Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 37
fréttir og segja fréttir og þar voru
dægurmálin krufin til mergjar.
Dagblöðin og aðrir fjölmiðlar
hafa tekið við þessu hlutverki, en
þó var þessum gamla sið haldið við
á rakarastofu Hauks Óskarssonar
þótt ekki væri í svo ríkum mæli sem
áður fyrr.
Haukur hafði á síðustu árum
dregið nokkuð úr vinnuafköstum
sínum, en hann hafði ennþá uppi
þá venju að mæta á laugardags-
morgnum til þess að sinna föstum
viðskiptamönnum og vinum sínum,
og á þeim dögum voru oft flörugar
umræður um menn og málefni.
Ég kveð nú Hauk Óskarsson með
þakklæti í huga, þakklæti fyrir sér-
staklega góð kynni og ekki síst
fyrir að eiga minningar um góðan
dreng. Syni hans og öðrum vanda-
mönnum flyt ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Baldvin Jónsson
Það hefur verið sagt að betra sé
að eiga fáa og góða vini en marga
kunningja.
Þegar við nú kveðjum Hauk,
kæran vin, kemur upp í hugann
þakklæti fyrir að fá að vera vinir
hans og samferðamenn svo lengi.
Haukur var afburða íþróttamað-
ur og glæsimenni í allri framkomu,
svo minnti helst á austurrískan
aðalsmann, enda lágu leiðir hans
til Austurríkis, þar sem hann lagði
stund á leiklist og músík, þó að
hann veldi hvorugt sem aðalstarf.
Hann valdi sér starf það, sem faðir
hans kenndi honum og þar var hann
primus inter pares.
Það er erfitt að kveðja Hauk, en
minningin um hann er fögur.
Við munum aldrei gleyma 18.
júní síðastliðnum, þegar við stóðum
allir saman fyrir utan litla húsið
hans á Grund á Langanesi, og
horfðum á miðnætursólina út við
sjóndeildarhringinn. Hún fór aldrei
niður, hún bara stöðvaðist og tók
svo að rísa á ný.
Þannig verður minningin um
hinn kæra vin okkar, þegar við
kveðjum hann um stundarsakir.
I Haukur Clausen
Orn Clausen
Ég hef stundum verið heppinn á
lífsleiðinni. Ein var sú, að kynnast
Hauki Óskarssyni, foreldrum hans
og systkinum á Kirkjutorgi 6, svo
til nákvæmlega í miðjunni á
Reykjavík. Þetta er aðalsfólk. Þau
urðu líka miðjan á minni tilveru
ævintýraárin 1940 til 1946 þegar
ég fékk að vera með í Víkingi,
Brandi er fyrir að þakka. Við höfð-
um spilað saman fótbolta í KA á
Akureyri. Brandur hvarf suður á
undan og ég þremur árum seinna,
beint í Víking, til Brands og Hauks
og Steina Ólafs. Raunar eru bæði
þessi lið mér ógleymanleg, eintómir
höfðingjar og drengskaparmenn.
Það er víst óhætt að segja, að
þessir þrír hafí verið uppistaðan í
Víkingi, stjömur allir og ógemingur
að komast með tæmar þar sem
þeir höfðu hælana. En í kaupunum
fylgdi að kynnast Óskari og
Guðnýju, Huldu, Friðþjófi og Syssu.
Ég held ég hafi komið þangað svo
til á hveijum degi f mörg ár. Þvílíkt
ævintýri góðvildar, smekkvísi, feg-
urðar og lista.
Það lýsir Hauki vel, að þegar
hann var í fjórða bekk í Mennta-
skólanum á Akureyri, kom kall að
heiman um að pabbinn væri veikur
og hætta á, að loka þyrfti rakara-
stofunni, sem afi hans Ámi hafði
sett á stofn, fyrstur íslendinga. Þá
það! Hann pakkaði saman og fór
suður til að ekki þyrfti að loka.
Vitaskuld varð hann listrænn og
frægur hárskeri. Pormlegur stúdent
varð hann ekki, en sannur stúdent
allt sitt líf, söng og lék á leiksviðlnu
í Iðnó (Gullna hliðinu m.a.), talaði
erlend tungumál flestum betur,
m.a. reiprennandi þýsku. Hanh var
valinn í landsliðið og þegar hann
var að mestu hættur að spila sjálf-
ur, varð hann alþjóðadómari og
fenginn til að dæma kappleiki er-
lendis.
Vitaskuld kynntist hann góðum
og fallegum konum og átti falleg
og mannvænleg böm. Og missti
eins og flest við missum, þær og
þau og heilsu. En hann gafst aldrei
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989
upp. Drengskaparmenn eins og
hann vinna alltaf síðasta leikinn.
Hörður
Horfinn er af sjónarsviðinu einn
af þeim góðu samferðamönnum og
félögum, sem settu svip á gamla
miðbæinn. Þar á ég við Hauk
Óskarsson, rakarameistara, sem
lést á Landspítalanum 13. þ.m.
Hann var þá á sjötugasta og fimmta
aldursári. Engum manni hef ég
kynnst á lífsleiðinni, sem var jafn
tengdur miðbænum gamla. Segja
má að með því að kynnast honum,
skynjaði ég í fyrsta skiptið andblæ
af menningu gömlu Reykjavíkur.
Við Kirkjutorgið og næsta nágrenni
þess var hans athafnasvæði og þar
fæddist hann og ólst upp. Á elstu
rakarastofu landsins, við þetta
gamla torg, vann hann meirihlut-
ann af ævistarfi sínu.
Haukur var glæsilegur að ytra
útliti, „fínn í tauinu" eins og sagt
var hér áður fyrr og mikið snyrti-
menni. Hann var jafnan hrókur alls
fagnaðar, hvort sem það var á rak-
arastofu hans við Kirkjutorg, eða
þegar setið var yfír kaffibolla og
spjalli á Hótel Borg. Það virtist aldr-
ei vera neinn asi á honum og gaf
hann sér jafnan góðan tíma til að
ræða við vini sína og félaga. Marg-
ar ánægjustundir veitti hann bæði
mér og öðrum með hnyttnum tils-
vörum og skoplegum athugasemd-
um.
Kynni okkar Hauks hófust fyrir
nær því hálfri öld. Við áttum þá
báðir sameiginlegt áhugamál, og
það mun hafa fylgt okkur áfram á
lífsleiðinni, en þetta áhugamál var
leiklistin. Haukur var á þessum
árum ein af skærustu stjömum
okkar í íþróttalífinu. Landsliðsmað-
ur í knattspymu, knattspymudóm-
ari og síðar milliríkjadómari. Sann-
ur „Víkingur" eins og þá var sagt
og var það til æviloka. En hugðar-
efni hans voru fleiri. Hann sótti á
þessum ámm tíma hjá góðum söng-
kennara og var nemandi í Leiklist-
arskóla Lámsar Pálssonar. Síðar
dvaldi hann í nokkum tíma við nám
(söng- og leiklist úti í Austurríki.
Á áranum 1946—1953 lék hann
nokkur hlutverk bæði hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu.
Árið 1948 stofnaði Haukur
ásamt Róbert Amfinnssyni, Herdísi
Þorvaldsdóttur, undirrituðum og
fleirum, leikflokk sem við nefndum
„Sumargesti". Við ferðuðumst um
landið í tvö sumur og lékum í flest-
um samkomuhúsum, sem þá vora
til á landinu og oft við erfiðar að-
stæður. Öll voram við þá ung að
áram, en við nutum þess að vera
til og fá að vinna að hugðarefnum
okkar.
Leikstarfið var fremur ótryggt á
þessum áram eins og oft endranær
og gaf lítið í aðra hönd. Hinn kaldi
raunveraleiki blasti við okkur öllum
og brauðstritið heimtaði sitt til að
sjá fyrir sér og sínum. Rakaraiðn
hafði Haukur lært hjá Óskari föður
sínum á elstu rakarstofu landsins
við Kirkjutorg. Þegar Óskar faðir
hans varð að hætta starfi vegna
aldurs og sjúkleika, tók Haukur við
rekstri stofunnar og hefur rekið
hana allt til þessa dags. Þar með
hætti Haukur á leiksviðinu, því jafn-
an hefur gengið illa að þjóna tveim-
ur herram.
í önn og amstri daganna urðu
samfundir okkar Hauks miklu
strjálli með áranum, en alltaf hitt-
umst við öðra hveiju og rifjuðum
upp gömul kynni. Síðast hitti ég
Hauk áliðnu hausti fyrir utan rak-
arastofu hans og spjölluðum við þar
saman góða stund um liðna daga
og um það, sem á daga okkar hef-
ur drifíð á lífsleiðinni. Haukur bar
sig vel og var hress í máli eins og
hann átti vanda til, en innst inni
greindi ég, eins og oft áður, að
grannt var á hinni sára kviku. Ég
man að hann endaði samræður okk-
ar á þessum orðum: Já, vinur minn,
mín reynsla er sú, að við fáum öll
okkar skell í lífinu, og að hver og
einn verði að liggja eins og hann
hefur um sig búið.
Hann gekk beinn og „reffilegur"
áleiðis eftir torginu móti lækkandi
haustsól í áttina að Hótel Borg til
þess að drekka þar morgunkaffi
með félögum sínum. Ég hitti hann
ekki eftir þennan stutta fund okkar.
Ég og kona mín, sendum Hauki
syni hans og öðram nánum aðstand-
endum hugheilar samúðarkveðjur.
Klemenz Jónsson
Það er þungbært að sjá á bak
góðum vini. En þegar fréttin um
fráfallið hefur loks róað hugar-
ástandið, vakna að sjálfsögðu
gleði-minningamar frá liðinni tíð
um samskipti og sameiginleg
áhugamál.
Hæfileikar hans vora ótrúlegir
og ómetanlegir. Hann var listamað-
ur á hveiju því sviði. er hann kaus
að hasla sér völl. Ég hafði ein-
hvemtíma orð á því við sameigin-
legan vin, að ef Haukur Óskarsson
hefði valið eina grein af þeim, sem
hann iðkaði og ástundað hana ein-
göngu, hefði hann sennilega orðið
heimsfrægur.
En hann var í eðli sínu marglynd-
ur maður og dreifði þvf kröftum
sínum og hæfíleikum, þannig að
hann varð alhliða á mörgum svið-
um. Metorðagjam var hann nefni-
lega ekki. Þó brá því nú fyrir á
íþróttaleikvangi, þar sem hann spil-
að knattspymu af leikni og list, að
hann lét móðan mása og gleymdi
sér í hita leiksins; lagði þó áherzlu
á uppbyggingu sóknar, sem endaði
oft með því að hann skoraði sjálfur
eða þá næsti félagi hans.
Minnisstæður er mér ætfð leikur
Reylq'avíkur-úrvalsliðs við landslið
Dana 1946, er það sigraði Danina,
og átti Haukur stærsta þáttinn í
þeim sigri.
Burtséð frá íþróttum var hann
stangveiðimaður af Guðs náð. Það
var unun að horfa á hann veiða,
t.d. lax. Skipti þá ekki máli hvort
fiskurinn var smár eða stór. Hand-
bragðið og leiknin var aðdáanleg.
Hann beitti sömu nærfæmi þar og
þegar maður sat í stóli hans á rak-
arastofunni og hann snyrti úfinn
haus uns hann að lokum tók upp
spegil og sagði í hæðnistón: „Sérðu,
hvað hægt er að laga til skrýtið
hauslag?"
Gamansemi hans var ætfð stór-
kostleg. Undir bjó þó alvara og
festa, en í stjómmálum fór hann
samt ekki alfaraleið. Hjá honum réð
þar manngildi, þótt stundum brygði
hann út af.
Haukur stundaði leiklistar- og
söngnám hérlendis og erlendis og
lék bæði í Iðnó og Þjóðleikhúsinu
á móti þekktustu leikuram og fór
á kostum.
Hann hafði einn hæfileika um-
Fædd 17. desember 1917
Dáin 15. mars 1989
Það var fremur kaldur og dimm-
ur janúardagur þegar ég hringdi í
Öddu „frænku" til að tala við hana.
Sigurður maður hennar svaraði og
sagði: „Hún Adda var flutt á spftala
í gær.“ Það var sorgartónn f rödd-
inni. Mér fannst þetta ótrúlegt því
það var ekki svo langt síðan að ég
hafði talað við hana í sfma, þá var
hún dálítið kvefuð. í dag kveðjum
við hana í hinsta sinn. Eg veit að
Öddu líður vel núna, hún er iaus
við allar þjáningar.
Hún Adda „frænka" var alls ekki
frænka mín, heldur mjög góð vin-
kona í gegnum aldarfjórðung. Hún
hét raunar Arndís og var alltaf
köllu Adda frænka af skyldfólki
sínu. Þegar ég sá Öddu fyrst og
við tókum tal saman gerðist eitt-
hvað milli okkar, við fundum báðar
að við áttum margt sameiginlegt
þrátt fyrir rúmlega tuttugu ára ald-
ursmun. Vinátta okkar efldist með
hveiju árinu sem leið, en þótt við
hittumst aðeins tvisvar á ári þá
töluðum við oft saman í síma og
raeddum um allt milli himins og
jarðar.
Adda var afar glæsileg kona.
Hún var grönn og spengileg, dökk-
hærð fyrst er ég kynntist henni en
fallega gráhærð síðustu árin. í
mínum augum var hún falleg og
fram marga leikara. Hann var
nefnilega stórgóður söngvari og
sérstaklega músíkalskur og hafði
jafnframt numið tónlist, t.d. píanó-
leik, og lék verk margra stóra
meistaranna með hrífandi hætti.
Já, honum var margt til lista lagt.
Hann var fallegur maður og
framkoman blátt áfram. Innilegur
í viðmóti og skemmtilegur; stríðinn,
en þar fór græskulaust gaman.
Oft minntist hann á jörð sína,
Grand á Langanesi, þar sem hann
hafði reist yndislegt veiðihús, sem
við nokkrir vinir hans fengum oft
að njóta ásamt veiðinni í Lónsá, sem
rennur þar skammt frá. Þvílíkur
unaðsreitur.
Haukur bollalagði frekari fram-
kvæmdir og breytingar þar eystra,
en nú er skarð fyrir skildi.
Þessar fátæklegu minningar
komu upp í hugann við fráfalls
þessa góða vinar. Um upprana hans
og áa skrifa aðrir fróðari. Eitt er
víst, að hér er genginn óvenjulegur
maður, sem markaði djúp spor í
samtíð sína.
Kynni okkar Hauks spönnuðu
yfir langt tímabil eða hátt f hálfa
öld. Ég sakna þessa væna vinar.
Það gera einnig hinir fjölmörgu vin-
ir hans og kunningjar, er sóttu að
staðaldri matar- og kaffiborðið á
Hótel Borg í áratugi ásamt honum.
Blessuð sé minning hans.
Ragnar Ingólfsson
Lát Hauks Óskarsson, móður-
bróður míns og náins vinar, kom
kannski ekki með öllu á óvart þeim
er til þekktu, en það var mér engu
að siður mikið áfall.
Kynni okkar Hauks hófust raun-
ar fyrir mitt minni og vora víst
löngu orðin að gróinni vináttu þeg-
ar ég man fyrst eftir mér, vináttu
sem aldrei bar skugga á.
Hauki frænda var margt vel gef-
ið. Hann var glæsilegur á velli,
íþróttamaður góður og skartmenni
hið mesta, en sjálfri fannst mér
mest til um trygglyndi hans og
hjartahlýju og einnig þá eiginleika
í fari hans, sem gerðu honum kleift
að glæða allt lífi og fjöri í kringum
sig, þegar það átti við. Þessara
kosta nutum við, skyldmenni hans
og vinir, í ríkum mæli, og þá ekki
síður píanóleiksins, en Haukur var
músíkalskur f bezta lagi og hélt
alla tíð tiyggð við píanóið. A sam-
verastundum með Hauki var nánast
óhugsandi annað en að hann léki
eftirlætislög foreldra sinna og
það geislaði af henni lífsviljinn og
löngunin til að lifa eðlilegu lífí. Hún
átti við heilsuleysi að stríða mest
alla tíð og oft á tíðum var tilveran
ansi erfið. Hún bar heilsuleysi sitt
með miklu jafnaðargeði og hreint
ótrúlegt hvemig hún komst í gegn-
um lífið án þess að bugast.
Adda var sérstaklega vel gerð
kona, afar traust og heiðarleg. Hún
hafði mjög ákveðnar skoðanir á
ýmsum málum og tók afstöðu. Það
var einmitt þess vegna sem mér
fannst svo eftirsóknarvert að tala
við hana. Hún var sanngjöm í skoð-
unum sínum og umfram allt var
hennar helsti kostur bjartsýni. Hún
sá alltaf björtu hliðamar f tilver-
unni og hreif fólk með sér.
Það var alltaf tilhlökkun að koma
í heimsókn til hennar og Sigga. Þau
vora bæði svo samhent um að gera
heimsóknina ánægjulega. Adda
bauð uppá það besta sem hún átti
hveiju sinni af sinni alkunnu
smekkvísi. Sjálf var henni mjög
annt um útlit sitt, var jafnan vel
klædd og allt í kringum hana bar
vitni um næman smekk.
í foreldrahúsum lærði Adda að
meta klassíska tónlist og hún hafði
mikið yndi af fagurri tónlist gömlu
meistaranna, en hún var líka mjög
forvitin um tónlist þeirra yngri. Ég
held að þessi tónlistaráhugi hennar
hafi oft veitt henni mikla gleði á
erfíðum tímum í lífi hennar. Hún
37
systkina, fjölskyldulögin svoköll-
uðu, auk þeirra verka, er hann
fékkst við þá stundina.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga að þakka Hauki frænda
mínum ástúð hans og hlýju í minn
garð og fjölskyldu minnar.
Sigurlaug Aðalsteinsdóttir
í dag er borinn til moldar frá
Dómkirkjunni í Reykjavík Haukur
Óskarsson, hárskerameistari.
Kynni okkar vora ekki löng en þó
hefi ég þekkt til Hauks í rúman
aldarfjórðung. Mér er ávallt minnis-
stætt þegar stæltur knattspymu-
dómari dæmdi sinn síðasta leik á
Laugardalsvellinum og fékk blóm-
vönd að launum. Þar var Haukur
að sinna áhugamáli sínu. Því hann
varð snemma liðtækur knatt-
spymumaður.
Seinna tengdumst við fjölskyldu-
böndum og þá kynntist ég sérkenni-
legu glæsimenni, píanóleikara og
gamansömum sagnaþul, stundum
dálítið meinyrtum, eins og þegar
hann afgreiddi pokabuxur Þorsteins
tannlæknis, vinar sfns, méð því að
spyija hann að því hvort túristar
væra í bænum.
Til þessa átti hann kyn til og
hafa sagnfræðingar samtíðarinnar
viljað eigna afa hans, Áma Nikulás-
syni, hárskera, sem stofnaði fyrstu
íslenzku rakarastofuna á Kirkju-
torgi, ríkulegan þátt í sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar. Þá rakarastofu
rak Haukur í þriðja ættlið til dauða-
dags.
Haukur Óskarsson var sanntrú-
aður íhaldsmaður, en þó held ég
að hann hafi svikið lit í siðustu
kosningum og fylgt vini sínum. Á
sfðustu áram mátti Haukur þola
þungar raunir. Hann missti son
sinn, Hafstein Heiðar, í slysi og
skömmu síðar andaðist kona hans,
frú Ingibjörg Júlíusdóttir. Og svo
lét heilsan undan. En þótt höfuðið
væri þungt, þá stóð Haukur upp-
réttur. Sízt granaði mig um siðustu
jól, að þá yrðu okkar sfðustu fund-
ir. Mér þykir leitt, að ungar frænk-
ur hans gátu ekki kynnst þessum
frænda sfnum.
Að leiðarlokum vottum við Auður
María Hauki Ragnari syni hans,
tengdadætram og bamabömum
samúð okkar, svo og öðram ástvin-
um.
Megi Haukur Óskarsson hvíla í
friði.
Vilhjálmur Bjamason
var svo heppin að eiga góða vin-
konu, Stellu, sem einnig ann sígildri
tónlist og þær vinkonumar fóra
saman á tónleika í gegnum árin,
þegar heilsan leyfði.
Adda var mikil gæfumanneskja
í sinu einkalífí. Það var afar kært
með henni og systram hennar og
þeirra fjölskyldum og samheldni
fjölskyldanna mikil. Hún átti ástrík-
an mann, Sigurð Jónsson, sem elsk-
aði hana mikið og virti. Hans sorg
hlýtur að vera mikil.
Ég sakna góðrar vinkonu. Ég og
fjölskylda mín sendum Sigurði,
systram hennar, Guðrúnu, Bryn-
hildi, Margréti, og fjölskyldum
þeirra okkar einlægu samuðar-
kveðjur.
Auður Stella Þórðardóttir
Arndís Stefáns-
dóttir - Minning