Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 n PdstverkfQLUnu er Lok'iá"-" * Ast er... ... símtal úr fjarlægð. TM Reg. U.S. Pat Off. —all righfs reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndlcate Það les enginn lengur svona skrift heldur aðeins tölvuútskrift... Með morgxmkaffinu Þeir segja að þess séu eng- in dæmi að hægt sé að verða heiðursfélagi í sjúkrasamlögum... HÖGNI HREKKVÍSI „EfíTU NÚ AFTURFARlN AÐ NOTAVÍN i /MATARGETaEXNA?11 Skemmtileg árshátíð á Selfossi Anna Guðmundsdóttir hringdi: Ég var á árshátíð Bamaskólans á Selfossi um þar síðustu helgi, sem var mjög skemmtileg. Þama komu fram allir aldursflokkar með leikþætti og upplestra. Mér fínnst þetta alveg eiga erindi í sjón- varpið. Góð leiksýning í Hafiiarfírði Ásta Úlfarsdóttir hringdi: Mig langar til að vekja athygli á sýningu Leikfélags Hafnarfjarð- ar á leikritinu Allt í misgripum. Ég sá sýningu hjá þeim um dag- inn, en það vom alltof fáir áhorf- endur. Ég vil hvetja fólk til að fara svo þau gefíst ekki upp á sýningunni, því hún er mjög góð. Refsa ber níðingum Dýravinur hringdi: Fyrir nokkru mátti lesa í dag- blöðunum óhugnanlegar frásagnir af illri meðferð á hestum sem voru fluttir milli staða. Það eru dýravemdunarlög í landinu, ber því ekki að refsa þeim níðingum sem misþyrma dýmm með fang- elsi og fjársektum? Svört læða fannst Lítil biksvört læða fannst neðst á Vesturgötunni 13 marz. Upplýs- ingar í síma 17459. Silfiirarmband tapaðist Silfurarmband tapaðist á Hótel íslandi 4. marz. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 687348. Fundarlaun. Kveðja til Guðrúnar Helgadóttur M.H. hringdi: I dálkum Velvakanda 17. marz sl. færð þú furðulegar skammir vegna umhyggju þinnar fyrir hvölunum, sem að áliti flestra menningarþjóða em í útrýmingar- hættu, og einnig fyrir áhuga þinn á náttúmvemd. En kveneðlið hef- ur löngum starfað með vemdara iífsins. Segja ekki eldri og yngri' heimildir frá að konur fóm á vígvelli til hjálpar þeim er karlar höfðu sært og drepið. Guðrún, hafðu heiður fyrir kjark og hreinskilni gagnvart málefnum okkar íslendinga bæði siðferðislegum og efnahagsleg- um, í hinu ógeðfellda hvaladráps- máli. Guðrún ekki eini þátttakandinn Konur hríngdu: Vegna skrifa um framkomu Guðrúnar Helgadóttur í umræðu- þættinum um myndina Lífsbjörg í norðurhöfum langar okkur sam- starfskonumar að benda á að fólk má hafa skoðanir og koma þeim á framfæri. Guðrún var ekki eini þátttakandinn í umræðunum og fannst okkur hinir ekkert. betri. Við skömmumst okkar ekkert fyr- ir að vera konur með Guðrúnu. Landvernd og plastpokasalan Ingólfúr Bárðarson, Selfossi, hringdi: Ég vildi gjaman bera fram nokkrar spumingar í sambandið við plastpokasölu kaupmanna og túkallinn til Landvemdar. í kynn- ingu á þessu var Landvemd kynnt sem lar.dvemdar- og landgræðs- lusamtök. Mér er ekki kunnugt um að Landvemd hafi grætt upp nokkum blett hér á landi. Ég veit bara um einn blett sem þeir hafa lagt í órækt. Mig langar líka til að spyija Gauk Jörundsson, umboðsmann Alþingis, hvort mannréttindalega séð sé hægt að skikka fólk til að styrkja félagsskap sem maður vill ekki styrkja. Væri ekki rétt hjá þeim sem kaupa poka og styrkja Landvemd, ég tek fram að ég geri það ekki, að krefjast birting- ar á reikningum Landvemdar eins og þeir krefjast af öðmm. Að endingu vil ég þakka Magn- úsi Guðmundssyni þarfa og mjög góða mynd og ekki er ég hissa þó að ríkið og vitamir styrki ekki þessa mynd. Þar sést enginn hrafn, bara mávar. Umræðuþátturinn um Lífsbjörg í norðurhöfúm Ákafúr náttúruunnandi hringdi: Út af umræðuþætti eftir sýn- ingu myndarinnar Lífsbjörg í norðuhöfum þriðjudaginn 14. marz vil ég koma eftirfarandi á framfæri um þátttakendur. Mál- flutningur Þorleifs Einarssonar einkenndist af skapillsku og rök- leysu og sem mikill stuðningsmað- ur þeirra samtaka sem hann telst í forsvari fyrir þá harma ég og jafnframt skammast mín fyrir að hafa stutt hann til að komast í þessa stöðu hjá samtökunum. Mér kom í hug eftir að hafa hlustað á Guðrúnu Helgadóttur orðið blaðurskjóða. Um aðra þátt- takendur, dr. Þór Jakobsson, Hjörleif Guttormsson og Jakob Jakobsson hef ég allt gott að segja. Þeir höfðu auðheyrilega miklinn vilja og hæfni til að ræða þessi mál einsog þurfti að gera. Framleiðandi myndarinnar, Magnús Guðmundsson, hefur sýnt af sér óvenjulegan dugnað og hæfíleika og stendur þjóðin í þakkarskuld við hann. Stjómandi þáttarins, Helgi H. Jónsson, stóð sig með miklum ágætum. Víkverji skrifar Spumingakeppni framhalds- skólanna lauk með sigri Menntaskólans í Kópavogi og áttu þeir sem sátu þar fyrir svöram fyllilega skilið að hljóta fyrsta sætið. Þeir vora snöggir til svara og sýndu alhliða þekkingu. Ástæða er til að taka undir með fulltrúa Ríkisútvarpsins, sem ávarpaði keppendur í lok keppn- innar, að það kom á óvart, hve fróðari svarendur virtust vera um sögu og landafræði annarra þjóða en sinnar eigin. Hlýtur þetta að vera nokkuð áhyggjuefni fyrir þá sem standa að fræðslumálum. Ef til vill erum við þama að kynnast afleiðingum þess, að tískan í skólamálum hefúr verið sú að kenna mönnum ekki endilega staðreyndir til dæmis í sögu og landafræði heldur hvemig á að afla sér þeirra. Víða um lönd hef- ur verið skorin upp herör gegn þessari stefnu. Er ekki kominn tími til þess að gera það einnig hér? Ósköp var eitthvað kjánalegt hvemig menntamálaráðherra reyndi að troða sér inn í lokaþátt spumingakeppninnar, enda var fulltrúi útvarpsins vandræðaleg- ur, þegar hann flutti síðbúna kveðju ráðherrans. Víkveiji hefur í að minnsta kosti tveimur pistlum rætt um hve illa honum fínnst hafa verið staðið að framkvæmd við- kvæmasta þáttar þessarar spum- ingakeppni af hálfu spyijanda og dómara. Til þess að vera sjálfum sér samkvæmur getur Víkveiji ekki annað en bent á enn ein mistökin, sem þessir menn gerðu í sjálfum lokaþættinum, þegar þeir úrskurðuðu það rangt svar hjá Fjölbrautarskólanum í Breið- holti, að Plútó væri minnsta reiki- stjaman og sögðu hana vera Merkúr. Ef ekki er þykir fullsannað, að Plútó sé minni en Merkúr er að minnsta kosti svo mikill vafi um það, að ósanngjamt er að dæma svar Breiðhyltinganna rangt. Raunar er furðulegt að leggja fram spumingu um óvissuatriði sem þetta í sjálfri úrslitakeppni þessa spennandi leiks og eftir þá gagnrýni, sem fram hefur komið einmitt á þennan þátt keppninnar. Vonandi verða þessir misbrestir ekki til þess að skólar neiti fram- vegis að taka þátt í keppninni eins og Kristján Bersi Ólafsson, skóla- meistari í Flensborg, ýjaði að í Morgunblaðsgrein á dögunum. Einhveijir glæsilegustu bækl- ingar, sem koma út í landinu, era ársskýrslur banka og stórra fyrirtækja. Er ánægjulegt að sjá, hve mikinn metnað þessir aðilar leggja í að gera skýrslur sínar sem best úr garði. Með því vilja þau skapa sér ákveðna ímynd og í hinni hörðu samkeppni skiptir hún alls ekki minnstu máli. Skýrslumar má bera saman við landkynningarmyndir eða land- kynningarbæklinga, sem dreift er um allar jarðir til að laða ferða- fólk til ákveðinna staða. Sú spum- ing vaknar hins vegar oft, hvað það er í raun og veru sem ræður því að fólk velur frekar að fara til eins staðar en annars. í Morgunblaðsgrein á dögunum vakti Bjami Sigtryggsson athygli á könnun á ferðavenjum útlend- inga á íslandi eftir Bjöm S. Láras- son, þar sem kemur fram að 27% sumarferðalanga völdu ísland vegna umsagna vina og kunn- ingja, en aðeins 7% tóku þessa ákvörðun vegna auglýsinga eða bæklinga. Ætli hinar glæsilegu ársskýrslur hafi jafnvel ekki minni almenn áhrif til að skapa ímynd fyrirtækja?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.