Morgunblaðið - 22.02.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989
17
Félagsmálaráðuneytið
stöðvar valdníðslu bæj-
arstjórnar Kópavogs
eftirSigurð
Helgason
Þann 19. janúar sl. var kveðinn
upp stðrmerkur úrskurður í-félags-
málaráðuneytinu, þar sem fellt er
úr gildi byggingarleyfi á lóðinni
Sunnubraut 54 í Kópavogi, sem
samþykkt var í bygginganefnd
Kópavogs þann 13. október sl.
Einnig var lagt fyrir bæjarstjórn
að gera uppdrætti sem sýni afstöðu
lóða og þeir auglýstir.
Úrskurður þessi er uppkveðinn
af Jóhönnu Sigurðardóttur, félags-
málaráðherra, og Berglind Ásgeirs-
dóttur, ráðuneytisstjóra.
Það fer ekki á milli mála, að
þessi úrskurður og málsmeðferð
félagsmálaráðuneytisins gæti haft
fordæmisgildi og haft heilladijúg
áhrif í framtíðinni og þá ekki síst
orðið viðvörun til sveitarstjóma að
gæta réttar þegnanna og fylgja
lagaákvæðum í allri stjómsýslu.
Rétt er að benda á að félagsmála-
ráðuneytinu ber að sjá til þess að
sveitarfélög fari að lögum, svo og
fer það með yfirstjóm skipulags-
mála. Til þess að forðast allan mis-
skilning skal tekið fram að undirrit-
aður er mikill stuðningsmaður auk-
innar sjálfsstjómar sveitarfélaga
svo og valddreifingar í þjóðfélaginu.
Framangreint byggist ekki síst á
því að það er eindregin skoðun mín
að með því eigi að aukast réttur
íbúanna, enda eiga áhrif þeirra að
aukast á allri stjómun. Undirritaður
er kunnugur sveitarstjómarmálum
og hefur starfað 13 ár í bæjarstjóm
Kópavogs og unnið að þeim mála-
flokki sl. 8 ár. En á sveitarfélögun-
um hvílir aftur á móti sú skylda til
þess að halda tiltrú íbúanna að
gæta réttar þeirra og fylgja lögum,
án tillits til þess hver á í hlut. Verða
nú helstu málsatvik rakin nánar.
Grænt svæði norðan
Fossvogslækjar
Af hálfu bæjarstjómar Kópavogs
hefur verið gert ráð fyrir og sam-
þykkt grænt útivistarsvæði með-
fram sunnanverðri Kársnesströnd-
inni frá árinu 1970, sem þó var
ekki staðfest endanlega, en samt
hefur verið unnið eftir því síðan.
Var í þessu sambandi gert ráð fyr-
ir að íbúar Kópavogs gætu hagnýtt
sér þá möguleika sem felast í að
stunda sjóböð, siglingar svo og er
hér ákjósanleg gönguleið og útivist-
arsvæði. Ekki síst ber hér að hafa
í huga að þetta svæði hlýtur að
verða mikið aðdráttarafl fyrir æsku
þessa byggðarlags, vegna mögu-
leikanna sem felast í heita vatninu.
Tekið skal fram, að þegar undirrit-
aður keypti húseign sína á Þing-
hólsbraut 53, þá kynnti þáverandi
bæjarverkfræðingur, Ólafur Jens-
son, þetta skipulag og hugmyndir
um framtíðarútivistarsvæði, en
hann átti stóran þátt í mótun þessa
framtíðarskipulags. í umræðum við
ýmsa núverandi bæjarfulltrúa og
bæjarstarfsmenn hefur því miður
komið í ljós að þeir vita nær ekkert
um þessi mál. Til þess að varðveita
grænt göngusvæði frá Kópavogs-
hæli til enda Kársnessins hefur ver-
ið föst venja til margra ára í bæjar-
stjórn að húsin meðfram ströndinni
væru á einni hæð og að stærð þeirra
verði í samræmi við ofangreint
framtíðarskipulag. Fjölmörg dæmi
eru að íbúum hafi verið neitað um
stækkun af þessum sökum.
Af hálfu bæjaryfirvalda Kópa-
vogsbæjar hefur verið mikið rætt
um varðveislu Fossvogssvæðisins
og Reykjavíkurborg borin þungum
sökum. I sjálfu sér tel ég varðveislu
grænna svæða og umhverfismál
almennt vera eitt af framtíðarmál-
um okkar þjóðar og höfum við eng-
in efni á því að verða á fleiri mis-
tök en orðin eru og ekki er hægt
að bæta. En í þessu sambandi vil
ég alveg sérstaklega fordæma þau
vinnubrögð yfirvalda Kópavogs að
hafa aðra skoðun á þessum málum
eftir því hvorum megin Fossvogs-
lækjar umhverfismál eru til um-
fjöllunar.
Stærsta einbýlis-
hús Kópavogs
Þann 25. febrúar 1988 var sam-
þykkt í bæjarráði Kópavogs erindi
Eyjólfs Brynjólfssonar um stækkun
lóðar Sunnubrautar 54 til vesturs
um 5 metra. Umrædd lóð var þó
stærsta einbýlislóðin í hverfinu, 914
fm að stærð, en við hana bættust
120 fm. Bæjarverkfræðingur benti
þó bæjaryfírvöldum á að hann teldi
rétt að leggja þyrfti þessa breytingu
fyrir skipulagsstjóm ríkisins lögum
samkvæmt. Engum íbúa þessa
svæðis var gert viðvart, en lóðar-
stækkunin náði til fjölmargra tijáa
meira en 40 ára gamalla, en þá
þarf leyfi Skógræktar ríkisins og
við sjávarströndina var bátalægi og
lítil vör. Nokkrum mánuðum síðar
var íbúum þessa svæðis ljóst að
þama ætti að reisa fjögurra hæða
einbýlishús, þ.e. kjallara, tvær hæð-
ir og ris, sem líktist helst villunum
í amrískum sjónvarpsþáttum og all-
ir þekkja. Erindið kom fyrir bygg-
inganefnd Kópavogs þann 9. júní
sl. og var fellt með öllum atkvæð-
um, en áður höfðu allir húseigendur
á þessu svæði mótmælt stærð húss-
ins. Mótmælum. húseigenda Þing-
hólsbrautar 53A og B til bæjar-
stjómar að ólöglega væri staðið að
stækkun áðurgreindrar lóðar var
ekki svarað. Það sem þó vakti mikla
undrun var að arkitekt „hallarinn-
ar“ var Skúli Norðdahl, sem jafn-
framt var skipulagsarkitekt Kópa-
vogsbæjar. Af hálfu bæjarstjómar
Kópavogs var ekkert fundið at-
hugavert við þessa tilhögun, en mun
í dag vera mikið aðhlátursefni
þeirra sem fjalla um skipulagsmál
hér á landi og notað sem skólabók-
ardæmi öðrum til varnaðar um fá-
heyrð vinnubrögð.
Margt er skrýtið
íkýrhausnum
Þann 12. október sl. hafði bæjar-
stjóri, Kristján Guðmundsson, sam-
band við undirritaðan og tilkynnti
að teikning að umræddu húsi yrði
samþykkt í bygginganefnd daginn
eftir. Hefðu verið gerðar verulegar
breytingar og spurði hann hvort
málið væri ekki þar með fallið nið-
ur, því að bæjarstjóm vildi ekki
vera í málaferlum við_ fyrrverandi
forseta bæjarstjómar. Ég tjáði hon-
um að við feðgar myndum kæra
málið til félagsmálaráðuneytisins,
sem færi með yfirstjóm skipulags-
mála, þar sem ólöglega hefði verið
staðið að þessari lóðarstækkun. Á
bygginganefndarfundi var fram-
lögð teikning ekki samþykkt ein-
róma og tveir reyndustu fulltrúar í
bygginganefnd gerðu svofellda bók-
un. „Við álítum að teikningar þær
sem núna liggja fyrir bygginga-
nefnd séu að óverulegu leyti breytt-
Sigurður Helgason
„Það er og lærdómsríkt
fyrir starfandi minni-
hluta að láta ekki teyma
sig í ógöngur í máli
þessu og er ekki trúlegt
að þeir fái miklu áork-
að í framtíðinni, ef þeir
geta ekki myndað sér
sjálfstæða stefinu í jafin
einföldu máli.“
ar frá þeim er synjað var 9. júní
sl. svo að það réttlætir ekki breytta
afstöðu bygginganefndar til máls-
ins“.
Það kemur af framansögðu og í
Ijós að bæjarstjóri, sem ber að vera
hlutlaus, hefur stofnað til klíku-
fundar með hluta af fulltrúum
bygginganefndar, sem hefur sam-
þykkt teikningarnar. Slíkt stríðir
gegn bæjarmálasamþykkt Kópa-
vogsbæjar og teljast fáheyrð og
ólögleg vinnubrögð. Hvað liggur
hér að baki fæ ég ekki skilið?
Umsögn bygginganefndar er
svohljóðandi um hina samþykktu
teikningu: Húsið er einbýlishús og
skiptist í íbúðarhæð, rishæð, hana-
bjálkahæð og undir hluta er niður-
grafmn kjallari. Stærð hússins er
samtals 595.8 fm, en þar af er kjall-
ari 161.9 fm, samtals 1827 rúm-
metrar. Skipulagsstjóri ríkisins tel-
ur húseignina 655 fm (skakkar 60
fm) og nýting verði 0.7 á' meðan
eðlileg nýting í einbýlishúsahverfi
sé 0.2—0.4. Eitthvað virðast upplýs-
ingar stangast á milli þessara aðila.
Niðurstaðan var eins og fyrr segir:
Félagsmálaráðuneytið úrskurðar,
að byggingarleyfið sé fellt úr gildi
og bæjarstjóm skylt að auglýsa
breytingar á deiliskipulagi. Voru
því kröfur kærenda teknar að öllu
leyti til greina.
Enn höggið í sama knérunn
í Morgunblaðinu þann 10. febrú-
ar sl. var auglýst nýtt deiliskipulag,
þar sem lóðarstækkunin að Sunnu-
braut 54 er kynnt og auglýst og
fcúum gefin kostur á að mótmæla.
í bæjarstjóm var felld tillaga um
að fresta framkvæmdum við vænt-
anlega „hallarbyggingu" uns fyrir
lægi úrskurður ráðherra, með 5
atkvæðum gegn 3, en skipulags-
stjóri ríkisins undraðist mjög þessa
afstöðu bæjarstjómar, sem að sjálf-
sögðu lýsir ótrúlegu ábyrgðarleysi.
Umræddur byggingaraðaili hóf
framkvæmdir án tilskilinna leyfa,
en því mætti bæjarstjóm með al-
gjöru skilningsleysi og aumingja-
skap og hefur nú verið grafin 4
metra djúp gryfja, sem er stór-
hættuleg bömum í nágrenninu.
Byggingaraðili hótar bæjarstjóm
málssókn og enn er lagt á flótta.
Er ekki tími til kominn að mál þetta
verði tekið fyrir af bæjarstjóm
Kópavogs með fullri festu og
ábyrgð? Núverandi meirihluti, þ.e.
Alþýðubandalagið og Alþýðuflokk-
urinn, hefur talið sig félagshyggju-
flokka, sem nú beijast gegn útivist-
arsvæðum bæjarbúa og virðast
fyrst og fremst allt vilja gera til
að nefnd hallarbygging verði reist.
Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð sótti
um lóð fyrir íbúðir fyrir aldraða,
en ekkert svar hefur borist í tæp
tvö ár. En samþykkja þarf nýtt
deiliskipulag, en það mætir afgangi
því að allt kapp er nú lagt á marg-
nefnt ævintýri. Það er og lær-
dómsríkt fyrir starfandi minnihluta
að láta ekki teyma sig í ógöngur í
máli þessu og er ekki trúlegt að
þeir fái miklu áorkað í framtíðinni,
ef þeir geta ekki myndað sér sjálf-
stæða stefnu í jafn einföldu máli.
Að lokum vil ég hvetja íbúa
Kópavogs til þess að fylgjast vel
með framvindu þessa máls og af-
stöðu einstakra bæjarfulltrúa. Það
er eindregin skoðun mín að skyn-
samleg hagnýting útivistarsvæðis
að sunnanverðu í Kársnesinu horfi
til mikilla heilla fyrir æsku okkar
bæjar.
Höfiindur er bæjarfógeti á Seyðis-
firði ogsýslumaður Norður-Múla-
sýslu.
Stjórnunarfélag íslands
Ánanaustum 15 Sími; 6210 66
Nýjar lesarkir frá
Námsgagnastofiiun
HJÁ Námsgagnastofiiun eru
komnar út tvær nýjar bækur í
flokki svokallaðra lesarka. Les-
arkirnar sem nú koma út eru
Skuggar og Ævintýri og veru-
leiki. Lesarkir þessar hafa fengið
nýtt útlit og verða þær lesarkir sem
áður hafa komið út færðar í sama
búning um leið og þær fara til end-
urprentunar.
Auglýsingastofa GIH hannaði
útlit bókanna. Báðum lesörkunum
fylgja kennsluleiðbeiningar sem
verða fáanlegar á næstu vikum.
í lesörkinni Skuggum er fjallað
um fólk sem ekki hefur auðnast að
vera sólarmegin í tilverunni. Brugð-
ið er upp textum frá ýmsum tímum
úr íslenskum bókmenntum, ljóðum
og skáldsögum, smásögum eða frá-
sögnum úr annálum og blöðum.
Efni bókarinnar hentar einkum til
umfjöllunar með nemendum í 7.-9.
bekk grunnskóla. Hjálmar Ámason
og Magnús Jón Amason söfnuðu
efninu en Guðrún Tryggvadóttir er
höfundur myndefnis. Bókin er alls
104 blaðsíður.
í Ævintýri og veruleika er ann-
ars vegar að finna ýmsar gamlar
og nýjar ævintýrafrásagnir og hins
vegar raunsæilegar frásagnir úr
mannlífinu. Með þessu móti er vak-
in athygli á að sögur af ýmsu tagi
eru sífellt að gerast í kringum okk-
ur; raunsæislegar sögur eru venju-
lega lýsingar á hversdagslegum við-
burðum og „gætu gerst hvar sem
er“, en ævintýri endurspegla og
upphefja hversdagsleikann. Lesörk-
in ætti að henta vel í 4.-6. bekk.
Heimir Pálsson annaðist endanlegt
val efnis en Svava Bjömsdóttir
teiknaði myndirnar í bókina. Bókin
er samtals 80 síður.
Báðar þessar bækur em settar
og prentaðar í Steinholti hf. en
bundnar hjá Félagsbókbandinu,
Bókfelli hf.
DEILDASKIFTING
FYSISTÆEJA
ERTU AÐ BREYTA
SKIPULAGINU
í FYRIRTÆKINU ÞÍNU
- EÐA HUGLEIÐIR ÞÚ
SLÍKAR
BREYTINGAR?
Námskeið þetta er ætlað þeim, sem þegar
eru þúnir að skipta rekstri fyrirtækis síns í
deildir eða rekstrareiningar, eða eru að
hugleiða slíkar breytingar.
Á námskeiðinu verður fjallað um þær breyt-
ingar sem verða á fjárhagsstýringu við slíka
uppstokkun.
Meðal efnis er:
• Hvers vegna deildaskipting?
• Hvaða uppgjörsform á að nota?
• Áhrif uppgjörsforms á fjárhagsstýringu.
• Innri og ytri gjaldskrár fyrirtækisins.
• Skipting sameiginlegs kostpaðar.
ÞátttakendunNámskeiðið er ætlað framkvæmdastjórum,
fjármálastjórum og bókurum lítilla og meðalstórra fyrir-
tækja.
Leiftbelnendur:Ágúst Valgeirsson og Ólafur B. Birgisson,
rekstrar- og hagverkfræðingar.
Tími og staður: 27. febrúar frá 09:00 -17:00
í Ánanaustum 15.
(Fréttatilkynning)