Morgunblaðið - 22.03.1989, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.03.1989, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 15 PHILEXFRAN CE 89 Frímerki_____________ Jón Aðalsteinn Jónsson í lok síðasta þáttar var því lof- að, að sagt yrði eitthvað frá al- þjóðafrímerkjasýningu þeirri, sem halda á í París næsta sumar og nefnd hefur verið PHILEXFRAN- CE 89, í þessum þætti. Eins og þar var einnig getið um, er næsta erfitt að koma þessum þætti fyrir í blaðinu og þá einna helzt um helgar. Reynt verður samt að halda gamalli venju um birtingu hans á laugardegi, en lesendur geta alveg eins átt von á honum hvaða vikudag, sem er. Það bið ég þá að athuga. Eins verður að stilla lengd hans í hóf hveiju sinni. PHILEXFRANCE 89 er ein af þremur alþjóðlegum frímerkja- sýningum, sem haldnar verða á þessu ári undir merkjum FIP, þ.e. Alþjóðasambands frímerkjasafn- ara. Umboðsmaður hennar hér á landi er Hálfdan Helgason, og hefur hann látið þættinum í té nokkrar upplýsingar um sýning- una, sem ætla má, að íslenzkir frímerkjasafnarar hafi áhuga á að lesa. Sýningin verður haldin dagana 7.-17. júlí nk. og verður í tengslum við geysimikla af- mælishátíð, þar sem Frakkar minnast þess, að hinn 14. júlí verða liðin rétt 200 ár frá frönsku stjómarbyltingunni, sem gerð var undir vígorðunum: frelsi, jafn- rétti, bræðralag og olli ekki ein- ungis straumhvörfum í sögu Frakklands, heldur og allrar Evr- ópu. PHILEXFRANCE 89 verður haldin í geysimikilli sýningarhöll, Parc de la Concorde, og verður sýningarrýmið 50.000 fermetrar. Mun láta nærri, að það svari til næstum tíu knattspymuvalla! Svo sem venja er í sambandi við allar stærri frímerkjasýningar, hafa verið gefín út frímerki í Frakklandi til þess að standa straum af sýningarhaldinu, en þeir, sem halda þessa sýningu, eru Landssamband franskra frímerkjasafnara og franska póst- stjómin. Mun sú venja nú nánast undantekningarlaus, að póst- stjómir hlutaðeigandi landa eru beinir aðilar að alþjóðlegum eða norrænum sýningum frímerkja- safnara. Ljóst má líka vera, að hagsmunir póststjómanna eru mjög miklir. Þess vegna mun það auðsótt mál, að póststjómir taki þátt í öllum meiri háttar sýning- um, hvort sem er til þess að styðja beint við bak frímerkjasafnara með fjárframlögum eða þá að auglýsa ftímerki sín og selja á þessum sýningum. Fjórir íslenzkir frímerkjasafn- arar munu taka þátt í PHILEX- FRANCE 89. Umboðsmaðurinn sjálfur, Hálfdan Helgason, sýnir þar íslenzkt bréfspjaldasafn. Hjalti Jóhannesson sýnir stimpla- safn sitt og Páll H. Ásgeirsson íslenzka flugpóstsafnið sitt. Þessi söfn þijú hafa oft verið nefnd í þáttum þessum, svo að þess ger- ist ekki þörf að fjölyrða um þau hér. Fjórði sýnandinn er Sigurður P. Gestsson, en hann ætlar að sýna safn sitt af norsku póst- homsfrímerkjunum. Er það í fyrsta skipti, sem þetta safn Sig- urðar er sýnt á alþjóðavettvangi. Svo sem þeir vita vel, sem fylgj- ast með íslenzkum frímerkjasöfn- umm og söfnum þeirra, hefur Sigurður stöðugt verið að bæta þetta norska safn sitt. Þess vegna er ánægjulegt, að hann skuli nú hafa náð því takmarki að geta sýnt það á alþjóðafrímerkjasýn- ingu. Vonandi verður unnt að segja nánar frá PHILEXFRANCE 89, þegar nær dregur sýningunni. Skiptimarkaður safnara Um nokkur ár hefur Félag frímerkjasafnara í samvinnu við Mynt- og kortasafnara haldið svo- nefndan skiptimarkað í Síðumúla 17, þ.e.a.s. í félagsheimili LÍF. Nú verður enn haldinn skip- timarkaður á laugardaginn kem- ur, 25. þ.m. Hefst hann kl. 13 og lýkur kl. 17. Eins og áður geta safnarar og almenningur komið þar saman og skipzt á frímerkjum, mynt, kortum, vindlamerkjum, spilum og yfírleitt öllu því, sem menn vilja safna. Um leið gefst almenningi gott tækifæri til að kynnast starfi safnara á Reykjavíkursvæðinu. SKRIfSTOFUTmi í TAKT VIÐ TÍMANN Viltu skara fram úr á hörðum vinnumarkaði? Við bjóðum þér upp á hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvu- greinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Þú getur valið um morgun- eftir- miðdags- eða kvöld tíma, eftir því sem þér hentar. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og allar nánari upp- lýsingar færðu í símum 68 75 90 og 68 67 90. Steinvör Gisladóttir, skrifstofumaður, Mjólkursamsölunni: „Námið er yfirgripsmikið og hagnýtt og reyndist mér vel. Það hefur stjtrkt mig í sessi og umfram allt var þetta skemmtilegur tími í góðum og samhentum hóp.“ Vió erum vió símann til kl. 22 í kvöld. Tölvufræðslan Borgartúni 28 Ja,hver þrefaldur! Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag! Þreföld ástæða til að vera með! Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.