Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 25 Hawke, forsætisráðherra Ástralíu: Grét og játaði fram- hjáhald í sjónvarpi Sydney. Reuter. BOB Hawke, forsætisráðherra Ástralíu, hefur játað með tárin í augunum að hafa verið konu sinni ótrúr. Þetta átti sér stað í sjón- varpsviðtali, sem fíeuíers-fréttastofan hefur undir höndum og fyrir- hugað var að sýna í ástralskri sjónvarpsstöð í gærkvöldi. „Þú hefur einnig verið sakaður konur hefðu getað þolað mig allan um kvensemi. Hvað eiga þeir við með því?“ spurði sjónvarpsmaður- inn. „Þeir eiga við að ég hafi verið konu minni ótrúr,“ svaraði forsætis- ráðherrann. „Er það rétt?“ var hann spurður. „Já,“ svaraði Hawke, en bætti við að hann væri hættur að halda framhjá konu sinni. Hawke var áður verkalýðsleið- togi og átti við drykkjuvandamál að stríða en hætti að drekka áfengi um það leyti sem hann fór á þing árið 1980. Hann og Hazel, kona hans, kynntust fyrir rúmum 40 árum þegar þau voru 17 ára göm- ul. „Ég býst ekki við að margar þennan tíma,“ sagði Hawke með tárvot augu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hawke hefur tárast í sjónvarpi. Hann brast í grát á fréttamanna- fundi, þar sem rætt var um eiturly- flaneyslu, árið 1984 og eiginkona hans skýrði síðar frá því að dóttir þeirra og tengdasonur hefðu verið heróínsjúklingar. Talið er að efnt verði til þing- kosninga á Ástralíu síðar á þessu ári og pólitískir andstæðingar Hawkes segja að játning hans sé aðeins pólitísk brella. Eiginkona forsætisráðherrans hefur ekki tjáð sig opinberlega um játninguna. Reuter Forsætisráðherra Ástralíu, Bob Hawke, og kona hans, Hazel, stíga hér dans. Hawke játaði i sjónvarpsviðtali að hann hefði verið konu sinni ótrúr og á inn- felldu myndinni strýkur hann burt tárin eftir þá játningu. For- sætisráðherrann bætti við að hann hefði aldrei hætt að elska konu sina. Tveir n-írskir lögreglu- menn skotnir til bana Olof Palme Svíþjóð: Varðhaldið framlengt Stokkhólmi. Frá Claes von Hofeten, fréttaritara Morgunblaðsins. VARÐHALD var framlengt í gær í áttunda sinn yfir mannin- um, sem grunaður er um að hafa myrt Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar. Dómari féllst á framlengingu er Anders Helin, saksóknari, skýrði frá þvi að tvö ný vitni hefðu gefið sig fram er segð- ust hafa séð manninn við morð- staðinn í miðborg Svíþjóðar kvöld sem morðið var framið. Alls hafa þá fimm vitni gefið sig fram er segjast hafa séð hinn grunaða á morðstaðnum eða í grennd við hann. Hin tvö nýju vitni segjast hafa séð hann bíða fyrir utan kvikmyndahús sem Palme sótti kvöldið örlagaríka. Lisbeth, ekkja Palme, hefur vitn- að gegn hinum grunaða og sagst hafa séð hann við morðstaðinn. Hinn grunaði hefur þráfald- lega neitað að vera viðriðinn morðið og kveðst hafa verið í spilavíti skammt frá morðstaðn- um þegar Palme var myrtur. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær að 45 menn, sem verið hefðu í spilavítinu morðkvöldið, hefðu verið yfirheyrðir og styddi fram- burður þeirra ekki málstað hins grunaða. Helin skýrði frá því í gær að rannsóknir i Vestur-Þýzkalandi hefðu leitt í ljós að önnur byssa af tveimur, sem fundust í fórum hins grunaða, væri ekki morðvop- nið. Hins vegar hefði ekki tekizt að útiloka þann möguleika að hin byssan væri morðvopnið. Dublin, Jonesborough. Reuter. FULLTRÚAR bresku og írsku lögreglunnar lýstu yfir efásemdum í gær varðandi þá tilgátu að uppljóstrari innan írsku lögreglunnar hefði verið í ráðum með liðsmönnum írska lýðveldishersins, IRA, sem skutu tvo norður-irska lögreglumenn til bana á afskekktum vegi við landamæri írlands og Norður-írlands á mánudag. Lögreglu- mennirnir, Harry Breen og Bob Buchanan, voru úr hópi reyndustu lögreglumanna Norður-írlands. Heimildarmenn innan n-írsku lögreglunnar sögðu að óttast væri að tilræðismennimir hefðu komist yfir leynigögn sem hugsanlegt er að hafí verið í bíl lögreglumann- anna. Lögreglumennimir voru á leið af fundi með írskum starfs- bræðrum sínum í Dundalk á Irlandi þegar liðsmenn IRA gerðu þeim fyrirsátur. Lík þeirra _ fundust skammt frá landamærum írlands. Lögreglumenn beggja vegna landamæranna telja að mönnunum hafi verið veitt eftirför þrátt fyrir að þeir hafi ekið ómerktum bíl. Einnig telja þeir hugsanlegt að tal- stöð í bfi þeirra hafi verið hleruð. Sameiginlegt átak írsku og norð- ur-írsku lögreglunnar gegn IRA hefur beðið töluverðan hnekki því vísast er talið að upplýsingum hafí verið lekið út. Charles Haughey, forsætisráðherra írlands, og Tom King, Norður-Irlandsmálaráðherra Breta, undirstrikuðu þó að að morð- in myndu á engan hátt skaða sam- vinnu iandanna. Tékkóslóvakía: Milda dóm yfir Havel Prag. Reuter. TÉKKNESKI andófsmaðurinn og leikskáldið Vaclav Havel, sem dæmdur var til níu mánuða fang- elsisvistar í febrúar síðastliðnum fyrir að efna til uppþota, hlaut í gær vægari refsingu fyrir áfrýjunardómstóli. Var dómur- inn styttur um einn mánuð. And- ófsmenn rekja mildun dómsins til viðbragða erlendis við mál- sókn tékkneskra stjómvalda á hendur Havel. Jan Novotny, dómari við áfrýjun- ardómstólinn, staðfesti að Havel væri sekur fundinn um að efna til uppþota í miðborg Prag í janúar síðastliðnum en felldi niður þann lið ákærunnar þar sem honum var gefið að sök að hindra opinberan starfsmenn í starfi. Havel, sem er einn stofnenda samtakanna Mannréttindi’77, var handtekinn 16. janúar slðastiiðinn þegar hann tók þátt í minningarat- höfn um tékkneska námsmanninn Jan Palach, sem kveikti í sér á Wenceslastorgi í Prag til að mót- mæla innrás Varsjárbandalagsríkja í Tékkóslóvakíu árið 1968. „Ég lít svo á að málsóknin sé hefnd stjómvalda fyrir þær hug- myndir sem ég hef og fel ekki,“ sagði Havel fyrir rétti, skömmu áður en dómurinn var kveðinn upp. Um 3.000 menntamenn, lista- menn og starfsmenn menningar- samtaka í Tékkóslóvakíu hafa und- irritað bænarskrá þar sem þess er farið á leit að Havel verði látinn laus úr haldi. Þá hafa tveir banda- rískir þingmenn gert það að tillögu sinni að Havel hljóti friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1989. Bandaríkin: Minni verðhækkanir Washington. London. Reuter. VERÐ á neyzluvörum hækkaði um 0,4% i Bandaríkjunum i febrúar og er það minna en i janúar er það hækkaði um 0,6%, sem var mesta hækkun á einum mánuði í tvö ár. Hagfræðingar höfðu spáð að Miðað við verðhækkun á neyzlu- vísitalan hækkaði meira í febrúar vömm fyrstu tvo mánuði ársins vegna 1% hækkunar heildsöluverðs jafngildir það 6,1% verðbólgu á ári, fyrstu tvo mánuði ársins. Þegar í en síðustu tvö árin hefur verðbólga ljós kom að þeir höfðu haft rangt í Bandaríkjunum numið 4,4% á ári. fyrir sér lækkaði gengi dollarans. UTSALA á kuldaúlpum og skíðaanórökum. Helmings afsláttur. Don Cano-búðin, Glæsibæ, sími 82966. Þú svalar lestrarþörf dagsins á síöum Moggans! Ný sending af kjólum, blússum, buxum, pilsum og peysum. Köflóttu jakkarnir komnir aftur. Iðnaðarmannahúsinu v/Hallveigarstíg, sími 11845 [hagglunds DENIS0N HÁÞRÝSTI-VÖKVABÚNAÐUR TIL SJÓS OC LANDS —r . i í vængjadælur vökvadælur, einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar. Stærðir 12cm5-2l8cm3. Þrýstingur allt að 275 bar. Öxul-flans staðali sá sami ogá öðrum vængjadælum. Vökvamótorar Afl sem tekur lítiö pláss. Tengist beint á vindur eöa iðnaðarvélar. ÞolavelverstuskilYrði. Snúningsátak allt að 150 000 Nm. §■ L. Stimpildælur og -mótorar Stærðir: I4cm3-638cm5. Þrýstingur allt að 450 bar. Öxul-flans sá sami og á öðrum stimpildælum og mótorum. ventlar Stjórnventlar, skiptiventlar, þrýstiventlar. Rafstýrðir 12V, 24V, 220V. Þrýstistýrðir. & Hönnum og setjum upp vökvakerfL Vlðgerðar- og varahlutapjónusta. Sig. Sveinbjörnsson hf. umboös og heildverslun. Skelöarásl - 210 Garöabæ - Síml 91-52850

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.