Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/ENNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÖÁR4Í989 ANNA SOFFÍA HAUKSDÓTTIR. Fd. ogár: 7. júní 1958. Starf: Prófessor í raf- magnsverkfræði við Há- skóla íslands. Menntun: Stúdentspróf frá JdH 1977, BSc.-próf í rafmagnsverkfræði frá HÍ, MSc.-próf frá Ohio State University. Fyrri störf: Aðstoðar- kennsla við rafmagns- verkfræðideild Ohio State University 1981- 1986, fyrirlestrar á fagr- áðstefnum rafmagns- og rafmagnsverkfræðinga í Bandaríkjunum, greina- skrif í erlend fagtímarit o.fl. Heimilishagir: Gift Þorgeiri Óskarssyni sjúkraþjálfara. nemandi og mjög áhugasöm," seg- ir Sæmundur Óskarsson, prófessor í rafmagnsverkfræði. „Hún stendur sig ekki síður sem kennari við deild- ina.“ Annar fyrrum kennari hennar segir að hún sé „einstök stúlka, bæði vel gefin og falleg". Á menntaskólaárunum söng Anna í Hamrahlíðarkómum. „Hún hefur þessa sjaldgæfu hæfileika að vera bæði greind og skemmtileg," segir gamall kórfélagi. „Hún var mikil námsmanneskja og hélt sig vel að náminu, en tók sér þó tíma í félagslíf, til dæmis í kórstarfið. Hún er ein af þessum persónum sem maður virðir ákaflega mikið fyrir að vera alþýðlegur ogjákvæð- ur persónuleiki, um leið og menn vita að hún er mjög skörp. Sá árangur sem hún hefur náð í námi sínu og störfum er líka einstakur. Það em svona konur, sem em sterkustu málsvarar jafnréttis. Þær sýna hæfileika sína í verki, án þess „Svona konur eru sterk- ustu málsvarar jafiiréttis4 ‘ Dr. Anna Soffia Hauksdóttir, próf- essor í raftnagnsverkfræði DR. ANNA Soffia Hauksdóttir var sett prófessor í rafinagnsverkfræði síðastliðið sumar. Hún mun vera fyrsta konan, sem ráðin er f prófessorsstöðu f verkfræðideild, auk þess sem hún er f hópi yngstu prófessora, aðeins þrítug að aldri. Það er samdóma álit allra, sem tíl dr. Önnu þekkja, að það hafi enga ^jafiiréttiskvóta" þurft til þess að hún hreppti prófessorsstöðuna. Konan sé einstaklega vel að henni komin. Dr. Anna er Reykvíkingur, dótt- ir hjónanna Hauks Pálmason- ar, aðstoðarrafmagnsstjóra, og Aðalheiðar Jóhannesdóttur, full- trúa. Faðir hennar er einnig raf- magnsverkfræðingur, en hann seg- ist ekki telja að dóttir hans hafi valið sér þetta ævistarf vegna áhrifa frá sér eða sérstakri ást á rafmagni. Reyndar hafi hún fyrst ætlað í matvælaverkfræði, en raf- magnsverkfræðin hafi loks orðið ofan á. „Ég held að henni hafi kannski þótt þetta fýsilegt vegna þess hvað hún hefur mikinn áhuga á stærðfræði," segir Haukur. Þess má geta að sama árið og dr. Anna útskrifaðist úr menntaskóla hlaut hún viðurkenningu íslenzka stærð- fræðifélagsins. Námsferill dr. Önnu er allur með ágætum. Hún hlaut Fulbright- styrk til náms í Bandaríkjunum eftir að hún lauk prófi í grein sinni við háskólann hér heima. í Ohio-ríki lauk hún MSc.- gráðu með sjálfvirk stafræn stýri- kerfi sem aðalfag. Á meðan hún var í námi ytra hlaut dr. Anna fjölda styrkja og viðurkenninga, til dæmis Ful- bright-styrk, viðurkenningu stofn- unar rafmagns- og rafeindaverk- fræðinga, Amelia Earhart-styrk, vísindastyrk NATO og styrk frá Amerísk-norræna félaginu, sem kenndur er við Thor Thors. Gamlir kennarar dr. Önnu hér heima segja að hún hafi verið afar samvizkusamur nemandi og lagt sig alla fram. „Hún var afbragðs- SVIPIVIYNP eftir Ólaf Þ. Stephensen að þurfa nokkra kvóta til að kom- ast áfram.“ Er dr. Anna kom heim frá námi, starfaði hún fyrst við kerfisfræði- stofnun Háskólans. Hún sótti svo um prófessorsstöðuna ásamt öðr- um umsækjanda, hlaut meðmæli dómnefndar og samþykki deildar- fundar sem hæfari umsækjandinn. í haust hefur hún svo hafið kennslu á rafmagnsverkfræðiskor. ______________„Hún er mjög góður kennari, líklega með þeim betri í deildinni," segir einn nem- andi hennar. „Hún er gífurlega samvizkusöm, það stepdur allt eins og stafur á bók sem hún á að gera og allt er á réttum tíma. Hún er auðvitað ung i þessari stöðu, en það háir henni sannarlega ekki. Hún er í ákaflega góðu jafnvægi." Sami verkfræðineminn segir að dr. Anna sé mjög drífandi, vilji koma upp sem beztum tækjakosti og bæta gæði menntunarinnar á sínu sviði sem mest. Af þessum orsökum meðal annars sé hún vin- sæl af nemendum sínum. „Það kann þó sumum að þykja hún ströng," segir stúdeiítinn. Iceland Seafood Ltd: Salan jókst um ll%ásíðastaári HEILDARSALA Iceland Seafood Limited, dótturfyrirtækis Sam- bandsins í Evrópu, jókst um 2.300 tonn á siðasta ári, sem er um 11% aukning frá árinu 1987. Mest jókst salan í Frakklandi, 28%, enda opnaði fyrirtækið skrifstofu í Bouiogne í haust sem leið. Verð á ýmsum helztu fisktegundum dróst saman á árinu, og þvi jókst heild- arverðmæti söiunnar ekki nema um 3%. Alls seldi fyrirtækið fiskaf- urðir fyrir um 3.6 milljarða króna. Miðað við aðstæður er þetta þokkaleg niðurstaða," sagði Sigurður Á. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að af fjórurn stórum fisksölu- fyrirtækjum, sem íslendingar starf- ræktu á erlendri grund, væri ISL líklega það eina, sem rekið hefði verið með hagnaði á síðasta ári. „Við erum eina fyrirtækið, sem ekki er með verksmiðju, og lendum því síður í skakkaföllum til dæmis af völdum verðfalls á birgðum," sagði Sigurður. Sigurður sagði að velta fyrirtæk- isins hefði aukizt á síðasta ári, gagnstætt því sem væri hjá hinum fyrirtækjunum. „Við höfum getað einbeitt okkur að því að selja vör- una að heiman og þurfum ekki að láta vandamál verksmiðjurekstrar- ins tefja okkur frá því,“ sagði hann. „Ég held að miðað við Evrópumark- að sé það rétt stefna að vera ekki með verksmiðjurekstur." Hvalamálið hefur haft áhrif á söluna hjá ISL, ásamt „ormafárinu" svokallaða, sem greip um sig í Þýzkalandi fyrr á árinu. Að sögn Sigurðar hélzt veltan á Þýzkalands- markaðnum þó óbreytt, en magnið sem seldist dróst saman. „Sumir viðskiptavina okkar hafa sett okkur stólinn fyrir dymar vegna hvala- málsins, en fyrirstaðan hefur heldur verið að linast upp á síðkastið. Hvalamálið olli eingöngu sölutregðu í Þýzkalandi; í Bretlandi og Frakk- landi hafði það engin áhrif,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að fyrirtækið væri nýbyijað að selja verzlunar- keéjum í Bretlandi físk í neytenda- pakkningum, sem framleiddar væru á íslandi. „Við vinnum þetta mál í samvinnu við þróunarstöð sjávar- afurðadeildar Sambandsins og ætl- um að reyna að koma upp dálitlum iðnaði í kring um neytendapakkn- ingar,“ sagði Sigurður. Hann sagði að þessa dagana væri verið að af- greiða fyrstu vörumar af þessu tagi til verzlunarkeðjunnar Marks & Spencer. „Við erum mjög vongóðir um að geta haldið áfram viðskiptum bæði við Marks & Spencer og aðra. Ég held að ein merkilegasta nýjung- in í okkar starfsemi sé að reyna að færa þennan iðnað heim til ís- lands og fá hærra verð fyrir vöruna hér.“ Sigurður sagðist loks vera von- góður um söluna á þessu ári. í jan- úar hefði sala ISL aukizt um 34% miðað við ársbyijun 1988. Sæi'ún farin til Englands VÉLBÁTURINN Særún frá Eyr- arbakka, sem fékk á sig brotsjó við Færeyjar á fimmtudag, hélt áfram för sinni til Englands á föstudag. Að sögn Þórðar Þórðarsonar, annars eiganda bátsins, var það ofsagt í frétt Morgunblaðsins í gær að skipið væri mikið skemmt. Gluggi í brúnni hefði brotnað og siglingatæki farið úr sambandi um tíma. Að sögn Þórðar höfðu skipveijar á Særúnu ágæt siglingakort af Færeyjum og sigldi báturinn fyrir eigin vélarafli til lands eftir óhapp- ið. Gamla kirkjan í Grinda- vík í nýiu hlutverki Grindavfk GAMLA kirkjan í Grindavík hefúr fengið nýtt hlutverki. Um miðjan janúar var byrjað að starfrækja þar dagheimili. Afundi bæjarstjómar sl. haust var ákveðið að mæta vanda í dag- vistarmálum I Grindvík með því að starfrækja dagvist í gömlu kirkjunni sem stendur við Kirkjubraut í Grindavík. Kirkjan hefur staðið auð í nokkum tíma. Eftir að hætt var að nota hana undir guðsþjónustur með tilkomu nýju kirkjunnar 1982 hefur JC-Grindavík fengið þar inni með starfsemi sína. Efir að það félag hætti starfsemi fyrir tæpum tveimur áram hefur engin starfsemi átt sér stað í kirkjunni. Leitað var umsagnar sérfróðra aðila um möguleika þess að starf- rækja þama dagvistarheimili. Að fengnum tillögum þar sem fram kom að húsnæðið gæti með nokkram breytingum gegnt hlutverki dagvist- arheimilis var ákveðið að bjóða rekst- urinn út. í útboðinu kom m.a. fram að Grindavíkurbær útvegar húsnæði ásamt útileiktækjum, hita og raf- magni en rekstraraðili sér um dag- legan rekstur, starfsfólk og ræst- ingu. Guðrún Agnes Einarsdóttir dag- móðir var eini umsækjandinn og var gengið til samninga við hana á grandvelli tilboðs. Fréttaritari fór í heimsókn og átti viðtal við Guðrúnu. Að hennar sögn hentar kirkjan vel undir þessa starf- semi. Góður andi væri í kirkjunni og breytingar vel heppnaðar. Gert er ráð fyrir 15 heilsdagsplássum sem geta nýst sem 30 hálfsdagspláss. Nú þeg- ar era 16 böm í dagvist, þar af eitt í heilsdagsvist. Auk Guðrúnar starfar Morgunblaðið/Frímann ólafsson Guðrún Einarsdóttir og Guðbjörg Ólafsdóttir í eldhúsi Kirkjukots. þama ein dagmóðir en gert er ráð fyrir þremur dagmæðrum með fullri nýtingu. Guðrún sagði að ekki væri búið að gefa heimilinu nafn en væri kallað Kirkjukot manna í millum. Gert er ráð fyrir að 6 mánaða til 3ja ára böm hafí forgang að heimil- inu en að öðra leyti er það opið fyr- ir böm á ölium aldri. Greitt er venju- legt dagmæðragjald en Grindavíkur- bær endurgreiðir hluta af gjaldi for- eldra bama yngri en 6 ára. FÓ Gamla kirkjan i Grindavik. Börnin una sér vel í gömlu kirkjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.