Morgunblaðið - 07.04.1989, Side 4

Morgunblaðið - 07.04.1989, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 VERKFALL HÁSKÓL AMENNTABRA RÍKISSTARFSMANN A Starfsemin hefiir gengið áfallaiaust - segir hjúkrunarfor- stjóri Landspítalans „Starfsemin hefur gengið vel eftir atvikum frá því að verkfall skall á, ekki síst fyrir góða sam- vinnu. Við viljum auðvitað að sjúklingamir verði fyrir sem allra minnstu óþægindum, en það er óhjákvæmilegt annað en að loka nokkrum deildum,“ sagði Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítal- ans, í samtali við Morgunblaðið. Unnið var áfram í gær við að útskrifa sjúklinga, en alls má búast við að fluttir verði til eða útskrifað- ir rúmlega eitt hundrað sjúklingar. Landspítalinn átti bráðavaktina síðastliðinn miðvikudag, daginn fyrir verkfall, og komu þá 36 nýir sjúklingar inn. Borgarspítalinn tek- ur bráðavaktina í dag fyrir Lands- pítalann. Vigdís sagði að einni og hálfri handlæknisdeild yrði lokað svo og einni og hálfri lyflæknisdeild og hálfri bamadeild. Rúmum var fækkað á taugadeild og hálfri bæklunardeild hefur verið lokað. Fækka þarf trúlega fleiri rúmum á bæklunardeild ef verkfall dregst á langinn, að sögn Vigdísar. Alls eru 63 hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum í 49 stöðugildum í verkfalli. Undanþágur voru veitt- ar fyrir sjö hjúkrunarfræðinga í gær fyrir utan þá sem löglega eru á undanþágum ( verkföllum. Grænmeti og fóður ekki flutt inn Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins gefur ekki út innflutnings- leyfi fyrir fóður og grænmeti á meðan á verkfalli Félags íslenskra náttúrufræðinga stendur. Of fljótt er að segja til um áhrif verkfalls á Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, en þar eru matvæla- og næringafræðingar ( verkfalli. Verkfall þeirra kemur fyrst og fremst fram í útgáfu útflutnings- vottorða fyrir lagmetisfyrirtæki, sem ekki eru innan Sölusamtaka lagmetis, að sögn Gríms Valdi- marssonar, forstjóra RF. Útgáfa vottorðanna leggst með öllu niður. Önnur þjónusta á vegum Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins liggur niðri. Gerlamælingar og snefilefnamælingar eru á hálfum afköstum svo og ýmsar mælingar fyrir lýsisiðnaðninn, mælingar f fiskimjöli og fleira. Að sögn Gríms, gerir stutt verkfall engum neitt á þessu sviði. Dragist það á langinn, geta þeir, sem á sérhæfðri mæl- ingaþjónustu þurfa á að halda, leit- að erlendis eftir þeim. Það hefði þó ýmis óþægindi I för með sér og aukin kostnað. Baráttumið- stöð BHMR- félaga opnuð Baráttumiðstöð BHMR-félaga var opnuð upp úr hádegi í gær og verður opin á virkum dögum frá klukkan 13.30 til 16.30. Þar verða fluttar fréttir af gangi samningamála auk þess sem Ut- varp Rót mun flytja fréttir af gangi mála á milli 16.30 og 17.00. Morgunblaðsmenn heimsóttu miðstöðina í gær þegar fólk var að týnast inn. „Það er forkastanlegt að ekki skuli hafa verið hægt að setjast niður til samningaviðræðna fyrr en nú. Samningamir voru lausir um áramót og að mínu mati er ríkis- valdið búið að hundsa alla okkar viðleitni til viðræðna. Ríkisvaldið virðir okkur ekki viðlits fyrr en Morgunblaðið/Ámi Sæberg Félagar í Félagi íslenskra náttúrufræðinga sátu á rökstólum í Sóknarhúsinu, en þar er til húsa Baráttumiðstöð BHMR-félaga. Hér eru þau Sif Jónsdóttir náttúrufræðingur í Blóðbanka, Gunn- ar Sigurðsson hjá Rannsóknastofiiun landbúnaðarins og fulltrúi FÍN í undanþágunefiid, Bjöm Ævar Steinarson hjá Hafrannsókna- stofiiun og Auður Antonsdóttir náttúrufiræðingur á rannsókna- stofti í veirufræði og hún er jafhframt formaður verkfallsstjóm- ar FÍN. allt er komið í hnút. Indriði H. Þorláksson, formaður samninga- nefndar ríkisins, lýsir því yfir í (jöl- miðlum að kröfur okkar séu óþekktar. Það vita allir að við vilj- um reyna að ná þeim kaupmætti sem við höfðum á síðasta ári. Ef ríkisvaldið hefði borið einhveija virðingu fyrir samningsrétti okkar og mætt til viðræðna, hefði trúlega aldrei komið til verkfalla," sagði Gunnar Sigurðsson, náttúrufræð- ingur hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins og fulltrúi undanþágu- nefndar FÍN. Gísli Þór Sigurþórsson, kennari við Æfingadeild KHÍ, sagði að kjör kennara væru orðin þannig að óhjá- kvæmilegt væri að komast hjá verkfalli. „Verkfallsaðgerðir virð- ast því miður það eina sem stjóm- völd skilja.^ Fyrir ári síðan höfnuðu félagar HlK verkfalli og þá var ekki einu sinni talað við okkur. Það er ómögulegt að segja til um lengd verkfallsins. Maður tekur bara einn dag fyrir í einu og vonar auðvitað að verkfall þurfí að vera sem styðst. Það var ekki rætt við okkur fyrr en tveimur dögum fyrir boðað verk- fall. Ef vilji hefði verið fyrir hendi, væri nú búið að leysa smáu mál- in,“ sagði Gísli Þór. Aðeins þeir, sem eiga erindi fa inngöngu - segir skólasljóri VÍ Verkfallsvörðum Hins íslenska kennarafélags var meinaður að- gangur að Verslunarskóla ís- lands f gærmorgun. Það var húsvörður skólans, sem stóð við dyravörsluna, og visaði hann verkfallsvörðum burtu. Þor- varður Elíasson, skólastjóri VÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að engum væri hleypt inn f skól- ann nema hann ætti eitthvert erindi. Verkfallsverðir HÍK og kennarar annarra skóla væru Verslunarskólanupi óviðkom- andi og hefðu ekkert þangað að gera. Um 60 kennarar VÍ eru í HÍK og þar með í verkfalli. Eftir eru fímmtán kennarar, sem gegna óverulegri kennsluskyldu í skólan- um. Þeir eru við störf, en mætinga- skylda nemenda hefur verið felld niður. Verslunarskólinn fellur undir lögin um stéttarfélög og vinnudeil- ur, en ekki undir lögin um réttinda- skyldur opinberra starfsmanna eins og kennarar annarra skóla innan HIK. Sérstaða Verslunarskólans liggur í því, að sögn Þorvarðar. Verslunarskólinn er rekinn af Verslunarráði íslands, sem tilnefnir fulltrúa i skólanefnd og semur sú skólanefnd fyrir hönd skólans við HÍK. Kennarar HÍK í öðrum skólum eru opinberir starfsmenn og verk- fallsreksturinn allur samkvæmt lögum þar um. Þau lög ná ekki yfir Verslunarskóla íslands þar sem kennarar eru ekki opinberir starfs- menn. Því vinnur skólinn undir al- mennum lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. „Að sjálfsögðu getur HÍK viðhaft verkfallsvörslu með þeim hætti sem þeir vilja og geta. Ég er ekki að koma í veg fyrir hana með því að hleypa verkfalls- vörðum ekki inn f skólahúsið. Þeir hafa hinsvegar ekkert hingað að gera því til að fremja verkfallsbrot þurfa hingað einhveijir að koma sem eru ( verkfalli. Kennarar VÍ, sem eru í verkfalli, hafa hingað ekkert erindi og með því geta verk- fallsverðir fylgst. Þeir þurfa bara ekki inn í skólann til þess,“ sagði Þorvarður. Sigurður Svavarsson á sæti í verkfallsstjóm HÍK. Hann sagði verkfallsverði enga ástæðu til að ætla annað en að verkfall væri virt í Verslunarskólanum. Hinsvegar hefði verið meiningin að heimsækja alla framhaldsskólana í gær og grunnskólana í dag. „í almennum lögum um vinnudeilur er engin sérstök klausa um verkfallsvörslu. Aðeins er kveðið á um að óheimilt sé að gera nokkuð það sem hindri að verkfall hafi sinn gang. Hins- vegar er ómögulegt að tiyggja það að verkfallsreglum sé fylgt nema hægt sé að fylgjast með fram- kvæmd þess. Þegar einn aðili bregst svona við, getum við ekki annað en litið á það sem einskonar stríðsyfirlýsingu," sagði Sigurður. Verkfalls- sjóður HÍK fær milljón fráKI Hinu íslenska kennarafélagi barst í gær aukaframlag i verk- fallssjóð sinn frá Kennarasam- bandi íslands. Það var formaður KÍ, Svanhildur Kaaber, sem af- henti HÍK eina milljón króna og sagði við tækifærið að þetta væri aðeins byijunin. Það kæmi eflaust meira siðár. Svanhildur afhenti peningana í baráttumiðstöð BHMR-félaga, sem er til húsa í húsnæði Sóknar í Skip- holti. Hún sagði að stjóm og full- trúaráð KÍ hefði samþykkt að leggja fram í verkfallssjóð KÍ þá upphæð, sem næmi allt ársyöxtum inneignar sjóðsins. Ársvextimir gætu numið allt að tfu milljónum króna. Þess má geta að HlK á sjálft um það bil sextán milljónir í verk- fallssjóði. Félagar úr Kennarasambandi íslands héldu flöldafund í gær í Templarahöllinni við Eiríksgötu og gengu að honum loknum fylktu liði að fiármálaráðuneytinu. Þar var ráðherra afhent ályktun KÍ og kröfðust tafarlausra úrbóta í launa- málum. Kennsla í grunnskólum landsins féll að mestu niður í gær vegna stuðningsaðgerða KÍ við verkfall HÍK. Blóðbirgðir duga fram yfir helgina Undanþágunefiid Félags íslenskra náttúrufræðinga af- greiddi tiu umsóknir i gær og fengust undanþágur fyrir þijá náttúrufræðinga, einn á Blóð- banka til viðbótar við þann sem fyrir var á vakt, einn við veiru- rannsóknir og einn fyrir Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins sem annast mun gæslu og fóðrun á tilraunadýrum. Ólafur Jensson, yfirlæknir Blóð- bankans, sagði starfssemina hafa gengið snurðulaust fyrir sig í gær. Upp hefði komið að bregðast við nauðlendingu flugvélar á Keflavík- urflugvelli laust fyrir hádegi, en sem betur fer hefði tekist farsæl- lega með lendinguna. Blóðbankinn hefði samt sem áður þurft að vera í viðbragðsstöðu og því voru kallað- ir út þrír náttúrufræðingar til við- bótar við þann sem fyrir var á vakt. Ólafur sagði að blóðbirgðir þær sem nú þegar væru til og skimaðar með tilliti til hættulegra veira dygðu eflaust fram yfir helgi. Áfram væri unnið að blóðsöfnun þrátt fyrir verkfall. Það verk ynnu hjúkrunarfræðingar Blóðbankans sem allar væru í Hjúkrunarfélagi íslands og þar af leiðandi ekki í verkfalli. Hinsvegar þyrfti að kalla til náttúrufræðinga þegar kæmi að skimun blóðsins. „Það dregur vissulega verulega úr blóðnotkun þar sem fyrirfram ákveðnum aðgerðum hefur öllum verið frestað um sinn. Hinsvegar verðum við að sinna öllum bráðatil- vikum og því sem teljast má sjúkl- ingum hættulegt. Því verður slysa- varðsstofan að hafa algjöran for- gang auk alls annars sem kann að koma óvænt upp,“ sagði yfirlæknir Blóðbankans. Menn fljúga og sigla á eigin ábyrgð - segir starfsmaður Veðurstofii íslands VEÐURSPÁR eru ekki sendar út á meðan á verkfalli BHMR stendur þar sem allir veðurfræð- ingar Veðurstofu íslands hafa laggt niður vinnu. Þegar Morg- unblaðið hafði samband við Veð- urstofuna í gær voru aðeins tveir starfsmenn á vakt, en þeir hafa með höndum undirbúningsvinnu fyrir veðurfræðinga. Lesnar verða veðurlýsingar i útvarp á þriggja tíma fresti, en að öðru leiti veitir Veðurstofan engar upplýsingar nema i neyðartilvik- um. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Einn af Fokkerum Flugleiða skömmu fyrir flugtak á Reykjavíkur- flugvelli í gær. „Einn veðurfræðingur verður innan seilingar á daginn til að fylgj- ast með því hvernig vindar blása og mun hann gefa út aðvaranir ef tilefni gefst,“ sagði Bjöm Karlsson, starfsmaður Veðurstofunnar, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að flugturnar fengju engar upplýsingar um veður og því væri flugið, bæði innanlands- og al- þjóðaflug, alfarið á eigin ábyrgð flugmanna. Jafnframt væru allar siglingar á ábyrgð skipstjóra. „Þetta er auðvitað gífurleg áhætta, sérstaklega fyrir flugið. Það má vel búast við því að einhveijar flug- ferðir falli niður vegna verkfallsins því flugstjórar, sem hér ætla til dæmis að lenda án þess að fá upp- lýsingar um veðurfar, eru að taka mikla áhættu," sagði Bjöm. Alirifa gæt- ir í fluginu Innanlands- og millilandaflug raskast nokkuð vegna verkfalls veðurfræðinga og i gær urðu fyrstu óþægindin vegna þessa. Þá urðu smátafir á flugi innan- lands vegna strangari reglna sem Flugleiðir settu með tilliti til skyggnis og skýjafars. Verk- fallið hefur þau áhrif á milli- landaflugið, að skrá verður tvo varaflugvelli erlendis i stað eins áður og því verða flugvélarnar að bera meira eldsneyti. Það þýðir færri farþega og hugsan- legar millilendingar. „Flugleiðir sáu sér ekki annað fært í innanlandsfluginu en að setja töluvert strangari reglur til þess að tryggja sem best öryggi far- þega, áhafna og flugvéla. Þetta ætti að ganga snurðulaust ef veður er skaplegt, en gæti kostað tafir ef veður versnar," sagöi Einar Sig- urðsson fréttafulltrúi Flugleiða í samtali við Morgunblaðið. Viðmælendur Morgunblaðsins í flugmannastétt á Reykjavíkurflug- velli sögðu að innanlandsfiugið hefði gengið eðlilega fyrir sig fram að hádegi, eða þangað til að tólf klukkustundaspá Veðurstofu ís- lands rann út. Þeir sem rætt var við vom sammála um að bagalegt væri að hafa ekki veðurspár við höndina, sérstaklega hvað varðaði varaflugvelli ef eitthvað færi úr- skeiðis. Flugumferðarstjórar á vakt í flugtuminum á Reykjavíkurflug- velli sögðu.( samtali við Morgun- blaðið að veðurspárleysið snerti þá líklega minnst af öllum í fluggeir- anum. „Veðurathuganir fyrir flug- vallarsvæðin berast reglulega þannig að við getum sagt til um hvort fært sé til og frá viðkomu- stöðum. Hvemig ástandið er á milli getur aftur verið erfiðara að henda reiður á,“ sögðu viðmælendur blaðsins. í úthafsdeildinni gerðu menn lítið úr vandanum og sögðu störf deildarinnar lítið eða ekkert raskast. Bagalegt fyrirflotann „VERKFALL veðurfræðinga hlýtur að vera bagalegt fyrir íslensku fiskiskipin, til dæmis smábátana,“ sagði Hálfdán Henrýsson, deildarstjóri fijá Slysavarnafélagi Islands, f sam- tali við Morgunblaðið. Hálfdán sagði að íslensku skipin hlustuðu mikið á veðurfréttir en f verk- fallinu sendir Veðurstofan ein- ungis út viðvaranir um storm. „Mörg fískiskip em að vísu kom- in með veðurkortamóttakara sem fá upplýsingar um veður frá Bret- landi og Bandaríkjunum. Einnig ná skip á milli íslands og Evrópu veðurfregnum BBC, breska út- varpsins, en íslensku veðurfréttim- ar em betri en þær og oftar sendar út,“ sagði Hálfdán. Hann sagði að skip, sem væm í fömm á milli ís- Iands og annarra landa, gæfu Veð- urstofunni einnig upplýsingar um veður, svo og fengi hún upplýsing- ar um veður við landið frá nokkrum togumm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.