Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 Minning: UllaLill Ohlén Skaptason Fædd 12. desember 1922 Dáin 15. mars 1989 Okkar ástkæra amma, sem við elskuðum öll svo mikið, er farin frá okkur. Þó enginn viti í rauninni hvert hún er farin, erum við viss um að sá staður er góður. í Biblí- unni segir, að allir góðir menn fari ““ á góðan stað og allir vondir á vond- an stað. Ef það er rétt þá er sá staður, er nú bíður hennar, mjög góður. í heiminum eru mjög fáar persón- ur sem hugsa um annað en eigin hagsmuni, en þrátt fyrir það var það aldrei hún sem skipti mestu máli í lífí hennar. Tími hennar fór allur í það að hugsa um aðra og veita þeim, er næst henni stóðu, aðhald. í veikindum hennar fórum við til hennar þar sem það var hún sem lá fársjúk en samt var það líðan okkar sem skipti hana öllu máli. Svona var amma. Þegar við hugsum til baka og spyijum sjálf okkur hvað okkur sé minnisstæðast um ömmu, þá koma jólin fyrst upp í huga okkar. Hún reyndi alltaf að gera þau sem mest spennandi fyrir okkur krakkana. Vegna þjóðemis síns hélt hún alltaf jólaboð á hádegi aðfangadags. Okkur fannst jólaboð aldrei það mest spennandi sem hægt var að gera, en alltaf tókst henni að gleðja okkur með litlum óvæntum pökkum, eða öðrum uppá- komum. Og jólagjafímar hennar voru allt- af mest spennandi af öllum gjöfum. Hún eyddi ekki tíma og peningum í að kaupa eitthvað sem stærst og dýrast, heldur gaf hún okkur alltaf hluti sem einhver not voru af. Og alltaf var þessu nostursamlega pakkað inn í marga litla og spenn- andi pakka. Við bamabömin hennar viljum aðeins segja að við eigum eftir að sakna hennar mjög sárt. Ekki bara af því að við elskum hana, heldur einnig af þvi að jafn óeigingjamar og ástríkar konur sem hún var em sjaldséðar á lífs- leiðinni. „Hún átti þann auð sem óskum vér, að innst sé í hjartans leynum. Minning: Félagi okkar hér á Vörubílastöð- inni Þrótti er látinn. Þorgeir Þorleifsson er fallinn frá. Andlát hans kom okkur öllum mjög á óvart, við okkur var hann alltaf svo hress og kvartaði ekki. Þorgeir fæddist 22. janúar 1916 á Þverlæk í Holtum í Rangárvalla- sýslu. Því nýlega orðinn 73 ára er hann lést. Þorgeir var kvæntur Þorgerði Jónsdóttur og áttu þau 4 uppkomin böm. Þau em Jón tækni- fræðingur, kvæntur Sigurbjörgu Runólfsdóttur, böm þeirra em Ásdís Þóra og Kristín. Þau em búsett í Noregi. Vilborg, gift Gunn- ari Þórissyni trésmiði, böm þeirra em Þormar Vignir og Þórir. Frið- geir Þór trésmiður, kvæntur Önnu Davíðsdóttur, böm þeirra em Davíð og Guðrún Lilja. Guðmundur Skúli jámiðnaðarmaður, unnusta hans, Rósa Dagbjört Hilmarsdóttir. Við sem störfuðum með Þorgeiri um áraraðir viljum minnast hans nokkmm orðum. Fram að þeim degi er hann fór á sjúkrahús virtist hann léttur og hress og það gu- staði af honum. Hann var einstaklega traustur og ósérhlífínn starfsmaður. Eftir að hann settist að í Byggðarholti 1 Vinina fáa hún valdi sér, en vakti yfir hveijum einum. Þann sigur hún vann að hvíla hér og hafa aldrei brugðist neinum.“ (Þ.E.) Barnabörnin í dag fer fram frá Landakots- kirkju útför Ullu Lill Skaptason, en hún lést 15. mars sl. Hvíld er hinum ferðlúna ávallt kærkomin, og elskuleg vinkona okkar hjónanna, Ulla Skaptason, var orðin vegmóð, eftir hetjulega baráttu um alllangt skeið við sjúk- dóm, sem mannlegur máttur gat ekki til lengdar rönd við reist. Því er komið að kveðjustund. Ein er sú reynd, sem enginn fær umflúið, að ekkert líf er án dauða og enginn dauði án lífs. Þótt þessi staðreynd sé fullljós ogjafnvel vitað að hveiju stefnir, kemur umbreyt- ingin alltaf meira og minna á óvart og orkar þungt á okkur, þegar við eigum að sjá á bak ástvinum eða kunningjum handan við fortjaldið mikla. Söknuðurinn býr um sig hið innra með okkur og við reynum að brynja okkur með minningunni, sem ekki verður af neinum tekin. Sjálf- sagt er það öllum best, svo sem Hávamál kveða að: „Örlög sín viti engi maðr fyrir. Þeim er sorg- lausastr sefí." Við, vinir og vensla- fólk Ullu, lútum nú höfði í þögulli virðingu og eftirsjá. Megi nú Ulla upplifa hinar fögru ljóðlínur úr pflagrímssöngnum, eftir R. Wagn- er: Nú hýmar geð, ég sé heim inn í dalinn, í himins frið lít ég bláfyallasalinn.“ í mínum huga var eins og himinn og jörð tækju höndum saman þenn- an dag, er vinkona okkar kvaddi. Móðir jörð, íklædd snjóhvítum möttli, himinninn heiður og blár og mildur andvari rétt bærði á sér — mannssálin var að kveðja jarðar- sviðið, á leið til ókunnra stranda. Ulla Lill Skaptason — fædd Ohlén var sænskrar ættar, fædd í Levide og uppalin í Klintenhamn á Gotlandi. Foreldrar hennar voru Orvar Ohlén stórkaupmaður og kona hans Mártha — fædd Hell- í Mosfellsbæ með fjölskyldu sinni vann hann aðallega fyrir Álafoss hf. við flutning á gámum. Þorgeir tók virkan þátt í félags- málum samtaka sinna og átti með- al annars sæti í trúnaðarmannaráði félagsins nær óslitið frá 1958. Til marks um traust okkar til hans var lagt að honum að taka áfram þátt í stjómarstörfum við myndun nýkjörinnar stjómar. Hann skoraðist ekki úr leik frekar en áður, þó hann hafí sjálfsagt verið orðinn mikið veikur án þess að kvarta við okkur félagana. Örlögin hafa nú tekið í taumana en unnin verk og minningamar standa eftir. Það var gott að starfa með Þor- geiri að félagsmálum, hann hafði langa reynslu og frá mörgu að segja frá réttindabaráttu félagsins á liðn- um áratugum og hafði einnig brennandi áhuga á málefnum dags- ins í dag. Lífsskoðun Þorgeirs mun- um við telja að hafí verið réttlæti, en þannig sáum við alltaf markmið skoðana og tillagna hans. Sem einn af þeim eldri mönnum sem starfa sem vörubflstjórar bar hann hag þeirra eldri fyrir bijósti, en þó var- lega, því hann var einn af þeim. berg. Ulla var næst yngst sex systk- ina. Hún ólst, ásamt systkinum sínum, upp í föðurhúsum, gekk í verzlunarskóla í Stokkhólmi og vann síðan við skrifstofustörf. Það er nú vart meira en rúm vika síðan við áttum símtal við Gunnar og Ullu, en hún var þá sárþjáð, þótt hún bæri sig vel. Á slíkum alvörustundum er svo sorg- lega lítið sem hægt er að segja til hughreystingar, en nú, er ég sit hér og skrifa þessi fátæklegu eftirmæli hverfur hugurinn aftur til liðins tíma og minningamar sækja að manni oft svo skýrar, eins og at- burðir, samtöl eða vinafundir hefðu gerst í gær. Okkar fyrstu kynni urðu, er ég hitti Gunnar Skaptason, þá ungan tannlækni, um borð í strandferða- skipinu Esju, sem eftir síðari heims- styijöldina hafði verið sent til að flytja heim þá Islendinga sem höfðu orðið innlyksa á meginlandinu og ekki komist heim fyrr. Þama var þá komin Ulla Ohlén, síðar frú Skaptason, ung dökkhærð og glæsi- leg sænsk stúlka, sem var að fara í sína fyrstu íslandsferð með unn- usta sínum, en henni hafði Gunnar kynnst, er hann starfaði sem hér- aðstannlæknir í Klintehamn á Gotl- andi á stríðsárunum. Eftir stutta dvöl hér heima skmppu þau aftur út til Gotlands og giftu sig þar. Að sumu leyti voru viðbrigðin mikil fyrir Ullu að setjast að hér á landi fyrir um 44 ámm, þar sem allar aðstæður vom töluvert frá- bmgðnar því er hún átti að venj- ast. En það verður að segjast henni til hróss, að henni tókst furðu fljótt að aðlagast lífínu hér og verða góð- Það er því honum til heiðurs nú að við höfum á fundi í stjóm- og trún- aðarmannaráði 17. mars samþykkt að þeir félagar sem hafa náð 70 ára aldri skuli ekki greiða stéttarfé- lagsgjald í okkar samtökum. Sem almennur félagsmaður bar hann hag sjúkra- og styrktarsjóðs Þróttar fyrir bijósti og taldi að mikið öryggi væri að hafa þann sjóð til vemdar þeim er við slys og veikindi eiga að stríða og bar virð- ingu fyrir þeim mönnum er höfðu framgöngu um stofnun hans og framgang. Við minnumst Þorgeirs sem góðs drengs og söknum hans úr okkar röðum. Eiginkonu hans og bömum sendum við samúðarkveðjur. Félagar og starfsfólk Vörubíl- stjórafélagsins Þróttar. ur íslendingur. Bráðlega tókst góð vinátta með okkar flölskyldum sem aldrei hefur borið skugga á. Ulla Skaptason var heilsteypt kona að eðlisfari, blíðlynd og trygglynd. Á góðri stund gat hún bmgðið fyrir sig glettni og gamansemi. Á uppvaxtarárum sínum hafði hún lagt stund á fijálsar íþróttir, og hlotið verðlaun í heimalandi sínu. Ekki er hægt að segja að Ulla hafí setið auðum höndum eftir að þau hjónin höfðu sest að til framtíð- ar að Snekkjuvogi 17 í Reykjavík. Öll heimilisstörf fóm Ullu sérstak- lega vel úr hendi og bjó hún manni sínum og vaxandi bamahóp sérlega hlýlegt og myndarlegt heimili, sem alltaf var gaman að heimsækja. Bömin, sem löngu em flogin úr hreiðrinu, em, Gunilla Hedvig, Hallgunnur Mártha, Gunnar Orvar og Bjöm. Bamabömin em orðin níu. Ulla var ætíð mjög nátengd böm- um sínum, tengdabömum og bama- bömum og var alltaf boðin og búin til að hjálpa, styðja og hugga, þeg- ar erfíðleikar steðjuðu að. Slíkt hafa þau líka alltaf kunnað að meta, og hef ég sjaldan kynnst meiri samheldni og ræktarsemi inn- an fjölskyldu sem þar. Kom þetta hvað best fram í veikindum Ullu, en þá og til síðustu stundar sýndu þau henni mikinn kærleik og um- hyggju. Má slíkt vera Gunnari og bömunum huggun harmi gegn, er þau nú syrgja hjartfólgna eigin- konu, móður, tengdamóður og ömmu. Ulla lagði alla tíð áherslu á að viðhalda góðum tengslum við systkini sín og annað skyldfólk í Svíþjóð. Því var henni mikill styrkur að komu systur sinnar, Maj, sem var hjá henni uns yfír lauk. Ég veit, að fyrir þetta eru Gunnar og bömin henni mjög þakklát. Á kveðjustund er gott að hug- leiða hversu skammt við mennimir oft sjáum fram á leið. Ýmislegt bendir til þess að raunveruleikinn eins og menn skilja hann, sé hluti veruleika og að til sé æðri veruleiki — tveir heimar, samofnir hvor öðr- um en að reynsla vor mannanna nái aðeins til lítils brots, sem þeir nefna raunvemleika. I gegnum rof skýsins sést í stjömuna sem vísar okkur leiðina í gegnum þrengingar til æðri og bjartari tilveru, þar sem með ástúð og kærleika er tekið á móti vegmóð- um jarðarbömum. í þeirri fullvissu þakka ég, einnig fyrir hönd fjöl- skyldu minnar, Ullu samfylgdina og að hafa fengið að kynnast henni og nú biðjum við henni allrar bless- Við fráfall okkar góða nágranna og vinar setur okkur hljóð og minn- ingarnar leita á hugann. Að sjá ekki Geira lengur ganga rösklega eftir götunni eða jafnvel kíkja inn í kaffí með sínum vana- lega hressileik og hlýja viðmóti, er söknuður að. Við kynntumst Geira og fjöl- skyldu hans fyrir 11 ámm er við vomm að byggja húsið okkar við Byggðarholtið. Þá strax var hann ólatur við að kíkja inn og athuga hvemig okkur gengi byggingin og ætíð tilbúinn að rétta okkur hjálpar- hönd ef með þurfti. Geiri hafði glöggt auga fyrir feg- urð náttúmnnar og ber garður þeirra hjóna þess merki. Þar var hann öllum stundum þegar hann gat og hlúði að stómm plöntum sem smáum og var unun að ganga með þeim hjónum um snyrtilegan garð- inn þeirra. Okkur langar að kveðja góðan vin og granna með þessum ljóðlín- um: Þú kemur í dag, og þú komst í gær að kofanum lága mínum. Ef ellin grætur, ef æskan hlær, hún á þig í huga sínum. Hver geisli, sem blikar, hvert blóm, sem grær, er blessað af kærleik þínum. (Olina Andrésdóttir) Við fæmm eftirlifandi konu hans, Þorgerði Jónsdóttur, bömum þeirra og fjölskyldum innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hans. Fjölskyldan Byggðarholti 25. Þorgeir Þorleifs- son bifreiðastjóri unar á þeirri leið, er hún nú hefur lagt út á. Að lokum vil ég votta Gunnari, tengdabömum, bamabömum svo og öðmm ættingjum innilega sam- úð okkar. Minningin um góða eiginkonu, ástríka móður og ömmu mun lifa þótt kvaðst sé að sinni. „Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. ' Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér.“ (Sig. Kr. P.) Blessuð sé minning Ullu Lill Skaptason. Friedel og Geir R. Tómasson Þegar sorgin sækir mig heim, verður mér hugsað til tímans og eilífðarinnar. Hin mikla elfur tímans streymir fram, straumþung en hæg og lygn á að líta. Þegar við emm ung og leggjum úr vör á Fljót tímans, þá fínnst okkur tilhlökkun í siglingunni, það er rétt eins og að Fljótið hafí aðeins beðið eftir því, að við kæmum. Þegar við svo emm komin á ferð, þá fer það að renna upp fyrir okk- ur, að það hafa aðrir farið um þetta Fljót á undan okkur óg ýtt úr lífsins vör rétt eins og við. Fólk eins og við með sömu tilfinningar og þrár. Það er aðeins neðar á Fljótinu, á undan okkur. Við þekkjum sögu margs þessa fólks. En milli þess og okkar er ávallt jöfn ijarlægð, tíminn sjálfur. Hvert Fljótið rennur eða hvaðan það kom vitum við ekki. Við sjáum það aðeins renna óstöðv- andi með okkur áfram. Við getum ekki róið gegn straumnum hversu fegin sem við vildum. Við getum aðeins reynt að gera okkar besta á meðan okkur gefst tóm til. Oft gleymum við því, hversu hraðfleyg stundin er, sem deyr og dvínar burt sem dropi í straumaniðinn. Fljótið er lögmálið mikla, sem við lútum öll. Ides Marz, árið 44 fyrir Krist, var Gaius Júlíus Ceasar myrtur í öldungaráðinu í Róm. Þar féll mað- ur sem öll heimsbyggðin þekkir. Maðurinn, sem var svo víðsýnn, að hann þyrmdi andstæðingum sínum þegar hann hafði sigrað þá. Fyrir það galt hann þennan dag. Maður án hefnigimi og heiftar, maður vits og sanngimi, laus við öfga og góð- gjam í garð náungans. Maður léttur í lund, hnyttinn og orðheppinn. Það vildi svo til, að mér var Ga- ius Júlíus í huga 15. mars sl. er mér barst andlátsfregn Ullu Lill Skaptason um hádegisbil. 2033 ár skilja dánardægur þeirra Júlíusar að. Tveir dagar á Fljótinu mikla. En bæði vom þau manneskjur af holdi og blóði, sem sáu sólina og dýrð veraldar og sáu að hún var harla fögur. Mér kom í hug, að margir þeir kostir sem Júlíus Ceas- ar var búinn prýddu einmitt Ullu. Góðsemi og hjartahlýja, laus við langrækni eða fordóma, gott skap og skopskyn. Þannig er Ulla í minn- ingu minni, geislandi af glaðværð, glettnisfull í fasi og brosmild, tal- andi íslenzkuna á sinn sérstæða sænska hátt. Ulla var mjög glæsileg kona og bar sig vel. Mér fannst hún oft minna mig bæði á Elísabetu Engla- drottningu og Ingrid Bergman. Hún var líka jafn góð og hún var falleg. Hún var mikil húsmóðir og til henn- ar var gott að koma. Minnist ég margra góðra stunda á heimili þeirra hjóna, þegar hún framreiddi ásamt öðmm kræsingum „Jansons fristelse", sem var listilegur heitur síldarréttur. Það vom glaðar stund- ir, þegar fíndanskur og stórsænskur húmor húsbóndans fylgdi hverri skál. 1978 vomm við hjónin með þeim hjónum vikutíma á Flórída. Þá var mikið hlegið og lífsins notið í djúpum teygum. Nú speglast allar þessar stundir á Fljótinu mikla. Allt of hratt liðu þær hjá. Þau Ulla Lill og Gunnar Skapta- son, tannlæknir, móðurbróðir minn, gengu í hjónaband 17. desember 1945. Þeim varð fjögurra bama auðið, Gunilla, tannlæknir, fæddist 1947, Hallgunnur, verslunarskóla- kandidat, 1948, Gunnar Orvar, stúdent og iðnrekandi, 1954, og Bjöm Skapti, arkitekt og listmál- ari, 1961. Allt gjörvulegt fólk og dugandi.,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.