Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 » 10 Landssamtök sauðfiárbænda: Gefa út bók um ís- lenskt lambakjöt Landssamtök sauðfjárbænda hafa gefið út bók um íslenska lambakjö- tið, og hefur hún að geyma uppskriftir að lambakjötsréttum viða að úr heiminum. Bókin, sem nefnist „Lítil bók um lambakjöt", er tekin saman af Sigmari B. Haukssyni og eru flestar uppskriftirnar einfaldar og eiga að henta alla daga vikunnar. Bókin sem er 96 blaðsíður er gefin út í tíu þúsund eintökum og verður hún til sölu í bókaverslunum og helstu matvöruverslunum, en einnig munu sauðQárræktarfélög á iandinu sjá um að dreifa henni. Sigmar B. Hauksson sagði að við val uppskrifta í bókina hefði hann lagt áherslu á velja lambakjötsrétti sem notið hefðu mikilla vinsælda víða um heim. Þó hefði aðaláhersla verið lögð á lambakjötsrétti frá löndum við Miðjarðarhafíð, þar sem hefð væri hvað ríkust á neyslu lamba- lqots, svo sem frá arabaríkjunum, Grikklandi, Frakklandi og Spáni. „Það var þannig farið í smiðju mjög víða og reynt að leggja áherslu á þá rétti sem líklegt væri að féllu íslend- ingum vel í geð, og þá jafnframt haft til hliðsjónar að allt hráefni í réttina væri auðvelt að nálgast. Þá var einnig reynt að miða við ódýrt hráefni eins og hakk og innmat alis konar, og töluverð áhersla lögð á að hægt væri að matreiða réttina auð- veldlega heima í miðri viku, en ekki væri einungis um veislufæði að ræða.“ Bókin skiptist í átta kafla, og má þar nefna kafla um innmat, rétti úr lambahakki, súpur, steikur og sér- stakan kcifla um heppilegt meðlæti með lambakjöti. Þá er í bókinni sér- stakur kafli um krydd og annað sem ætlað er til þess að gera gott lamba- kjöt betra. Jóhannes Kristjánsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda gat þess þegar útgáfa bókarinnar var Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jóhannes Kristjánsson, formaður Landssamtaka sauðijárbænda, og Steingrímur J. Sigfusson, landbúnaðarráðherra, gæða sér á einum lambakjötsréttinum sem finna má uppskrift að i bókinni um íslenska lambakjötið. kynnt, að samtökin hefðu tekið upp samstarf við Ferðaþjónustu bænda. Yrði bókinni meðal annars dreift á alla ferðaþjónustubæi á landinu, auk þess sem félögin tvö myndu hafa með sér samvinnu um frekari kynn- ingu bóakarinnar, og væri meðal annar á döfinni útgáfa sérstaks myndbands í þeim tilgangi. Úthlutað úr Söngvara- sjóði Operudeildar FIL Söngvarasjóður Óperudeildar Félags íslenskra leikara styrkir efiii- lega söngnema til náms og starfandi söngvara til frekari menntunar í 'list sinni. I ár er úthlutað úr sjóðnum í annað sinn samkvæmt nýjum reglum sjóðsins. Morgunblaðið/Á. Sæberg Jóhanna og Sigríður taka við styrkjum úr hendi Júlíusar Vífils Ing- varssonar og Kristins Hallssonar. Alls sóttu níu manns um styrk að þessu sinni. Styrki hlutu þær Sigríður Jónsdóttir, messósópran, og Jóhanna V. Þórhallsdótti, alt. Hlutu þær hvor um sig krónur 100 þúsund. Sigríður Jónsdóttir, messósópr- an, hóf nám hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur við Söngskólann í Reykjavík, síðan lá leið hennar til Bandaríkjanna þar sem hún hefur nú lokið MB-námi við háskólann í Illinois. Liður í hennar námi voru Heilbrigðiseftirlitið um könnun á gerlafjölda í kjötfarsi: Niðurstöður ekki samanburðar- hæfar ef kælikeðja hefur roftiað Farið var nákvæmlega eftir reglum, segir varaformaður Neytendasamtakanna „ÉG HEF ekki upplýsingar um hve gömul sýnin voru þegar þau voru tekin. Það var gengið út frá því að kælikeðja rofiiaði ekki. Það tekur þvi ekki að rannsaka sýnin ef kælikeðjan rofiiar eða hætta er á því, en þegar sýnin bárust okkur voru þau í kælibox- um,“ sagði Halldór Runólfsson hjá Heilbrigðiseftirliti Hollustuvernd- ar ríkisins. Hann var spurður hvort verið gæti að niðurstöður könnun- ar Neytendasamtakanna væru óraunhæfar ef kælingu sýna hefði verið ábótavant, eins og nokkrir kjötiðnaðarmenn héldu fram í sam- tölum við Morgunblaðið og sagt var frá síðastliðinn laugardag. Heil- brigðiseftirlitið sá um að rannsaka sýnin. María Ingvadóttir vara- formaður Neytendasamtakanna segir að farið hafi verið nákvæm- lega eftir ströngum reglum um meðferð sýnanna. „Þeir eru með þessu að reyna að breiða yfir hvernig ástandið er,“ segir hún. Kjötiðnaðarmenn sem talað var við, í Vestmannaeyjum og á Akureyri, bentu á að kjötfars væri svo við- kvæm vara að það mætti ekki við að vera í stofuhita nema örskamma stund. Ef kælikeðjan rofnaði fjöl- guðu gerlar sér mun hraðar en við kælingu og þvi væri ekki raunhæft að bera niðurstöðumar saman við staðla sem gera ráð fyrir órofinni kælikeðju. Þeir báru brigður á að sýnin hefðu verið samfellt í kæli og þess vegna hefðu niðurstöður ekki verið réttar. Sýnin voru keypt eins og hver önnur vara og farið með þau í heimahús, þar sern þeim var pakkað til flutnings. Á þeirri leið segja þeir að kælikeðjan hafi rofnað. María Ingvadóttir segir að gefin hafi verið mjög nákvæm fýrirmæli um meðferð sýnanna og að farið hafí verið ítarlega eftir þeim. „Við erum að tala um meðhöndlun eins og fólk er almennt með. Ef þetta er syona óskaplega viðkvæm vara, þá erum við i vanda stödd. Þeir eru að reyna að breiða yfir hvemig ástandið er. Þeir ættu að gera sér grein fyrir því að þeirra besta vöm er að segja: Við ætlum að gera okkar besta til að þetta komi ekki fyrir aftur. Okkur finnst skrýtið að heilbrigðisfulltrúar láta hafa eftir sér í fréttum að þetta sé alltaf svona, að þetta sé ekkert verra nú en áður. Það er eins og að segja að umferðarslys séu svo algeng og óviðráðanleg, að við verðum bara að sætta okkur við þau.“ María var spurð um þá gagn- rýni, sem verslunareigendur hafa komið með, að taka hefði átt sýnin í vinnslustöðvunum en ekki í versl- unum. „Auðvitað tökum við sýnin á sama stað og neytandinn fær sína vöm. Ef eítthvað athugavert kemur í ljós þarf síðan að rannsaka alla vinnslurásina. Við vomm ekki að leita að hvar mengun kemst í mat- vælin, heldur hvort neytandinn fær góða vöm, þar sem hann tekur við henni. Kaupmenn ættu að leggja metnað sinn í að bregðast þannig við, að þetta enduteki sig ekki.“ Halldór Runólfsson segir að kæli- keðja vömnnar eigi ekki að rofna allt frá sláturhúsum til neytandans. Þegar Heilbrigðiseftirlitið rannsak- ar kjötfarssýni, þá em þau tekin af fagmönnum og þess gætt að kæling haldist alla leið til rannsókn- arstofu. Hann sagði að þáttur Heil- brigðiseftirlitsins í þessari könnun hafi eingöngu verið að rannsaka sýnin. „Við tökum takmarkað mark á þessum niðurstöðum af því að Heil- brigðiseftirlitið tók ekki sýnin. Þær em auðvitað vísbending um að eitt- hvað gæti verið að. Þetta verður skoðað í þessu ljósi, það er að Heil- brigðiseftirlitið tók ekki sýnin. Mið- að við að sýnin séu tekin á réttan hátt em þessar niðurstöður saman- burðarhæfar við staðla. Hafi þau verið í stofuhita upp í þrjá fjóra tíma, þá er það allt annað málvegna þess hve viðkvæm vara kjötfarsið er,“ sagði Halldór. Hann sagði Heilbrigðiseftirlitið taka sýni þannig að þess sé gætt að þau haldi órofinni kælingu, reynt sé að fá upplýsingar um hvenær varan er framleidd og síðan sé reynt að koma sýnunum sem allra fyrst í rannsókn. Meðal annars séu sýnin úti á landi tekin með tilliti til flug- ferða. „Það fylgja góðar upplýsing- ar um alla þætti. Heilbrigðiseftirlit- ið vinnur þannig að eitt lélegt sýni gefur ekki tilefni til fordæmingar, heldur til að fara aftur á staðinn, yfirfara hann, leiðbeina mönnum og endurtaka rannsóknina.“ Hall- dór sagði að þess væm nokkur dæmi frá nýliðnum missemm að vinnslustöðvum hafi verið lokað vegna síendurtekinna dæma um hreinlætisskort og léleg vinnu- brögð. Hollustuvemd heldur árlegan fund með heilbrigðisfulltrúum í næsta mánuði og verður þá tekið sérstaklega á farsvömm. „Það er hugsanlegt að setja strangari reglur um farsvörur," sagði Halldór. Sérverslanir Höfum mikið úrvai að góðum sérverslunum í ýmsum greinum. Nú er rétta tækifærið til að verða sjálfstæð- ur, engum háður, vinna fyrir sjálfan sig. Hafið samband strax. Fyrirtækjasalan, Suðurveri, símar 82040 og 84755, Reynir Þorgrímsson. íóurinn Mafrwatr. 20.1. 20813 iNýio húeinu «ið Lakiortaro) Brynjar Fransson, 26933 Háaleitisbraut. Falleg 2ja herb. íb. á 1. hæfi. Gott útsýni. Ákv. sala. Skammt frá Tjöminni Faiieg 3ja herb. 701m íb. á 2. hæð í góðu timburh. Bergstaðastræti 3ja herb. 70 fm íb. á tveimur hæöum Allt sér. Vesturberg. Mjög góð 4ra herb. íb. á 1. hæð. Sérþvhús. Ákv. sala. Kleppsvegur. Til sölu góö 4ra herb. íb. á 1. hæð í lyftuh. innarl. við Kleppsveg. Leifsgata. Efri hæð og ris um 140 fm. íb. er mikið endurn. 35 fm bífsk. fylgir. Laus strax. Verð 8,5 millj. Skipti á ódýrari eign koma mjög vel til greina. Skúli Sigurðsson, hdl. tvennir tónleikar sem hún hélt hér á íslandi. Jóhanna Þórhallsdóttir, alt, hóf söngnám hjá John A. Speight við Tónskóla Sigursveins. Þaðan lá leið hennar til Manchester þar sem hún stundaði nám við Royal Northem College of Music. í stjórn Söngvarasjóðs Óperu- deildar FÍL eru þau Elísabet Erl- ingsdóttir, Júlíus Vífíll Ingvarsson og Kristinn Hallsson. (Úr fréttatilkynningu.) LAUFAS FASTEIGNASALA SÍÐUMÚLA 17 82744 Óskum viðskipta vinum okkar og öðrum landsmönnum gleðilegra páska Auður Quðmundodóttlr JSmm •ölum.ður Magnus Axolsson fasteignasali Sogavegur - Rvík Til sölu lítið einbhús rúml. 100 fm. Skiptist í 3 herb. auk rýmis í kj. Byggðarendi - Rvk. Höfum fengið til sölu stórglæsil. ca 300 fm einbhús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Ekkért áhvflandi. Hafnfirðingar Höfum fengið til sölu 2ja og 3ja herb. þjónustuíb. fyrir Hafnfirð- inga 60 ára og eldri. íb. eru í þriðja áfanga fjölbýlish. sem Fjarðarmót hf. er að reisa við Hjallabraut 33. íb. verður skilað fullb. í febr. 1990. Allar nánari uppl. á skrifstofu. _ Biikastígur - Álftan. Höfum fengið til sölu 2 bygg- ingalóðir við Blikastíg á Álfta- nesi. Önnurersjávarlóð. Gatná- gerðargjöld greidd. Drangahraun Höfum fengið til sölu fokh. ca 1100 fm verslunar- og skrifst- húsn. Selst í heilu lagi eða í hlutum. Álfaskeið Höfum fengið til sölu glæsil. eign á einum besta stað í Hafn- arfirði. íb. er á tveimur hæðum rúml. 160 fm auk 40 fm bilsk. Allar nánari uppl. á skrifst. Vantar allar gerðir eigna á skrá. Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugsson lögfr., Strandgötu 25, Hafnarfirði, sími 51500. Höfðar til . fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.