Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 11
J<dftGtíílfeliÁÐÖ> BÚNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 HVAÐ KOSTA LÍFFÆRIN? 5,000 á biðlista 846 á biðlista Lfffæra- og vefjafgræöslur ( Bandarfkjunum Fjöldi fólks Meöalkosmaöur ábiölisla á hverja aögerö igræðsla góð að ári liðnu : ígræðsla góð að ári liðnu : Fjöldi stolnana sem framkvæmir aögeröina * í April 1988 12,782 I ábiðlista 170 á biðlista Igræðsla góð að ári liðnu : Igræðsla góð að ári liðnu : 469 á biðlista 109 á biðlista Heildarfjöldi aögeröa viö Ifffæra- og vefjafgræöslur I Bandarfkjunum. Igræðsla / góð að k ári liðnu : - '• wSÍA—""'"""* igræðsla góð að ári liðnu : \ Hornhimna 18,500 35,000 j | Á \Hjarta 103 1,512' í | \A3Hjarta og lungu 7 43 Nýra 5,358 10,700* Aætlaö Heimild: American Coúncil or> Transplantátion / United Netwórk fór Organ Sharing KRGN Hjarta Hornhimna Líffæraígræðslur í sókn kvæmdar 43 ígræðslur á hjarta og lungum í Bandaríkjunum á móti yfír 1.500 aðgerðum þar sem bara var skipt um hjarta. Ung íslensk stúlka fékk grædda í sig lifur í Boston fyrir nokkrum árum og heppnaðist sú aðgerð vel. Fyrsti vel heppnaði lifrarflutningurinn átti sér stað árið 1967 en þessi aðgerð er ekki síður vandasöm en hjarta- ígræðsla og jafnvel enn sjaldgæfari. Erfitt að finna nothæflíffæri Eftirspum eftir líffæmm er mun meiri en framboð. Sem dæmi um þá byltingu sem orðið hefur í líffæraflutningum á síðustu ámm má nefna að hjartaflutningar í Bandarílqunum hafa aukist úr 103 árið 1982 í 1.512 árið 1987 og á sama tíma hafa lifrarflutningar aukist úr 62 í 1.182 og nýrnaflutn- ingar úr rúmlega 5.000 í nær 11.000. Líffærin þurfa að vera „lif- andi“ til þess að þau séu nothæf til ígræðslu og því verður að taka þau út mjög skömmu eftir andlát, en sá frestur er nokkuð mismun- andi eftir því hvaða líffæri er um að ræða. Christian Barnard braut í bága við aldagamla skilgreiningu á dauða sem stöðvun hjartsláttar og flutti hjarta úr manni sem dáinn var heiladauða. Ákjósanlegustu líffærin koma úr fólki sem hefur verið úrskurðað heiladautt, en hægt er að halda hjarta og ýmsum öðram líffæram starfandi og lifandi áfram. Þetta þrengir hóp líffæragjafa vera- lega og flókin og viðkvæm vanda- mál geta komið upp í þessu sam- bandi. Þannig deyja um 4.000 Bret- ar árlega heiladauða á sjúkrahús- um, en í aðeins um 10% af þeim tilvikum fást nothæf líffæri til ígræðslu. Nú er andlát skilgreint í lögum sem heiladauði í mörgum löndum og þar á meðal á hinum Norðurlönd- unum í stað svokallaðs hjartadauða. Þetta eykur líffæraframboðið. í Bretlandi verður að leita sérstak- lega eftir samþykki ættingja til Upphaf ígræðslu Nýrað liggur tilbúið. Þvagleiðarinn liggur til vinstri yfír nýrað. Nýmaslagæðin liggur beint upp. Á henni er æðatöng. sjúkrahúsum og við hefðum haft. Siíkar aðgerðir myndu þó líklega ekki hefjast allra næstu árin. Hjartaígræðsla er sú tegund líffæraflutninga sem hefur náð að fanga athygli almennings mest, al- veg síðan Christian Barnard græddi hjarta í hinn 62 ára gamla Louis Washkansky árið 1967 í Höfðaborg í Suður-Afríku. Að vísu hafði áður verið reynt að græða apahjarta í mann með „árangri“ sem varaði í nokkrar mínútur. Washkansky lifði aðeins í um 20 daga, en næsti sjúkl- ingur Bamards hélt lífí í nær 20 mánuði með nýtt hjarta. Aðeins einn íslendingur, Halldór Halldórs- son, hefur gengist undir hjarta- ígræðslu, en einnig var skipt um lungu í honum, eins og flestum er kunnugt. Það segir kannski sína sögu að árið 1987 vora aðeins fram- EITT ÁR LIÐIÐ FRÁ HJARTA- OG LUNGNASKIPTUM Furðulegt hvað breytíngin er mikil - segir Halldór Halldórsson Á FIMMTUDAGINN síðastliðinn var rétt ár síðan nýtt hjarta og lungu voru grædd í Halldór Halldórsson, 25 ára gamlan Kópavogsbúa, í Brompton-sjúkrahúsinu í London. Aðgerðin tókst mjög vel og í dag vinnur Halldór hálfan daginn hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, æfir fótbolta tvisvar í viku og sinnir öðrum áhugamálum sínum. “Ég hef áhuga á hundum og hundarækt og fer alltaf öðru hvoru að hreyfa hundinn eitthvað. Svo stunda ég borðtennis dálítið líka. Áður fyrr, þegar ég var með súrefiiiskútinn, beið ég oft eftir klukkunni og svaf kannski til hádegis til að sólahringurinn liði fyrr. Núna duga þessar 24 klukkustundir ekki til,“ sagði Halldór þegar blaðamaður sótti hann heim i vikunni. Hefði þig órað fyrir því fyrir ári síðan að aðgerðin tækist jafn vel og raun ber vitni? “Maður var náttúralega frekar bjartsýnn að þetta gengi allt sam- an vel upp en samt hef ég verið heppinn að allt hefur gengið vel og ekkert stórvægilegt vandamál komið upp. Ég er á Reykjalundi í endurhæfingu fyrir hádegi alla virka daga og fer síðan í vinnu eftir hádegi. Eftirliti hefur verið þannig háttað að ég fór alltaf út til London á tveggja mánaða fresti en nú er það á þriggja mánaða fresti. Ég var úti núna í byijun janúar og fer síðan aftur í byijun apríi. Ég fór alltaf upp á spítala héma hálfsmánaðarlega en nú verður það mánaðarlega með nýja árinu. Ég æfi fótbolta með Augnabliki einu sinni í viku og nú nýlega feng- um við fjölskyldan okkur tíma í fótbolta. Þetta er gjörbylting frá því sem áður var. Aður fyrr náði maður kannski að hlaupa fram og svo stóð maður á öndinni lengi á eftir og komst aldrei í vömina. Nú þeysist maður endanna á milli og það er ekkert mál. Það er furðu- legt hvað það hefur mikið breyst á ekki lengri tíma en einu ári. Á sama tíma í fyrra var ég með súr- efni, var mjög rýr og gat lítið gert. Nú er ég alltaf að reyna eitthvað nýtt. Um daginn fór ég til dæmis á gönguskíði, en ég hafði aldrei stigið á skíði áður.“ -Hveiju þakkarðu að þtta hefur gengið svona vel? “Eg þakka mest mínum nánustu og guði fyrir hvað þetta hefur gengið vel, þetta er eins og í lygasögu. Þó að ég hafí fengið smá höfnunareinkenni fyrst á eftir aðgerðina er það bara eðlilegt. Eftir að ég kom heim hefur ekkert stórkostlegt bjátað á. - Þú sagðist hafa verið bjart- sýnn. Heldur þú að sálræna hliðin hafí haft áhrif? Já, hún skiptir alveg geysilega miklu máli og sérstaklega hvemig maður er stemmdur fyrir aðgerð- ina sjálfa. Þegar ég kom fyrst út eftir áramótin var ég með dálitla heimþrá og hugsaði stundum að maður ætti kannski bara að hætta við þetta. Ef ég hefði farið í að- gerðina í einhveiju þunglyndi hefði það kannski gengið erfiðlega en ég var kominn upp úr þeim öldud- al og þetta lá mjög vel fyrir and- lega. Það hefur verið nokkurt metnaðarmál hjá mér gagnvart lækninum sjálfum, Dr. Yacoub, að þetta gangi vel. Hann lagði ein- mitt mikla áherslu á að hreyfa sig mikið. Ég hitti hann núna síðast þegar ég var úti og fór þá í hjarta- þræðingu, sem ég þar að fara í einu sinni á ári. Hann var alveg rosalega ánægður með árangurinn og sagði að þetta væri ekkert vandamál. Þegar Vigdís Finn- bogadóttir ætlaði að afhenda hon- um fálkaorðuna í London á dögun- um var hann fyrst upptekinn við aðgerð og afhendingunni var frest- að til klukkan níu daginn eftir. Hann kom samt ekki fyrr en klukk- an hálf tíu og þá var hann að koma úr þremur ígræðsluaðgerðum um nóttina, alveg dauðþreyttur. Þeir segja að hann sofi ekki nema svona ijóra, fimm tíma á sólarhring. Það er ekki hægt að sjá að hann sé að fara í inhveija stóraðgerð, hann er alltaf jafn yfirvegaður. Maður gæti haldið að hann væri bifvéla- virki að fara að skipta um vél í bíl. Það kemur einstaka sinnum fyr- ir mig enn að ég hugsa eins og þegar ég var með gömlu líffærin. Þegar ég á að fara að reyna á mig hugsa ég stundum: nei, ég má þetta ekki. Nú hugsa ég með mér: ég verð að taka á, reyna meira. Þegar ég ætlaði að fara á skíði um daginn, þá ætlaði ég fyrst ekki að fara, því mér var alltaf svo kalt hér áður fyrr. Svo hugsaði ég: nei ég reyni þetta og ég svitnaði heilmikið. Hann skýtur alltaf upp kollinum öðru hvora þessi gamli hugsunarháttur, en maður er þó alltaf að reyna eitthvað nýtt. Framtíðaráform? Fyrst og fremst að koma sér í gott form fyrir sumarið. Reyna að bæta á sér einhverri þyngd, halda æfing- unum áfram. Það er alveg lykilat- riði a vera í góðu formi, reyna á líffærin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.