Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 31
MORGUÍfÍBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 Minning: Krístrún Jónasdóttir frá Knappastöðum Fædd 17.júní 1903 Dáin 28. mars 1989 í dag verður jarðsett Kristrún Jónasdóttir sem af vinum var kölluð Rúna frá Knappstöðum, en Knapp- staðir eru í Fljótum í Skagafirði. Kristrún fæddist á Bakka í Vest- ur-Fljótum og voru foreldrar hennar Lilja Stefánsdóttir og Jónas Jósa- fatsson sem lengst bjuggu á Knapp- stöðum. Systkini Kristrúnar voru tíu þar af tvær hálfsystur frá fyrra hjóna- bandi Jónasar. Þrjú þessara systk- ina eru enn á lífi Guðlaug og Krist- inn bæði búsett á Akureyri og Margrét búsett á ísafirði. Um tíu ára aldur fluttist Kristrún frá foreldrum að Gautastöðum í Fljótum til ungra hjóna er þar bjuggu, Jónu Ólafsdóttur og Þor- láks Stefánssonar. Á Gautastöðum átti Kristrún heima framundir tvítugt. Árið 1923 giftist hún Hallgrími Bogasyni og byrjuðu ungu hjónin búskap á Skeiði í Fljótum en flutt- ust síðan að Knappstöðum þar sem þau bjuggu til ársins 1960. Frá Knappstöðum lá leiðin til Reykjavíkur, fyrstu árin voru þau í leiguhúsnæði á Suðurgötu 26 en keyptu síðan litla íbúð í Nökkva- vogi 54 og voru þar meðan heilsan leyfði en síðasta heimili þeirra var á Pvalarheimili Aldraðra við Dal- braut. Hallgrímur lést í júnímánuði 1985, 87 ára gamall. Böm þeirra Kristrúnar og Hallgríms voru fimm og eru fjögur á lífi, öll gift og búsett á Suðurlandi. Elst er Guðný, þá Bogi, Dag- björt, Jónas og Siguijón. Dagbjört lést á síðastliðnu sumri 62 ára göm- ul. Afkomendur Kristrúnar og Hallgríms eru orðnir margir og kann ég ekki að nefna þá tölu, hitt tel ég mig vita með vissu að allt sé þetta manndómsfólk eins og það á ætt til. Ég kynntist Knappstaðafjöl- skyldunni þegar ég var krakki og átti heima á næsta bæ sem hét Húnstaðir en eru löngu komnir í eyði. Mér hefur margt festst í mynni frá þessum árum og einnig í síðari samskiptum við þetta fólk. Það vakti almenna athygli hvað þessi hjón voru samrýnd jafnt í orðum sem athöfnum. Að eðlisfari voru þau þó ólík. Hallgrímur var hvers manns hugljúfi og brást við flestum vanda er upp kom í mann- legum samskiptum með hæglátu glensi, en Kristrún hafði fastmótaða skapgerð, var órög að taka afstöðu í hveiju máli og fýlgja henni eftir af festu. Þessi ólíka skapgerð kom ekki að sök í þeirra sambúð og leiddi fremur til samheldni en sundrungar. í hugum beggja var hjónabandið hafið yfir hversdags- legar eijur. Þar gilti sú regla að mætast á miðri leið. Þau ræktu foreldrahlutverkið af kostgæfni og voru góð fyrirmynd og félagar barnanna í leik og starfi. Þau áttu einnig traust og vináttu sveitunga sinna og lögðu fram sinn skerf til að auðga og bæta mannlíf- ið í sveitinni með þátttöku í félags- starfi. Knappstaðir voru kirkjustaður og þar bar margan gest að garði, sem allir voru velkomnir af kaffiborði á Knappstöðum. Frá þessu heimili stafaði ferskur andblær sem snart flesta sem því kynntust. Ef ég reyndi með sem fæstum orðum að lýsa henni Rúnu þá yrði það á þessa leið. Hún var eðlisgreind, fríð sýnum, virðuleg í framkomu, glaðvær og ræðin í hópi vina, hún var ekki allra, en vinum tók hún opnum örm- um. Hún gat sett upp strangan svip ef henni þótti vegið að þeim málstað er henni var kær. Hún var trygg uppruna sínum og dáði það umhverfi er hún ólst upp í og fólkið sem þar bjó. Hún hafði ríka þjóðerniskennd og í viðræðum var hún fundvís á fleygar setningar og orðtök sem féllu að því efni sem til umræðu var. Um störf hennar sem húsmóð- ur er óþarft að ræða, þar blöstu staðreyndir við þeim er komu á hennar heimili. Og síðast en ekki síst, þá var hún Rúna dyggur málsvari þeirra sem minna máttu sín í lífinu hvort held- ur voru menn eða málleysingjar. I stórum dráttum er þetta sú mynd mótaðist í vitund minni fyrir sextíu árum, þó hefði ég þá eflaust notað önnur lýsingarorð þá en ég geri nú. Það urðu snögg umskipti í lífi Rúnu þegar Hallgrímur féll frá. Þau höfðu deilt kjörum frá unga aldri jafnt í gleði sem sorg. Síðustu árin sem Hallgrímur lifði var hann orð- inn lasburða og hafði þörf fyrir umhyggju. Við þær aðstæður kem- ur hvað gleggst í ljós hve mikils virði þau voru hvort öðru. Fráfall annars hlaut að skilja eftir tómarúm í lífi hins. Þrátt fyrir að nánir ætt- ingjar og hjúkrunarfólk legði sig fram þá megnaði það ekki að fella sig við stofnanaforræði þar sem öllu var raðað og ráðstafað eftir formföstum reglum, án þess að hún væri þar þátttakandi. Á síðastliðnu ári varð hún fyrir þungu áfalli sem ' . orsakaði að hún varð rúmföst á sjúkrahúsi, og þar dvaldi hún þar til yfir lauk. Vorið er komið og grundimar gróa gilin og lækimir fossa af brún. Þessar ljóðlínur kunnum við öll og sungum gjarnan í sveitinni og | best átti það við á þessum árstíma þegar fór að hylla undir vorið. Og nú þegar að við kveðjum góðan vin og sveitunga þá koma þessar setningar upp í hugann. Fljótin, sveitin hennar Rúnu og okkar er þar ólumst upp liggur nú undir þykkri snjóbreiðu svo óvíða mótar fyrir kennileitum. Þá vaknar hjá okkur sú von og trú að „aftur komi vor á ný“. Þessi tímabundna hringrás í náttúrunni sem við köllum árstíðir, á sér á viss- an hátt samsvörun í trúnni á að dauðinn sé undanfari annars lífs. Hún Rúna átti einlæga trú á æðri máttarvöld sú trú veitti henni styrk á erfiðum tímum. Staðföst í sinni trú gengur hún nú til móts við vorið handan móðunnar miklu þar sem eru óskráð landamæri lífs og dauða. Við sem fylgjum henni á leið að þessum áfangastað óskum henni góðrar ferðar með þökk fyrir allt sem hún gaf okkur. Ættingjum Rúnu sendi ég og mín fjölskylda hlýjar samúðarkveðj- ur. Hjálmar Jónsson Valdimar Jakobsson gjaldkerí - Minning Fæddur24.júlí 1928 Dáinn 29. mars 1989 Það er með tregá að við kveðjum í dag vinnufélaga okkar Valdimar Jakobsson. Hann hóf störf sín_ á skrifstofunni hjá Olíuverzlun ís- lands h.f. 1950 og vann þar óslitið síðan. Hann var ein af þeim máttar- stoðum verzlunarinnar sem hvergi brást, þótt á ýmsu gengi. Öll sín vandasömu störf vann hann af slíkri kostgæfni og samviskusemi svo af bar. Snemma á þessu ári kenndi hann sér lasleika, en hann harkaði hann af sér í lengstu lög eða þar til hann gat vart staðið í fætumar lengur. Valdimar var mjög félags- lyndur. Það myndaðist því mikið tómarúm, þegar þessi dagfarsprúði vinur okkar hvarf á braut. Við samhryggjumst fjölskyldu hans og í hugum okkar lifir minn- ingin um góðan dreng. Starfsfólk OLÍS Hinn 29. mars lést á Landspítal- anum í Reykjavík Valdimar Jakobs- son launagjaldkeri hjá Olíuverslun íslands hf. Valdimar var fæddur 24. júlí 1928 á Akureyri og ólst upp á Akureyri og í Hrísey. Við sem þetta ritum ætlum ekki að tíunda lífshlaup Valdimars hér, til þess eru aðrir mun færari, held- ur aðeins segja frá okkar kynnum. Það var í október 1986 að breyt- ing varð á yfirstjórn Olíuverslunar íslands hf. og við sem þetta ritum komum til starfa. Af fyrstu kynnum af Valda Jak. Kveðjuorð: Hanna Bergmann Fædd 5. nóvember 1917 Dáin 29. mars 1989 Jóhanna Magnea Margrét Ey- vindsdóttir Bergmann fæddist í Keflavík 1917, dóttir hjónanna Ey- vindar Bergmann Magnússonar og Dagbjartar Jónsdóttur. Hanna fluttist ung að aldri til Kaupmannahafnar. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Buster Bentzen. Hanna og Buster eignuðust tvö börn, sem bæði eru gift og búsett í Kaupmannahöfn og eru barnabörnin orðin tvö. Kveikt er ljós við ljós burt er sortans svið. Angar rós við rós opnast himins hlið. Niður stjömum stráð engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. (Stefán frá Hvítadal) Blessuð sé minning hennar. Systkinin komumst við að raun um, að ekki þurfti að hafa áhyggjur af störfum hans, því augljóst var að þar fór samviskumsamur maður, sem kunni góð skil á sínum verkum, enda fór það svo að hann annaðist einn allar launavinnslur fyrir Olís allt fram í byijun febrúar síðastlið- inn. Þá var svo komið að sjúkdómur sá, er varð að lokum hans bana- mein, hafði dregið svo úr honum þrótt að ekki var lengur hægt að draga það að leita lækninga. Hann var þá í skyndi lagður inn á Land- spítalann og nú aðeins tæpum 2 mánuðum síðar er hann allur. Þetta þykir okkur sýna best styrk hans og hollustu við fyrirtækið, sem hann starfaði hjá í tæplega 40 ár, að meðan hann gat verið uppistand- andi skilaði sinni vinnu. ekki er hægt að minnast Valda Jak. án þess að nefna glaðværð hans og kímnigáfu. Þrátt fyrir það, að nú er ljóst að sjúkdómur hans hefur valdið honum miklum kvölum og erfiði síðustu mánuðina, var ekki hægt að merkja það af framkomu hans. Það var alltaf mikil líf í kring- um hann og ætíð var hann með glens á reiðum höndum þegar það átti við. Við stjómendur Olíuverslunar íslands söknum sárlega fyrsta flokks starfsmanns og góðs félaga. Aðstandendum hans vottum við okkar dýpstu samúð. Olíuverslun íslands hf. Óli Kr. Sigurðsson t Systir okkar, Systir FELICIA, veróur jarðsungin frá Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, þriðju- daginn 11. apríl kl. 13.30. Sankti Jósefssystur. t Útför HARALDAR HARÐARS HJÁLMARSSONAR, Vfkurbraut 5, Grindavfk, fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 8. april kl. 14.00. Kristfn Sæmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, MARGRÉT FANNEY BJARNADÓTTIR, Kirkjuferju, Ölfusi, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 8. aprfl kl. 14.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Börn og tengdabörn. t ÞORSTEINN ÓLAFSSON bóndi, Litluhlfð, Barðaströnd, verður jarðsunginn frá Hagakirkju laugardaginn 8. apríl kl. 14.00. Kristfn Þorsteinsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Mikael Þorsteinsson, Höskuldur Þorsteinsson, Jóhann Þorsteinsson, Vigfús Þorsteinsson, Bjarni Þorsteinsson, Þurfður Þorsteinsdóttir, Ásta Sigmundsdóttir, Sabína Sigurðardóttir, Ásrún Kristmundsdóttir, Kolbrún Friðþjófsdóttir, Páley J. Kristjánsdóttir, Ásta Þorsteinsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar og fósturmóðir, ÞÓRHILDUR VIGFÚSDÓTTIR, Sölvholti, Hraungerðishreppi, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 4. apríl. Þórður Jónsson, börn og fóstursonur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.