Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 „Við kynnt- umst fyrst í Keflavík“ LEIKFÉLAG Keflavíkur frum- sýnir í kvöld revíuna Við kynnt- umst fyrst í Keflavik. Höfundur er Ómar Jóhannsson og leikstóri Hulda Ólafsdóttir. Revían er í 5 þáttum sem tengdir eru saman af sögumanni og er í þeim stikl- að á lífinu í Keflavík á 40 ára tímabili, fi-á árinu 1949 til 1989. Þetta er stærsta verkið sem Ómar hefur skrifað til þessa, en hann hefur fengist nokkuð við að skrifa styttri þætti og gaman- mál með góðum árangri. í revíunni Við kynntumst fyrst í Keflavík koma fram um 20 leikar- ar og 4 manna hljómsveit ungra og efnilegra hljómlistamanna. Sýningar verða í Félagsbíó og verður frumsýningin í kvöld eins og áður sagði og hefst hún kl. 20.30. Á sunnudag verða síðan tvær sýningar, kl. 17.00 og 20.30 og á þriðjudaginn verður svo fjórða sýning og hefst hún kl. 20.30. BB Lesin þýsk ljóð FJÖGUR v-þýsk ljóðskáld lesa úr eigin verkum á samkomu á vegum Goethe- stofnunarinnar og Máls og menningar í Norræna húsinu á morgun, laugardag kl. 14. Skáldin eru stödd hér á landi vegna útkomu bókarinnar „Og trén brunnu", sem er safii þý- skra nútimaijóða, er Mál og menning gefiir út. Wolfgang Schiflfer ritstýrði þ'óðasafiiinu í samvinnu við Franz Gíslason, og kemur hann einnig hingað til lands af þessu tilefiú. Þýsku skáldin sem um ræðir eru þau Ulla Hahn, Jurgen Becker, Guntram Vesper og Gunter Kun- ert, en auk þeirra munu nokkrir þýðenda ljóðanna lesa upp á sam- komunni í Norræna húsinu. Þýðendur ljóðanna eru Arthúr Björgvin Bollason, Eysteinn Þor- valdsson, Franz Gíslason, Guð- bergur Bergsson, Hannes Péturs- son, Kristján Ámason, Pétur Gunn- arsson, Sigfús Daðason, Sigurður A. Magnússon og Steinunn Sigurð- ardóttir. Leiðrétting í frétt um áhrif verkfalls hjúk- runarmenntaðra hjúkrunarfræð- inga hjá heilsugæslustöðinni á Sel- tjamamesi, sem birtist á bls. 4 í Morgunblaðinu í gær, féllu niður nokkur orð. Vegna þessa er tekið fram að öll almenn læknisþjónusta er óbreytt. Nýlistasafiiiö: Gjörningar um helgina Projektil-hópurinn stendur fyrir sýningu i Nýlistasafiiinu sem opnar í kvöld klukkan 19. Á sýningunni sýna þeir Björn Roth, Daði Guðbjörnsson, Eggert Ein- arsson og Omar Stefánsson verk af ýmsum toga s.s. höggmyndir, teikningar, málverk i oliu- og vatnsliti og mónóþrykk. Sérstak- ir gestir sýningarinnar eru þeir Jón Gunnar Arnason, Kristján Guðmundsson og Dieter Roth en alllangur tími mun liðinn frá því hann sýndi siðast verk sfn hér- lendis. Projektil-hópurinn var stofnaður árið 1980 og sýndi fyrst á Akur- eyri. Um helgina mun hópurinn standa fyrir flutningi geminga í Nýlistasafninu og koma þar ýmsir gjömingameistarar fram s.s. Ámi Ingólfsson, Eggert Einarsson, Helgi Skj. Friðjónsson, Ómar Stef- ánsson og Þorri Jóhannsson. Sýnir í Djúpinu ULLA Hosford opnar málverka- sýningu i Djúpinu á morgun, laugardag, og mun sýningin standa til 23. apríl. Ulla Hosford er fædd í Svíþjóð árið 1944 og hefur hún haldið flölda einkasýninga, en þetta er í fyrsta skipti sem hún heldur sýn- ingu hér á landi. Tónleikar Karlakórs Reykjavíkur KARLAKÓR Reykjavíkur held- ur sína árlegu tónleika fyrir styrktarfélaga og velunnara kórsins dagana 9., 10., 12. og 15. april. Tónleikarnir 9. og 15. apríl heQast klukkan 16 en hinir klukkan 20.30. Tónleikamir em haldnir í Lang- holtskirkju. Söngskráin er fjöl- breytt að vanda, flutt verða bæði innlend og erlend lög. Páll Pampichler Pálsson sem hefur verið stjómandi kórsins síðastliðin 24 ár dvelur nú í Graz í Austurríki. Hann er í ársleyfl frá störfum hér heima og leggur stund á tónsmíðar í sínu fyrra föðurlandi. í hans stað stjóma kómum þau Catherine Williams, sem er jafn- framt undirleikari kórsins, og Odd- ur Bjömsson. Einsöngvari með kómum að þessu sinni er Kristinn Sigmundsson óperusöngvari. (Fréttatilkynning) Heilbrigðis- dagurinn í dag Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hélt upp á 40 ára afinæli sitt á síðasta ári. Frá upphafi hefur stofiiunin beitt sér fyrir því að stofiidags hennar, 7. apríl, hefur verið minnst sem alþjóðaheil- brigðisdags undir kjörorði, tengdu heilbrigðismálum. Að þessu sinni hefur verið ákveðið að kjörorð alþjóðaheilbrigðis- dagsins væri: Fjöllum um heil- brigði og hreysti. Nýlega ákváðu Norðurlanda- þjóðimar að 7. apríl yrði_ einnig norrænn heilbrigðisdagur. í tilefni þess hefur Norræni heilsuvemdar- háskólinn í Gautaborg, sem norður- landaþjóðimar reka í sameiningu, stofnað til verðlauna sem veita má einstaklingi, stofnun eða félaga- samtökum, sem hafa með starfí sínu haft áhrif á bætt heilsufar á Norðurlöndunum. Verðlaunin verða að þessu sinni veitt tveimur einstaklingum þeim Leo Kaprío frá Finnlandi og Peter F. Hjort frá Noregi. Sýnir í Nýhöfti INGIBJÖRG Jónsdóttir opnar sýningu á lágmyndum i Lista- salnum Nýhöfii, Hafiaarstræti 18, á morgun kl. 14-16. Verkin á sýningunni era unnin á síðustu þremur áram. Þau era ofín úr bronsþræði, hrosshári og líni. Einnig notar hún í myndum sínum plötur úr steini. Ingibjörg er fædd í Reykjavík árið 1959. Hún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1980. Arið 1978-79 fór hún til náms í Mexíkó við Instituto Nacional de Bellas Artes, þar sem hún lagði stund á hefðbundin ii—i ............ skúlptúr og vefnað. Árið 1983—84 var hún svo við framhaldsnám í Kaupmannahöfri. Þetta er fyrsta einkasýning Ingi- bjargar en hún hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlend- is. Hún hefur verið kennari við Myndlista- og handíðaskólann frá 1986. Sýningin sem er sölusýning, er opin virka daga frá klukkan 10—18 og um helgar frá klukkan 14—18. Henni lýkur 26. apríl. Tónleikar í V íðistaðakirkju MARGRÉT Óð- insdóttir mezzó- sópran og David Knowles pianóleikad halda tónleika í Víðistaðakirkju í Hafharfirði Iaugardaginn 8. apríl klukkan 17. Margrét hóf söngnám í Tónlist- arskóla Kópavogs árið 1982 og var kennari hennar þar Ásta Thorsten- sen. Sl. 4 ár hefur Margrét verið við nám hjá Sieglinde Kahmann í Tónlistarskóla Garðabæjar. Tónleikamir era jafnframt loka- próf Margrétar við skólann. Á efn- isskrá era íslensk og erlend ljóð og óperaaríur. Öllum er heimill aðgangur. Námskeið hjá Þrídrangi Dulfræðingurinn Michael L. Willocks heldur námskeið 8.-9. apríl sem nefnist „Þú ert afl þeirra hluta sem gera skal“. Námskeiðið fer fram á Lauga- vegi 163, 3. hæð, og byijar klukk- an 10 á laugardag. LISTAGÓÐUR MATSEÐILL Húsió opnar kl. 19. Miómerí 3600. Kntunars. 29900. ,jðS $ |s IjíS % l: ÞJÓÐAR SPAUG TOfH Ö5ÓFÍ1H j'A&A'i Li\LIjL'i ÍÁUQAíIirmm- íílVÖLD ■|'s Ifi I i þarsem allir skemmta sér!! mánud. SIÖPDANSLÉÍfcU*! ÞÖRSÍCAFC BRAUTARHOLTI20, SÍMAR 23333 & 2333E [tM&GÍtöM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.