Morgunblaðið - 17.02.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 17.02.1989, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989 Ennekki fundurum vísitöluna ENNÞÁ hefur ekki orðið af öðrum fiindi forsvarsmanna landssambanda lifeyrissjóðanna með ráðherrum viðskipta- og Qármála um þœr breytingar sem gerðar voru á grundvelli lánskjaravísitölunar seinnihluta janúarmánaðar. Fundurinn átti að vera á þriðjudaginn í fyrri viku eða fyrir tíu dögum, en var þá frestað tun fáeina daga. Benedikt Davíðsson, formaður Sambands almennra llfeyrissjóða, sagðist ekki hafa heyrt í ráðherr- unum þennan tíma, né hefðu lög- fraeðilegar álitsgerðir, sem við- skiptaráðuneytið hefði látið gera varðandi lögmæti breytinganna á vísitölunni, verið afhentar. Hann bjóst við að lífeyris8jóðasamböndin myndu funda í dag og taka afstöðu til þess hvort ekki bæri að líta á þetta sem óformlega höfnun við- ræðna. Næsta skref væri að leggja fram álitsgerðir lífeyrissjóðanna varðandi lögmæti breytinganna á lánskjaravísitölunni og tækist ekki samkomulag væri málshöfðun neyðarúrræði til þess að fá úr þvi skorið hvað væri rétt í málinu. Viðræður um skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna af Húsnæðisstofn- un áttu að heijast í febrúarmán- uði, en Benedikt sagði að engar forsendur væru fyrir viðræðum að óbreyttu. Gildandi samningur tek- ur einungis til skuldabréfakaupa fyrstu þijá mánuði þessa árs. Hann sagðist og gera ráð fyrir að lífey ris- sjóðimir hefðu haldið að sér hönd- um varðandi kaup á skuldabréfum undanfarið vegna þessa óvissu- ástands. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Starfemenn Pósts og síma festa stálplötu til hlífðar Ijósieiðararör- um á einum brúarstöplinum. Á innfelldu myndinni er Jón Ólafe- son íbúi við Fagurgerði á Ölfúsárbökkum með dælu til taks ef flóð verður. Búist við flóðum í Ölfiisá: Dæliirnar hafðar til taks á Selfossi Selfosai. STARFSMENN Pósts og sima luku við það í gær að veija Ijósleið- ararör sem liggja undir Ölfusárbrú, en þetta er ein þeirra varúð- arráðstafana sem gripið hefiir verið til vegna ísstiflunnar sem myndast hefúr í Ölfúsá og getur orsakað flóð ef bregður til hlý- inda og votviðris. í stærstu flóðum, árin 1930, 1948 og 1968, lék Ölfusá grátt þá íbúa sem næst búa ánni. Þegar verst lét náði vatnið í kjöllurum húsanna eins metra hæð og olli skemmdum. íbúar I sumum þess- ara húsa hafa nú gert varúðarráð- stafanir og orðið sér úti um sjálf- virkar dælur til að vera við öllu búnir. Þessir íbúar og þeir sem gjörla þekkja til árinnar segja aðstæður nú svipaðar og þær voru 1968. Ekki þurfí annað en það bregði til hlýinda svo áin fari upp. í vörugeymslum Vöruhúss KA, sem er á syðri bakka árinnar, skammt frá Ölfusárbrú, er unnið að því smátt og smátt að koma sekkjavöru upp á palla ofan flóða- marka. Samfelldur ís er á ánni, svo langt sem augað eygir niður ána, svo notuð séu orð Gunnar Gunn- arssonar bónda á einum Selfoss- bæjanna. - Sig.Jóns. Hver dagur dýr sem tap- ast í loðnufry stingnnni - segir Gylfí Þór Magnússon framkvæmdastjóri hjá SH LOÐNUVEIÐl! er nú að heQast að nýju eftir að Ulviðrið rak skip- in í land í siðustu viku. Skipin eru farin út og hafa fimdið loðnu fyrir Suðurlandi, meðal annars á Meðallandsbugt og við Alviðru. Loðnufrysting er einnig hafln hjá fjölmörgum frystihúsum á Karl vann Hodgson KARL Þorsteins vann enska stórmeistarann Hodgson í þriðju umferð Fjarkaskák- mótsins sem tefld var á Hótel Loftleiðum í gær. Sovéski stórmeistarinn Eingom vann Hannes Hlífar Stefánsson- Jafntefli gerðu Jón L. Ámason og norski alþjóðlegi meistarinn Tisdall, enski alþjóðlegi meistar- inn Watson og sovéski stórmeist- arinn Balasjov, Helgi Ólafeson og Margeir Pétursson. Skákir þeirra Björgvins Jónssonar og Þrastar Þórhallssonar, Sævars Bjamasonar og Sigurðar Daða Sigfússonar fóru í bið. Fjórða umferð verður tefld í dag og hefst hún klukkan 17. svæðinu frá Vestmannaeyjum vestur um til Reykjavíkur. Hrognafylling er nú hæfíleg, en verði gæftir stopular er hætt við að ekki náist að framleiða upp í gerða samninga. Gylfi Þór Magn- ússon, einn framkvæmdastjóra SH, segir að veður&rið geti haft afar slæm áhrif á heilfrystingu loðnu, eins og þegar hafi komið í ljós, en samningum við nær alla kaupendur sé nú lokið. Um er að ræða 5.500 tonn að verðmæti nm 250 milljónir króna. Loðnu- frysting hófet í Eyjum í síðustu viku, en lagðist strax af aftur. „Þetta er algjört happdrætti og hver dagur sem ekki nýtist er dýr. Vertíðin gæti alveg tapazt fari ekki að rætast úr þessari ótið,“ sagði Gylfi Þór í samtali við Morgunblaðið. Aætlað er að frysting hrogna geti hafizt um næstu mánaðamót. SH hefur náð samkomulagi við japanska kaupendur um sölu á 5.500 tonnum fyrir um 250 milljón- ir króna alls, en endanlegt verð fer eftir stærð og flokkun. Verð er svip- að í erlendri mynt og á síðasta ári. Þá voru seld austur um 730 tonn, en 5.700 árið 1987. Eftirlitsmenn frá kaupendum eru margir komnir til landsins og bíða þess nú að loðn- an berist á land og vinnsla hefjist að nýju. Sjávarafurðadeild Sambandsins er að reka smiðshöggið á samninga um sölu á frystri loðnu og loðnu- hrognum til Japans. Um er að ræða 800 til 1.000 tonn af loðnu og 400 tonn af hrognum. Verð og skilmálar eru á svipuðum nótum og hjá SH. Vinnsla hrogna hefst tæpast fyrr en undir mánaðamót, en þá er talið að loðnan verði komin alveg að hrygningu og hrognafylling um 20%. Á því stigi kjósa Japanir hrognin helzt. Því er engu hægt að spá um mögulega framvindu veiða fyrir þá vinnslu. Að þessu sinni samdi SH við jap- anska kaupendur að ekki yrði fram- leitt á vegum Sölumiðstöðvarinnar meira en 2.500 tonn af hrognum og jafnframt að sala þess magns væri tryggð. Verðmæti, náist að vinna upp í samninginn, er um 240 milijónir króna og verð svipað og í fyrra talið í erlendri mynt. Magn þetta er ákveðið í samvinnu við kaupendur í samræmi við framboð og eftirspum á markaðnum. „Ef heildarframleiðsla loðnuhrogna á þessari vertíð fer yfir 3.000 tonn er markaðurinn yfírfylltur. Samn- ingsverð það sem náðist mun þá ekki standast og verðið falla stór- lega. í fyrra frystu hús innan SH 1.640 tonn samkvæmt samkomu- lagi við kaupendur í Japan til að halda jafnvægi á markaðnum og eðiilegu söluverði, en árið áður 5.750 tonn. Afkastagetan er mikil og þó skammur tími sé til hrogna- töku og frystingar er hægt að frysta mikið á fáum dögum," sagði Gylfí Þór Magnússon. Tvcggja enn sajkn- að með Dóra ÍS; Formlegri leit hætt LEIT AÐ mönnunum, sem sakn- að er með Dora ÍS 213, bar ekki árangur i gær og hefúr form- legri leit að Ólafi N. Guðmunds- syni og Ægi Ólafesyni nú verið hætt, að sögn Jónmundar Kjart- anssonar aðstoðarvfirlögreglu- þjóns á ísafirði. Björgunarsveit- armenn munu þó leita með ströndum um helgina. í gær voru allir rækjubátar, alls á þriðja tug, við leit í Djúpinu og leituðu meðal annars með dýptar- mælum og á haffletinum í björtu veðri. Þá leituðu björgunarsveitar- menn og skátar á björgunarbátnum Ðaníel Sigmundssyni og einnig fóru björgunarsveitarmenn með strönd- um á gúmmíbátum og vélsleðum. Menn frá björgunarsveitunum Skutli á ísafirði, Tindum á Hmfsdál, Kofra á Súðavík og Emi á Bolung- arvík hafa tekið þátt í leitinni und- anfama daga, svo og félagar úr Hjálparsveit skáta á ísafírði, alls um 50 manns þegar mest var. Á þriðjudag og miðvikudag leituðu tiltæk skip og stærri bátar úr byggðum við Djúp og í gær allir rækjubátar af svæðinu, eins og fyrr sagði. Bændur við Djúp hafa einnig aðstoðað við leitina. OLIS: Synjað um ábyrgð vegna olíufarms LANDSBANKI íslands synjaði OLÍS um bankaábyrgð fyrir greiðslu á olíuíarmi — bensíni, flugvélabensini og gasolíu — að verðmæti um 100 milljónir króna, sem félagið keypti í Rott- erdam af olíufélaginu Texaco. Farmurinn kom hingað til lands 9. þessa mánaðar. Að sögn Hjartar Torfasonar lög- manns Texaco hériendis sættust aðilar á þá lausn að farmurinn jrrði geymdur i tönkum á svæði OLÍS við Laugames. Þannig tryggir Texaco eignarhald sitt á þeim hluta farmsins sem ógreiddur er hveiju sinni. Farminum er haldið aðskild- um frá öðmm birgðum OLÍS undir eftirliti óháðs aðila en OLÍS leysir til sín af sendingunni í minni skömmtum, eftir því sem greiðslu- geta fyrirtækisins leyfir. Óli Kr. Sigurðsson, forstjóri OLÍS, vildi ekki Ijá sig um mál þetta í gærkvöldi. Vinnueftirlit ríkisins: Nýjar öryggisregl- ur fyrir togbrautir Umdæmisstjórum Vinnueftirlits ríkisins hefiir verið sent bréf með nýjum fyrirmælum um öryggisbúnað togbrauta fyrir skiðafólk. Umdæmisstjórunum hefiir verið fidið að kynna rekstraraðilum tog- brautanna fyrirmæiin og sjá til þess að þeim sé fylgt út { æsar. Meðal þeirra ráðstafana sem krafist er að gerðar verði má nefna að báðar endastöðvar togbrauta ásamt stögum skal girða af. Girð- ingamar skulu vera traustar og í skærum litum. Þær skulu hvergi vera lægri en 1,1 metra yfir snjó og hvergi nær búnaði endastöðva en 1,5 metra. Taug á niðurleið skal vera á lofti og hindra skal eins og kostur er að skíðamenn geti hangið í taug- inni. Endastöðvum skal koma fyrir í minnst 5 metra fjarlægð frá enda- hjólum. Snúra endastöðvar má ekki vera það lág að léttir einstaklingar (böm) geti lyfst yfir hana. Sérstakir neyðarstöðvunarrofar skulu vera fyrir skíðamann á áber- andi stöðum þar sem farið er í og úr brautinni. Allan öryggisbúnað skal prófa daglega og stöðug gæsla skai vera við brautina. í fyrirmælunum sem hafa verið send er þess sérstaklega getið að óheimilt sé að taka togbrautir í notkun fyrr en fulltrúi Vinnueftir- litsins hefur tekið þær út og gefið rekstraraðila skriflegt vottorð um að notkun sé heimil.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.