Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 7 Laugardalur: Framkvæmdir að hejQast við húsdýragarðinn í SUMAR heQast framkvæmdir við húsdýragarðinn sunnan við Múla- veg í LaugardaJ og er ætlunin að ljúka allri jarðvinnu fyrir haustið og steypa botnplötur að þremur gripahúsum sem hýsa eiga dýrín og auk þess botnplötu að hlöðu. Gert er ráð fyrir að garðurinn nái yfir 1,8 ha með beitilandi, gerði og gripahúsum en þar eiga að vera islensk spendýr einkum þó húsdýr og ýmis smádýr, auk þess refir, minkar, hreindýr og selir. Samkvæmt Qárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1989 er áætlað að veija 40 milljónum króna til framkværndanna í ár. Miðað er við að garðurinn verði opnaður árið 1990. „Við höfum víða farið og aflað fanga áður en garðurinn var hannað- ur,“ sagði Reynir Vilhjálmsson lands- lagsarkitekt sem skipulagt hefur húsdýragarðinn. „{ Hollandi eru um 400 slíkir garðar og eru þeir oft tengdir íbúðarhverfum. Garða líka þessum er einnig að finna í Dan- mörku, Þýskalandi, Englandi og víðar en garðurinn í Laugardal verð- ur aðlagaður íslenskum aðstæðum. Ég á ekki von á öðru en að garður- inn verði vinsæll. Þangað geta skóla- nemendur komið með kennara sínum og fræðst um dýrin. Þá er ekki ólík- legt að foreldrar og afar og ömmur komi með bömin í heimsókn en við gemm ráð fyrir að bömin geti nálg- ast dýrin í návígi á sérstöku afgirtu svæði." Frá aðalinngangi er farið eftir göngustíg með hæðardragi á aðra hönd sem girt er gijótgarði, rétt eins og bændur girtu af heimahaga sína fyrr á tímum. Stígurinn leiðir gestina að selatjöm sem verður á miðju torgi. Reist verða fjögur 200 fer- metra gripahús og er gert ráð fyrir þjónustumiðstöð í einu þeirra og að- stöðu til kennslu en í drögum að forsögn fyrir garðinn segir að áhersla verði lögð á uppeldis- og fræðslugildi dýrasafnsins. f einu húsanna verður hlaða, sem einnig má nýta fyrir sauð- burðinn á vorin og fyrir ýmsar aðrar athafnir á sumrin. í einu gripahúsanna verða kýr og svín og í öðm hestar, kindur og geit- ur. Framan við húsin verður afgirt bæjarhlað, þar sem bömin geta blandað geði við dýrin og þar verður heimalningunum gefið, sjá má hænur liggja á eggjum, gæsir baða sig í pollum, kýr mjólkaðar, hestar jámað- ir og kindur rúnar. Lagt er til að á svæðinu verði komið upp malarbomu reiðgerði, þar sem bömum gefst tækifæri til að skreppa á hestbak. í einu homi garðsins er gert ráð fyrir sýningarsvæði með upphækk- uðum stöllum fyrir áhorfendur. Þá er gert ráð fyrir svæði fyrir fugla, hænsni, gæsir, álftir og endur á and- arpolli og dúfur i dúfnahúsi. Sérstakt gerði verður fyrir hreindýrin, þar sem verður mótað hijóstmgt fjallalands- lag. í útjaðri garðsins verður hólf fyrir refi og minka, með greni og afdrepi fyrir dýrin. í byggingarnefnd garðsins eiga sæti Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri, Þorsteinn Tómasson erfðafræðingur og Brynjólfur Sandholt dýralæknir. •Refiwpg minnkar iGripahus AN-. /ij?UPPLÝSINGAÍi^T^/, , ;MIÐSTOÐ \'é' ■' "N, Gripahús Reiðgerði Dúfnahús Skipulag að fyrirhuguðum Húsdýragarði í Laugardal. Skipað í stjórn Hlutafjársjóðs Forsætisráðherra hefur skip- að nýstofiiuðum HlutaQársjóði Byggðastofnunar stjórn eftir ákvæði 9. greinar laga um efiia- hagsaðgerðir fi-á 2. mars síðast- liðnum. Formaður sjóðsstjómar er skip- aður Helgi Bergs, fyrrverandi bankastjóri. Aðrir stjómarmenn em Helgi G. Þórðarson, verkfræðingur, sem jafnframt er varaformaður, og Guðmundur Malmquist, fram- kvæmdastjóri. Til vara sem stjómarmenn em skipuð þau Rúnar Bj. Jóhannsson, rekstrarhagfræðingur, Jón Ármann Héðinsson, forstjóri og Þóra Hjalta- dóttir, formaður Alþýðusambands Norðurlands. Hlutafjársjóður Byggðastofnun- ar hefur aðsetur f húsakynnum Byggðastofnunar að Rauðarárstíg í Reykjavík. Hlutverk sjóðsins er að taka þátt í fjárhagslegri endur- skipulagningu útflutningsgreina með kaupum á hlutabréfum í starf- andi fyrirtækjum og -þátttöku í stofnun nýrra fyrirtækja er taka við starfsemi eldri útflutningsfyrir- tækja. ambið avextir 1 °PIÐ UM HÁTfÐl ',tS ™iðvik af nýslátruðu augarda iSEjðki Páskada °Pið há GARÐABÆ! Páskaverslun í /v,n'‘ýoí jHilysJáfruðu: \ /-SSliteti 477- 'f'f Nýr — ývínabógm- 487. 00 pr.kg. 00 pr.kg. 00 prJcg. • 00 Pr-kg. KJÖTMIÐSTÖÐIN GARÐABÆ S. 656400 GOTT VÖRUÚRVAL - GOTT VERÐ - GÓÐ BÍLASTÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.