Morgunblaðið - 18.03.1989, Side 23

Morgunblaðið - 18.03.1989, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 Grikkland: Litlar breytingar á stjórn Papandreous Fjórir ráðherrar misstu stöður sínar Aþenu. Reuter. ANDREAS Papandreou, forsæt- isráðherra Grikklands, gerði í gær breytingar á ríkisstjórn sinni en ólikt því sem búist hafði verið við héldu flestir ráðherrar embættum sínum. Ríkisstjórain sagði af sér á fímmtudag en Papandreou hefur sætt miklum þrýstingi að undanförnu vegna bankahneykslis sem hann og fleiri grískir stjórnmálamenn eru taldir tengjast. Einungis fjórir ráðherrar viku úr stjóminni þar á meðal ráðherra dómsmála, Vassilis Rotis. Búist hafði verið við því að ráðherrar efnahags- og vamarmála misstu stöður sínar en sú varð ekki raunin og athygli vakti að George Pap- andreou, sonur forsætisráðherrans, hélt stöðu sinni en hann er mennta- málaráðherra Grikklands. I blöðum hefur verið fullyrt að George Papandreou og efnahags- málaráðherrann, Panayiotis Rou- meliotis, tengist höfuðpaumum í bankahneykslinu, George Koskotas, sem nú situr í fangelsi í Banda- ríkjunum. Koskotas dró að sér gífurlega fjármuni er hann rak banka á Krít og flúði til Banda- ríkjanna er upp komst um svikin. Koskotas hafði viðkomu á Islandi á leið sinni vestur um haf en var handtekinn þar og verður að líkind- um framseldur til Grikklands. Auk bankahneykslisins hefur Sósíalistaflokkurinn, flokkur for- sætisráðherrans, verið bendlaður Andreas Papandreou. við nokkur önnur hneykslismál, sem upp hafa komið á sviði hergagna- iðnaðar og bankamála auk þess sem einkalíf Papandreous hefur verið mjög til umræðu. Þingkosningar fara fram í Grikk- landi þann 18. júní og sagði forsæt- isráðherrann að það hefði verið með tilliti til þeirra sem breytingar hefðu verið gerðar á ríkisstjóminni. SATIN ÁFERÐ með Kópal AV/Ar/d úrval af leóurhúsgögnum. Margir litir. Skoðið glæsileg húsgögn i skemmtilegri verslun. Opið laugardag frá kl. 10-16 Við erum í „Nútíð“ Faxafeni 14, sími 680755 HUSGOGN OrbylÖ^ '"'••luv, l HeIg«ferMy«í. jónv^prbónui. pion®** BJÖRGUNARSVEITIRNAR sekúndur líða á milli þess að vinningur komi upp í Lukkutríóinu. Og nú er hægt að vinna 2 vinninga á sama miða með nýja leiknum í Lukkutríói: Tvöfaldara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.