Morgunblaðið - 17.02.1989, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989
Alusuisse:
Vonbrigði með niðurstöð-
ur hagkvæmniathugunar
ZUrich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðains.
ERLENDU álfyrirtækin sem standa að hagkvæmnisathugun á auk-
inni álframleiðslu á íslandi bíða nú eftir lokaniðurstöðu könnunar
Bechtel fyrirtækisins á kostnaðarhlið flárfestingarinnar. „Þær tölur
sem við höfúm þegar séð eru verulega hærri en við áttum von á,“
sagði Edward A. Notter, fúlltrúi Alusuisse í viðræðunefiid fyrirtælg-
anna. „Það væri rangt að leyna því að þær hafa valdið okkur öllum
vonbrigðum."
„Könnunin bendir til að það sé
mun dýrara að reisa nýtt álver og
fjárfesta í álframleiðslu á íslandi
en könnun Atlantal benti til á sínum
tíma og við vonuðum fyrir hálfu
ári,“ sagði Notter. Hann sagði að
fyrirtækin fjögur, Alusuisse, Alum-
ined Beheer, Austria Metal og
Gránges, myndu fara yfir niður-
stöður Bechtels þegar þær liggja
Starfsemi Sjóvá-
Almennra hafín
SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf.
fékk á miðvikudaginn leyfi heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
Skíðaferðir Flugleiða:
Snjóleysi dreg-
ur úr aðsókn
SKÍÐAFÓLK í Austurríki hefúr
Iítíð getað stundað iþrótt sína að
undanförnu, þar sem litíll snjór
hefúr verið í fjöllum. Sömu sögu
er að segja frá Sviss. íslenskt
skiðafólk hefur þvi litíð sótt tíl
þessara staða i vetur.
í frétt Morgunblaðsins í fyrradag
kom fram, að ekki hefur snjóað að
ráði í Sviss frá 18. desember. í byij-
un þessarar viku snjóaði þó lítillega
í Ölpunum, en ékki hefur mælst
minni snjór þar á þessum árstíma í
yfír aldarfjórðung.
herra til vátryggingastarfsemi.
Með leyfi þessu tekur Sjóvá-
Almennar við öllum viðskiptum
og skuldbindingum Sjóvátrygg-
ingafélags íslands hf. og Al-
mennra trygginga hf.
Starfsemi Sjóvá-Almennra hófst
því fimmtudaginn 16. febrúar. Öll
almenn afgreiðsla verður eftir sem
áður bæði í Síðumúla 39 og á Suð-
urlandsbraut 4, nema tjónadeild
sem staðsett verður í Síðumúla 39
og innheimtudeild og markaðsdeild
atvinnurekstrar á Suðurlandsbraut
4.
Umboðsskrifstofa Sjóvá-
Almennra í verslunarmiðstöðinni
Kringlunni, sem og önnur umboð
um land allt, opnaði á sama tíma.
Fyrirhugað er að flytja aðalskrif-
stofur félagsins í október 1989 í
Kringluna 5, í húsnæði sem félagið
er að byggja.
endanlega fyrir og eiga fund með
fulltrúum þess á næstu þremur vik-
um. „Við munum gera okkar at-
hugasemdir og fá skýringu á óljós-
um punktum. Fyrirtækin hafa öll
eytt tíma og fé í þessa könnun og
eru vonsvikin með það sem hún
hefur leitt í ljós.“ Fulltrúar fyrir-
tækjanna munu eiga formlegan
fund með íslenskum aðilum í apríl.
Notter sagðist ekki hafa orðið
var við breytt viðhorf í álmálinu á
íslandi síðan stjómarskipti urðu í
haust. „Við höfum nú langa reynslu
af álframleiðslu þar og viljum auka
hana ef það borgar sig. Við höfum
ekki áhyggjur af því þótt raf-
magnið hafi farið af í Straumsvík
í tvo tíma um helgina, það hefði
verið alvarlegt ef um 10 tíma hefði
verið að ræða. Framleiðslan í ÍSAL
gengur nú betur hvað afköst og
gæði snertir en við munum eftir."
Grænlaiíd:
Morgunblaðið/Þorkell
Kaplakriki:
Framkvæmdir hafin-
ar við íþróttahús FH
FRAMKVÆMDIR við smíði íþróttahúss FH I Kaplakrika hófúst
síðastliðinn laugardag. Hagvirki bauð best í útboði og á að skila
verkinu af sér eftír tæpt ár. Myndin var tekin á laugardag þegar
Bergþór Jónsson formaður FH tók fyrstu skóflustunguna en
Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri var með hakann til taks.
Há farmgjöld koma í veg
fyrir sölu kvartz til Islands
FYRIRTÆKIÐ Narsaq Minerals í Narsaq á Grænlandi hefúr mikinn
áhuga á því að flylja kvartz tíl íslands. Nú eru 5000 tonn af kvartzi
tilbúin til innflutnings hingað á hafnarbakkanum í Narsaq. Hinsveg-
ar koma há framgjöld I veg fyrir að af þessum innflutningi til íslands.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagvirki og Malbikunarstöðinni
Hlaðbær/Colas hafa Grænlending-
amar rætt við þau um þennan inn-
flutning en framkvæmdir hafa
strandað á verðinu. Hægt er að fá
kvartz frá Noregi á mun hagstæð-
ari kjörum. Eysteinn Hafberg hjá
Hlaðbæ/Colas segir að kvartzið sé
helst notað í slitlag enda er það
endingargott og ljóst á litinn.
Sumarið 1987 kannaði Jám-
blendifélagið hvort það gæti notað
grænlenska kvartzið í framleiðslu
sína. í ljós kom að efnasamsetning
þess var ekki nógu hentug til þess.
Bo Christiansen verkfræðingur
hjá Narsaq Minerals segir að þeir
hafí áhuga á að flytja 60.000 tonn
af kvartzi til íslands í ár. Til að af
þessum flutningum geti orðið þurfí
þeir framgjöld sem nema 120 dkr.
á tonnið. Hinsvegar standi þeim til
boða farmgjöld sem nema 330 dkr.
á tonnið. Það verð sé alltof hátt.
—-.. .."".. ...... — .............
Líkan að ísaksskóla eins og hann verður, gamla húsið er lengjan sem snýr að Bólstaðarhlíð, en
nýbyggingin veit aftur að Stakkahlíð.
Skólahúsnæðið tvöfeldast
TIL STENDUR að meira en tvöfalda skólahúsnæði ísaksskóla
við Bólstaðarhlíð í Reykjavík. Gamla húsnæðið er 838 fermetrar,
en fúllgert er á teikniborði dr. Magga Jónssonar arkitekts líkan
og teikningar af rúmlega 1000 fermetra viðbyggingu sem mun
gerbreyta til hins betra allri kennsluaðstöðu við skólann. Ekki
er ætlunin að fjölga nemendum, heldur rýmka um þann fjölda
sem fyrir er. Með tilkomu hins nýja húsnæðis mun kennslu verða
hætt i kjallara hússins og útíhúsi á lóð skólans. Húsið mun kosta
fúllgert án búnaðar um 50 milljónir króna.
Áformað er að hefja smíðina í
vor og ganga frá húsinu fokheldu
fyrir haustið þannig að innivinna
geti farið fram næsta vetur. Að
sögn dr. Magga Jónssonar er
draumurinn að húsið verði tilbúið
annað haust.
Vegna þess að húsnæðið stend-
ur í halla þá reyndust ýmsar leið-
ir vera dr. Magga opnar. Byggt
verður yfír gamla aðalinnganginn
og gengið inn í nýbygginguna. Á
aðalhæð hennar verða m. a. fjórar
nýjar kennslustofur og kennara-
stofa, auk svokallaðs fjölrýmis,
sem eru aðlaðandi salarkynni með
breiðum teppalögðum pöllum, og
stofa undir bókasafn og náttúru-
gripi. I kjallara nýja hússins verð-
ur m. a. íþróttasalur, snyrting og
vinnuaðstaða kennara. Þá verður
húsið búið nauðsynlegri aðstöðu
fyrir fatlaða.
Morgunblaðið/Þorkell
Dr. Maggi Jónsson arkitekt við
teikniborðið.
Modem Iceland Qallar
um hvalveiðar Mendinga
AFSTAÐA íslendinga til hval-
veiða er aðalefúi nýjasta tölu-
blaðs tímaritsins Modem Iceland
að þessu sinni. í blaðinu, sem
kemur út undir heitinu „Gettíng
the Facts Straight“, koma m.a.
fram ítarlegar upplýsingar um
heilbrigt ástand hinna stóru
hvalastofiia, sem eru í hafinu í
kringum tsland.
í þessu sérstaka hvalablaði er
lögð megináhersla á tvær stað-
reyndir. I fyrsta lagi, að íslendingar
eru fagmenn en ekki fúskarar í öllu
er viðkemur nýtingu auðlinda sjávar
og vemdun þessara auðlinda. I öðm
lagi er greint frá vísindaáætlun ís-
lendinga og helstu niðurstöðum
hennar til þessa.
Meðal greinahöfunda era sumir
af viðurkenndustu vísindamönnum
íslands á sviði sjávarlíffræði. Má
þar nefna Jakob Jakobsson, for-
stjóra Hafrannsóknastofnunar og
forseta Alþjóða hafrannsóknaráðs-
ins, Hjálmar Vilhjálmsson, Jóhann
Siguqónsson og dr. Gunnar Stef-
ánsson, tölfræðing hjá Hafrann-
sóknastofnun.
f ristjómargreinum í blaðinu er
bent á þá einföldu staðreynd að
íslendingar eiga allt sitt undir þvi
komið, að rétt sé staðið að nýtingu
hinna takmörkuðu auðlinda hafsins.
íslendingar leggja því mikla áherslu
á að standa sem best að rannsókn-
um á þessum auðlindum, skiptir þá
engu hvort hvalir eða þorskar eiga
hér hlut að máli og reyndar er það
svo, að allar lífverur hafsins mynda
eina óijúfanlega heild þar sem eng-
an hlekk má skilja undan. Því era
vísindaveiðar íslendinga þeim mikil-
vægar, auk þess sem ljóst er, að
veiðar á 78 hvölum úr stofnum sem
telja tugþúsundir dýra, skipta engu
máli varðandi stærð þessara stofna.
Þá er samtökum umhverfisvemd-
unarsinna bent á, að þau og íslend-
ingar eiga mun meira sameiginlegt
en hitt og að þessir aðilar ættu að
taka höndum saman í baráttunni
við þá fjölmörgu, sem ógna lífríki
hafsins.
Af öðra efni biaðsins má nefna
stórskemmtilega grein Sigurðar A.
Magnússonar, rithöfundar, „Where
are the Vikings?" Þá era í blaðinu
fjölmargar smáfréttir um atburði
og fólk í atvinnulífinu. Efni þessa
tölublaðs, svo og efnismeðferð, mið-
ast fyrst og fremst við dreifingu til
þriggja hópa, fyrir utan fasta
áskrifendur: Til erlendra viðskipta-
manna íslenskra fyrirtækja, til sam-
taka umhverfisvemdunarsinna og
til erlendra fjölmiðla. Modem Ice-
land er gefið út af Forskoti sf. og
kemur ritið út á ensku fjóram sinn-
um á ári.
(Fréttatílkyoning)