Morgunblaðið - 22.02.1989, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989
31
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
LjóniÖ og athygli
Hið dæmigerða Ljón (23. júll
— 23. ágúst) er sagt skap-
stórt og ráðríkt, opið I tján-
ingu og áberandi I umhverfí
sínu. Þegar við hugsum til
þeirra manna sem eru I Ljóns-
merkinu sjáum við fyrir okkur
sterka persónuleika, menn
sem eru litríkir, hlýir, einlæg-
ir og gefandi og jafnframt
stórtækir og fyrirferðarmiklir.
Þetta er rétt svo langt sem
það nær, því mörg Ljón eru
þannig. Eigi að síður eru
mörg þeirra lokuð og þung
og að því er virðist lítið fyrir
að láta á sér bera.
ÞungtLjón
Ég hef velt þessu töluvert
fyrir mér. Af hveiju eru sum
Ljón þung og hlédræg, þó þau
vilji athygli og vilji vera sér-
stök? Niðurstaða mín er eftir-
farandi: Auk þess að vilja
vera sérstakt er Ljónið fast
fyrir og á erfítt með að gera
málamiðlanir. Það þýðir að
mörg Ljón eiga erfitt með að
sætta sig við annað en það
að vera í miðju og vera sá sem
skiptir máli. Ljónið dregur sig
því frekar I hlé heldur en að
vera aukahjól undir vagnin-
um. Það nennir ekki að silja
hjá í aukahlutverki og horfa
á aðra hljóta lofið.
Aðalhlutverk
Mín reynsla er sú að Ljónið
eigi stundum erfítt með að
stunda „eðlileg" samskipti.
Það hlustar ekki alltaf á aðra
og á erfítt með að gefa og
taka til jafns á við aðra. Það
dregur sig þvf í hlé ef það fær
ekki að ráða. Ég hef t.d. heyrt
sögur af Ljónum sem hafa
móðgast ef ekki hefur verið
tekið nógu vel á móti þeim
þegar þau hafa komið I heim-
sókn til fólks.
Uppeldi
Annað atriði sem getur dregið
úr Ljóni varðar uppeldi. Ef
foreldrar sýna litla Ljóninu
ekki athygli, eða vanrækja
það á einhvem hátt er hætt
við að því fari að finnast sem
eitthvað sé að því sjálfu. Það
verður óánægt með sjálft sig
og sjálfstraustið minnkar.
Hversu mikla
athygli?
Þetta með Ljónið I bemsku
vekur upp ákveðna spumingu.
Hversu langt á að ganga I því
að veita Ljóninu athygli? Mér
var nýlega sögð saga af 9 ára
gamalli telpu I Ljónsmerkinu.
Þessi saga er ekkert eins-
dæmi. Þegar gestir em I
heimsókn hjá telpunni og t.d.
6—7 fullorðnir sitja saman I
stofúnni og em að reyna að
tala saman þá hegðar hún sér
þannig að öll athyglin beinist
stöðugt að henni og hinir full-
orðnu ná ekki að tala saman.
Konan sem sagði þessa sögu
bætti því við að þetta væri
óþolandi en sagði um leið að
erfítt væri að eiga við þetta
því ekki mætti brjóta eðli
bamsins. Spumingin er því
sú: Hvar liggja mörkin í upp-
eldi?
VerÖskulduð
athygli
Að mlnu mati þarf að sýna
Ljónsbami athygli umfram
önnur böm og það þarf að
veita því jákvæða hvatningu,
hrósa því og hlusta á það
segja sögur. Ljónið þarf hins
vegar að læra að það getur
ekki fengið athygli sjálfkrafa.
Það verður að vinna til henn-
ar, eins og aðrir. Ég tel því
rétt að stöðva það af þegar
það er að heimta athygli út á
ekki neitt, en hrósa því óspart
þegar það hefur gert eitthvað
vel. Ef Ljóninu er sýnd eðlileg
athygli, fer það ekki að krefj-
ast óeðlilega mikillar eða nei-
kvæðrar athygli, þ.e. fer að
brjóta af sér bara til þess að
verða miðdepill umræðu.
GARPUR
GARPOH TBtOJg LÖGM /SÍNAP HENÞUR
þEGAPL HAMN HITTie 7VO BÖTA / '
GRETTIR
BRENDA STARR
UOSKA
5JÁÐO TIL, PETTA
l'AGA TIL80P
‘ 5TENOOR BKKI
EG ER FARINN
A& HALPA AE>
HONOM HAFI
EKKI VERIB)
A I \/ADfl '
FERDINAND
SMAFOLK
ANP UJe'll 5TART EATIN6 A5
500H A5 W00P5T0CK 6ET5 HERE
LIITH THE /V\AR5HMALL0L)5...
Við förum að borða um leið og Bíbi kemur með sykurpúðana.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll _
Arnarson
Ein litríkasta persónan í dýra-
garði Mollos er gríski auðjöfur-
inn Papa, eða Themistokles
Papadopolus, eins og hann heitir
fullu nafni. Papa er snjall spilari
en ekki sigursæll. Hann hefur
nefnilega einn alvarlegan veik-
leika: honum er fyrirmunað frá
náttúmnnar hendi að spila
sönnu spili. Þessi blekkingar-
árátta hans er oft dýrkeypt.
Norður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ 7654
♦ K3
♦ 86
♦ ÁKD82
Vestur
♦ K1093
♦ DGIO
♦ Á102
♦ G109
Austur
♦ 8
♦ 98762
♦ DG94
♦ 543
Suður
♦ ÁDG2
¥Á54
♦ K753
♦ 76
Vestur Norður Austur Suður
— 1 laut Pass 1 spaði
Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar
Pass 3 spaðar Pass 3 grönd “ -
Pass Pass Pass
Útspil: hjartadrottning.
Papa var með spil vesturs og
fékk að eiga fyrsta slaginn.
Hann spilaði hjarta áfram á
kóng blinds og sagnhafí svínaði
strax I spaðanum. Papa drap á
kónginn og lagðist undir feld.
Það var auðvelt að telja slagi
sagnhafa. Hann á ÁK I hjarta
og ÁG I spaða. Sem em fjórir
slagir og laufíð gefur honum
hina fímm. Spilið virðist því vera
óhnekkjandi.
En Papa hafði eitt með sér.
Sagnhafí veit ekki hvemig ligg-
ur I laufinu. Mun oftar það 4-2,
og þvi kemur vel til greina að
dúkka lauf einu sinni til að
tryggja þar Ijóra slagi. Þ.e.a.s.
ef suður heldur að hann þurfi
aðeins Jjóra á lauf. Og það dug-
ir honum brotni spaðinn 3-2.
Papa spilaði því laufi og
þvingaði sagnhafa til að taka
strax ákvörðun, áður en hann
fékk ráðrúm til að kanna spaða-
leguna. Snilldarvöm, en auðvit-
að þurfi hann að klúðra henni
með því að velja TÍUNAI? Aum-
ingja Hérinn I sæti suðurs þorði
ekki að dúkka, því hann óttaðist
að austur yfirdræpi og skipti
yfir I tígul. Nokkuð sem hann
kærði sig ekki um.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á hinu árlega móti I Wijk aan
Zee I Hollandi I janúar kom þessi
staða upp I skák stórmeistaranna
Anand, Indlandi, sem hafði hvftt
og átti leik, og Ivan SokolovT
Júgóslavíu.
36. Ra6! (Svartur hefði hins vegar
haft einhveija möguleika á að
bjarga sér eftir 36. Re4 — Kd7.)
36. - Dxh4, 37. Df8+ - Kd7,
38. Rc5, mát! Anand, sem varð
heimsmeistari unglinga árið 1987
viröist I stöðugri framför. Mörgum
stendur sérstakur ótti af honum
vegna þess hve hratt hann teflir.
Á þessa skák notaði hann t.d.
aðeins 67 mínútur, en svartur
klukkutima og 59 mín.