Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 21 Sjálfstæðismál Færeyinga: Viljum aukna ábyrgð á eigin efiiahagsmálum - segir Jogvan Sundstein lögmaður um stefhu nýju landsljórnarinnar JOGVAN Sundstein, lögmaður Færeyja, segist vera lítt hrifinn af því er danskir fjöliniðlar noti orðið „sambandsslit" er þau Qalli um auknar sjálfstæðiskröfur Færeyinga. Ljóst sé að lokatakmark margra færeyskra stjórnmálaflokka, þ. á m. hans eigin flokks, sé sjálfstæði landsins og einn núverandi stjórnarflokka, Þjóðveldisflokkurinn, vilji beinlinis stofiia feereyskt lýðveldi. Sundstein segir að það mál sem hljóti að yfirskyggja öll önnur í færeyskum stjómmálum núna sé eftia- hagsástandið og ákveðnar tillögur landsljórnarinnar sem beinast að því að Færeyingar taki í sínar hendur ýmis mál er nú em undir stjórn Dana. Sundstein segir þessar tillögur ekki síst hafa að markmiði að auka ábyrgð Færeyinga sjálfra á efna- hagsmálum sínum. „Danska stjómin hefur um ára- tuga skeið greitt ákveðinn hundraðs- hluta, oft 50%, af vissum útgjaldalið- um landstjómarinnar til félagsmála. Á síðasta ári var veralegum hluta þessara útgjaldaliða slegið saman í einn og þannig varð til svonefnt „bloktilskud" (heildarfjárveiting) sem landstjórnin fær til sjálfstæðrar ráðstöfunar. Stuðningur danskra stjórnvalda nam á síðasta ári saman- lagt 750 - 800 milljónum d.kr. (5.400 - 5.800 milljónum ísl.kr.) og hefur aðstoðin farið hækkandi undanfarin ár. Fjárhæðin svarar til liðlega fimmtungs allra útgjalda landstjórn- arinnar." Sundstein sagðist hafa varpað fram þeirri hugmynd að íjárstuðn- ingnum yrði smám saman hætt, t.d. á 10 - 20 ára tímabili, þar sem lands- menn yrðu seint færir um að sýna ábyrgðartilfinningu í ríkisíjármálum meðan fólk vissi að það gæti ávallt treyst á sívaxandi ijárhagsaðstoð frá stjómvöldum í Kaupmannahöfn. Skammtímamarkmið landstjómar- innar væri að fjárstuðningur dan- skra stjórnvalda yrði fyrst í stað frystur og síðar lækkaður og sjálfs- forræði aukið veralega ásamt þeirri ábyrgð er því fylgdi. Grípa yrði til róttækra aðgerða gegn hrikalegum skuldum landsins erlendis þegar í Minnisvarði um ógnirHitlers Þess var minnst á föstudag í fæðingarbæ Adolfs Hitlers, Braunau-am-Inn í Austurríki, að eitt hundrað ár era liðin frá fæðingu ein- ræðisherrans. Reistur var minnisvarði fyrir utan húsið þar sem hann fæddist 20. apríl 1889. Fáir vora viðstaddir þegar minnisvarð- inn, sem er granítsteinn frá Mathausen- fangabúðunum í Austurríki, var afhjúpaður. Á honum er áletrunin: „Friður, frelsi og lýð- ræði. Endalok fasismans. Milljónir fórnar- lamba era áminning til okkar.“ dönsku stjórnmálamennirnir, sem þora að setja sig upp á móti þeim, enda era baráttumál þeirra flestra vel undirbúin og grandvölluð. Sem dæmi má nefna dönsku náttúra- vemdarsamtökin, sem era lang- stærst með 270.000 manns á bak við sig. Á skrifstofu þeirra við Strikið í Kaupmannahöfn era margir sérfróð- ir menn og vel menntaðir lögfræð- ingar, sem kanna hvert mál ofan í kjölinn áður en lagt er til atlögu. Hafa þeir það að einkunnarorðum að vera meira en 100% vissir í sinni sök. Samt óttast þeir, að umræðan um grænfriðunga muni gera þeim erfitt fyrir og svo er einnig um for- ystumenn annarra umhverfisvernd- arsamtaka. Fleira kemur þó til, sem veldur því, að danskir umhverfisverndar- menn standa á nokkram tímamót- um. Nú er verið að setja ný um- hverfisverndarlög, sem eiga að ein- falda núgildandi lög, auðvelda al- menningi að koma kvörtunum á framfæri og þrengja kosti fyrir- tækja, sem valda mengun, en svo undarlegt, sem það er, þá hafa flest umhverfísvemdarsamtökin snúist gegn nýju lagasetningunni. Myndir af fiski, sem drepist hefur vegna mengunar, og aðrar slíkar hafa hing- að til gefið umhverfisvemdarsam- tökum byr undir báða vængi en í nýju lögunum er ekki tekið mark á auglýsinga- og áróðursspjöldunum einum saman. Það þarf meira að koma til. Það krefst aftur meiri vinnu og fyrirhafnar. Eins og fyrr segir era danskir stjórnmálamenn hlynntir umhverfis- vemdarsamtökunum og Lone Dyb- kjær umhverfismálaráðherra hefur haft mikið samstarf við þau. Samt hefur hún séð ástæðu til að benda þeim á, að þau hafa engan einka- rétt á umhverfis- og náttúrvernd. „Það er vandamál með sum þessara félaga, að þau sjá málin aðeins frá einni hlið,“ segir hún. Frá Þórshöfii. Jogvan Sundstein, lögmaður Færeyja, segir nýju landstjórnina staðráðna í að grípa til róttækra aðgerða gegn er- lendri skuldasöftiun. stað og útrýma viðskiptahallanum. Sundstein sagði að þótt lokatak- mark flokks síns væri „fullt sjálfs- forræði" þá teldi hann að það tak- mark væri enn fjarri. Ýmis atriði, er algert sjálfstæði hefði í för með sér, s.s. sjálfstæð utanríkisstefna, hefðu lítt verið rædd. Þess mætti þó geta að þorri Færeyinga væri hlynntur samtarfi við Atlantshafs- bandalagið (NATO) og málið væri ekki til umræðu í núverandi sam- steypustjóm þótt Þjóðveldisflokkur- inn, einn stjórnarflokkanna, væri andvígur Atlantshafsbandalaginu. Færeyingar ættu nú sjálfir í samn- ingaviðræðum um viðskipti við Evr- ópubandalagið (EB) sem þeir óskuðu ekki að ganga í þótt Danir væra þar innanborðs. Sundstein sagðist hafa rætt lauslega við Thorvald Stolten- berg, utanríkisráðherra Noregs og núverandi forseta ráðherranefndar EFTA, um mögulega aðild Færey- inga að Fríverslunarsamtökum Evr- ópu (EFTA). Þótt þar væra ýmis ljón í veginum kæmi til greina að auka tengsl Færeyinga við samtökin og málið yrði rætt frekar á næst- unni. Lögmaðurinn tók skýrt fram að landstjórnin í heild hefði ekki tekið neina afstöðu til mögulegrar aðildar Færeyja að EFTA. Mengunarslysið í Alaska: Umhverfisspjöllin gífurleg og afkomu sjómanna ógnað Síldveiðar bannaðar og óvíst hvort laxaseiðum verður sleppt ENN er ekki vitað hvort laxveiðar verða heimilaðar í ár við Prins William-sund í Alaska en lífríkið á þessum slóðurn hefur orðið fyr- ir miklum spjöllum af völdum olíulekans úr olíuskipinu Exxon Valdez sem strandaði þar þann 26. mars síðastliðinn. Áformað hafði verið að sleppa rúmlega 625 miHjónum laxaseiða við Prins William- sund í þessum mánuði og hinum næsta, að sögn Johns van Amerong- ens, ritsljóra tímaritsins AJaska Fishermen’s Journal, en vegna olíu- lekans er hugsanlegt að það verði látið ógert. Síldveiðar hafa þegar verið bannaðar í ár við Prins William- sund og hafa stjórnvöld ákveðið að bæta sjómönnum tjónið. Á síðasta ári var aflinn um 10.000 tonn og verðmæti hans rúmar 11 milljónir Bandaríkjadala (rúmar 580 milljónir ísl. kr.). Áætlað hafði verið að tekjumar yrðu um 15 milljónir dala (tæpar 800 milljónir ísl. kr.) í ár. „Menn hafa miklar áhyggjur af seiðaeldinu og hætt er við að sala á Alaska-laxi gangi erfiðlega þar eð almenningur kann að setja allan fisk sem þaðan berst á markaðinn undir sama hatt og telja hann mengaðan," sagði John van Amer- ongen í viðtali við Morgunblaðið. Sagði hann ógerlegt að leggja mat á tjónið þar eð enn væri ekki ljóst hvort laxaseiðum yrði sleppt eða hvort veiðar yrðu bannaðar. „Áætl- að hefur verið að seiðaeldið í Al- aska skili um 50 milljónum dala (um 2,6 milljörðum ísl. kr.) í vasa sjómanna en villtir laxastofnar era einnig nýttir og því miður er það svo að lítið er hægt að gera til að vernda þá þannig að viðleitni manna hefur einkum beinst að því að bjarga seiðaeldisstöðvunum. Afleiðingar mengunarslyssins eiga eftir að verða víðtækar. Svo kann að fara að mengunin nái til fleiri seiðaeldisstöðva ekki síst ef vind- áttin breytist snögglega en alls hafði verið áætlað að sleppa tæp- lega 626 milljónum seiða við Prins William-sund,“ sagði van Amer- ongen og bætti við að erfiðlega hefði gengið að hefta útbreiðslu olíunnar. Olíubrákin nær nú yfír rúmlega 2.600 ferkílómetra stórt svæði og óttast sérfræðingar að lífríkið hafi orðið fyrir óbætaniegu tjóni. Fugladauði hefur verið gífurlegur en um 10 milljónir gallona af olíu láku úr skipinu. Olíubrákin er óvenju þykk og telja náttúrafræð- ingar það mikið áhyggjuefni þar sem rokgjörn eiturefni svo sem bensen gufa ekki upp af þessum sökum. Því aukast stöðugt líkurnar á því að eiturefni komist inn í fæðukeðjuna sem kann að hafa ógnvænlegar afleiðingar fyrir allt dýralíf á þessum slóðum. Reuter Dráttarbátur dregur Exxon Valdez af strandstað. Talið er að það muni kosta 100 til 200 milljónir Bandarikjadala (5,2 til rúma 10 milljarða ísl. kr.) að hreinsa upp olíuna sem lak úr tönkum skipsins og að það verk geti tekið þrjú ár. Rikisstjóri Alaska hefur farið fram á að Strandgæsla Bandaríkjanna stjórni verkinu. Costa Rica: Arias gagnrýnir Gorbatsjov Washington. Reuter. OSCAR Arias, forseti Costa Rica, sagði á miðvikudag, að Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sov- étríkjanna, hefði ekki gengið nógu langt í yfirlýsingum sinum í Kúbuheimsókninni um frið í Mið-Ameríku. Á blaðamannafundi í fyrradag kvaðst Arias hafa orðið fyrir von- brigðum með yfirlýsingar Gor- batsjovs og sagðist meðal annars sakna þess, að hann hefði ekki minnst á minni stuðning við skæra- liða í E1 Salvador. í ræðu sinni í Havanna sagði Gorbatsjov, að Moskvustjórnin væri reiðubúin að hætta hernaðarstuðningi við Nic- araguastjórn hætti Bandaríkjastjórn að styðja bandamenn sína í Mið- Ameríku en Arias sagði, að þessi yfirlýsing væri alls ófullnægjandi. „Það var ekki minnst á skærulið- ana í E1 Salvador,“ sagði Arias. „Hvaðan fá þeir vopn? Ekki af himn- um ofan. Eg hefði hins vegar gjam- an viljað heyra Gorbatsjov og Castro Kúbuleiðtoga minnast á þá.“ S í M I 1 7 7 5 9 Síldarvagninn + B-matseðill alla virka daga VESTURGÖTU 10, 101 REYKJAVÍK iMM 2486.-kr. sparnadur* * með Dulux El sparnaðar perunni. Til dæmis Dulux El 15w • Sparar 2486 kr. í orkukostnaði miðað við orkuverð Rafmagns- veitu Reykjavíkur 5,18 kr/kw.st. • Áttföld ending miðað við venju- lega glóperu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.