Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 Hjónaminning: Egill Jónsson og Þórdís Gunnars- dóttir Reyðarfirði Fæddur 25. febrúar 1907 Dáinn 13. mars 1989 Fædd 11. ágúst 1907 Dáin 16. mars 1989 Látin eru með nokkurra daga j millibili Egill Jónsson fv. rekstrar- stjóri hjá Vegagerð ríkisins á Reyð- arfirði og kona hans, Þórdís Gunn- arsdóttir. Bæði voru þau upprunnin úr Skagafírði. Egill byrjaði snemma að vinna við vegagerð. Hann varð fljótt verkstjóri, fyrst á heimaslóðum og síðar á Norðausturlandi, og vann t.d. mikið í Þistilfirði ogBakkafirði. Hann var skipaður rekstrarstjóri árið 1955 með aðsetri á Reyðaiflrði og því starfi gegndi hann þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir í_ ársbyijun 1978. Ég man fyrst eftir þeim hjónum, þegar ég var að alast upp á Reyðar- fírði og þau fluttust þangað til nýrra starfa. Lítið kynntist ég þeim þá en þeim mun betur er ég kom til starfa hjá Vegagerðinni árið 1971. Þá voru umsvif mikil í vegagerð, byijað á samgönguáætlun Austurlands og framkvæmdir meiri en nokkru sinni fyrr eða síðar. Svæðið sem Egill hafði umsjón með náði yfir allt Fljótsdalshérað og firðina norðan frá Borgarfirði suður í Breiðdal, og var það þá eitt stærsta rekstrastjórasvæðið hjá Vegagerð- inni. Var þá oft erilsamt hjá Agli sem lenti ekki hvað minnst á Þórdísi konu hans. Egill var mikill áhugamaður í sínu starfí, einstaklega samviskusamur og hafði mikla ánægju af ferðalögum sem fylgdu starfínu. Hann upplifði gífurlegar breytingar á vegakerfínu ekki hvað síst síðustu árin. Vegir voru þá enn mjög slæmir víða hér austanlands. Mér er minnisstæð ferð sem við fórum vorið 1971 upp á Jökuldal, vegir í drullusvaði og víða svo niðurgrafnir að bíllinn hálfhvarf í skomingana. Þá er mér ekki sfður minnisstætt er við fórum eitt sinn til þess að ákveða framkvæmdir á Mjóafjarðarvegi. Er við stóðum á brún bröttustu brekkunnar niður í Mjóafjörð sagði Egill: „Hvað viltu nú gera hér“? Varð þá fátt um svör. Fyrrum samstarfsmenn kveðja þau Egil og Þórdísi og senda bömum þeirra og öðrum ættingjum inni- legustu samúðarkveðjur. Einar Þorvarðarson Það fylgir okkur á lífsleiðinni, eftir því sem árum §ölgar er að baki liggja, að fleira og fleira af samferðafólkinu hverfur úr hópnum yfir landamæri lífs og dauða. Nú hefur Egill Jónsson, góður og gegn starfsmaður Vegagerðar ríkis- ins, kvatt þennan heim. Egill dó 13. mars sl. í Fjórðungs- sjúkrahúsinu Neskaupstað. Þórdís dó á sama stað 16. mars. Egill fæddist 25. febrúar 1907 að Reynistað í Staðarhreppi í Skaga- fírði, foreldrar hans voru Halla Eng- ilráð Pétursdóttir og Jón Eiríksson, þau eru þá í húsmennsku á Reyni- stað. Egill dvelur með foreldrum sínum til 1928, þá kvænist hann Þórdísi, f. 1907, ættaðri af Reykja- strönd. Þau flytja þá að Geitagerði í Staðarhreppi og búa þar til 1939, flytja þá að Þröm á Langholti og búa þar í eitt ár. Árið 1940 flytja þau til Sauðárkróks, og búa þar til 1955, að þau flytja ásamt bömum sínum til Reyðarfjarðar og bjuggu þar upp frá því. Þau keyptu þar íbúð- arhús er nefnist Þingholt og stendur við Holtagötu. Þau Egill og Þórdís eignuðust 5 böm, þau eru Hulda fædd 1927, dáin 1981, var búsett í Reykjavík, Gunnar fæddur 1929, vinnur á verk- stæði hjá K.H.B. Jón fæddur 1933, vinnur hjá vegagerðinni Reyðarfírði. Bjöm fæddur 1940, rekur vélaverk- stæði á Reyðarfirði. Erlendur fædd- ur 1942, starfar í Reykjavík og býr þar. Egill á tvö systkini á lífi, Pét- ur, sem býr í Reykjavík og Ingi- björgu, sem er búsett á Sauðárkróki. Árið 1938 hóf Egill störf hjá Vegagerð ríkisins, fyrst á Stóra- Vatnsskarði hjá Jóhanni Hjörleifs- syni. Jóhann hóf verkstjóm hjá vega- gerðinni 1923, síðar umdæmisverk- stjóri. Egill varð fljótlega flokks- stjóri og síðar verkstjóri hjá Jó- hanni. Jóhann fékk til umsjónar vegagerð í Norður-Þingeyjarsýslu og um Langanesströnd. Varð Egill þá verkstjóri við vegagerð í Þistil- fírði og í Skeggjastaðahreppi sér hann um vegagerð á árabilinu 1950 til 1954. Árið 1955 fær hann um- dæmisverkstjórastarfið hér eystra og flytur þá til Reyðarfjarðar, eins og áður segir. Við starfi þessu tók Egill af Einari'Jónssyni, þeim mæta manni. Svæðismörkin voru frá Streitis- hvarfí að sunnan, að Hellisheiði og sýslumörkum á Biskupshálsi að norðan. Það verður ekki annað sagt en að Agli hafí tekist vel í þessu starfí sínu, það var mörgu að sinna. Gott samstarf hafði Egill við verkfræð- inga, tæknifræðinga og mælinga- menn, sá hópur manna sá um undir- búningu að lagningu vega og gerð brúa. Þá var það oft erfíðleikum háð að fá landeigendur til að samþykkja vegarstæði um landareign sína, og breytingar á legu vega, sem oft þurfti að framkvæma. Egill var lag- inn við að semja um slíkt við landeig- endur, þó kom það fyrir að sundur- lyndi varð um þetta m.a. vegna jarðrasks, eða malartekju í löndum bænda. Alltaf tókst að leysa þær deilur á farsælan hátt. Ég var einn af verkstjórum þeim er störfuðu við vegagerð öll þau ár sem Egill var svæðisverkstjóri, hefí ég ekkert nema gott eitt að segja um sam- starf okkar. Ég fullyrði að Egill hafí verið vel liðinn af sínum yfir- og undirmönnum. Margskonar félagsmál voru Agli hugleikin. Hann átti sæti í sveitar- stjóm á Reyðarfirði um árabil, og tók þátt í annarri félagsmálastarf- semi þar. Ásamt fleirum gekkst hann fyrir stofnun Verkstjórafélags Austurlands árið 1959. Hann var stjómarformaður þess félags í 18 ár. Egill fylgdist vel með í landsmál- um, og var dyggur stuðningsmaður síns flokks. Þórdís var fyrirmyndar húsmóðir, hún helgaði heimilinu sínu alla sína starfskrafta. Þess nutu böm þeirra hjóna á uppvaxtarámm sínum og eftir að þau fluttu úr heimahúsum hafa þau alltaf átt athvarf þar. Mjög var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna í Þingholti. Það var ekki í kot vísað að koma þangað og þiggja góðgerð- ir, húsmóðirin veitti af mikilli rausn og prýði og umgengust hjónin gesti sína eins og þau ættu í þeim hvert bein. Vinir og vandamenn kveðja hjónin hinsta sinni og blessa minn- ingu þeirra. Helgi Gíslason f dag, miðvikudaginn 22. mars, verða til moldar borin frá Reyðar- fjarðarkirlq'u hjónin Egill Jónsson, fyrrverandi umdæmisverkstjóri hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfírði, og kona hans, Þórdís Gunnarsdóttir. Þau létust bæði í Sjúkrahúsinu í Neskaupstað með aðeins þriggja daga millibili og segir það meira um samheldni þeirra hjóna á lífsleiðinni en nokkur orð. Þórdís fæddist á Sauðárkróki. Hún hefur verið sjúklingnr á Sjúkra- húsinu á Neskaupstað nokkur und- anfarin ár og átt við mikla vanheilsu að stríða. Þar naut hún sérlega góðr- ar umhyggju af hendi lækna og hjúkrunarfólks og átti Egill vart orð til að lýsa þakklæti sínu til þessa fólks. Egill fæddist á Reynistað í Skagafírði, sonur Jóns Eiríkssonar og konu hans, Höllu Engilráðar Pét- ursdóttur, sem voru þar í hús- mennsku. Hann var næstelstur fjög- urra bam þeirra hjóna. Eftir lifa Pétur Jónsson, bifvélavirki Norður- Þegar numið er staðar og litið yfír liðna tíð, þá verðum við vör, hve myndir þeirra, sem við höfum átt samleið, em misjafnlega skýrt mótaðar { vitund okkar. Þessi staðreynd verður mér áþreifanlegur veruleiki þegar ég horfi aftur til bemsku og æskuár- anna. Margar kunningjakonur móð- ur minnar man ég vel, samstarfs- menn föður míns, ennfremur man ég marga af föstum kirkjugestum séra Jóns Auðuns dómprófasts míns kæra vinar og fermingarföður. Af nágrönnum stendur mér skýrt fyrir hugarsjónum og gnæfir þar öðmm ofar, það er mynd frú Mörtu Val- gerðar Jónsdóttur. Mér er ljúft að minnast hennar. Lífsferli hennar verður ekki gerð verðug skil í stuttri grein. En 100 ár vom Iiðin frá fæðingu hennar, 10. janúar sl. Átta ára var ég þegar ég sá frú Mörtu Valgerði fyrst og geðjaðist mér mjög vel að henni, óvenju höfð- ingleg og háttvís, hömndsbjört og fagurhærð. Frú Marta var um marga hluti ein af merkustu konum sinnar samtíðar. Skyggnigáfan var henni heilög og hún lofaði öðmm að njóta þessara hluta og gegndi því með fullkominni alúð. Frú Marta fómaði lffi sínu í þágu kristilegra góð- verka. Það var bjart í kringum hana og fólk skynjaði hreinleikann í ná- brún 1, Reykjavík, og Ingibjörg Jónsdóttir, Skagfirðingabraut 1, Sauðárkróki. Egill ólst upp á Reynis- stað við venjuleg landbúnaðarstörf fram undir tvítugt og þar kynntist hann konu sinni, Egill og Þórdís giftu sig árið 1928 og hófu búskap í Geitagerði. Bjuggu þar í nokkur ár en þaðan fluttu þau að Þröm. Þar kenndi Egill þess sjúkdóms sem kallaður er heymæði og varð það til þess að þau hjón bmgðu búi og fluttu á Sauðárkrók. Nokkmm ámm síðar hóf Egill störf hjá Vegagerð- inni. Fyrst undir stjóm hins þá lands- kunna umdæmisverkstjóra, Jóhanns Hjörleifssonar, sem var kunnur fyrir fágaðan frágang og snyrtimennsku. Hjá Jóhanni varð Egill brátt yfír- verkstjóri og vann sem slíkur að vegagerð á Stóra-Vatnsskarði svo og í Silfrastaðafjalli, Kelduhverfí og á Langanesi. Árið 1955 var Egill skipaður umdæmisverkstjóri á Aust- urlandi og flutti þá með fjölskyldu sína á Reyðarfjörð og hefur búið þar síðan. Egill og Þórdís áttu fímm böm. Hulda var elst, en hún lést í Reykjavík 1981, Gunnar, Jón og Bjöm em búsettir á Reyðarfírði en Erlendur býr í Reykjavík. Þungur harmur var að þeim hjónum kveðinn við lát dóttur þeirra, en hún var þeim sérlega kær. Egill var sjálf- menntaður heiðursmaður sem vann hjá Vegagerð ríkisins í tæp fjömtíu ár og komst þar í ábyrgðarstöðu af eigin rammleik og dugnaði og enn í dag má víða sjá á Norður- og Austurlandi fagurlega lagða vegi og snyrtilega, þar sem hann sá um verk- þáttinn og stjómaði. Undirritaður var þeirrar gæfu aðnjótandi á ungl- ingsámm að komast í vegavinnu- flokk, þar sem Egill var verkstjóri og sá skóli hefur orðið honum mik- ils virði á lífsleiðinni. Egill hafði sérs- takt lag á að umgangast þá menn, sem unnu hjá honum. Kærleiksríkt viðmót hans kom vel í ljós er hann sagði ungum mönnum til verka. Hann lagði sérstaka áherslu á vand- aða og smekklega vinnu svo og að menn bæm virðingu fyrir störfum sínum. Egill var hógvær og hlédræg- ur maður og fjölskyldan var honum allt, en fáum mönnum hef ég kynnst, sem vom meiri félagar og vinir á gleði og sorgarstundum. Eftir að Egill lét af störfum vegna aldurs, hefur hann átt við talsverð veikindi að stríða og ekki síst fór illa með hann að horfa uppá veikindi konu sinnar. Að lokum vil ég þakka þeim hjónum allt það sem þau hafa verið mér. Eftirlifandi sonum og öðmm aðstandendum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Guðsblessun fylgi þeim hjónum til nýrra heimkynna. Hafí þau þökk fyrir allt og allt. Sigurður Jóhannesson vist hennar, og fundu að það fór góð og göfug kona. íslenskir ætt- fræðiunnendur standa í ógleyman- legri þakkarskuld við frú Mörtu Valgerði. T.d. merkilegt framlag hennar til útgáfu „manntals 1816", það má fullyrða að enginn maður á Suðumesjum gjörði neitt líkt því sem frú Marta að fræða um ómet- anlegt gildi ættfræðinnar. Hljóta menn að dást að því hve miklu hún fékk afkastað með greinum í Faxa, blað Suðumesjamanna, og geta má þess að um hjáverkastörf var að ræða hjá húsfreyjustarfi. Frú Marta Valgerður var síhugsandi og sístarfandi þess vegna kom hún svo miklu til leiðar. Frú Marta Valgerður Jónsdóttir var fædd 10. janúar 1889 í Landa- koti á Vatnsleysuströnd, og ólst þar upp til 10 ára aldurs, þá er foreldr- ar hennar fluttu til Keflavíkur. Maður Mörtu var Bjöm f. 15. september 1886, d. 5 apríl 1966, Þorgrímsson fulltrúi hjá P. Stefáns- son. Þau hjón áttu kjördóttur: Önnu Sigríði, maður hennar er Ólafur Pálsson verkfræðingur. Frú Marta Valgerður andaðist 30. mars 1969. Guð blessi minningu hennar. Helgi Vigfusson, bókaútgefandi. t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR ALBERTSSON fyrrverandi póstfulltrúi, Skaftahlíð 10, lést í Borgarspítalanum 21. mars. Jónrna Steinunn Jónsdóttir. t RAGNAR SCHEVING JÓNSSON bifvélavirki, Elliheimilinu Grund, andaðist að kvöldi 20. mars. Jarðarförin verðúr auglýst síðar. Kristjana Ragnarsdóttir, Tómas Sigurðsson, Kristín Svafa Tómasdóttir, Disa Lind Tómasdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, HÖRÐUR JÓHANNSSON blikksmiður, Völvufelli 48, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum mánudaginn 20. mars. Fyrir hönd aðstandenda. Lára Benjaminsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, stjúpmóður, tengdamóður og ömmu, ÞÓRDÍSAR EIRÍKSDÓTTUR, Grænugötu 10, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Jón B. Rögnvaldsson, Ragnhildur Skjaldar, Kristín Jónsdóttir, Guðbjörn Garðarsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Kristján Frederiksen og barnabörn. Aldarminning: Marta V. Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.