Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 Lánsflárlög rædd í neðri deild: Frumvarpið sýnir hvernig stjóm ríkisfjármála mistekst — segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins FRUMVARP til lánsfjárlaga fyrir árið 1989 var til umræðu í neðri deild Alþingis i gær. í umræðunum gagnrýndu þingmenn stjórnar- andstöðunnar rikisstjórnina harðlega og Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði meðal annars, að frumvarpið sýndi hvernig stjórn ríkisQármála hefði mistekist á síðustu mánuðum. Nú væri gert ráð fyrir því að lántökur ríkisins á árinu yrðu 50% hærri en miðað var við þegar frumvarpið kom fyrst fram í nóvember; 21 milljarður í stað 14. Þorsteinn sagði að fáir fjármála- ráðherrar hefðu misst tökin á verk- efni sínu á jafn skömmum tíma og Ólafur Ragnar Grímsson. Enginn hefði tekið jafn stórt upp í sig en jafnóðum orðið að taka það til baka. Þar væri um að ræða gengisfellingu stóryrðanna. Þorsteinn bætti því við, að ríkis- stjómin hefði ekki aðeins misst tök- in á fjármálum og lántökum ríkisins heldur einnig á framgangi mála á Alþingi. í haust hefði verið kynnt starfsáætlun þingsins en ekkert hefði staðist í henni. Oft áður hefðu orðið tafir á framgangi mála en það væri fátítt að ríkistjóm þyrfti að horfa upp á slíka verkstjóm sem nú. Ástæður þessa taldi hann vera tortryggni og misklíð sem ríkti milli stjómarflokkanna. Hann minnnti á, að þegar ríkis- stjómin tók við völdum hefðu verið sett skýr og afmörkuð markmið; jafnvægi hefði átt að nást í ríkis- fjármálum, halda hefði átt verð- bólgunni í skefjum og lækka vexti. Varðandi verðbólguna hefði nú sig- ið á ógæfuhliðina. Talsmenn ríkis- stjómarinnar hefðu haldið því fram í Qárlagaumræðunni um áramótin að í hönd færu betri tímar og verð- bólgan á fyrstu mánuðum þessa árs yrði innan við 10 af hundraði. Nú væri hún hins vegar 27% og færi vaxandi. Vitnaði Þorsteinn síðan í um- mæli Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, þess efnis, að verðbólgan hefði hækkað meira en honum hefði verið talin trú um og spurði hver hefði platað forsætis- ráðherrann. Bætti hann við, að ljóst væri, að efnahagsstefna ríkisstjóm- arinnar hefði leitt til aukningar verðbólgunnar og ríkisstjómin hefði sjálf brotið niður eigin verðstöðvun. Sagðist Þorsteinn óttast, að verð- bólgan héidi áfram að aukast og vísaði til þess að aðilar vinnumark- aðarins gerðu ráð fyrir því að svo færi, jafnvel þótt gengi yrði haldið stöðugu og kaupmáttur héldi áfram að rýma. Þorsteinn Pálsson sagði að í ljósi þessa væri eðlilegt að vextir hækk- uðu þrátt fyrir að ríkisstjómin stefndi að hinu gagnstæða. Nafn- vextir héldu hins vegar ekki í við verðbólguna og væru því neikvæð- ir. Þannig græfi ríkisstjómin undan innlendum fjármagnsmarkaði og þjónaði hagsmunum erlendra spari- fjáreigenda. Um forsendur fmmvarps til láns- fjárlaga fyrir 1989 sagði Þorsteinn, að ekki væri gert ráð fyrir ýmsum útgjöldum, til dæmis vegna 800 milljóna króna láns, sem Verðjöfn- unarsjóður fískiðnaðarins tók á síðasta ári. Sjávarútvegsráðherra hefði lýst' því yfir að kostnaður vegna lántökunnar hlyti að lenda á ríkissjóði, en fjármálaráðherra hefði hins vegar neitað að bókfæra hann. Hvað sem liði valdhroka og þrá- kelkni ráðherra þá myndi þessi kostnaður lenda á ríkissjóði. Þorsteinn spurði einnig hvernig- ætti að fjármagna 100 milljóna króna endurgreiðslur á söluskatti sjávarútvegsfyrirtækja og 100 milljóna niðurgreiðslur á raforku- kostnaði fiskvinnslufyrirtækja, sem fyrirheit hefðu verið gefin um. Einnig þyrfti að veija sex til sjö hundruð milljónum til þess að hægt væri að standa við skuldbindingar um niðurgreiðslur á búvörum. Auð- vitað yrði ríkissjóður að standa við gefnar skuldbindingar en það hefði átt að koma fram við afgreiðslu ijárlaga. Fjármálaráðherra þyrfti nú að svara hvemig að því ætti að standa. í máli annarra stjómarandstöðu- þingmanna svo sem Matthíasar Bjamasonar (S/Vf), Birgis ísleifs Gunnarsson (S/Rvk) og Þórhildar Þorleifsdóttur (Kvl/Rvk) komu fram miklar efasemdir um forsend- ur lánsfjárlaganna, þær voru taldar óraunsæjar og gloppóttar. Fast var lagt að Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra að svara þeim athugasemdum og spumingum sem fram komu í umræðunum. Sagði hann að um sumt sem fram hefði komið væri fátt að segja og sumar spumingamar væm þess eðlis, að ekki lægi beint við að svara þeim. Með fjármögnun skuldbindinga ríkisins vegna endurgreiðlu sölu- skatts og niðurgreiðslna yrði farið eins og aðrar slíkar ákvarðanir ríkisstjómarinnar þegar fyrir lægi hver þróun ríkisfjármála yrði á ár- inu. Páskaleyfí á Alþingi í DAG verða deildarfundir á Alþingi en að þeim loknum hefst páskaleyfi þingmanna, sem standa mun í ellefii daga eða til 3. april. í gær voru töluverðar annir á Alþingi og stóðu þingfundir langt fram eftir kvöldi. Ný þingmál: Rannsóknastofliun fiskiðnað- aríns eigi hlut í fyrirtækjum MEÐAL nýrra mála, sem lögð hafa verið fram á Alþingi er stjómarfrumvarp, þar sem gert er ráð fyrir því að Rannsókna- stofhun fiskiðnaðarins verði heimilt að eiga aðild að rann- sóknar- og þróunarfyrirtækjum, er þrói hugmyndir og hagnýti niðurstöður rannsókna- og þró- unarverkefha, sem stofiiunin vinnur að hveiju sinni. I athugasemdum við frumvarpið kemur fram, að hér er um svipaða heimild að ræða og kemur fram í lögum um Háskóla íslands og Iðn- tæknistofnun. Aðild Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins verður háð samþykki stjómar stofnunarinnar og sjávarútvegsráðherra hveiju sinni. Jafnframt er heimildin bundin við aðild að félögum með takmark- aðsi ábyrgð, þannig að áhætta stofnunarinnar verður takmörkuð við hlutafjárframlög. Hreggviður Jónsson (B/Rn) hef- ur lagt fram fyrirspum til Guð- mundar Bjamasonar heilbrigðisráð- herra varðandi ályktun Evrópuráðs- ins um baráttuna gegn eiturlyfjum. Þingmaðurinn spyr meðal annars hvort ráðherra muni beita sér fyrir því að gerður verði sérstakur Evr- ópuráðssáttmáli um baráttu gegn eiturlyfjum ef þingi Sameinuðu þjóðanna mistekst að koma sér saman um slíkan sáttmála. Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk) hefur lagt fram fyrirspum til Halldórs Ásgrímssonar dóms- málaráðherra um lög um happ- drætti. Askorun til ríkisstj órnarinnar: Utgáfa kjördæma-og héraðsblaða styrkt STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra tók í gær við áskorun firá 42 alþingismönnum úr öllum flokkum, þar sem rikis- stjórnin er hvött til að endur- skoða reglur um auglýsingar rikisstofiiana með það fyrir aug- um, „að héraðs- og kjördæma- blöð fái eðlilega hlutdeild i aug- lýsingum frá ráðuneytum og op- inberum stofiiunum.“ í áskoruninni segja þingmennim- ir meðal annars, að héraðs- og kjör- dæmablöð víða um land séu nauð- synlegur þáttur í þjóðlífinu og eigi merku hlutverki að gegna. Útgáfa þeirra eigi undir högg að sækja í vaxandi mæli, meðal annars með harðnandi samkeppni útvarps og sjónvarps. Jafnframt virðist þessi blöð í eins konar auglýsingabanni af hálfu ráðuneyta og ríkisstofnana. Síðan segir: „Eðlilegra virðist, að auglýsingar sem varða íbúa ákveð- inna héraða séu ávallt birtar í við- komandi héraðsblöðum, og eins má fullyrða, að tilkynningar um rétt- indi og skyldur almennings kæmust oft betur til skila í héraðsblöðum en í auglýsingaflóði dagblaðanna." Fermingarnámskeið í Skálholti gefa góða raun 400 börn taka þátt í kynningarverkefiii í ár Morgunblaðið/SigurðurJónsson Fermingarböm úr Hafiiarfirði við upphaf fermingarnámskeiðs um síðustu helgi. SelfbnL TVÖHUNDRUÐ fermingarbörn úr Skaftafellssýslu, af Reykja- nesi og úr Reykjavík hafa undan- farinn mánuð komið í Skálholt og verið á eins sólarhrings ferm- ingaraámskeiði. Námskeiðið er tilraunaverkefiii og haldið á veg- um Skálholtsskóla og fræðslu- deOdar kirkjunnar. Gert er ráð Menningardag- ar herstöðvar- andstæðinga Samtök herstöðvarandstæðinga standa fyrir menningardögum dag- anna 22. til 30. mars. Vettvangur- inn verður Listasafn Alþýðunnar, en alla daganna munu þar hanga uppi á veggjum verk 25-30 lista- manna, Daglega verða að auki ýmsar tónlistar- og bókmenntadag- skrár. Samtökin standa að þessu í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá því að aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu var samþykkt á AI- þingi íslands. fyrir að þátttakendur í ár verði um fjögur hundruð. Undirtektir hafa verið mjög góðar og gera forsvarsmenn námskeiðanna ráð fyrir að næsta ár verði þátttak- endur um tvö þúsund. Á námskeiðunum hefur altaris- gangan verið tekin fyrir sem megin- verkefni. Aðalþættir hennar eru teknir fyrir og unnið með þá í hóp- um. Að sögn Sigurðar Ama Þórðar- sonar rektors Skálholtsskóla er lögð áhersla á það í verkefnavinnunni að ganga út frá veruleikaskyni krakkanna, hver þau séu og hver þau séu í hópi. Fermingarbömin em 20 í hveij- um hópi og koma um miðjan dag til Skálholts. Eftir stutta kynningu er gengið til verks og unnið í hópum og með kennumnum. Meðal annars er bakað brauð fyrir altarisgöngu sem er lokaatriði námskeiðsins, um miðnætti. Þá eiga bömin kyrrláta og góða stund í Skálholtskirkju. Þau halda síðan heim á leið um hádegi daginn eftir. „Þetta er aukageta á vegum Skálholtsskóla og verður væntan- lega mikilvæg hliðarstarfsemi sem skólinn hýsir og stendur á ýmsan hátt að,“ sagði Sigurður rektor. „Það er rökrétt að senda krakkana hingað til höfuðstaðar kirkjunnar og það er ekkert því til fyrirstöðu að Skálholt geti þjónað höfuðborg- arsvæðinu. Þau fá héma kynningu á sögu staðarins og Skálholt verður þannig hluti af fermingarundirbún- ingnum og krakkamir kynnast sögu t k " I íriiui'y a\ kristninnar í landinu. Gunnþór Ingason sóknarprestur í Hafnarfirði tók undir orð Sigurð- ar. Hann sagði reynsluna vera þá að eitt eftirminnilegusta atriði fermingamndirbúningsins væri að koma í Skálholt og eiga þar sam- vemstund. Hann sagði að þó dval- artíminn væri stuttur mætti byggja 1 upp samkennd með börnunum þannig að hvert þeirra léti sig ann- að varða. Þannig væri í þessum undirbúningi að fermingunni mikil- vægt að nálgast þá hugsun sem kirkjan væri, samfélag manna. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.