Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C 78. tbl. 77, árg. FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Lögmaður Færeyja: Vald land- stjórnar- innaraukíð DANSKA dagblaðið Jyllands- Posten skýrði nýlega frá þvi að Jogvan Sundstein, lögrnaður Fær- eyja, hefði farið fram á viðræður við Poul SchlUter, forsætisráð- herra Dana, í því skyni að ræða róttækar breytingar á lögum um samband landanna tveggja. í fyr- irsögn fréttar blaðsins segir að Færeyingar vilji sambandsslit. Blaðið hefur eft- ir Pauli Ellefsen, formanni Sam- bandsflokksins, er vill óbreytt sam- band við Dan- mörku, að ríkja- sambandið sé „því miður í hættu“, sambandsslit muni verða framkvæmd smám saman og því muni það skipta litlu hvenær þau verði formlega tilkynnt. í síðustu viku bárust fréttir af því að utanríkisráðherra Svía, Sten And- ersson, sem staddur var í Þórshöfn á fundi utanríkisráðherra Norður- landa, hefði sagt að hann vonaði að Færeyingar slitu sambandinu við Dani innan fárra ára og hlytu fullt sjálfstæði. Er Morgunblaðið ræddi við Jogvan Sundstein lögmann sagð- ist hann vilja leiðrétta hjákátlegan misskilning. Sænski utanríkisráð- herrann hefði sest við hliðina á sér í miðdegisverðarboði, sem haldið var ráðherrunum til heiðurs, klappað sér á öxlina og sagt brosandi að þetta væri stuðningur hans við sjálfstæðis- baráttu Færeyinga. Danskur út- varpsfréttamaður hefði rokið í símann og sent heim grafalvarlega „frétt" þar sem gamansemi ráðher- rans var túlkuð sem afskipti af fær- eyskum málefnum! Sundstein þótti hlægilegt að þessi fréttaflutningur skyldi hafa borist íslendingum fyrir tilstuðlan Ríkisútvarpsins. Sjá ennfremur bls. 20: „Vi\jum aukna ábyrgð ...“ Jogvan Sundstein. Lýðræðislegar umbætur í Póllandi; Sairniingnum fagn- að á Vesturlöndum Walesa vill eiga viðræður við sovéska ráðamenn Brussel, Varsjá. Reuter. GEORGE Bush Bandarikjaforseti og talsmenn Evrópubandalagsins fognuðu í gær samkomulagi pólskra stjórnvalda og stjórnarandstöðunn- ar og hétu að vinna að aukinni efhahagssamvinnu og viðskiptum við Pólland. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, óháðu verkalýðsfélaganna, sagði í gær í Varsjá, að hann hefði áhuga á að fara til Moskvu og ræða þar við ráðamenn um umbæturnar. Pólska stjórnin og stjórnarand- staðan gerðu með sér sögulegt sam- komulag í fyrradag, sem felur í sér, að komið verði á auknu lýðræði í landinu, að Samstaða verði leyfð með lögum og stjómarandstaðan taki- höndum saman við stjómina í barátt- unni við kreppuna í efnahagslífinu. Fær stjómarandstaðan 35 þingmenn á móti 65 í neðri deildinni en til efrí deildarinnar eða öldungadeildarinnar verður kosið í lýðræðislegum kosn- Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, fyrir utan embættisbústað breska ráðherrans, Downing-stræti 10. Heimsókn Sovétleiðtogans til Bretlands Iýkur i dag, föstudag. Thatcher á fundi með Gorbatsjov: Kjamavopn tryggja frið í Evrópulöndum London, Washington. Reuter. Daily Telegraph. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, líkti í gær umbóta- tilraun Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga við „friðsamlega byltingu" og sagði Breta eiga þá ósk heitasta að hún bæri árangur. Hún sagði Breta dást að þeirri „framsýni og djörfung" sem beitt hefði verið til að hrinda umbótastefhunni af stað. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans er hún hélt kvöldverðarboð til heiðurs Sovétleiðtoganum og eiginkonu hans, Raísu. Breskir embættismenn sögðu að fjögurra stunda viðræður leiðtog- anna í gær hefðu verið vinsamlegar og sovéski leiðtoginn hefði verið afar hreinskilinn er hann lýsti þeim vandamálum sem stuðningsmenn umbótastefnunnar, perestrojku, ættu við að glíma í Sovétríkjunum. Helstu umræðuefni leiðtoganna voru takmörkun vígbúnaðar og sam- skipti austurs og vesturs. Breski for- Danmörk: Náttúruvemd á tímamótum NÝ umhverfisverndarlög, rígur milli einstakra félaga og síðast en ekki síst myndin „Lífsbjörg í norðurhöfúm" hafa valdið því, að dönsk umhverfisverndarsamtök standa nú á nokkrum timamótum. Sýning myndarinnar „Lífsbjörg í norðurhöfum" hefur augljóslega snúið almennings- álitinu gegn grænfriðungum og það bitnar einnig á öðrum um- hverfísvemdarsamtökum, jafn- vel þeim, sem kunn eru fyrir vönduð vinnubrögð og hafa ekki verið sátt við baráttuaðferðir Greenpeace. Af þessu hafa for- svarsmenn þeirra miklar áhyggj- ur. Umhverfisvemdarmenn hafa verið í stöðugri sókn í heilan áratug en nú virðist ætla að verða nokkur uppstytta í þeim efnum. Þá kemur einnig til, að töluverð samkeppni er milli ein- stakra félaga auk þess sem í nýrri umhverfísmálalöggjöf em í raun gerðar meiri kröfur en áður til náttúruvemdarmanna og málflutnings þeirra. Um þessi nýju viðhorf hefur allmikið verið fjallað í sumum dönsku fjölmiðl- anna. Sjá „Gagnrýnin á grænfrið- unga ...“ á bls. 20. sætisráðherrann gagnrýndi Sovét- menn vegna þeirra gífurlegu birgða er þeir hafa komið sér upp af efna- vopnum og þá ákvörðun Sovétstjóm- arinnar að selja Líbýumönnum full- komnar sprengjuþotur. Thatcher hvikaði í engu frá þeirri stefnu sinni að endumýja bæri skammdræg kjarnavopn Atlantshafsbandalagsins í Evrópu. Sovéski leiðtoginn endur- tók fyrri tillögur sínar um að eyða bæri öllum kjamavopnum í Evrópu en Thatcher sagði að fælingarmáttur slíkra vopna væri einmitt það sem tryggt hefði frið í álfunni. Gennadíj Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, við- urkenndi í sjónvarpsviðtali að Sovét- menn hefðu selt Líbýustjóm sex sprengjuþotur með búnaði til 500 km flugs og hefði verið gengið frá þess- um samningum 1986. Gaf talsmað- urinn í skyn að Bandaríkjastjórn hefði ákveðið að hrinda af stað um- ræðu um málið nú til að reyna að spilla fyrir bættum samskiptum Breta og Sovétmanna. Stjóm Gadd- afís í Líbýu er talin hafa stutt hermd- arverkamenn írska lýðveldishersins, IRA, með fé og vopnum. ingum. Fær öldungadeildin einnig takmarkað neitunarvald gagnvart lagasetningum. Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, sagði, að Bandaríkjaforseti hefði innilega fagnað þeim áfanga, sem náðst hefði í Póllandi á leið til lýðræðislegra stjómarhátta, og vildi gera sitt til að aðstoða við efnahags- lega uppbyggingu í landinu. Á svip- aða strengi var slegið i yfirlýsingu framkvæmdanefndar EB og er búist við, að fátt sé nú í vegi fyrir samning- um bandalagsins og pólskra stjóm- valda. Walesa, leiðtogi Samstöðu, sagði í gær, að honum léki hugur á að ræða við sovéska ráðamenn um umbætumar í Póllandi. „Það vakir ekki fyrir mér að ergja einn eða neinn, aðeins að auka mönnum skiln- ing á þvi, sem við erum að gera. Við viljum leysa okkar eigin vanda- mál en ekki valda ókyrrð... umfram allt, ekki valda ókyrrð," sagði Walesa og er litið á þessi orð hans sem hálf- gert loforð um, að Samstaða muni fara sér hægar en á árunum 1980-81. Náinn aðstoðarmaður Walesa sagði í gær, að líklega færi Walesa til Moskvu en sovéskir embættis- menn hefðu hins vegar viljað fá tryggingu fyrir því að hann forðaðist pólitísk upphlaup áður en hann fengi slíkt boð. Reuter Aðflutningsleiðum til Nepal lokað Mikill skortur er á nauðsynjavörum í Nepal en tvær vikur eru síðan indversk stjórnvöld hófu að beita Nepalbúa viðskiptaþvingunum. Samskipti ríkjanna versnuðu skyndilega á síðasta ári þegar Nepalbú- ar keyptu 70 loftvarnabyssur af Kínverjum og seint í síðasta mán- uði neituðu Indverjar að endurnýja viðskiptasamning þjóðanna. Ind- veijar lokuðu öllum fimmtán aðflutningsleiðum inn i landið að undan- skildum tveimur en þar leyfðu þeir takmarkaða umferð. Myndin er frá mótmælum Nepalbúa i Nýju Delhí á miðvikudag. Sovéskir kettir: Matvand- ir eða bara lífhræddir? Moskvu. Daily Telegraph. NÍU AF hverjum tíu köttum í Sovétríkjunum eru þeirrar skoðunar að vepjulegar pylsur séu óhæfar til katteldis — og þá líklega einnig manneldis. Þetta kom fram í tilraun sem dagblaðið Liternatúmaja Gaz- eta gerði nýlega til stuðnings gagnrýni sinni á þarlenda pylsugerðarmenn. Yfirstétt landsins getur keypt gæðapylsur í sérverslunum, en það er útbreidd skoðun að venju- legar pylsur séu afar ógeðfelldar og þefy hryllilega. Blaðið heldur því fram að hvers kyns óþverra sé umsvifalaust bætt í hráefnið og fólk hafi fundið neglur, sand og glerbrot í afurðunum. Lesendur segjast hafa reynt að bjóða heimilisköttum sínum óhroðann. „í hvert sinn sem við bjóðum Lísu okkar pylsu þýtur hún burt,“ skrifar einn. Annar reyndi að bjóða flækingsketti pylsu. „Hann tók þessu í fyrstu mjög kurteislega, fór með hana út í hom, horfði síðan á hana með viðbjóði, leit ásökunaraug- um til okkar og gekk á brott."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.