Morgunblaðið - 22.02.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.02.1989, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989 Tækjakaup björgunarsveitanna; Innheimtir víxlar fyrir toll- um sem átti að fella niður „Stríðsyfirlýsing“, segir formaður Lands- sambands flugbj örgunars veitanna Lokið er leiðbeinendanámskeiði i leitum vegna snjóflóða sem Slysa- vamafélag íslands hélt. Á námskeiðið komu 23 félagar úr björgunar- sveitum SVFÍ víðsvegar að af landinu. Námskeiðið stóð frá fímrntu- degi til sunnudags. BJÖRGUNARSVEITIRNAR hafa fengið rukkun frá Ríkis- féhirði vegna tryggingavíxla, alls að upphæð um 25 miljjónir kr., sem forráðamenn sveitanna afhentu tollstjórum á síðasta ári vegna innflutningsgjalda á tækjum til björgunarstarfs. Fyrirhugað var að fella gjöldin niður en það hefur ekki verið gert. Rukkunin kom forráða- mönnum sveitanna í opnu skjöldu þar sem þeir töldu sig hafa loforð Qármálaráðherra fyrir þvi að innflutningsgjöldin yrðu felld niður eins og verið hefur undanfarin ár. Landssam- tök björgunarsveitanna hafa óskað eftir lagfæringu á þessu og er málið nú í athugun í Qár- málaráðuneytinu. Nýlega fengu björgunarsveitirnar svo til- kynningu um að framvegis verði þeir að greiða aðflutn- ingsgjöldin að fullu við innflutn- ing. Guðrún Ásta Sigurðardóttir deildarstjóri í tolladeild fjármála- ráðuneytisins segir að um áramót- Aðild Ungverja að EFTA eða EB ekki á döfínni næstu árin UNGVERJAR hafa undanfarið verið með óformlegar þreifingar gagn- vart ýmsum EFTA-ríkjum þess efhis að þeir hefðu áhuga á inngöngu í Fríverslunarbandalag Evrópu, EFTA. í síðustu viku sagði Tamas Beck, sem fer með utanrikisviðskipti í ungversku stjórani, að Ung- veijar hefðu áhuga á aðild til þess að „þjálfa sig“ fyrir aðild að EB. Eins og fram kom í Morgunblaðinu i gær heimsækir valdamikil nefnd ungverska þingsins nú i vikunni þing Evrópubandalagsins i Stras- bourg og hafa menn túlkað það sem merki þess að þeir hafí áhuga á aðild að EB. Aðild Ungveijalands að EFTA eða EB er þó tæpast á næstu grösum. Evrópubandalagið hefur gert samning við Ungveija um að bandalagið afiiemi innflutningskvóta fyrir árið 1995 og telur sig þar með vera búið að koma samskiptunum í fast horf næstu 5-7 árin. Ekki er heldur talið raunhæft að Ungveijar gerist aðilar að EFTA á næstu árum. veit.“ Viss ríki austan jámtjalds, þ.á.m. Sovétríkin, Ungveijar og Tékkar, hefðu hins vegar sýnt áhuga á að eiga viss samskipti við EFTA varðandi upplýsingaskipti og annað þess háttar. Hefðu þessar óskir komið fram á síðastliðnu ári. Júgóslavía, eitt Austur-Evró- puríkja, hefur haft sérstakt sam- band við EFTA, allt frá árinu 1967. EFTA ríkin hafa m.a. stuðlað að markaðsöflun fyrir Júgóslavíu og jafnframt að athugun á leiðum til Ólafur Davíðsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra iðnrekenda og formaður ráðgjafanefndar EFTA sagði við Morgunblaðið að talsvert væri farið að tala um Ungveija bæði innan EFTA og EB. Ljóst væri til dæmis að samskipti milli Ungveijalands og Austurríkis væru orðin ótrúlega mikil. En þó að mik- ill áhugi væri á því, er væri að ger- ast handan jámtjalds, ekki síst í Ungveijalandi, væri ekki talað um aðild Ungvetja að EFTA sem eitt- hvað er gæti gerst á næstu misser- um eða ámm. Ólafur sagði að haldinn hefði verið sameiginlegur fundur ráð- gjafanefndar EFTA og efnahags- og félagsmálanefndar EB í Berlfn í október sl. og þar hefði verið á dag- skrá liður sem hét samskipti EB við COMECON-ríkin þar sem EB-menn gerðu grein fyrir viðskiptum EB- ríkja og Austur-Evrópu rílqa. Þessi viðskipti væm ekki mikil og hefðu ekki farið vaxandi. „Hins vegar hefur orðið viss breyting á samskipt- um Austur-Evrópu og Evrópu- bandalagsins á undanfömum ámm,“ sagði Ólafur. „Samningavið- ræður milli EB og Ungveijalands hófust í júnf 1987 og iiefur verið fylgst af áhuga með tilraunum þar til að opna hagkerfið. Undirritaður var samningur í september í fyrra þar sem gert er ráð fyrir nánari samvinnu á efnahagssviðinu og að kvótar á innflutningi frá Ungveijal- andi til EB-ríkja verði afnumdir endanlega 1995. Á móti þá hafa Ungveijar heitið því að nota ekki viðskiptahindranir gagnvart fyrir- tækjum innan EB.“ Ólafur sagði að EFTA-ríkin hefðu, gagnstætt Evr- ópubandalaginu, ekki sameiginlega viðskiptasteftiu, það væri á valdi hverrar aðildarþjóðar að fjalla um sín viðskiptamál. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra, fastafulltrúi íslands f Genf, sagði að þann 10. febrúar sl. hefði ungverski viðskiptaráðherr- ann, Tamas Beck, sagt í heimsókn í Vín að Ungveijar hefðu áhuga á að sækja um aðild að EFTA. Honum skildist jafnframt að þessari hug- mynd eða ósk hefði verið komið óformlega á framfæri, að minnsta kosti við sum þau EFTA-ríki þar sem Ungveijaland hefur sendiráð. Síðastliðinn miðvikudag hefði for- sætisráðherra Ungveija hins vegar borið þetta til baka. Það virtist því vera einhver hringlandaháttur á af- stöðu Ungveija í þessum efnum. „Gagnvart yfírstjóm EFTA hefur ekkert formlegt komið fram frá þeim,“ sagði Sverrir Haukur. „Ung- verski sendiherrann í Genf hefur ekki heldur haft samband við fasta- nefndir EFTA eftir þvf sem ég best að auka erlendar Júgóslavíu. fjárfestingar í Þýðan þarf að standa lengnr Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagði að þessu hefði verið hvíslað í eyra á sér á síðasta ráðherrafundi EFTA. Ljóst væri að hugsanleg aðild Ungveija að EFTA hefði komið til tals meðal embættismanna, fyrst og fremst að frumkvæði Ungveija. Taldi hann þetta vera afar merkilegt mál og enn eitt dæmið um að nú treystu menn austantjalds sér til að ræða hluti sem þeir hefðu ekki þorað að hugsa fyrir nokkrum misserum, nefnilega að ganga í viðskiptasam- band af þessu tagi. „Menn hafa þó verið fullkomlega raunsæjir og ekki talið líkur á að af þessu geti orðið eins og er. Þýðan þarf að standa lengur og fleira að gerast áður en Sovétríkin fallast á slíka sjálfstæðis- yfírlýsingu," sagði utanríkisráð- herra. Þar að auki væm mikil vand- kvæði á því að hleypa ríki á borð við Ungveijaland inn. Samstarfíð innan EFTA væri búið að standa í rúma tvo áratugi og orðið mjög náið. Sameiginleg verkefni EFTA að því er vörðuðu EB væru vel á veg komin og innganga Ungveija- lands þyrfti langan aðlögunartfma ef af yrði. Eftir stæði hins vegar að miklar breytingar væru í aðsigi á heims- mynd þeirri er við hefðum búið við síðan eftir stríð. Það eitt að rætt væri um þetta mál sýndi að ef þró- unin héldi áfram gæti þetta orðið að veruleika einhvem daginn. Afmælistónleikar Kammersveitar Reykjavíkur: Verk efltír Olivier Messiaen frumflutt á lokatónleik- um „Myrkra músíkdaga“ SÍÐUSTU tónleikar „Myrkra músíkdaga" verða haldnir í Langholtskirkju 23. febrúar kl. 20.30. Þessir tónleikar eru jafnframt afinælistónleikar Kammersveitar Reykjavíkur sem fagnar sínu fimmtánda starfsári. Á þessum tónleikum þykir við hæfi að heiðra franska tónskáldið Olivier Messiaen, sem varð áttræður á síðasta ári, með frumflutn- ingi hér á landi á einu af hans mestu verkum: Des Canyons aux Etoiles (Frá gljúfrunum til stjarnanna) fyrir píanó og hljómsveit. Einleikarar á tónleikunum eru þau Anna Guðný Guðmunds- dóttir, pfanóleikari, Joseph Ogni- bene, homleikari, Eggert Páls- son, sem leikur á klukkuspil, og Marteen van der Valk, sem leikur á xylorimbu. Rut Ingólfsdóttir Anna Guðný Paul Zukofnky Rut Ingólfsdóttir er konsertmeistari en stjómandi á tónleikunum er Paul Zukofsky. Messiaen lauk við Des Cany- ons aux Etoiles árið 1974 f til- efni af tvöhundruð ára afmæli Bandaríkjanna 1976. Tónverkið, sem er í tólf köflum, er minnis- varði um almætti Guðs og sköpun hans. Sviðið er Bandaríkin sjálf í öllu sínu dramatfska veldi. Við undirbúning þess rakst Messiaen á lýsingu í bókinni „Furður ver- aldar" á gljúfrunum í Utah, sem hreif hann svo, að hann fór í sérstaka pílagrímsferð til að líta þau eigin augum. í verkinu er farið með áheyr- andann í ferð frá gljúfrum jarðar til stjama himins og draumsýnar himnaríkis. Ferðin hefst í eyði- mörkinni, sem er táknrænt fyrir manninn, í þögn og einangran andspænis almætti sköpunarinn- ar, og þar í kyrrðinni heyrist eitt af undram náttúrannar: Fugla- söngur. in 1987-88 hafí tekið gildi ný tolla- lög. í nýju lögunum hafí ekki ver- ið heimild til undanþágu vegna tækja björgunarsveitanna. Það hafí hins vegar verið vilji þáver- andi fjármálaráðherra að fella gjöldin niður. Til þess hefði vantað heimild og fyrirhugað að gera það með heimildarákvæði í fjárlögum 1989. Hún sagði að ákveðið hefði verið að sveitimar gæfu út víxla með gjalddaga 15. janúar 1989 og síðan hafí verið farið fram á það við fjárveitinganefnd að í fjár- lögum 1989 yrði veitt heimild til að fella gjöldin niður. Fjárveitinga- nefnd hefði sett inn í fjárlög lið til ýmissa endurgreiðslna, 10 millj- ónir kr., en það dygði engan veg- inn því víxlar björgunarsveitanna einna væra yfír 25 milljónir kr. Guðrún Ásta sagði að verið væri að skoða þetta mál í ráðu- neytinu og sagði að víxlamir yrðu ekki innheimtir á meðan. Tækin sem um er að ræða era snjó- og leitarbílar og sérhannaðir snjósleðar. Misjafnt er hvað ein- stakar sveitir „skulda" hjá ríkis- féhirði. Þær sem keyptu sér bíla á síðasta ári era með stærstu fjár- hæðimar, 1—2 milljónir kr. Lands- samtök björgunarsveitanna, það er Slysavamafélag íslands, Lands- samband Hjálpasveita skáta og Landssamband Flugbjörgunars- veitanna, hafa skrifað ráðuneytinu og óskað viðræðna um málið. For- ráðamenn björgunarsveitanna era uggandi um sinn hag og sárir vegna innheimtu víxlanna og inn- flutningsgjaldanna. Þeir benda á að björgunarsveitarmennimir vinni í sjálfboðavinnu við leitar- og björgunarstörf og hafí tekið að sér ákveðin verk fyrir hið opin- bera, m.a. með samningum við Almannavamir ríkisins. Einn þeirra sagði að ef viðunandi lausn fengist ekki kæmi til greina að björgunarsveitimar sendu ráðu- neytinu reikninga fyrir leitarút- köll. Alvarlegt mál fyrir bj örgnnars veitirnar „Við eram að vinna að lausn þessa máls í samvinnu við ráðu- neytið. Ég vænti þess fastlega að hægt verði að færa þetta í sama horf og áður var,“ sagði Hannes Hafstein framkvæmdastjóri Slysa- vamafélags íslands. Hann sagði að það væri mjög alvarlegt mál fyrir björgunarsveitimar ef víxlamir yrðu innheimtir. Þær hefðu verið að fjárfesta í þeirri fullvissu að gjöldin yrðu felld nið- ur. Björn Hermannsson fram- kvæmdastjóri Landssambands Hjálpasveita skáta sagði að í upp- hafí síðasta árs hefði verið gert samkomulag um útgáfu víxlanna, dæmið yrði síðan gert upp í árslok og gjöldin felld niður í fjárlögum 1989. „Eitthvað virðist hafa bragðist í kerfínu sem við höfum ekki fengið skýringu á en ég vona að þetta verði leiðrétt. Það er ekki síður alvarlegt að nú skuli sveitun- um vera gert að greiða innflutn- ingsgjöldin að fullu, eins og ráðu- neytið tilkynnir í bréfí sínu 7. febr- úar. Með þessu er verið að setja í stórhættu þá miklu uppbyggingu sem verið hefur á þessu sviði und- anfarin ár,“ sagði Bjöm. „Með þessu er verið að segja okkur stríð á hendur," sagði Einar Gunnarsson formaður Landssam- bands flugbjörgunarsveita. Hann sagði að eina svarið sem samtökin hafí fengið við erindi sínu til fjár- málaráðuneytis væri ftrekun frá ráðuneytinu um að sveitimar ættu að borga aðflutningsgjöldin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.