉRAÐSDÓMARI. í tilk.
frá dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu í Lögbirtingi segir að
forseti íslands hafi skipað
Þorstein Skúlason, settan
héraðsdómara, til þess að
vera héraðsdómari við emb-
ætti bæjarfógetans á Selfossi
og sýslumannsins í Ámes-
sýslu.
Á SAUÐÁRKRÓKI. í nýju
Lögbirtingablaði auglýsir
heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið laust til um-
sóknar lyfsöluleyfi Sauðár-
króksumdæmis, — þ.e.a.s.
Sauðárkróks Apótek. Um-
sóknarfrestur er til 19. þ.m.
Verðandi lyfsali skal heíja
reksturinn 1. júlí nk. Forseti
íslands veitir lyfsöluleyfið.
SKIPIN
RE YKJAVÍKURHÖFN: í
gær fór togarinn Jón Bald-
vinsson aftur til veiða. ís-
berg var þá væntanlegt að
utan og Kyndill af strönd.
Þá var nótaskipið Júpiter
væntanlegur með loðnu til
löndunar í gær. Og Dettifoss
var væntanlegur að utan.
Árfell átti að leggja af stað
til útlanda og Amarfell að
fara á ströndina. í dag,
sunnudag, er Hera Borg
væntanleg að utan.
HAFNARFJARÐARHÖFN:
í gær héldu aftur til veiða
togararnir Venus og
Hólmadrangur. ísberg var
væntanlegt að utan, með við-
komu í Eyjum seint í gær-
kvöldi.
KROSSGÁTAN
LÁRÉTT: - 1 goðgá, 5
karlfísks, 8 eiginleikinn, 9
fikt, 11 myrkurs, 14 kassi,
15 rífa, 16 húsgögn, 17 kveik-
ur, 19 notfæra sér, 21 óski,
22 mjög slæma, 25 haf, 26
auli, 27 leturtákn.
LÓÐRÉTT: - 2 ræfiU, 3
dý, 4 þátttakendur, 5 manns-
nafn, 6 eðli, 7 gljfur, 9 druslu,
10 slær, 12 dútlar, 13 grunni
hellirinn, 18 lokaorð, 20 burt,
21 veisla, 23 sjór, 24 tveir.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: 1 ábati, 5 skjót, 8 ólina, 9 fálki, 11 elfur, 14
nef, 15 rósin, 16 iðjan, 17 ill, 19 óðar, 21 átta, 22 sólinni,
25^alt, 26 ann, 27 nói.
LÓÐRÉTT: — 2 brá, 3 tók, 4 ilinni, 5 snefil, 6 kal, 7 ólu,
9 forsóma, 10 laskast, 12 fljótin, 13 rangali, 18 lúin, 20 ró,
21 án, 23 la, 24 NN.
l&rAuMO
uofm
ÓV3/ ~ 89
MANNAMÓT
ÞJÓÐFRÆÐAFÉLAG-
IÐ heldur fund annað kvöld,
mánudag, kl. 20 í stofu 301
í Árnagarði við Suðurgötu.
Sagt verður frá þjóðfræða-
þingi sem haldið var nú 30.
janúar til 1. febrúar.
KVENFÉL. Keflavíkur
heldur fund annað kvöld,
mánudag, kl. 20 í Kirkju-
lundi. Kaffidrykkja að lokn-
um fundarstörfum.
ÁHUGAFÉL. um
brjóstagjöf í Kópavogi
heldur fræðslufund annað
kvöld í félagsheimili bæjarins
kl. 20.30. Jóna Ingibjörg
Jónsdóttir kjmfræðingur flyt-
ur erindi um kynlíf á með-
göngu og eftir fæðingu.
Fundurinn er öllum opinn.
SAMTÖK um sorg og
sorgarviðbrögð heldur
fræðslufund nk. þriðjudag, 7.
þ.m., í safnaðarheimili Laug-
ameskirkju kl. 20.30. Kar-
ólína Eiríksdóttir tónskáld
kynnir óperu sem hún samdi
við ljóð sænskrar skáldkonu
og fjallar um líðan ekkjunnar.
KVENFÉL. Garðabæj-
ar heldur aðalfund sinn nk.
þriðjudagskv. í Garðaholti kl.
20.30.
KVENFÉL. Breiðholts.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn þriðjudaginn 14. þ.m.
í Lækjarbrekku og hefst hann
með borðhaldi kl. 19.30.
FÉLAGSSTARF aldr-
aðra í Hvassaleiti 56-58.
Opið hús frá kl. 13 á morg-
un, mánudag, bolludag. í til-
efni dagsins borið fram bollu-
kaffi.
FÉL. eldri borgara. í
dag, sunnudag, opið hús í
Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 14.
Fijálst spil og tafl. Dansað
kl. 20. Á morgun, mánudag,
er opið hús í Tónabæ frá kl.
'13.30 og verður spiluð félags-
vist kl. 14. Þorrablótið nk.
föstudag, 10. þ.m., verður í
Goðheimum kl. 19 og verður
þá þorramaturinn borinn á
borð.
KVENFÉL. Kópavogs.
Spiluð verður félagsvist nk.
þriðjudagskvöld í neðri saln-
um í félagsheimilinu og verð-
ur byijað að spila kl. 20.30.
Kaffiveitingar og spilakvöldið
er öllum opið.
TÓMSTUNDASTARF
aldraðra í Mosfellsbæ,
Kjalamesi og Kjós. Þar eð
leiksýningin sem verða átti í
Þjóðleikhúsinu nk. miðviku-
dag hefur verið felld niður
frestast leikhúsferðin til 24.
þ.m.
SAFNAÐARFÉL. Ás-
prestakalls. Aðalfundur
félagsins verður nk. þriðju-
dagskvöld, 7. þ.m., í félags-
heimilinu kl. 20.30. Frú
Ragna Jónsdóttir kemur á
fundinn og segir frá kvenna-
ráðstefnunni í Ósló á sl.
sumri.
KVENFÉL. Langholts-
sóknar heldur aðalfund nk.
þriðjudagskvöld, 7. þ.m., í
safnaðarheimilinu kl. 20.30.
Að fundarstörfum loknum
verður upplestur og kaffiveit-
ingar.
KVENFÉL. Laugarnes-
SÓknar heldur aðalfund sinn
í safnaðarheimili kirlqunnar
annað kvöld, mánudag, kl.
20. Á fundinum ætlar stjómin
að kynna nýjar tillögur sínar.
KVENNADEILD Barð-
strendingafél. heldur að-
alfund nk. þriðjudag, 7. þ.m.,
kl. 20.30 á Hallveigarstöðum.
Gestur fundarins verður frú
Friðgerður Friðgeirsdóttir.
KVENFÉL. Háteigs-
sóknar heldur aðalfund nk.
þriðjudagskvöld, 7. þ.m., í
Sjómannaskólanum kl. 20.30.
Að fundarstörfum loknum
verður kaffidrykkja.
FÉL. svæðameðferð
hefur opið hús fyrir félags-
menn og gesti á Holiday Inn
á morgun, mánudag, 6. þ.m.,
kl. 20.30. Gestur félagsins
verður Ævar Kvaran sem
flytur fyrirlestur. Kaffiveit-
ingar.
ITC-deildin íris í Hafnar-
firði heldur fund annað kvöld,
mánudag, á Hjallahrauni 9
kl. 20.30. Fram fer ræðu-
keppni og er fundurinn öllum
opinn.
ÁHEIT OG GJAFIR ~
ÁHEIT á Strandarkirkju.
Afhent Morgunblaðinu: SN
5.000, Erla 5.000, GM 4.000,
EG 3.000, Halldór K. Jonsson
3.000, B.J. 3.000, IB 2.000,
ESV 2.000, Ómerkt 2.000,
VEK 2.000, Sigríður 2.000,
Húlli 2.000, HPS 2.000, FSK
1.600, BG 1.000, AA 1.000,
NN 1.000, Guðbjörg 1.000,
IS 1.000, JS 1.000, BR 1.000,
Nafnlaus 1.000, MK 1.000,
VG 1.000, Ingibjörg 500, ÁJ
500, SJ 500, RB 500,,Jó-
hanna 500, SKs 400, Ásta
200, Sigurður Antoníusson
100, ÞA 100, SS 100.
MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR 50 ÁRUM
I tilefni þess að 6 ár eru
liðin frá valdatöku nas-
istafiokksins í Þýska-
landi, með Adolf Hitler í
broddi fylkingar, hélt
hann ræðu í Berlín í gær.
Hún stóð yfir í rúmlega
tvær klst. Hann komst
þannig að orði á einum
stað í ræðu sinni, er hann
fjallaði um samskipti
Þjóðveija og ítala: Ég
spái langvarandi friði.
Þjóðveijar hefðu staðið
við hlið ftala í Abbysíníu-
striðinu. Á sl. ári, er ver-
ið var að skapa Stór-
Þýskaland, hefðu ítalir
staðið við hlið Þjóðveija.
Hann kvaðst vilja minna
á spádóm sinn fyrir
nokkrum árum, þess efn-
is að nasjonal sosíalistar
myndu beija niður áhrif
gyðinga og kommúnista
í Þýskalandi.
ORÐABÓKIN
AÖ heltast úr lestinni
Fyrir tæpu ári eða svo
heyrði ég fréttamann við
Ríkisútvarpið tala um að
hellast úr lestinni, stuttu
síðar heyrði ég' svo aftur
komizt þannig að orði. Og
enn kom þetta fyrir mín
eyru í Ríkisútvarpinu í
síðasta mánuði, þar sem
verið var að ræða um sam-
runa tveggja félaga í eitt.
Þá sagði viðmælandi í sam-
bandi við spumingu frétta-
manns: „Ég á von á, að
fleiri hellist úr Iestinni." Því
miður virðist alveg ljóst, að
uppruni þessa orðasam-
bands er að hverfa úr vitund
manna. Þá fara menn að
setja þetta í samband við
so. að hella(st), hvemig svo
sem mönnum gengur þá að
skýra upprunann. Vitaskuld
er hans að leita frá þeim
tíma, er menn fóm lesta-
ferðir í kaupstað fyrr á
tímum. Þá kom það eðlilega
oft fyrir, að hestur varð
haltur á fæti og dróst aftur
úr eða varð jafnvel viðskila
við lestina. Þá heltist hest-
urinn úr lestinni. Síðan
hefur þetta smám saman
fengið almenna merkingu
um að dragast aftur úr í
einhveiju og þá ekki sízt í
samkeppni við aðra, svo sem
hér var átt við. Sjálfsagt er
að halda sig við upprunann,
þótt lestir sjáist eklri lengur
á ferð í kaupstað. — JAJ.