Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 * Haukur Oskarsson rakarameistari Sá iðnmeistari sem starfrækt hefur elzta fyrirtæki sinnar greinar á landi hér, er nú fallinn í valinn fyrr en varði, Haukur Óskarsson rakarameistari á Kirkjutorgi 6. Þama í húsinu stofnaði afi hans, Árni Nikulásson, hina fyrstu rak- arastofu í höfuðstaðnum um alda- mótin og stýrði henni á þriðja ára- tug, síðari árin í félagi við Óskar son sinn, sem tók við eftir hans dag. Svipað fór og um þriðja ættlið- inn. Haukur lærði og vann hjá foð- "^ur sínum og rak stofuna eftir lát hans fyrir rúmum þremur áratug- um. Þessir feðgar allir þóttu hinir færustu meistarar iðngreinarinnar, og má reyndar bæta við bróður og bróðursyni Hauks, Friðþjófi (sem er einnig látinn) og Óskari. Þótt Haukur gerði iðnfflg feðr- anna að sérgrein sinni, beindist áhugi hans ekki síður að öðrum sviðum. Sem drengur hændist hann að knattspymuíþróttinni og helgaði henni ófáar stundir, bæði á leik- velli og í félagsstörfum innan Víkings. Um nokkurt árabil stóð hann í fremstu röð ísl. knattspymu- manna. lék t.d. á erlendri gmnd rétt fyrir stríð og í fyrsta landsliði íslendinga að stríði loknu. Hann gerðist svo seinna knattspymudóm- ari og hlaut réttindi til að dæma milliríkjaleiki. Fórst honum það vel úr hendi. Sem ungur maður gaf Haukur sig dálítið að leiklist um skeið og mun söngrödd hans hafa stuðlað að því. Fyrsta hlutverk hans hjá Leikfélagi Reykjavíkur var víst í söngvaleiknum Vermlendingunum, sem sýndur var í stríðslok, og síðan kom hann nokkmm sinnum á svið í Iðnó, t.d. sem Fiðlungur í Gullna hliðinu og William Belford í Marm- ara, og a.m.k. þrisvar í Þjóðleik- húsinu, sem Bjöm sonur Jóns bisk- ups Arasonar, sem Bláskeggur í Heilagri Jóhönnu og í hlutverki kaupsýslumanns í Sölumaður deyr. Síðast mun Haukur hafa leikið í gamanleiknum Inn og út um gluggann, sem Einar Pálsson stjómaði í Iðnó vorið 1955. Ég mun hafa sé hann í flestöllum hlutverk- um hans á leiksviðum bæjarins og held að þama hafi hann sýnt meiri og skemmtilegri tilþrif en endra- nær, enda var grunnt á gamansem- inni í eðlisfari hans. í viðræðum var hann oft eldfjótur að koma með hnyttinyrði eða kímilega athuga- semd, enda skorti hann ekki greind. Tónlistin átti sterk ítök í Hauk allt frá blautu bamsbeini. Foreldrar hans höfðu yndi af músik, og ekki var langt liðið á hjúskap þeirra, er þau keýptu sér píanó til heimilis- nota. Á það lék húsbóndinn sér til afþreyingar, og síðan vom bömin látin læra á píanó hjá hæfum kenn- umm þess tíma. Þykist ég geta dæmt um að þetta tónlistamám hafí fallið í góðan jarðveg hjá systk- inunum. En Haukur hafði einnig ágæta söngrödd. Og því aflaði hann sér nokkurrar menntunar á því sviði. Eftir nokkra söngiðkun hér heima á stríðsámnum brá hann á það ráð að stríði loknu að leita utan til þjálf- unar í söng og sviðsleik. Fór hann til Salzborgar í Austurríki og nam við stofnun, sem ber nafn Mozarts (Mozarteum). Ekki gat hann varið ýkja löngum tíma ytra, þar sem hann var þá búinn að stofna eigið heimili og þurfti að sjá fyrir konu og ungum syni. Eftir Austurríkis- dvölina sinnti Haukur mestallri þeirri leikstarfsemi, sem fyrr var á minnzt, og byijaði þá á sönghlut- verki Fiðlungs í Gullna hliðinu, sem var frumsýnt haustið 1948. Þá sagði Ásgeir Hjartarson um hann í leikdómi: „Myndarlegur og söngv- inn Fiðlungur". Og hann var með í hópnum, þegar Leikfélag Reykjavíkur sýndi þetta verk í Finn- landi. Haukur stóð á fertugu, þegar hann sagði skilið við leiksviðið, enda hafði viðdvöl hans þar ætíð verið skyldari tómstundagamni heldur en alvömhlutverki. Þá vom synimir orðnir tveir og engin tök á veruleg- um útúrdúmm frá aðalstarfínu. Haukur var mikill útivistarmað- ur. Þegar knattspymuárin hurfu að baki, tók hann að iðka veiðiskap og gönguferðir. Hann þótti slyngur laxveiðimaður. Til marks um áhuga hans á landinu keypti hann í félagi við annan eyðijörðina Gmnd austur á Langanesi og reisti þar sumar- hús. Þangað em 700-800 km, hvort sem ekið er norður eða suður fyrir, svo að því gefast góð tækifæri til að líta kringum sig á leiðinni. Þama undi hann sér afar vel og hefði vilj- að vera þar oftar á ferðinni. Um landareignina rennur bergvatnsá með nokkmm silungi, og lét Hauk- ur sér annt um þann stofn, reyndi að hlynna að honum og veigraði sér við að veiðajiar svo nokkm næmi. Haukur Oskarsson fæddist 5. jan 1915 og var því 74 ára, er hann andaðist af völdum hjartabilunar 13. þ.m. Hann var fyrsta bam for- eldra sinna, Guðnýjar Guðjónsdótt- ur og Óskars Ámasonar, mikilla heiðurshjóna, sem eignuðust ijögur böm alls. Haukur var tvíkvæntur. Fyrri konan er Þorbjörg Magnúsdóttir, en þeirra leiðir skildu eftir margra ára hjúskap. Síðari kona Hauks var Ingibjörg Júlíusdóttir, en sambúð þeirra varð ekki ýkja löng, því að hún dó fyrir nokkrum ámm. Þá hafði Haukur misst yngri son sinn fyrir skömmu af slysfömm, svo að hann varð harkalega fyrir valdi ör- laganna um það leyti. Þar á ofan féll þá frá um líkt leyti einn af beztu vinum hans. Er ekki ótrúlegt að til þessara rauna megi rekja upphafíð að hjartabilun hans. Haukur var drenglundaður og einkar viðkynningargóður. Hann naut vinsælda fyrir alúðlega fram- komu, bæði á starfsvettvangi og í almennum samskiptum. Að vísu gat hann verið skapheitur, ef hann hafði málstað að veija, ekki sízt ef hann vildi taka upp hanzkann fyrir ein- hvem órétti beittan. Hugulsamur var hann og örlátur, hafði yndi af að gleðja fólk í kringum sig, ekki vinafólk einvörðungu heldur engu síður þar sem hann sá að vekja mátti bros í auga. t.d. hjá öldungi eða ungmenni. Alltaf var ánægjulegt að fá Hauk í heimsókn. Þáði hann þá gjarnan kaffísopa, en fyrst settist hann við píanóið, hljóðfærið góða úr Kirkju- torgi, og lék t.d. eina af prelúdíum Rakhmaninoffs eða þá sónötu eftir Mozart. En tæki hann söngröddina inn í dæmið, urðu Vínaróperett- umar gjaman fyrir valinu eða ítalskt Napólílag. Kona mín syrgir nú kæran bróð- ur, en milli þeirra voru afar sterk vináttubönd, og að mínu leyti sakna ég góðs mágs, sem var mér vinsam- legur allt frá fyrstu kynnum. Innilegar samúðarkveðjur skulu fluttar syni hins látna, Hauk Ragn- ari kennara, Rannveigu konu hans og bömum þeirra þremur, hinni tengdadótturinni, Hallveigu, og dóttur hennar, Huldu systur hans og öðrum skyldmennum, vanda- mönnum og nánum vinum. Það er stutt leið frá fæðingarstað Hauks Óskarssonar yfír til Dóm- kirkjunnar, þar sem útförin fer fram í dag. Þar í milli Kirkjutorg sem skoða má sem aðalleikvöll í lífí hins góða drengs. Þar á hann sennilega fleiri gengin spor en aðrir fyrr og síðar. Baldur Pálmason Þeim fer nú ört fækkandi æsku- vinunum. Einn af öðmm hafa þeir horfíð á braut. Hugur minn reikar til baka, og minningarnar líða hjá eins og í kvikmynd. Hvemig kveður maður góðan vin? Haukur Óskarsson var Reyk- víkingur, fæddur 5. janúar 1915, sonur merkishjónanna Óskars Ámasonar, hárskerameistara, og Guðnýjar Guðjónsdóttur. Hjá föður sínum nam hann iðngrein sína, á stofunni sem afí hans stofnsetti upp úr aldamótum. Haukur var vand- virkur og aðlaðandi, dafnaði fyrir- tækið því vel undir hans stjóm, en frá stofnun þess hafa Reykvíkingar notið þar góðrar þjónustu, margir frá fyrstu spomm og áfram. Margar ánægjustundir átti ég á heimili Hauks við Kirkjutorg í Reykjavík, þar sem Haukur söng og lék undir á píanó. Þá er margs að minnsta frá æskudögum okkar á gamla íþróttavellinum við Suður- götu, þar sem æska Reykjavíkur hittist við knattspymu o.fl. íþróttir, en Haukur var einn af afreksmönn- um íslenskra íþrótta, og hrókur alls fagnaðar í fyrsta landsliði íslands í þeirri íþrótt, árið 1946. Knattspymudómari var hann að loknum knattspymuferli sínum með Knattspymufélaginu Víkingi, og gegndi trúnaðarstörfum sem slíkur erlendis á vegum alþjóðasamtaka og þótti takast með afrrigðum vel. Hann var sjálfum sér, félagi sínu og okkar litlu þjóð til sóma. Haukur var níu ámm eldri en ég, María Emilía Alberts dóttir—Minning Fædd 16. febrúar 1911 Dáin 23. febrúar 1989 Þegar ég var að alast upp við ísaflarðardjúp var ekki farið í löng ferðalög. Jökulfírðir voru langt f burtu og samgangur var ekki mik- ill milli Djúpmanna og þeirra sem þar bjuggu. Það var ekki nema fyr- ir einhveija tilviljun, að böm úr Djúpinu komust fyrir Bjamamúp. Þó fór ekki hjá því að hvert bam heyrði um séra Jónmund í Gmnna- vík. Og ekki fór hjá því að sagt væri frá Hesteyri, þar sem var mik- ið um að vera, útgerð og síldarverk- un. Örlögin höguðu því þannig, að leið mín og hjónanna frá Sléttu lá saman sunnanlands. Árið 1965 fór ég að braska í því að koma upp þaki yfír höfuðið. Svo vildi þá til, að við Hermann A. Jónsson smiður settumst að í sama húsi í Kópa- vogi. Foreldrar Hermanns höfðu útbúið sér litla íbúð í húsinu. Þau vom Emilía Albertsdóttir og Jón Guðnason. Það vom mikil viðbrigði fyrir þau að flytjast að vestan og suður. Lífíð í Sléttuhreppi á fyrri hluta þessarar aldar var einkar frá- bmgðið þvL sem nú blasir við í höfuðborg Islands. Emilía og Jón höfðu staðið fyrir stóm búi á Sléttu um árabil. Eg hef aldrei komið þangað, en mér fínnst ég vita það rétt, að þar hafí verið gott undir bú. En sá sem vildi búa þar með reisn varð að halda vel á spöðunum að draga björg í bú bæði af sjó og landi. Jón maður Emilíu dró ekki af sér, og það gerði Emilía ekki heldur. Emilía giftist 19 ára og þau hjón fóm þá að búa á næsta bæ við Hesteyri, þar sem heitir að Sléttu. Hún var fædd á Hesteyri, en ólst upp hjá Áma Sigurðssyni og Her- borgu Ebenesersdóttur í Skáladal við Aðalvík. Hún kom til foreldra sinna um fermingu og var hjá þeim þar til hún giftist. En foreldrar hennar hétu Albert Benediktsson og Guðrún Benjamínsdóttir, og áttu þau átta böm. Emilla hefur haft í mörg hom að líta, þegar hún var húsfreyja á Sléttu. Bömin urðu sex og þau uxu úr grasi á þeim ámm. Á þeim tíma stóð byggð með blóma bæði í Sléttu- hreppi og Gmnnavíkurhreppi. En skyndilega dró til tíðinda. Átvinnu- hættir í landinu höfðu gerbreytzt á skömmum tíma. Smábátaútgerð á þessum slóðum stóðst ekki sam- keppni við nýja útgerðarhætti. Á örfáum ámm eyddust þessar byggðir. Fólkið flutti flest til ísa- fjarðar og Bolungarvíkur en sumir fóm beint suður. Emilía og Jón Guðnason fluttust til ísafjarðar árið 1947. Af því sem hún sagði mér þykist ég mega ráða, að hún hafi kunnað allvel við sig þar. Emilía var þannig skapi farin, að hún iaðaði að sér fólk. Á þeim ámm flugu bömin úr hreiðrinu, og sum fluttu suður. Þar kom, að þau Jón og Emilía fluttust einnig suður árið 1963, og þegar húsið var reist að Hraunbraut 14 í Kópavogi sett- ust þau þar að í lítilli íbúð. Jón 33 gsliel isv n;jJ3 nujiin maður hennar dó 1968. Eftir það bjó hún ein í íbúðinni. En hún var samt ekki einmana. Sonur hennar bjó í sama húsi og annar sonur, Guðni kennari, skammt frá í Kópa- vogi. Ættingjar og vinir komu í heimsókn. Bömin í húsinu komu til Emilíu, og jafnvel þau sem ekki vora skyld henni kölluðu hana ömmu. Meðan heilsan leyfði notaði Emilía hvert tækifæri sem bauðst til að fara heim á sumrin. Slétta var eini staðurinn í veröldinni, sem hún gat kallað heima. Ég held að henni hafí fundist eins og mér og fleiram, sem örlögin hafa fleytt á mölina á suðvesturlandi, að við er- um hér, en eigum ekki heima hér. Eitthvert heiðskírt kvöld sat ég á tali við Emilíu. Sólin var að setjast og Snæfellsjökull blasti við. Þá sagði Emilía, að hún drægi aldrei fyrir vesturgluggann, þegar sæist til jökulsins. „Hann er að vísu ekki mitt fjall, en hann er nær því að vera heima,“ sagði hún. Síðustu árin brast heilsan. Árið 1986 fluttist Emilía endanlega í dvalarheimilið Sunnuhlíð í Kópa- vogi. En hún var ætíð hress í bragði, hversu svo sem henni Ieið. Það var sólskin og blíða þann 3. marz sl. þegar fjölskylda, vinir og afkomendur Emilfu kvöddu hana hinztu kveðju. Lokið var ævi ein- stakrar dugnaðarkonu, sem skilað hafði dijúgu ævistarfí. Þeir sem kynntust henni munu ekki gleyma henni. Blessuð sé minning hennar. Amór Hannibalsson en leiðir okkar lágu snemma sam- an, og það átti fyrir okkur að liggja að vera samferðamenn þar til hann andaðist 13. þ.m. Hann var geð- prúður, glaðvær og tryggur vinur, sem aldrei brást. Hann var sérstakt snyrtimenni, sem öllum vildi rétta hjálparhönd, og ekkert aumt mátti sjá. Hann var afskaplega viðkvæm- ur, en bar sorgir sínar af mikilli karlmennsku. Haukur var andstæð- ingur minn á knattspymuvellinum, en góður félagi utan vallar. Við sem þekktum hann bámm jafn mikla virðingu fyrir honum innan vallar sem utan. Það er erfítt og sárt að sjá á bak slíkum félaga. Haukur 'var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þorbjörg Magnús- dóttir. Með henni átti hann tvo syni, Hafstein og Hauk Ragnar. Þorbjörg og Haukur slitu samvistum. Haf- steinn lést af slysfömm í Englandi fyrir nokkmm ámm. Var það þung- bær sorg, sem hafði mikil áhrif á viðkvæman föður. Báðir synirnir Hafsteinn og Haukur Ragnar áttu afaböm, sem Haukur ræddi oft um og fór ekki milli mála hve sterkar taugar hann bar til þeirra. Seinni kona Hauks var Ingibjörg Júlíus- dóttir Felsmann, en hann missti hana eftir fárra ára sambúð. Þau vora bamlaus, en Ingibjörg átti uppkomin böm af fyrra hjóna- bandi, og tókst með þeim sama vin- áttan og ástúðin sem hans eigin böm væm. Haukur var um margt hamingju- samur maður. Vinmargur, með stóra og góða fjölskyldu. Hans verð- ur sárt saknað víða hjá vinum og vandamönnum. Er ekki eðlilegt að spurt sé þegar komið er að kross- götum, hvemig kveður maður góð- an vin hinstu kveðju? Það er sjónar- sviptir að hveijum og einum úr gamla miðbænum sem einn af öðr- um hverfa af sjónarsviðinu. Vinur minn tryggi, Haukur Óskarsson, setti svip á borgina, minningar um hann munu lengi lifa. Fjölskylda mín sameinast mér og sendir innilegar samúðar- og sakn- aðarkveðjur til þeirra ættingja sem eiga um sárt að binda. Albert Guðmundsson Ég ræddi eitt sinn við gamlan vin minn og spurði ég hann þá hvemig honum liði í ellinni. Hann sagðist vera heilsugóður, og það væri fyrir mestu, en hinsvegar fyndi hann stundum fyrir vanlíðan, þegar hann hugsaði til horfínna vina og fínndi fyrir því tómarúmi sem þeir skildu eftir sig. Mér var hugsað til þessa samtals þegar vinur minn, Haukur Óskars- son, er horfínn héðan. Vissulega fínn ég fyrir tómarúmi þar sem hann var, og veit ég að fleiri en ég finna fyrir því, því að Haukur var einkar lifandi persóna, og var einn af þeim sem settu svip á Kvos- ina, en mönnum úr þessum hópi er nú óðum að fækka. Við Haukur hittumst næstum daglega, enda okkar vinnustaðir f sama húsi. Á þessum fundum okkar bar margt á góma, og sérstaklega gaman að ræða við hann um þau mál, sem hæst bar hveiju sinni, því Haukur hafði mjög fastmótaðar skoðanir, og var oft hnyttinn í tils- vömm. Hann hafði ríka kímnigáfu og í orðaglímu við kunningjana var hann oftast sigurvegari. Síðasti fundur okkar Hauks var daginn áður en hann fór til aðgerð- ar á sjúkrahús. Tilkynnti hann mér þá ákvörðun sína, að leggja í þessa aðgerð, og talaði þá f mjög Iéttum tón um væntanlega dvöl sína á sjúkrahúsinu. Ekki hvarflaði annað að mér þá, en að ég ætti eftir að hitta hann aftur eftir nokkra daga, hraustan og kátan. Haukur var einkar vel fær í iðn sinni, rakaraiðninni, en tveir ættlið- ir á undan honum höfðu stundað þessa iðn á sama stað, við Kirkju- torg. Afí Hauks, Ámi Nikulásson stofnaði þessa stofu um aldamót, og er þetta elsta rakarastofa borg- arinnar. Óskar Ámason, faðir Hauks, tók við stofunni aí föður sínum, og þannig hefír þetta haldist í ættinni í tæpa öld. Fyrr á tímum vom rakarastofur einskonar fjölmiðlar þess tfma. Þar komu menn saman til þess að, fá • «obIa j.ViiiN i fiwl níf .j.íliod usij •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.