Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MŒ)VIKUDAGUR 22. MARZ 1989 John Cartor Morgunblaöiö/KGA ÍÞ/émR FOLK ■ JOHN Carter frá Bretlandi var í síðustu viku með þriggja daga námskeið í dómgæslu og tímavörslu í sundi. 18 tóku þátt og 10 þeirra -^þreyttu próf undir hans stjóm á innanhússmeistaramótinu um helg- ina. „Ég hef séð mjög góð efni og alveg sambærileg við það sem ger- ist í Bretlandi," sagði Carter í samtali við Morgunblaðið. ■ ELÍN Sigurðardóttir, SH, vakti athygli á innanhússmeistara- mótinu og setti þijú stúlknamet. Hún bætti metið í 100 m baksundi í boðsundskeppni, synti á 1.09.07 ( met Hugrúnar Ólafsdóttur var 1.09.30 ), og bætti um betur í 100 m baksundi, þar sem hún sigraði á 1.09.05. Auk þess setti hún stúlkna- met í 200 m baksundi. ■ EÐVARÐ Þór Eðvarðsson, besti sundmaður íslands, dró sig í hlé eftir Ólympíuleikana í Seoul, en eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær, er hann byijaður að æfa á ný. „Eðvarð Þór er sund- maður á heimsmælikvarða og það er slæmt að hafa hann ekki með, en það er undir honum komið hvað hann gerir," sagði Conrad Cowley, landsliðsþjálfari, sem vonast til að sjá kappann í landsliðinu á ný. ■ EGILL Markússon og Árni Sverrisson munu dæma í BENEL- UXIS-keppninni í handknattleik, _en þar munu drengja- og stúlkna- landslið íslands taka þátt. Þeir fé- lagar munu einnig dæma landsleik í Lúxemborg um helgina, en fara síðan áfram með íslensku landslið- unum til Hollands. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Ivanescu tilbúinn adræðaviðHSÍ - ef Bogdan gefur starf landsliðsþjálfara frá sér. Zoran Zivkovic einnig inni í myndinni FORRÁÐAMENN Handknatt- leikssambands íslands bíða nú eftir svari frá Bogdan Kowalc- zyk, við þeirri spurningu hvort hann sé tilbúinn að halda áfram sem landsliðsþjálfari fram yfir heimsmeistarakeppn- ina íTékkóslóvakíu. Svari Bogdan neitandi eru forráða- menn HSÍ tilbúnir að rœða við aðra — og skv. heimildum Morgunblaðsins kemur Peter Ivanescu, sem hœtti með landslið Vestur-Þýskalands eftir B-keppnina, nú einnig til greina. Haft var samband við Ivanescu í vikunni, skv. heimildum Morgunblaðsins, og tók hann ekki illa í að haft yrði samband við hann ef Bogdan gæfi starfið frá sér. Það veltur hins vegar mikið á því hvort, og þá hvaða, leikmenn hætta að leika með landsliðinu, hvort Ivanes- cu gefur kost á sér sem þjálfari ef til hans verður leitað formlega. Bogdan var hér á landi á dögun- um, HSÍ bauð honum að halda áfram með landsliðið og óskaði eft- ir svari í síðasta lagi fyrir næstu mánaðarmót. Zivkovic elnnig inni f myndlnnl Zoran Zivkovic, Júgóslavinn sem þjálfari landslið Kúvæt, er enn inni í myndinni sem hugsanlegur lands- liðsþjálfari. Zivkovic, sem gerði Júgóslava að heimsmeisturum í Sviss 1986, er samningsbundinn í Kúvæt þar tii 1. maí næstkomandi. Hann tjáði blaðamanni Morgunblaðsins í Frakklandi á dögunum að hann semdi ekki lengur en til eins árs í einu við handknattleikssamband Kúvæt — og hvað hann gerði nú í vor væri enn óljóst. Zivkovic lýsti því yfir, eftir Ólympíuleikana í Seo- ul, að hann gæti vel hugsað sér að þjálfa íslenska landsliðið. Jón Hjal- talín Magnússon, formaður HSÍ, spjallaði við Zoran í Frakklandi á dögunum. Þjálfarinn tjáði formanni HSÍ þá að eftir að samningur hans lynni út, 1. maí, væri HSI velkom- ið að hafa samband. MorgunblaÖiÖ/Skapti Hallgrímsson Zoran Zlvkovlc og Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfarar Kúvæt og ís- lands á B-keppninni í Frakklandi. Myndin var tekin í Cherbourg, þar sem þjóð- imar léku saman í C-riðli keppninnar. Tiedemann velkur? Hvað Paul Tiedemann varðar virðast ekki öll kurl enn komin til grafar. HSÍ mun óska eftir frekari viðræðum við Austur-Þjóðveija í framhaldi af bréfinu þar sem íslend- ingum var boðið að Tiedemann starfaði hér á landi í tvo mánuði á ári, og Morgunblaðið greindi frá á laugardaginn var. Nú berast þær fréttir hins vegar frá A-Þýskalandi að Tiedemann sé alvarlega veikur, og það gæti því komið í veg fyrir að hann kæmi yfírleitt. HANDBOLTI / EVROPUKEPPNIN Magdeburg leikur gegn SKA Minsk Leikmenn Magdenburgar, sem slóu Valsmenn út úr Evrópukeppni meistaraliða, leika gegn svovéska meistaraliðinu SKA Minsk í undanúrslitum Evrópukeppninnar. Magdeburg leikur fyrri leikinn heima. Sænsku meistaramir frá Drott leika gegn Steaua Búkarest frá Rúmeníu og fer fyrri leikurinn fram í Svíþjóð. Dinamo Búkarest leikur gegn US Créteil frá Frakklandi í undanúr- slitum Evrópukeppni bikarhafa og spænska liðið Bidasoa leikur gegn Essen. Fyrri leikurinn fer fram á Spáni. Sovéska liðið Krasnodar, sem sló FH út úr IHF-keppninni, leikur gegn Vorward Frankfurt frá A-Þýskalandi og Caja Madrid frá Spáni leikur gegn Diisseldorf. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MARKVARÐA Bjami keppir í Bröndby „Spennandi verkefni," segir Bjami Sigurðs- son, landsliðsmarkvörður, fulltrúi íslands „ÞETTA or geysilega spenn- andi verkefni og hvetjandi fyr- ir markmenn,“ sagði Bjarni Sigurðsson, landsliðsmark- vörður í Val, í samtali við Morgunblaðlð, en hann verð- ur fufltrúi íslands í fyrstu Evr- ópukeppnl fyrlr knattspyrnu- markverði, sem verður haldin í Bröndbyhöllinni í Kaup- mannahöfn 19. nóvember n.k. Ollum 35 knattspymusam- böndum innan UEFA var boðið að senda landsliðsmarkverði sína og ákvað stjóm KSÍ að Bjami yrði fulltrúi Islands, en allur kostnaður verður greiddur af framkvæmdaraðilum. Sérstök skotvél, „Cannonbair, verður not- uð í keppninni. í fyrstu umferð falla 19 markmenn úr keppni, en 16 halda áfram og síðan verður útsláttarkeppni þar til einn stend- ur uppi sem sigurvegari. Allir þátttakendur fá peninga- verðlaun. Þeir sem falla fyrst út fá 5.000 krónur sænskar hver, en upphæðin fer hækkandi eftir árangri og sigurvegarinn fær 100.000 sænskar krónur ( um 830.000 ísl. kr. ). „Hvað mig varðar verður at- hyglisverðast að hitta bestu mark- menn heims, en um ieið hlýtur svona keppni að vera n\jög jákvæð og uppörvandi fyrir íslenska markmenn. Þetta er kærkomið tækifæri og ætti að skila sér í betri markvörðum," sagði Bjami. BJarnl SlgurAsson, landsliðsmarkvörður - verður í sviðsljósinu ásamt bestu markvörðum Evrópu í Danmörku. Petre Ivanescu, fyrrum þjálfari vestur-þýska landsliðsins. Valsmenn heyrðu ekki frá Paul Tiedemann „ÉG frétti að Tiedemann vœri í Leipzig, en náði aldrei sam- bandi viö hann,“ sagði Þórður Sigurðsson, formaður hand- knattleiksdeildar Vals, er hann var inntur eftir því hvort Paul Tiedemann hefði haft samband við Valsmenn í Magdeburg um síðustu helgi, er þeir léku þar, eins og til stóð. Eg talaði við Tiedemann á mánu- dagskvöldinu áður en við fórum út. Þá var hann heima hjá sér í Berlín. Hann ætlaði að koma til Magdeburgar, en ekkert varð úr því. Menn frá austur-þýska hand- knattleikssambandinu sem við hitt- um sögðu að hann væri staddur í Leipzig.“ Skv. fréttum frá Austur-Þýska- landi á Tiedemann við veikindi að stríða, og gæti það verið ástæðan fyrir því að Valsmenn heyrðu ekki frá honum. KNATTSPYRNA TveirJúgö* slavar meðÞór TVEIR júgóslavneskir leikmenn verða með 1. deildarliði Þórs frá Akureyri í knattspyrnunni á sumri komanda. Þrír Júgóslav- ar verða því í herbúðum félags- ins, því þjálfarinn er landi leik- mannanna tveggja. Nokkuð er síðan að gengið var frá því að framheijinn Bojan Tanevski kæmi til félagsins, og hefur hann æft með Þórsurum síðan í febrúar. í gær var svo endanlega ákveðið að landi hans Luka Kostic yrði einnig með Akureyrarliðinu í sumar. Hann dvaldi á Akureyri um tíma fyrr í mánuðinum við æfíngar og lék æfingaleiki með Þór í Reykjavík. Líkaði forráðamönnum félagsins mjög vel við Kostic, og það varð úr að hann gengur til liðs við félagið. Kostic er 29 ára að aldri. Hann er miðvallarleikmaður, en getur einnig leikið sem aftasti maður í vöm. Hann lék framan af vetri með 1. deildarliðinu Osijek í heimalandi sínu — hefur verið lengi hjá því félagi, en þar var núverandi þjáifari Þórs, Milan Djuricic, ein- mitt við stjómvölinn um tíma. I iíl'MU)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.