Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 Meðferð íslenskrar tungn: Menningin og málið 2. grein af þrem eftir Heimi Pálsson í fyrstu grein minni um þetta efni vék ég að ýmsum fyrirvörum sem gera þyrfti í umræðum um íslenska tungu og skýrði um leið ákveðin viðhorf til umræðnanna um hnignun tungunnar. Hér á eftir verður rætt nokkuð um málið og menninguna og í lokagrein um kennslu móðurmálsins. Samband máls og menníngar Ég lauk fyrstu greininni á því að tæpa á menningarsöguhlutverki tungunnar. Ég varaði þar við því að líta á menningarvarðveisluna sem sjálfsagt ágæti og skal ekki endurtaka það heldur reyna að bæta nokkru við. í sjónvarpsþætti Eiðs Guðnason- ar 28. febrúar, sem áður er getið, lagði Svavar Gestsson menntamála- ráðherra þunga áherslu á það sem hann virtist telja sérstöðu íslenskrar tungu að hún væri „kjaminn í þjóð- artilveru okkar" — „það sem gerir okkur að þjóð“. Stjómandi þáttarins tók með þunga undir þessi orð. Ekki skal ég amast við þjóðarmetn- aði en samt fínnst mér skylt að vara dálítið við þessari áherslu. Hinir kjömu þingmenn eru að sönnu alls ekki einir um hann. Til dæmis birtist hún mjög skýrt í umhugsun- arverðu viðtali sem Valgarður Eg- ilsson átti við Jónas Kristjánsson prófessor og birtist í tímaritinu Með fólki í janúar 1988. Hér þarf tvenns að gæta. Annars vegar held ég að það sé ofmælt að þama sé um að ræða eitthvert sér- kenni íslenskunnar. Þjóðtunga hverrar þjóðar er ævinlega ein af forsendunum fyrir tilvem hennar (Aðrar mikilvægar em land og sam- félag). Vitaskuld verður myndin flóknari þar sem tvær eða fleiri þjóðtungur koma saman í einu ríki en þá mun reyndar hver málhópur líta á sig sem sjálfstæða og sér- stæða heild (t.d. sænskumælandi fólk í Finnlandi, Samar í Noregi). Málið er kjami í sjálfsvitund ein- staklinganna og skipar þeim síðan saman í hóp. Jafnvel Frakkar, sem menntamálaráðherra nefndi í sjón- varpsþættinum, hafa stundað sam- ræður um tungu sína á mjög svipuð- um nótum og við Islendingar síðustu misserin og verður reyndar fróðlegt á komandi ámm að fylgj- ast með málstríði innan Evrópu- bandalagsins. Þar er fjarri því að allur vandi hafí verið leystur. í annan stað tel ég mjög mikil- vægt að gera sér gein fyrir hvort kemur á undan, mál eða menning. Ég vek athygli á að hér er ekki verið að taia um hið sígilda deilu- efni um mál og hugsun. En ég undrast stundum þegar ég heyri fólk tala um að varðveisla tungunn- ar sé forsenda fyrir varðveislu íslenskrar menningar. Samkvæmt mínum skilningi orðanna er þetta rangt. Skal sú staðhæfíng skýrð nánar. Mál og menningararfur Það er alveg ljóst að tungan er okkur mikilvægasti lykill sem hugs- ast getur að menningararfí þjóðar- innar. Þar fær hún mikið vægi sak- ir þess að mennignararfurinn er að miklu leyti bóklegur. Við höfum ekki á iiðnum öldum sinnt öðrum þáttum menningarinnar í svipuðum mæli og bókmenntum og söguritun okkar er eldfom á mælikvarða lif- andi þjóðtungna. Þetta skiptir vit- anlega miklu máli. Sú þjóð sem ekki leggur rækt við menningararf- leifðina á sennilega ekki mikla framtíð fyrir sér sem þjóð. Fólkið mun vitanlega lifa það af þótt þráð- urinn til arfsins slitni, en þjóðin glatast engu að síður. Hins vegar er grundvallarmis- skilningur ef menn halda að þjóð geti lifað á arfínum einum saman og að tungan ein og óstudd sé þess megnug að vemda arfinn. Sjálfsagt skilur enginn þetta svo en sá þungi sem oft hefur orðið í umræðum um varðveislu tungunnar og varðveislu menningararfs okkar getur villt verulega sýn. Tungan og lifandi menning í raun er hver einasta þjóðtunga einskonar spegill menningarinnar. Umræðuefnin segja til um menn- ingarstig og menntun þjóðarinnar, hæfni tungunnar til að fyalla um einstök málefni sýnir þá rækt sem málnotendur leggja við hugsun sína og tjáningu hennar. Það er af þessum sökum sem ég leyfí mér að staðhæfa að eina Ieið- in til þess að varðveita og rækta íslenska tungu sé að leggja áherslu á lifandi samtíðarmenningu, jafnt bókmenningu sem aðra. Og þá er mikilvægt að hafa í huga að menn- ing er víðtækara hugtak en há- menning. Sykurmolamir eru hluti íslenskrar nútímamenningar rétt eins og sinfóníuhljómsveitin: söng- textar Bubba og Valgeirs rétt eins og ljóð Hannesar Péturssonar og Sigurðar Pálssonar. Þar um breytir engu þótt einhveijir líti svo á að sumt af þessu tilheyri lágmenningu, annað hámenningu. Tungan þarf að sinna öllu, ekki aðeins hinu út- valda. í strangasta skilningi felur þetta auðvitað í sér að leggja beri rækt við allt það sem á einhvem hátt er hluti af tilveru okkar sem þjóðar. Verkmenning á þessari öld sem öðmm er snar þáttur í tilverunni. Tungan verður að geta hjálpað okk- ur til skilnings á þessari verkmenn- ingu ekkert síður en til skilnings á heimspeki samtímans og liðinna tíða. Hér skiptir miklu um alla þróun að menn reyni að gera sér grein fyrir hvað þetta merkir. Úr hinu lifandi máli, daglega máli, hljóta ævinlega að hverfa einhver orð, ein- faldlega vegna þess að merkingar- miðin, það sem orðin merkja, hverfa. Menntamálaráðherra nefndi í sjónvarpsþættinum ágætt dæmi þar sem vom hlutar spunarokksins og benti á að þar hefðum við líklega týnt einum 30 orðum. Benda má á þorskhausinn til samanburðar. Þar kunnu menn að nefna a.m.k. 31 mismunandi stað og sumir höfðu mörg nöfn (sjá Orðabók Menningar- sjóðs). En vitanlega hafa naumast aðrir haft heiti rokkhlutanna eða þorskhausapartanna á hraðbergi en þeir sem umgengust þá hluti dag- lega. Nú rífa menn ekki þorskhausa eða spinna á rokk. Þá hlýtur orða- forðinn að skerast. Þegar mennta- málaráðherra talaði hins vegar um að í byggingarverkfræði væm fimmtíu til sjötíu þúsund orð sem við þyrftum að „hafa á hraðbergi" til að geta talað um þá grein hlýtur honum að hafa orðið mismæli. Það mun sannast mála að enginn mál- notandi hafí svo mörg orð í virkum orðaforða sínum, hvað þá svo mörg orð á einu sviði. Það er eitt hvaða orð okkur kemur vel að eiga í orða- listum og skrám, annað hvaða orð okkur em tiltæk í persónulegum orðaforða eða við „höfum á hrað- bergi". Nýyrðasmíðinni verður áreiðanlega að setja einhver skyn- samleg mörk og er þess að vænta að þau fínnist við góðra manna umþenkingu. Það er fráleitt að setja sér það mark að íslensk orð verði til um allt það sem einhvéijum dett- ur einhvem tíma í hug að nefna á nafn. Svo kynngimögnuð er engin þjóðtunga. Mál og málbreytingar Ég hef í þessum greinum gengið út frá því gefnu að mál manna breytist í tímans rás. Þetta hef ég hins vegar ekki rökstutt nema að því er tekur til orðaforðans. Sann- ast sagna hygg ég að mjög margar málbreytingar skipti afar litlu vegna þróunar tungunnar. Ég held t.d. — og styðst þar við kenningar lærðra manna — að breytingin úr því að sagt sé „mig langar" yfír í nýmyndunina „mér langar" skipti eiginlega engu máli! Þama breytist einfaldlega málnotkun á sama hátt og hún hefur sífellt verið að breyt- ast. Það er meira að segja hægt að setja fram einfaldar tilgátur til skýringa á því hvers vegna breyt- ingin verður. Hitt er svo alveg ljóst að sérhvert frávik frá þeirri mál- notkun sem einstaklingurinn er al- inn upp við gerir honum gramt í geði, særir máltilfmningu hans eða . ... ■.;■.■.. sm: . ■■. »}■: Heimir Pálsson „Það er af þessum sök- um sem ég leyfi mér að staðhæfa að eina leiðin til þess að varð- veita og rækta íslenska tungu sé að leggja áherslu á lifandi sam- tíðarmenningu, jafiit bókmenningu sem aðra. Og þá er mikilvægt að hafa í huga að menning er víðtækara hugtak en hámenning. Sykurmol- arnir eru hluti íslenskr- ar nútímamenningar rétt eins og sinfóníu- hljómsveitin.“ málvitund. Ég ólst t.d. upp við að segja „ég þori það ekki“ og mér er enn í minni þegar ég heyrði fyrst sagt „ég þori því ekki“. í mínum eyrum var þetta þá misþyrming á tungunni. Eg hafði ekki hugmynd um að þetta hafði fjöldi málnotenda sagt um langan aldur og málvitund mín stimplaði það þegar í stað sem villu. Ég held þetta sé ágætt dæmi og sýni vel hvað oftast er um að ræða þegar við tölum um málvillur. Þá er oftast á ferðinni málnotkun sem við erum ekki vön, en hún getur hins vegar verið nákvæmlega jafn góð og okkar eigin málnotkun, a.m.k. í þeim skilningi að hún skili jafngildri merkingu og skiljist alveg jafn vel. Viðbrögðin segja okkur Félagshyggjan og félagamir þrír eftirArna Sigfússon „Félagshyggjan“ hefur tvíþætta merkingu. Fyrri merkingin felur í sér jákvæð viðhorf til samvinnu við aðra, mannúðarstefnu sem æskir þess að einstaklingar sýni tillitssemi í öllu atferli sínu. Þetta er lífsskoðun sem flestir aðhyllast, þótt oft sé erfíðara um gjörðir, og er sjaldnast ákvörðunarvaldur um stuðning einstaklings við ákveðinn stjómmálaflokk. Hin merkingin tengist fremur pólitískri notkun orðsins þar sem öfgar hennar koma fram í að einstaklingurinn er ekki talinn eiga neinn rétt gagnvart því sem stjómvöld ákveða að séu hagsmunir heild- arinnar hverju sinni. Á undanfomum ámm hafa vinstri menn í auknum mæli tekið upp félagshyggjuhugtakið til að sérgreina sig. Má í því sambandi benda á Röskvu, samtök félags- hyggjufólks í Háskóla íslands, sem nýlega var hafhað sem for- ystuafli stúdenta. Hugmynd vinstri manna er líklega að sam- sama sig við hina jákvæðu merk- ingu orðsins, þótt þeir framkvæmi svo andhverfu hennar. Víst er að þeir stjómmálaflokk- ar sem nú fara með stjórn lands- ins geta á engan hátt nýtt sér jákvæðari merkingu þessa orðs. Félagshyggjan í stjórnmálum á ekkert skylt við þá lífsskoðun flestra íslendinga að þjóðfélaginu beri að veita einstaklingunum ákveðna vemd og öryggi, og að styðja beri menn til sjá'fshjálpar. Um slíkt er ekki deilt af þorra fólks. Á síðustu vikum hefur komið skýrar í ljós hvað félagshyggja þeirra félaga Ólafs Ragnars, Steingríms og Jóns Baldvins felur í sér: Hún þýðir aukna skatt- heimtu á alþýðu manna og fyrir- tækin í landinu, fyrirgreiðslu- pólitík af versta tagi, stjómleysi í ríkisrekstri, hækkanir opinberrar þjónustu og það sem verra er, hún veltir sjúklingum úr sjúkrarúmum sínum og sendir þá heim, hvað sem tautar og raular. Sæmd er að slíkri félagshyggju, eða hitt þó heldur. Hún er alvarleg meinsemd sem vinnur gegn öllu því sem við höfum unnið saman við að byggja upp í íslensku þjóðfélagi frá lýðveldis- stofnun. Sjúklingana burt! Eitt sinn hrópuðu þessi öfl há- stöfum „Herinn burt“ og báru þján- ingu heimsins í bakpokum. Nú eru bakpokamir nýttir undir fjárlaga- frumvarp og plögg félagshyggju- manna sem heimta „sjúklingana burt“. Stjómleysið í ríkisrekstrinum er alvarlegur fylgifískur félagshyggju- afla við stýrið. í stað þess að leggja grunn að bættri stjómun með vönduðum að- ferðum sem reyndar hafa verið í stjómsýslu í ýmsum öðmm löndum, tilkynnir einn félagshyggjuhöfðing- inn að spamaður í sjúkrahúsrekstr- Ámi Sigfiússon inum skuli vera a.m.k. 4% á árinu og ekkert múður. Verði embættis- menn og rekstraraðilar ekki við þessari einföldu skipun fái þeir held- ur betur að kenna á því. Nú hafa flest sjúkrahús verið skikkuð á fjár- lög, sem þýðir að þeim er skammt- að ijármagn samkvæmt því óraun- hæfa plaggi og sá, sem fer fram úr þeim upphæðum sem þar em prentaðar, skal sjálfur greiða um- framkostnaðinn. Líklega dreymir félagshyggjuöflin um aðdáunarand- varp íslenskrar alþýðu yfír þessum snjöllu töktum. „Afleiðing „stjómviskunnar" er „Á síðustu vikum hefiir komið skýrar í ljós hvað félagshyggja þeirra fé- laga Ólafs Ragnars, Steingríms og Jóns Baldvins felur í sér: Hún þýðir aukna skatt- heimtu á alþýðu manna og fyrirtækin í landinu, fyrirgreiðslupólitík af versta tagi, sijórnleysi í ríkisrekstri, hækkanir opinberrar þjónustu og það sem verra er, hún veltir sjúklingum úr sjúkrarúmum sínum og sendir þá heim, hvað sem tautar og raular. Sæmd er að slíkri fé- lagshyggju, eða hitt þó heldur. Hún er alvarleg meinsemd sem vinnur gegn öllu því sem við höfiim unnið saman við að byggja upp í íslensku þjóðfélagi firá lýðveldis- stofinun.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.