Morgunblaðið - 18.03.1989, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989
ATVINNUAUGIYSINGAR
Akureyrarbær
Dagvistardeild auglýsir
Fóstrur-fóstrur
Hvernig væri að breyta til og drífa sig á lands-
byggðina. Eldfjöruga krakka á Akureyri vant-
ar fóstrur á dagvistir Akureyrar að hluta
og/eða full störf.
Allar nánari upplýsingar veita forstöðumenn
dagvista, hverfisfóstra í síma 96-24620 og
dagvistarfulltrúi í síma 96-24600 alla virka
daga frá kl. 10.00-12.00. Skriflegar umsókn-
ir um menntun og fyrri störf skulu berast
fyrir 15. apríl nk.
Dagvistarfulltrúi.
Áhugasamur
Framleiðslufyrirtæki á stór-Reykjavíkur-
svæðinu óskar eftir að ráða starfskraft til
að annast tölvubókhald. Þarf að vera vanur
tölvum og hafa starfsreynslu.
Vinsamlegast leggið inn tilboð fyrir 25. mars
merkt: „Ahugasamur - 7024“
á augiýsingadeild Mbl.
Akureyrarbær
dagvistardeild
Fóstrur - fóstrur
Nú er gullið tækifæri fyrir ykkur. Staða hverf-
isfóstru á Akureyri er laus nú þegar. Starfið
er fullt starf. Umsjón með dagvistun, dag-
mæðrum og leikvöllum sunnan við Glerá.
Einnig inntaka barna og biðlistar.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
dagvistarfulltrúa í síma 96-24600 virka dag
kl. 10.00-12.00.
Skriflegar umsóknir um menntun og fyrri
störf skulu berast fyrir 1. apríl nk.
Dagvistarfulltrúi.
Laus staða
Dósentsstaða í þjóðfræði við félagsvísinda-
deild Háskóla íslands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um
vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann-
sóknir svo og námsferil og störf, skulu
sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk.
Menntamálaráðuneytið,
14. mars 1989.
Atvinnutækifæri
Plast & Vedlikehold er norskt fyrirtæki í fisk-
iðnaði, sem bráðlega mun setja á stofn útibú
á íslandi.
Þess vegna óskum við eftir að komast í sam-
band við fólk á aldrinum 25-40 ára.
Við leggjum áherslu á eftirfarandi:
Bréfritun.
Undirstöðuatriði bókhalds og uppgjörs.
Góða framkomu og eitt Norðurlandamál.
Viðkomandi sé ekki flughræddur.
Fyrirtæki okkar getur boðið:
Ágæta starfsþjálfun.
Laun í samræmi við hæfni.
Starf í alþjóðlegu umhverfi.
Lifandi starfsemi, þar sem mest áhersla
er lögð á þjónustu, vöxt og arðsemi vinnu.
Ef þetta vekur áhuga yðar, gjörið svo vel að
hringja til okkar og ræða um nánari aðild í
síma 90478834300.
Við hvetjum sérstaklega konur til að hafa
samband.
Plast & Vedlikehold,
Boks 23 - 8430 Myre,
Norge.
Metsölublaó á hverjum degi!
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar stöður við
grunnskóla
Umsóknarfrestur til 11. apríl
Reykjanesumdæmi
Stöður grunnskólakennara við eftirtalda
grunnskóla:
Kópavogi, meðal kennslugreina sérkennsla,
myndmennt, tónmennt og íþróttir; Seltjarn-
arnesi, meðal kennslugreina hannyrðir,
heimilisfræði og náttúrufræði; Garðabæ,
meðal kennslugreina, sérkennsla, samfé-
lagsfræði og danska; Hafnarfirði, meðal
kennslugreina tónmennt, íslenska, danska,
stærðfræði, náttúrufræði, íþróttir stúlkna og
samfélagsfræði; Mosfellsbæ, meðal
kennslugreina mynd- og handmennt, stærð-
fræði, íslenska, danska, samfélagsfræði og
verslunargreinar; Keflavík, meðal kennslu-
greina íþróttir, mynd- og handmennt, heimil-
isfræði, enska, danska, íslenska, stærðfræði
og náttúrufræði; Grindavík, meðal kennslu-
greina, mynd- og handmennt og sérkennsla;
Njarðvík, meðal kennslugreina tónmennt og
sérkennsla; Sandgerði, Klébergsskóla,
Gerðaskóla, meðal kennslugreina tónmennt
og heimilisfræði og við Stóru-Vogaskóla.
Norðurlandsumdæmi eystra
S.taða skólastjóra við Grunnskólann í Sval-
barðshreppi.
Stöður grunnskólakennara við eftirtalda
grunnskóla:
Akureyri, meðal kennslugreina íslenska,
danska, enska, stærðfræði, náttúrufræði,
hand- og myndmennt, tónmennt, íþróttir og
sérkennsla; Húsavík, meðal kennslugreina
sérkennsla; Ólafsfirði, meðal kennslugreina
danska, eðlisfræði og tónmennt; Grímsey,
Hrísey, Þórshöfn og við Stórutjarnarskóla.
Suðurlandsumdæmi
Stöður grunnskólakennara við eftirtalda
grunnskóla:
Vestmannaeyjum, meðal kennslugreina
líffræði, eðlisfræði, tónmennt og mynd-
mennt; Selfossi, meðal kennslugreina tón-
mennt, íþróttir og sérkennsla; Hveragerði,
meðal kennslugreina handmennt; Hvolsvelli,
meðal kennslugreina mynd- og handmennt;
Hellu, meðal kennslugreina kennsla yngri
barna; Þykkvabæ, Stokkseyri, Eyrarbakka,
Þorlákshöfn, meðal kennslugreina mynd- og
handmennt; Laugalandsskóla, Villingaholts-
skóla, Reykholtsskóla og Ljósafossskóla.
Menntamálaráðuneytið.
RAÐAUGi YSINGAR
TIL SÖLU
Diesel rafstöðvar
Tilboð óskast í eftirtaldar vélar:
• 500 kva Caterpillar.
• 170 kva Caterpillar.
• 90 kva Deutz.
• 35 kva Valmet Scania.
Vélarnar eru í góðu ásigkomulagi.
Allar sjálfstæðar einingar með olíutönkum
og kælibúnaði.
Upplýsingar veittar á Vélaverkstæði Hjalta
Einarsonar, Melabraut 23, Hafnarfirði, sími
51244.
Einbýlishústilsölu
Ríkissjóður leitar eftir kauptilboðum í fast-
eignina Safamýri 18 í Reykjávík. Húsið er 2
hæðir og kjallari, u.þ.b. 290 fm að stærð.
Tilboð óskast send eignadeild fjármálaráðu-
neytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, í lokuðu
umslagi merktu: „Tilboð - Safamýri" fyrir kl.
17.00 miðvikudaginn 22. mars 1989.
Fjármálaráðuneytið, 13. mars 1989.
FUNDIR - MANNFA GNAÐIR
Skipstjóra- og
stýrimannafélagið Aldan
Aðalfundur
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan boð-
ar til aðalfundar fimmtudaginn 23. mars kl.
14.00 í Borgartúni 18, Reykjavík.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
rraLJ Matreiðslumenn
matreiðslumenn
Almennurfélagsfundur verður haldinn mánu-
daginn 20. mars kl. 15.00 á Óðinsgötu 7.
Dagskrá:
Sjá í fréttabréfi og á vinnustöðum.
Stjórn FM.
Landsfélag um þjóðlega náttúruvernd
og stangveiði með flugu.
Félagsmenn athugið!
Vinsamlega gerið skil á úthlutuðum veiðileyf-
um í síðasta lagi mánudaginn 20. mars eða
þriðjudaginn 21. mars milli kl. 20.00 og 23.00
í Árósum, Dugguvogi 13. Eftir það verða
veiðileyfin seld öðrum.
Stjórnin.
ÝMISLEGT
Sumardvalarheimili
og sumarbúðir
Þeir, sem hyggjast reka sumarbúðir eða
sumardvalarheimili 1989, skulu sækja um
leyfi til reksturs hjá Barnaverndarráði, Lauga-
vegi 36, 101 Reykjavík, þar sem eyðublöð
fást.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk.