Morgunblaðið - 18.03.1989, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989
27
Einar Sævar Páls-
son skipstjóri
Fæddur 17. október 1941
Dáinn 6. mars 1989
Einar frændi þinn er dáinn. Þeg-
ar ég heyrði þessi orð fannst mér
þetta ekki geta staðist. Hann sem
var á besta aldri, og aldrei kennt
sér neins meins. Það eru ekki nema
sex mánuðir síðan amma mín og
móðir Einars, Þuríður Guðmunds-
dóttir, yfirgaf þennan heim. Nú
hefur Einar leitað á sömu slóðir.
Það var á síðastliðnum haustdögum
sem Einar fer að kenna þess sjúk-
dóms, sem síðan átti eftir að draga
af honum þann mikla þrótt sem
hann alla tíð hafði að bera. Ég hitti
Einar ekki oft í vetur, heldur fylgd-
ist ég með heiisufari hans og ósk-
aði þess að hann ynni á þessum
vágesti. Það verður að segjast að
ég trúði því alla tíð að honum tæk-
ist það, þó framgangur sjúkdómsins
lofaði ekki góðu. Það var hans
lífsstíll að gefast ekki upp. En þama
hitti hann loks ofjarl sinn.
Það er svo margs að minnast
þegar hugsað er til baka, þannig
að erfitt er að taka eitt fram yfir
annað. Það sem ég tel þó að hafi
skarað fram úr í fari Einars, var
elska hans gagnvart öllu sem minna
mátti sín, og þá sérstaklega böm-
um, þó hann ætti engin sjálfur.
Alla tíð stundaði Einar sjó-
mennsku, og tæpa tvo síðustu ára-
tugina sem skipstjóri á Draupni VE
550, sem hann átti ásamt bræðmm
sínum Má og Guðmundi. A ungl-
ingsámm mínum auðnaðist mér að
róa með þeim eina vertíð. Það var
góður tími. Ég hafði oft áður verið
sumarlangt í Eyjum á heimili ömmu
og systkinanna. Var ég þá oft hróð-
ugur að eiga Einar og þá bræður
að frændum. Á þessari vertíð þegar
ég átti að heita fullorðinn komst
ég að því, að þeir áttu það vel skil-
ið. Stuttu seinna stofnaði ég heim-
ili ásamt konu minni og barni og
fór í nám- Eins og ber að skilja var
buddan oft ansi þunn. Mér er svo
í fersku minni í eitt skipti þegar
ég kom í kaffi tii mömmu, að hún
tjáði mér að Einar frændi hefði
komið í heimsókn og væri nýfarinn.
Þetta þótti mér engar stórfréttir,
þar sem Einar kom yfirleitt til syst-
ur sinnar í Reykjavíkurferðum
sínum, en þótti leitt að hitta hann
ekki. Ékki fór ég tómhentur af fundi
mínum við móður mína í þetta
skipti, því Einar hafði skilið eftir
ávísun handa mér. Þegar ég spurði
mömmu hveiju þetta sætti, kvað
hún Einari hafa þótt óviðunandi
þetta féleysi hjá frænda sínum.
Þetta dæmi held ég að lýsi vel hvern
mann Einar hafði að geyma.
Öll eigum við eftir að sjá eftir
þessum góða og hrausta manhi,
sem Einar var. Vitaskuld leggst
sorgin misjafnlega á fólk, en þeir
eru margir sem eiga erfitt þessa
dagana vegna fráfalls Einars og
votta ég þeim mína dýpstu samúð.
Það er trú mín og von, að dauði
hér þýði upphaf nýs og betra lífs
annars staðar, og að þeir sem stóðu
að Einari hér en voru famir á und-
an honum hjálpi honum og leiðbeini
á nýrri og óþekktri lífsbraut.
Guðmundur Einarsson
Yfír heim eða himin hvort sem hugar þín önd
skreyta fossar og §allshlið öll þín framtí-
ðarlönd
fjærst í eilífðarútsæ vakir eylendan þín
nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið
skín.
(Stephan G. Step.)
Þegar hinstu rök tilverunnar eru
ljós, þá syrtir að þegar við stöndum
frammi fyrir þeirri staðreynd að lífið
er ekki ódauðlegt og ævi mannsins
er aðeins brot af eilífðinni, en það
fylgir því ávallt sár söknuður þegar
við sjáum það líf fölna og deyja, það
líf sem við sáum rista sín mörk með-
al okkar sem héldum tryggð hvort
við annað, svo þegar sá hnútur rakn-
ar sem fast við bundum í æsku verð-
um við aldrei söm, einhvers staðar
er brostinn þáttur, en til að vinna
bug á sorginni leitum við á vit gleð-
innar sem býr yfir þeim geislum sem
lýsa upp björtustu hliðar mannlífs-
ins. Og þegar ég lít til baka þegar
við vorum að alast upp, þá fínnst
mér dagamir hafa liðið hratt, alltaf
var eitthvað að ske og eyjan var öll
okkar leikskóli.
Það er fagurt í Eyjum þegar vorar
vel, fjöll og sker eru þakin lífi, af
hæðum og tindum blasir við augum
fögur og tignarleg sýn gróðursælla
úteyjanna, sem umlykja þessa perlu
Atlantshafsins. í fjarska er landsýn
sem hugur fyllist lotningu fyrir og
bátar og skip sem vagga sér á öldum
hafsins og flytja björg í bú eru æðar
þessa fólks, sem hér lifir og hefur
lifað frá upphafi byggðar, hér var
því auðvelt að festa rætur.
Lífið við sjávarsíðuna var ævintýri
líkast, það hlaut því öll umræða að
snúast um fískveiðar sem veitti okk-
ur lifíbrauð og öll okkar lífsafkoma
byggist á. Böm sjómanna þroskuðust
með þá trú að arðnýta þessa auðlind
þegar þeirra tími kæmi og eitt af
þeim var Einar, bróðir minn. Hann
fæddist hinn 17. október 1941 í
Héðinshöfða við Hásteinsveg. For-
eldrar okkar vom þau hjónin Þuríður
Guðmundsdóttir frá Stokkseyri og
Páll Jóhannes Guðmundsson frá Fá-
skrúðsfírði, sem látin eru bæði. Þeg-
ar í æsku var Ijóst hvert hugur Ein-
ars stefndi, teikningar frá liðnum
dögum bera vott um það. Bryggjur
og fjara vom staðir sem auðvelt var
að fínna sér yndi, hver dagur var
öðmm fremri, það vom engin dag-
heimili sem heftu frelsið og svona
fannst okkur lífíð eiga að vera,
áhyggjulaust og indælt, og átti ekki
að vera öðmvísi. Með hóp bama er
oft erfitt fyrir foreldra að hafa hem-
il á ferðum þeirra, en niðri við sjó
vom staðir þar sem auðvelt var að
fínna Einar, ef leita þurfti hans.
Stundum var árabátur tekinn trau-
stataki og róið um höfnina og farið
um borð í færeyskar skútur sem hér
vom iðulega. Á kvöldin var kannski
farið með hándvagn á bryggjuna og
fenginn fískur og svo var keyrt eftir
endilöngum Hásteinsvegi og aflinn
seldur. Einhvem tímann var sagt að
þetta hefði verið fyrsti vottur útgerð-
arsögu hans. En þessir dagar og ár
bám okkur hratt með lífsins straumi
og brátt vora hinir björtu bemsku-
dagar að baki og í þessari fögrn
veröld var komið að því að Einar
fermdist.
Og einn dag um vorið þegar við
vomm að veiða murtu undir tré-
bryggjunni í Friðarhöfn sagði hann
mér að sig langaði á síld þá um suma-
rið. Svo réð hann sig á mb. Vonina
sem hélt norður til síldveiða, skip-
stjóri var Guðmundur Vigfússon frá
Holti, framsýnn og athugull maður
og naut Einar ríkulega reynslu sinnar
með honum. öll sín unglingsár reri
hann svo sumar- og vertrarvertíðir
með þekktum skipstjómm sem mátu
mikils harðfylgni hans við þau störf,
þau veittu honum ómælda ánægju
og naut hann þess vel. Hafíð var
hans starfsvettvangur, þetta var
hans líf og yndi. í hópi vina sinna
gladdist hann með guðaveigum á
góðum stundum. Hann var dulur að
eðlisfari en geislandi kraftur og
kyngimögnuð orka fékk útrás ef
þurfti við. Þá kom upp samúðin með
þeim sem minna máttu sín og þá
veitti hann á báða bóga, hjá honum
vora peningar til að gleðjast með,
ekki til að hnjóta um. Allir vom jafn
réttháir undir sólinni og enginn ætti
að þurfa að líða fyrir vanmátt sinn.
Með slíkt hugarfar léði hann öllu því
góða og jákvæða liðsemd sína og á
því er enginn efí að það er sómi
hverrar þjóðar að eiga slíka menn í
þjónustu sinni, sem meta það á já-
kvæðan og raunsæjan hátt þegar
brestur í stoðum mannlífsins og hann
fyllti þann bikar samúðarinnar ríku-
lega og veitti vel. Því missti hann
aldrei sjónar af því sem er forsenda
þess er gefur lífínu gildi, að sjá ham-
ingjuna blómstra í kringum sig og
sjá gleðileiftrin ljóma í andlitum
þeirra sem hann hafði rétt hjálpar-
hönd. Þessar myndir sýna vel hvem
mann Einar hafði að geyma, hjáip-
semi hans var einstök og ævinlega
sjálfsögð. Með þessu hugarfari fetaði
hann lífsleiðina, trúr sínum heima-
slóðum og vildi hvergi annars staðar
vera. Rætur hans stóðu dýpst í því
samfélagi sem við ólumst upp í. Hér
eignaðist hann vini sem sumir hvetj-
ir létu ekki fenna í þau spor sem
hann skildi eftir og sýndu honum
tryggð við sjúkrabeð hans, eftir að
umskipti höfðu orðið á, heilsu hans
og fjarlægar raddir bergmáluðu enn
í minningunni.
Hann ætlaði sér að verða skip-
stjóri og hann átti sér draum að eign-
ast eigin bát og árin liðu með lífsins
straumi. Haustið 1971 varð þessi
draumur að vemleika. Þá keypti
hann ásamt mági sínum Henry vél-
bát frá Reykjavík af Einari Sigurðs-
syni, nefndum ríka, og skírði bátinn
eftir hring Óðins, Draupni, sem fékk
einkennisstafína VE 550. En á örla-
gatímum Eyjanna árið 1973 keypti
hann hlut meðeiganda síns ásamt
bræðmm sínum, Má og Guðmundi,
og skiptu þeir þannig með sér verk-
um að Einar var skipstjóri, Már vél-
stjóri og Guðmundur stýrimaður.
Skemmtilegir tímar mnnu upp. Þeir
urðu eigin herrar og ekki öðmm
háðir. Og á þeim bát stunduðu þeir
útgerð sumur og vetur fram til árs-
ins 1975, þá seldu þeir hann og
keyptu sér annan stærri vestan frá
Stykkishólmi sem þeir eiga enn í dag
og ber sömu einkennisstafí. Það var
á miðju sumri er þeir sigldu honum
heim til Eyja og Heymaey heilsaði í
þeim búningi, sem hún fegurst getur
orðið. Þeir vom einskipa á sjó því
það var þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Sólin sktáði gullnu letri sínu á hafið
blátt, græn og blómgróin björgin
vom iðandi af lífí og yfír Heimaey
var sem geislabaugur í lognvæm
síðdeginu. Aldrei höfðum við verið
eins hamingjusamir og þegar við
renndum inn í höfn, sögðu þeir bræð-
ur er við hittumst á bryggjunni, en
heima beið móðir okkar vonglöð.
Skammt er á milli gleði og sorgar,
því skyndilega stendur sóknarprest-
urinn heima á gólfí í Pétursey og
synimir ekki komnir heim, og sagði
henni frá láti dóttursonar síns, sem
látist hafði á sviplegan hátt, þá
þyrmdi yfir, en með jákvæðu og
upplífgandi hugarfari vermdi hún
andrúmsloftið á ný og gerði þennan
dag ógleymanlegan.
I útgerð skiptast á skin og skúrir
og vissulega koma fyrir erfiðir tímar
þegar óhöpp steðja að, en þá er sigr-
ast á þeim með þrautseigju og þolin-
mæði og ekki gefíst upp þó á móti
blási, upp stytta öll él um síðir. Ein-
ar vissi það og hann gnæfði yfir
þegar hann sagði: Við „reddum"
þessu strákar, og það varð að lokum
með ómældri vinnu þeirra bræðra.
Milli vina stóð ekki styrr, allir vom
jafningjar hvort sem siglt var um
sæinn eða setið heima í stofu engin
stéttaskipting sem gert hefði umræð-
ur allar erfíðari. Ein af hans lífsins
gjöfum var léttlyndi, grin og gaman
og þegar slegið var á létta strengi
var hann hrókur alls fagnaðar og
lífið var í æðra veldi. Þegar hans
góðlátlega grín hljómaði um stofuna
vom veikindi svo framandi og dauð-
inn ekki nálægur, en við höfðum þá
trú að við myndum aldrei deyja að
eilífu, okkar biðu önnur heimkynni,
bak við luktar dyr þar sem sálirnar
yrðu auðgaðar af visku og kærleika.
En það setti að okkur sáran trega er
í ágústmánuði sl. kom í ljós að Einar
var alvarlega veikur og var fluttur
í sjúkrahús í Reykjavík. Þar kom í
ljós að læknavísindin höfðu ekki yfir
að ráða þeim mætti er tryggt gæti
bata. Því kom hann heim aftur með
trú sína á mátt sinn og megin, breytt
mataræði, huldar vættir, og að neita
sér um allt heilsuspillandi gæti sigrað
sjúkdóminn og hann varð vonbetri
um framtíðina. Allir lögðu sitt af
mörkum, systkini, vinir og ættingjar,
og það var beðið og vonað. Það ætti
ekki að særa neinn þótt eitt nafn
væri nefnt. Þuríður Geirsdóttir, syst-
urdóttur hans, sem allt frá upphafí
veikinda hans - vék aldrei frá beði
hans og studdi hann á erfiðum stund-
um. Kvöldið fyrir andlát sitt kvaddi
hann hana hinstu kveðju. Allt frá
barnæsku hafði hún verið eftirlæti
Einars, sem reyndist henni sem besti
faðir og vom ætíð miklir kærleikar
með þeim.
Það næddi lífsins haust um stofu
311 á sjúkrahúsi Vestmannaeyja að
kveldi 6. mars sl. Þar vomm við
saman komin systkini hans, ættingj-
ar og vinir, til að kveðja góðan vin
og bróður. Vinátta og tryggð tengdi
allan hópinn saman sterkum böndum
og það var æðmleysi og karlmannleg
ró sem færðist yfír fölt andlit hans
þegar lífsneistinn fölnaði.
Og nú er komið að kveðjustund
og enn berast öldur af hafi og minn-
ingar streyma að landi. Það er svo
margt sem ég minnist og vildi að
gæti endurtekið sig; þeirra ára þegar
við ólumst upp og sýndum hvort
öðm það systkinaþel sem aðeins get-
ur gerst milli þeirra sem þekkja og
skilja hvort annað. Ég minnist þess
dags þegar Einar bjárgaði bami frá
dmkknun í höfninni, hann hreykti
sér ekki af því, sagðist aðeins hafa
gert skyldu sína. Þegar komið var í
heimsókn í kofann í hrauninu, hvort
sem var að degi eða á mánabjörtum
síðsumarkvöldum og við sátum við
snarkandi varðeld og ræddum sam-
an, eða þegar lögð var áhersla á eitt-
hvað, þá ólgaði hann sem hafíð og
það gneistaði úr kröftugu andliti
hans og loftið var þmngið spennu,
svo lygndi jafn skyndilega og talið
barst að öðmm efnum. Þetta lífgaði
upp á hversdagsleikann.
Fram á hinstu stund var Einar
sjómaður. Þeir em að fá tonn og
tonn sagði hann skömmu áður en
hann kvaddi þessa jarðvist. Á gmnn-
sævi kvölds flæðir gullinn straumur
minninga sem við eigum um hugljúf-
an bróður sem með hógværð sinni
vakti okkur til umhugsunar um svo
margt sem við nú skiljum. Og vorið
er í vændum þó honum hafí ekki
auðnast að sjá það líf sem hann þráði
rísa úr viðjum vetrar og farið að
undirbúa sig fyrir vorvertíð, þá þy-
kist ég fullviss að hann muni skipa
sér í raðir þeirra sem sigla um eilífð-
arútsæ, á lendum þeirrar tilveru þar
sem góðverk em metin að verðleikum
og veraldleg gæði skipta ekki máli;
þar sem leikið er á hörpustrengi.
Við leiðarlok að sinni vil ég segja
þetta: Mér er efst í huga þakklæti
fyrir allt það góða og göfuga sem
hann vék að mér og mínum og ég
harma það að við skyldum ekki eiga
lengri samleið, en enginn ræður
sínum næturstað og kannski hefur
skaparann vantað skipstjóm á hum-
arbát.
Með virðingu,
Kristinn Viðar Pálsson
Hann var sjómaður af lífi og
sál, drengur góður, skemmtilegur
og traustur vinur, en umfram allt
var hann sterkur persónuleiki sem
setti mark á umhverfi sitt eins og
af sjálfu sér, átakalaust eins og
andrúmsloftið sjálft sem enginn
getur rammað inn en skiptir svo
miklu máli. Þannig fór hann ávallt
hávaðalaust um hlöð, en í veröld
vina sinna skildi hann eftir það sem
mestu máli skiptir, góðar minningar
og hlýju við hjartarætur.
Einar vinur minn á Draupni er
látinn, fékk ræs á önnur og æðri
mið langt fyrir aldur fram. Þegar
maður í blóma lífsins er kallaður á
braut verða allar liðnu gleðistund-
irnar með döpm ljósi, því það er
svo sárt að sakna vinar, en ljósið
af persónulegum kynnum við Einar
Pálsson er svo sterkt að jafnvel
dapurleikinn verður fagur. Einar á
Draupni vár sú persóna sem við
Eyjamenn getum sannarlega verið
stoltir af, því hann skilaði sínu hlut-
verki með sóma og sann, alltaf
hress að kátur, og það er nú málið.
Hann tróð hvorki orðum né vinar-
þeli á menn, en hann rímaði við þá
sem áttu samleið með honum og
hans rím var ekki ódýr lífsstíll eða
óvandaður. Hann var samkvæmur
sjálfum sér, heill og trúverðugur.
Góðmennskan var hans aðalsmerki
og það fór því saman að hann var
mjög barngóður og mikill dýravin-
ur. Þessi harðsækni sjómaður hafði
svo sannarlega viðkvæma lund, en
hann bar hana vel. Ólgusjó
mannlífsins sigldi hann með festu
og ró eins og báturinn hans á logn-
degi. Menn sáu honum sjaldan
bregða, helst ef hann sá eitthvað
aumt, það þoldi hann ekki og vildi
gera allt sem hann gat til þess að
bæta úr og liðka til.
Ég varð fyrir því láni fyrir 15
ámm að kynnast Einari þegar þeir.
bræður áttu sinn fyrri Draupni. Það ""
var mikið lán að verða vinur hans.
Hann var þannig skapaður að hann
gaf mikið með framkomu sinni, tók
lítið sér til handa. Einar ólst upp á
barnmörgu heimili í Héðinshöfða,
fátæku af veraldarinnar auði en
ríkmannlegu af góðum hug og virð-
ingu fyrir sjálfstæði hvers og eins
til orðs og athafna.
Systkinin vora 10. Þau ólust níu
upp í Eyjum, eitt austur á landi þar
sem foreldrar hans bjuggu fyrst.
Þetta var samtaka fjölskylda með
efni af skomum skammti, en það
vom persónurnar sjálfar sem vom
gulls-ígildi. Eins og á svo mörgum
heimilum í Eyjum var það móðirin
sem var bakhjarl innra lífs heimilis-
ins í vörn og sókn. Eftirminnileg
kona og æðrulaus eins og fólkið
hennar hefur borið gæfu til að vera.
Einari var lagið að fá menn í
spjallið ef hann vildi svo við hafa,
sérstaklega á sínum heimavelli um
borð. í bátnum. Að eiga stundir með
þeim bræðmm, Einari, Gumma og
Modda, um borð í Draupni, var eins
og að lenda í óvæntu sumarfríi,
eins og að ganga inn í gott leikrit
þar sem ekkert mátti missa sig og
eins og dögg hverfur fyrir sólu
gleymdu menn á augabragði amstri •
líðandi stundar, þær hafa verið
margar ánægjustundirnar í lúkam-
um á Draupni eftir að kíkt var á
radarinn eða dýptarmælinn.
Mannlífið um borð í Draupni var
eins og veröld af veröld, svo sam-
taka vom þeir bræður. Eins og ein
heild til orðs og æðis en þó hver
um sig með sérstaka tóna og til-
brigði svo eftir var tekið. Líf og
yndi Einars var að stunda sjóinn.
Hann naut þess að sækja fast og
jafnvel í þeim harðasta róðri undan-
fama mánuði hélt hann stóískri ró
hins hlédræga, en ömgga manns,
en það var svo sárt því það fylgdfy
honum svo mikið iíf. Hann naut
þess að vera glaður á góðri stund,
teyga gullna veig með vinum á
ögurstundum sjómennskunnar og
njóta landlegustunda mannlífsins.
En alltaf hélt hann kóssinum.
Skömmu eftir að okkar kynni urðu
í fyrsta skipti bar svo við á laugar-
dagskvöldi að Einar bankar upp á
hjá mér. Það glampaði á auga sem
vötn væm, en allt í góðu. Einar
spyr mig umbúðalaust þrátt fyrir
lítil kynni hvort ég geti lánað honum
5.000 kr. Mér varð eilítið hverft
við, en hugsa sem svo að maður
hafí nú lent í öðm eins og bið hann
að hinkra við meðan ég nái í pening-
ana. Þegar ég kem með fímm þús-
und kallinn, stendur Einar í gangin-
um með stórt knippi af peningum
í höndunum og segir: „Ég þarf ekk-
ert á þessu að halda, vinur. Mig
vantar engan fimm þúsund kall.“
Og þegar ég hváði svaraði hann:
„Ég er aðeins að kanna hverjir
treysta mér.“
Það var ekki stíll Einars að gera
mikið úr hlutunum. Einu sinni
hringdi hann í mig seint um kvöld
og bað mig að kíkja á dýptarmæl-
inn, því það hefði komið smá
skvetta á hann. Þegar ég opnaði
dýptarmælinn, flæddi út úr honum.
Einar gerði ekki rellu út af hlutun-
um. Nú er Einar á ókunnum mið-
um, en minningin um góðan dreng
lifír, góðar-stundir í tonnatali þar
sem aldrei fannst hnjóðsyrði. Það
em menn sem skilja slíkt eftir.
Ég votta bræðmm Einars og
systmm dýpstu samúð. Megi góður
Guð leiða hann sjóana miklu.
Tóti í Geisla