Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR B 68. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Kosningabaráttan í Sovétríkjunum: Viðvörun til stuðn- ingsmanna Jeltsíns Moskvu. Reuter og Daily Telegraph. DAGBLAÐIÐ Moskovskaja Pravda birti í gær viðtal við yfirmann Moskvulögreglunnar þar sem hann varar stuðningsmenn Bóris Jeltsins, fyrrum flokksleiðtoga í Moskvu, við „að halda ólöglega fundi“ og segir að slíkt verði ekki liðið öllu lengur. Jeltsín hafði áður sakað Moskov- Moskvu-kjördæmi, Jevgeníjs sköju Prövdu um að draga taum mótframbjóðanda síns. í gær birti blaðið svo stefnuskrá Jeltsíns en felldi þó niður nokkur atriði. Jeltsín talaði í gær yfir bifreiðasmiðum í verksmiðju mótframbjóðanda síns í Ermarsund: Leitað að eit- urefnagámi París. Reuter. MIKIL leit hefiir staðið yfir í Ermarsundi að gámi úr indón- esísku flutningaskipi sem sökk i síðustu viku. I gámnum er mikið af stórhættulegum eiturefnum. Bæði frönsk og bresk stjórnvöjd hafa stöðvað fiskveiðar á af- mörkuðum svæðum í Ermar- sundi vegna þessa. í gærkvöldi tilkynnti umhverfismálaráð- herra Frakklands að áhöfii tund- urduflaslæðara hefði fúndið hlut sem svipaði til gámsins um- rædda. í gámnum eru fimm tonn af lind- ane, sem telst til 12 hættulegustu eiturefna sem notuð eru gegn skor- dýrum og illgresi. í gær var svo upplýst að auk þess væru í gámnum 1,5 tonn af permethrin og cyper- thrin, sem eru jafnvel enn hættu- legri efni. Bretar stöðvuðu í gær fiskveiðar á svæðinu umhverfis staðinn þar sem flutningaskipið Perintis sökk. Áður höfðu Frakkar bannað fisk- veiðar á 100 fermílna svæði norður af Ermarsundseyjum. Ástæðan var bæði ótti við að fískur mengaðist af eiturefnunum ef gámurinn brysti og að veiðarfærin myndu grugga sjóinn og torvelda leit. Brakovs. Hann var að vanda ómyrk- ur í máli og tók fram að hann hygð- ist ekki velta Míkhaíl Gorbatjsov Sovétleiðtoga úr sessi. Kurteislega var tekið á móti Jeltsín en fögnuður- inn var ekki jafn mikill og á undan- gengnum kosningafundum. Yfir- gnæfandi meirihluti þeirra sem spurðir voru eftir fundinn sögðust ætla að kjósa Jeltsín á sunnudaginn þegar valdir verða tveir þriðju hlutar af þingmönnum á fulltrúaþinginu í almennum kosningum. Í gær greiddi Sovéska vísindaaka- demían atkvæði um frambjóðendur til tuttugu þingsæta sem akademí- unni hafa verið úthlutuð. Einungis átta af 23 frambjóðendum tókst að fá tilskilinn ijölda j Sakharov at- kvæða. Eru úrslitin rakin til þess að Andrej Sakharov og fleiri þekktir vísindamenn mótmæltu uppstillingu forsætisnefndar akademíunnar en hún hafði meðal annars gengið fram hjá Sakharov. Er talið að möguleiki hafí nú opnast fýrir Sakharov að bjóða sig fram er vísindaakademían kýs á ný innan skamms. Brotlending í fátækrahverfi Reuter Mikið manntjón varð er Boeing-707 vöruflutningaþota í eigu flugfélagsins Transbrasil fórst í Sao Paulo í Brasilíu í gær. Þotan brotienti tveimur km frá flugvelli borgarinnar með þeim afleiðingum að þriggja manna áhöfii fórst og a.m.k. 15 á jörðu niðri. Auk þess slösuðust á annað hundrað manna í fátækrahverfinu þar sem flugvélin kom til jarðar. Lánstraust grænlensku landstj órnarinnar minnkar: Abyrgð stj órnvalda nægir ekki lengur við togarakaup Kauptnannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. NOKKRIR af helstu lánardrottn- um Grænlendinga eru nú farnir að efast um greiðslugetu land- stjórnarinnar í Nuuk. Hakon Fjeldberg, forstjóri Skipalána- sjóðs Danmerkur, hefúr sagt í viðtali við grænlenska útvarpið að brátt verði loku fyrir það skot- ið að landstjórnin geti ein ábyrgst lán til kaupa á nýjum SjávarútvegsráðherraVestur-Þýskalands: Við viljum íslenskan físk án veiðiheimilda Bonn. Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. DR. Wolfgfangf von Geldern, sjávarútvegsráðherra Vestur-Þýska- lands, sem verður gestgjafi Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra er hann heimsækir Sambandslýðveldið dagana 12. til 14. apríl, segir í viðtali við Morgunblaðið sem birtist á miðopnu blaðsins í dag, að vestur-þýska stjórnin leggist gegn því að íslendingar séu krafðir um veiðiheimildir í lögsögu þeirra gegn aðgangi að markaði Evrópubandalagsins (EB). Von Geldem leggur áherslu á að Vestur-Þjóðverjar þurfi á íslenskum físki að halda og vilji fá hann fyrir sem best verð. Vest- ur-þýska stjómin sé því þeirrar skoðunar að íslendingar eigi að hafa aðgang að EB-marfeaði með lágum tollum þrátt fyrir að veiði- heimildir komi ekki í staðinn. Þýski sj ávarútvegsráðherrann ræðir einnig hvalamálið og segist skilja að íslensk stjómvöld haldi áfram hvalveiðum í vfsindaskyni, þótt hann telji að skynsamlegra Dr. Wolfgang von Geldern. hefði verið að taka fullt tillit til athugasemda vísindamanna i vísindaneftid Alþjóðahvalveiðir- áðsins við framkvæmd áætlunar- innar. Sjá viðtal við sjávarútvegs- ráðherra Vestur-Þýskalands á miðopnu. togurum fyrir Grænlendinga. Atvinnuvegasjóður landstjórnar- innar hefúr alls lánað um 400 milljónir d.kr. (2.900 milljónir ísl.kr.) til togarakaupa. Þar af fékkst helmingurinn að láni hjá Skipalánasjóðnum en afgangur- inn hjá tveimur bönkum er starfa á Grænlandi. Fjeldberg segir að eigi Skipa- lánasjóðurinn að lána Grænlending- um meira fé verði hann að fá traust- ari ábyrgðir, t.d. frá dönskum stór- banka. Skipalánasjóðurinn er tengdur Lánasjóði byggingariðnað- arins (BFR) sem lánað hefur Græn- lendingum stórfé gegn veði í fast- eignum. Að sögn Fjeldbergs verða einnig settar nokkrar skorður við slfkum lánveitingum. Ymsar danskar lánastofnanir gera ráð fyrir að fé, sem þær hafa lánað einstaklingum á Grænlandi, sé tapað. Fjölskyldur jafnt sem grænlensk fyrirtæki hafa að und- anfömu orðið gjaldþrota vegna minnkandi efnahagsumsvifa í sam- félaginu. Auk þess eiga sveitarfélög í æ meiri fjárhagsvandræðum. Fulltrúar tveggja danskra lána- stofnana, Industriens Kreditforen- ing og Nykredit, sögðu nýlega danska blaðinu Borsens Nyheds- magasin að síðastliðið ár hefði láns- traust Grænlendinga og Færeyinga minnkað. Lánastofnanirnar hafa alls lánað Grænlendingum um þijá milljarða d.kr. frá árinu 1985. Grænlenska landstjómin hefur tek- ið 500 milljónir að láni hjá stofnun- um en auk þess hefur stjómin feng- ið 1,1 milljarð að láni í öðmm lönd- um. Emil Abelsen, sem annast fjár- mál í grænlensku landstjóminni, vísar á bug öllum fullyrðingum um minnkandi lánstraust. „Við munum standa við skuldbindingar okkar,“ segir Abelsen. Reynsluskot misheppnast Canaverai-htf fda. Reuter. LANGDRÆG eldflaug bandaríska flotans af gerðinni Trident-2 sprakk þegar henni var skotið úr kafbát við Canaveral-höfða í Flórida í gær. Var þetta i fyrsta skipti sem flaug af þessari nýju gerð var skotið á loft neðansjávar. Áformað er að Trident-2-flaugin verði eitt öflugasta kjamavopnið i vopnabúri Bandaríkjanna og Bret- lands. Talsmaður bandarfska flotans sagði i gær að flaugin hefði horfið frá réttri braut skömmu eftir að henni var skotið á loft og þá hefði sjálfvirkur sprengibúnaður farið í gang. Aldrei hefði verið hætta á manntjóni af völdum tilraunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.