Morgunblaðið - 17.02.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989
25
Morgun bl aðið/Þorkell
Hinn ftýi togari Reyðfirðinga, Snæfugl SU
20, kom fyirir skömmu til heimahafiiar f
fyrsta sinn. Á innfelidu myndinni eru Alfi-eð
Steinar Rafiisson skipstjóri á Snæfugli (til
vinstri) og Hallgrímur Jónasson firam-
kvæmdastjóri Skipakletts hf. f brú Snæfiigls.
Snæfugi SU 20 á Reyðarfírði:
Þýðir ekki annað en vera
bjartsýnn á nýju skipi
segir Alfreð Steinar Rafiisson skipstjóri
„SNÆFUGL reyndist vel á leið-
inni til landsins," sagði Alfireð
Steinar Rafiisson, skipstjóri á hin-
um nýja togara Reyðfirðinga,
Snæfugli SU 20, þegar hann kom
í fyrsta skipti til heimahafhar
fyrir skömmu. Snæfugl var
smíðaður í Flekkefjord í Noregi
og um 15 mánuði tók að smíða
skipið, að sögn Hallgríms Jónas-
sonar framkvæmdastjóra Skipa-
kletts hf. á Reyðarfirði, sem er
eigandi togarans. Skipaklettur hf.
er hins vegar f eigu Gunnars hf.,
Snæfugls hf., Kaupfélags Héraðs-
búa og Reyðarfjarðarhrepps.
„Snæfugl er mjög fullkominn og
það þýðir ekkert annað en að vera
bjartsýnn þegar maður tekur við
svona skipi. Það vantar einungis
flökunar- og hausunarvélar í togar-
ann til að hann geti kallast alfrýsti-
skip,“ sagði Alfreð Steinar Rafnsson
í samtali við Morgunblaðið.
„Snæfugl byijar á hefðbundnum
ísfiskveiðum en fjármagnskostnað-
urinn er það mikill að mér sýnist
að ekki þýði annað en að nýta skip-
ið sem alfrystitogara," sagði Hall-
grímur Jónasson.
Snæfugl er 598,7 brúttórúmlestir.
Skipið er 50,6 metra langt og 12
metra breitt. Það er með 2.500 hest-
afla aðalvél sem er af tegundinni
MAK.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja:
Iþróttakappleikj um bama verði
frestað þegar veður eru válynd
Vestmannaeyjum.
Á FUNDI bæjarsljórnar Vest-
mannaeyja fyrir skömmu komu
til umræðu ferðalög íþróttahópa
i þeim óveðrum sem gengið hafa
yfir að undanförnu. Bæjarstjórn
samþykkti i framhaldi af þessum
umræðum áskorun til ISÍ varð-
andi þessi mál.
Það var Guðmundur Þ. B. Ólafs-
son íþróttafulltrúi sem hóf þessa
umræðu, utan dagskrár í bæjar-
stjóm. Sagði hann að ástæða þessar-
ar umræðu væru þær hrakningar
sem íþróttahópar hafa lent í, í ferða-
lögum sínum að undanfömu. Taldi
Guðmundur það ábyrgðarhluta að
senda böm og unglinga í ferðir í
veðrum eins og ríkt hafa.
Guðmundur sagði að talað hefði
verið fyrir daufum eyrum hjá for-
ystumönnum Handknattleikssam-
bands íslands varðandi frestun
móta, þrátt fyrir slæmar veðurspár.
Engin vilji væri til breytinga og liðin
yrðu einungis dæmd frá keppni með
tilheyrandi sektum ef þau mættu
ekki til leiks.
Hann minnti á að þó svo að Her-
jólfur gæti gengið milli lands og
Eyja þá væri það vart fyrir hópa
bama að ferðast með honum í vit-
lausu veðri, énda hefði áhöfn Her-
jólfs lýst ýfir áhyggjum sínum vegna
þessara mála.
Guðmundur lagði þunga áherslu
á það að mótafyrirkomulag yrði
þannig úr garði gert að tekið yrði
tillit til veðurs og færðar þegar að
mót væru sett á.
Sigurður Jónsson tók undir orð
Guðmundar og hvatti til þess að
menn létu ekki áfram bjóða sér þá
framkomu að láta hálfpartinn neyða
íþróttaflokka af stað í vitlausu veðri
og ófærð.
Bæjarstjóm kom sér síðan saman
um svohljóðandi tillögu sem sam-
þykkt var samhljóða:
Bæjarstjóm Vestmanneyja skorar
á sérsambönd innan ÍSI að taka
fullt tillit til erfiðleika í samgöngum
þegar að haldnar em keppnir bama
og unglinga.
Bæjarstjórn bendir á þá hættu
sem samfara er því að senda börn
og unglinga út í válynd veður við
oft afar erfiðar aðstæður, eins og
að undanförnu.
Með hliðsjón af ofangreindu skor-
ar bæjarstjóm Vestmannaeyja á við-
komandi aðila, að kappleikjum barna
og unglinga verði skilyrðislaust fre-
stað þegar veður eða veðurútlit er
með þeim hætti að ætla má að teflt
sé í tvísýnu með ferðalögum á sjó
og landi.
Bæjarstjórn sendi stjórn ÍBV
þessa tillögu strax eftir fundinn.
Fundaði stjóm ÍBV þegar í stað um
þessi mál og ákvað í framhaldi af
því að senda ekki hópa til keppni
um síðustu helgi. Mótanefnd HSÍ
var tilkynnt þessi ákvörðun og þeim
sagt frá samþykkt bæjarstjórnar
varðandi þetta.
í framhaldi af þessu ákvað móta-
nefnd að fresta leikjum þeirra hópa
frá Eyjum er keppa áttu um síðustu
helgi. • — Grímur
Fískverð ð uppboðsmörkuðum 16. febrúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 71,00 54,00 69,02 8,978 619.698
Ýsa 113,00 90,00 95,34 3,977 379.165
Karfi 50,00 50,00 50,00 0,134 6.740
Steinbítur 26,00 26,00 26,00 0,011 306
Steinbitur(óst) 16,50 10,00 11,75 1,238 14.550
Ufsi 31,00 29,00 30,40 1,458 44.331
Lúða 240,00 240,00 240,00 0,054 13.068
Keila(ósL) 10,00 10,00 10,00 0,064 645
Samtals 67,76 15,917 1 .078.503
Selt var úr Sigurði Ólafssyni SF, Bjarna Gíslasyni SF, Erlingi
SF, Geira Péturs ÞH, Jóa á Nesi SH, fró Sigurði Ágústssyni á
Rifi, Nesveri og Kristjóni Guðmundssyni.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorsk(ósl.l.bL) 64,00 63,00 63,58 0,372 23.651
Þorsk(umálósl) 20,00 20,00 20,00 0,019
Þorsk(sl1-2n) 50,00 50,00 50,00 1,447 72.350
Ýsa 83,00 83,00 83,00 0,030 2.490
Ýsa(ósL) 93,00 90,00 91,62 0,374 34.266
Ýsa(umálósl) 36,00 36,00 36,00 0,094 3.384
Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,017 255
Steinbitur(ósL) 26,00 26,00 26,00 0,041 1.066
Hrogn 131,00 90,00 122,48 0,197 24.129
Samtals 58,69 1,644 96.479
Selt var úr neta- og linubáti. ( dag verður selt úr bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 56,50 47,50 52,44 5,500 288.400
Ýsa 103,00 51,00 87,97 2,454 215.890
Ufsi 25,00 15,00 18,53 8,500 157.500
Karfi 42,00 26,00 28,99 0,643 18.638
Steinbítur 47,00 35,00 45,91 0,330 15.150
Langa 34,00 34,00 34,00 0,250 8.500
Lúða 565,00 360,00 491,20 0,054 26.525
Keila 17,50 17,50 17,50 0,090 1.575
Skata 73,00 72,00 72,43 0,072 5.215
Samtals 41,21 17,893 737.393
Selt var aðallega úr Jóhannesi Jónssyni KE, Hrungni GK og
Þorsteini Gíslasyni GK. I dag verður selt úr dagróðra og snur-
voðarbátum ef ó sjó gefur.
*
Islands-
mót í hár-
greiðslu
oghár-
skurði
ÍSLANDSMÓT í hárgreiðslu og
hárskurði fer firam á sunnudag-
inn á Hótel íslandi. Mótið hefet
kl. 9 árdegis og er gert ráð fyr-
ir að því ljúki kl. 16.30 síðdegis.
Keppendur eru alls 24, 9 hár-
greiðslumeistarar og sveinar og
14 hárgreiðslunemar, 7 hár-
skeramefetarar og sveinar og 4
hárskurðarnemar. Þrir efetu
keppendur á mótinu munu skipa
landslið íslands sem tekur þátt
í Norðurlandakeppni og Heims-
meistarakeppni í greinunum, að
sögn Helgu S. Jóhannsdóttur
formanns Sambands hár-
greiðslu- og hárskerameistara.
íslandsmótið fer þannig flram
að hárgreiðslumeistarar og sveinar
keppa í viðhafnargreiðslu eða svo-
kallaðrí gala-greiðslu, daggreiðslu,
klippingu og blæstri en nemamir
í lítilli gala-greiðslu, klippingu og
blæstri.
Hárskerameistarar, sveinar og
nemar keppa í klippingu og tísku-
greiðslu og meistarar og sveinar
keppa í listrænni útfærslu á eigin
módeh. Einnig er keppt í sígiidri
hárskurðarmótun eða skúlptúr.
Á meðan á mótinu stendur
kynna heildverslanir hársnyrtivör-
ur og bandarískur hárgreiðslu-
meistari verður með sýningu.
Dómarar eru frá Bandaríkjunum,
Belgíu og Noregi.
Útfor Lovísu
frá Arnarbæli
Hveragerði.
ÚTFÖR Lovisu Magneu Ólafe-
dóttur frá Arnarbæli fór fram
síðastiiðinn Iaugardag frá
Hveragerðis- og Kotstrandar-
kirkjum. Lovisa annaðist í nær
sjö áratugi organistastörf i Ölf-
usi og nágrenni. Sóknarprestur-
inn, séra Tómas Guðmundsson,
jarðsöng.
Kirkjukór Hveragerðis og Kot-
strandarsókna söng undir stjóm
Karls Sighvatssonar organista.
Haukur Guðlaugsson söngmála-
stjóri lék á orgel. Sigurveig Hjalte-
sted óperusöngkona söng einsöng.
Sóknamefndir Hveragerðis og
Kotstrandarsókna ásamt kirkju-
garðsnefnd vildu sýna hinni látnu
virðingu og þökk með því að kosta
útförina. Fjölmenni var við útför-
ina þrátt fyrir slæmt veður og
tvísýna færð.
- Sigrún
Reykjanesbraut:
Sjö bílar í
árekstri
Vognm.
SJÖ bílar lentu i tveimur
árekstrum á Reykjanesbraut,
fyrir innan Vogaafleggjara I
hádeginu síðastliðinn miðviku-
dag. Þá var glórulaus bylur og
sá ekki út úr augum, sagði varð-
stjóri í lögreglunni i Keflavík i
samtali við Morgunblaðið og
varð lögreglan að ioka brautinni
fyrir umferð i tvær stundir af
þessum sökum.
Fjórir bílar lentu í árekstri
klukkan 12.10 er ekið var aftan á
kyrrstæða bifreið, sem hafði verið
skilin eftir. Tæplega hálfri klukku-
stund síðar, lentu þrír bílar saman
á sama stað, þegar fyrsti bíllinn
reyndi að staðnæmast, vegna kyrr-
stæðu bifreiðarinnar.
Engin slys urðu á fólki i árekstr-
inum, en bílamir eru mikið
skemmdir.
- E.G.
Loðnan fundin
á Meðallands-
bugtinni
LOÐNUVEIÐIN er nú hafin að
nýju eflár versta ótíðarkaflann
síðustu daga. Frá áramótum
hafii veiðzt 212.230 tonn, sem
er nokkru minna en á sama tíma
í fyrra. Skipin fundu loðnuna
meðal annars á Meðallandsbugt,
þar sem þau köstuðu nánast
uppi í fjöru. Loðnufrysting er
hafin að nýju.
Á miðvikudagskvöld tiikynntu
fimm skip um afla: Guðmundur
VE 870 og Sighvatur Bjamason
VE 450 til Eyja, ísleifur VE 740
til Færeyja, Sunnuberg GK 500 tíl
Grindavíkur og Húnaröst ÁR 600
til Homaflarðar.
Síðdegis á fimmtudag höfðu eft-
irtalin skip tilkynnt um afla: Há-
berg GK 650 til Grindavíkur, Vala-
berg GK 350 og rifina nót til Þor-
lákshafnar, Dagfari ÞH 610 til
Sandgerðis og Hilmir SU 700 á
vesturleið.
HafnarQörður:
Aukasýningar á
unglingaleikriti
HIN nýstofnaða unglingadeild
Leikfélags HafnarQarðar frum-
sýndi í nóvember sl. leikritíð
„Þetta er allt vitleysa, Snjólfinr".
Leikritið var samið af leikhópn-
um undir leiðsögn leikstjórans
Guðjóns Sigvaldasonar og fjallar
um líf unglinga í gamni og aívöru.
Nú stendur til að hafa aukasýning-
ar á verkinu vegna fjölda áskor-
ana, dagana 18. og 19. febrúar
klukan 17.00 og miðvikudaginn
22. klukkan 20.00.
Athugasemd
frá Myndsýn
Morgunblaðinu hefiir borist
eftirfarandi athugasemd frá
Myndsýn hf: „Vegna greinar
sem birtist i Morgunblaðinu
þann 14. febrúar s.l. þar sem
fjallað var um ákvörðun Verð-
lagsráðs að banna að nota orðið
„ókeypis" og vitnað í Gísla
íslei&son lögfræðing hjá Verð-
lagsstofnun, viljum við að eftir-
farandi komi firam:
„Það er staðreynd að í viðskipt-
um okkar við neytendur, látum við
af hendi filmu „ókeypis", sem við
teljum til hagsbóta fyrir neytend-
ur, en ekki á neinn hátt villandi.
Einnig teljum við að þetta sé til
þess fallið að örva samkeppni en
ekki óheiðarlegt gagnvart keppi
nautum og því hvetjandi til lægra
verðlags.
Þegar sú ákvörðun var tekin að
gefa filmu með framköllun, skal á
það bent að framköllunarverð
hækkaði ekki hjá okkur og við
höfum alltaf verið á sambærilegu
verði og aðrar framköllunarstofur
samkv. verðkönnunum. Einnig er-
um við með umboðsaðila sem gefa
ekki filmu með framköllun, en þar
greiðir viðskiptavinurinn sama
verð og þar sem hann fær „ókeyp-
is“ filmu, þannig að við teljum fil-
muna ekki vera innifalda f vöru-
verði."