Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐK) IÞROl llR FOSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 KNATTSPYRNA / ENGLAND Spennandi ein- vígi Arsenal og Liverpool Ásgeir Sigurvinsson og félagar f Stuttgart fögnuðu sætum sigri í fyrrakvöld. Leikmenn Stuttgart fá 700 þús. kr.ef þeir komast í UEFA-úrslit Stuttgartliðið fékk góða dóma fyrir leikinn gegn Dynamo Dresden EINVÍGI Arsenal og Liverpool um Englandsmeistaratitilinn er að ná hámarki. Arsenal er með þriggja stiga forskot en Liverpool á einn leiktil góða. Bæði eiga liðin eftir að leika fimm heimaleiki. Arsenal á eft- ir að leika tvo leiki úti, en Liverpool þrjá. að er óhætt að afskrifa Nor- wich, því að félagið á aðeins eftir að leika tvo heimaleiki, en aft- ur á móti fjóra leiki á útivöllum. Arsenal og Liverpool eiga bæði heimaleiki næst - Arsenal fær Everton í heimsókn á Highbury, en Liverpool tekur á móti Sigurði Jóns- syni og félögum hans á Anfield Road. Vegna veðreiða verður leikur Liverpool um morguninn og ef liðið vinnur Sheff. Wed. með tveggja marka mun nær liðið toppsætinu af Arsenal, sem leikurgegn Everton síðar um daginn. Margir sérfræðingar eru á því að úrslit í einvíginu ráðist á Anfield Road 22. apríl, en þá glíma Liverpool og Arsenal þar. Ef Arse- nal nær að halda jöfnu á Anfíeld Road, vilja margir halda því fram að Englandsmeistaratitilinn verði Lundúnarliðsins. Níu sigrar í röð Liverpool hefur verið óstöðvandi að undanfömu og unnið níu leiki í röð. Hvað stendur þessi sigurganga lengi yfir? - er stóra spumingin. Þeir sem hafa fylgst með knatt- spymu, vita að allar sigurgöngur taka endi. Það er einmitt það sem gerir ensku knattspymuna svo skemmtilega, að það er nær ógjöm- ingur að spá um úrslit fyrirfram. Heppnin ekki með Arsenal A sama tíma og lánið hefur leik- ið við Liverpool hefur heppnin ekki verið með Arsenal. Tony Adams skoraði sjálfsmark og jafnaði, 1:1, fyrir Man. Utd. um sl. helgi í leik, sem Arsenal var sterkari í. A þriðju- daginn kjálkabrotnaði Alan Smith, markaskorari Arsenal og missir hann af næstu þremur leikjum liðs- ins. Niall Quinn tekur sæti hans gegn Everton, sem hefur aðeins unnið tvo af síðustu tólf leikjum sínum. Hér á síðunni er skrá yfir þá leiki sem Arsenal og Liverpool eiga eft- ir. Arsenal endar keppnistímabilið 13. maí með heimaleik gegn Derby, en Liverpool leikur erfiðan leik í London - gegn Wimbledon. Úrslitin í einvíginu geta hæglega ráðist í þessum leikjum. „Ég veit að pressan er á okkur. Við erum með ungt lið og reynslu- lítið - leikmenn sem eru eru ekki vanir því að vera í keppni um meist- aratitilinn. Ef strákamir fara aftur að taka fram skotskóna og skora - óttast ég ekkert," sagði George Graham, framkvæmdastjóri Arse- nal. Hver er ástæðan fyrir hinni glæsilegu sigurgöngu Liverpool að undanfömu. Gefum Kenny Dalg- lish, framkvæmdastjóra Liverpool, orðið. „Þegar Arsenal var með nítján siga forskot, vorum við ákveðnir að hugsa ekki um það, heldur að leika eins góða knatt- spymu og við höfum getað. Dæmið hefur gengið upp. Leikmenn mínir hafa lagt sig alla fram og haft gaman af því sem þeir eru að gera - og hver vinningurinn á fætur öðmm hefur komið í hús. Við mun- um halda áfram að hafa gaman af því sem við erum að fást við.“ Það hefur óneitanlega hjálpað leikmönnum Liverpool mikið að þeir eru geysilega leikreyndir og þeir hafa verið með í meistarabar- áttunni undanfarin ár. ÁSGEIR Sigurvinasson og fé- lagar hans hjá Stuttgart fengu mjög góða dóma í blöðum í Stuttgart eftir leikinn gegn Dynamo Dresden. Blöðin sögðu að Ásgeir hafi leikið sinn besta leik í langan tíma og að hann hafi verið óheppinn að skora ekki mark. Leikmenn Stuttgart voru óheppnir að skora ekki fleiri en eitt mark á Neckar-leikvanginum í Stuttgart. Karl Allg;öwer, eða „Knall- göver,“ eins og hann er kallað- ur vegna skothörku sinnar, skoraði eina mark leiksins. Hann sagði eft- ir leikinn að ef leik- Frá Einari menn Stuttgart leiki Stefánssyni eins í Dresden — iStuttgan ættj sigur einnig að vinnast þar. „Það er þó slæmt að Jiirgen Hartmann get- ur ekki leikið með okkur í seinni leiknum." Hartmann, sem lagði upp mark Allgöwer, fékk að sjá gula spjaldið í leiknum og verður í leik- banni í leiknum í Dresden. Leikmenn Stuttgart fengu góðan aukapening 64 þús. áhorfendur sáu leik Stuttgart og Dynamo Dresden, þannig að hver leikmaður Stuttgart fékk 280 þús. ísl. kr. í bónus vegna aðgangseyris. Fyrir utan þetta fengu þeir bónus frá Stuttgart. Það er mikið að vinna fyrir Stuttgart að komast í úrslit í UEFA-bikar- keppninni. Félagið fær 42 millj. ísl. kr. í kassann, en hver leikmaður Stuttgarts myndi fá 420 þús. kr. í bónus vegna aðgangseyris. Það yrði uppselt á leikinn - 72 þús. áhorf- endur. Hver leikmaður myndi þá fá 700 þús. ísl. kr. í vasann fyrir tvo Evr- ópuleiki - í bónus vegna aðgangs- eyris. Leikmennirnir myndu þá fá 3.888 kr. á mínútu, sem þýddi að þeir hefðu 233.380 kr. í tímakaup. Leikmenn Stuttgart og íbúar borgarinnar vilja frekar fá Diego Maradona og félaga hans hjá Nap- olí sem mótherja, heldur en leik- menn Bayern Munchen. Það hefur verið draumurinn - frá því að UEFA-bikarkeppnin hófst, að Stuttgart léki gegn Napolí. Arftaki Ásgeirs verður vanfundinn Mikið hefur verið rætt og ritað um hvaða leikmaður_gæti tekið við stjórnunarhlutverki Asgeirs Sigur- vinssonar þegar hann hættir að leika hjá Stuttgart. Stuttgart mun fá um 140 millj. ísl. kr. þegar Jiirg- en Klinsmann verður seldur frá fé- laginu. Það er hægt að kaupa góða leikmenn fyrir þá upphæð og er líklegt að Stuttgart kaupi frekar v-þýskan leikmann heldur en út- lending. Blöð hér segja að Arie Haan, þjálfari Stuttgart og forráða- menn félagsins verða að horfast í augu við það að enginn leikmaður væri nú sjáanlegur sem gæti tekið við hlutverki hins 33 ára Sigurvins- sonar, sem hefur verið lykilmaður liðsins undanfarin ár. Leikir Arsenal og Liverpool ARSENAL: BHeimaieikir: Everton, Newcastle, Norwich, Derby og Wimbledon. ■Útileikir: Liverpool og Middlesborough. LIVERPOOL: ■Heimaleikir: Sheffield Wed., Arsenal, QPR, West Ham og Nott- ingham Forest. ■Útiieikir: Everton, Millwall og Wimbledon Mm FOLK FráJóni Halldóri Garðarssyni ÍV-Þýskalandi ■ KLAUS Augenthaler, fyrir- liði Bayern MUnchen, framlengdi í gær samning sinn við Bayern þar til 1992. ■ DIEGO Mara- dona, fyrirliði Nap- olí, sagði fyrir Evr- ópuleikinn gegn Bayem, að Aug- enthaier væri besti vamarleikmað- ur í heimi og hann vildi hafa leik- mann eins og hann sem meðspilara. ■ HARALD Kohr, miðvörður Kasierslautem, sem Bayern MUnchen og Hamburger hafa reynt að fá til sín, gengur að öllum líkindum til liðs við Stuttgart. Kohr mun þá taka stöðu JUrgen Klinsmanns. Kohr er einn af gömlu miðheijunnum - geysilega sterkur skallamaður. . _ GETRAUNIR /1 X 2 r 1 X Leikir8. apríl 1989 1 1 / S ;lf|| 1 Arsenal - Everton 1 ... Coventry - Norwich ... 2 Middlesbro - Southampton 2 N JHf X 1 ... 1 1 2 Millwall - Man. Utd. Newcastle - Aston Villa QPR - Wimbledon X 1 1 > 1 West Ham - Derby X 1 ... Bournemouth - Watford ... i X 1 Blackburn - Leicester 1 X - 1 IBilff ' i , 1 Man. City - Swindon X Oxfo'rd - Stoke WBA - Chelsea JÓIM i 5IGURÐUR Jón Magnússon, verkstjórinn kunni í Laugardalnum, er nú með þriðju vikuna í röð. „Ég var fyrst með átta rétta og sex í síðustu viku, þannig að það lítur vel út með framhaldið. Röðin er einföld og satt best að segja sþáði ég lítið í hana,“ sagði hann. „En hún er flott," bætti Jón við og sagðist alveg eins eiga von á að hafda áfram flórðu vikuna. ■ ■ .....• ■ Sigurður Pálsson var með sex rétta í síðustu viku ein's og Jón. „Ég er venjulega með 10 leiki tvítryggða og tvo fasta, en leikurinn gerir ekki ráð fyrir nema einni röð og því fór sem fór. Núna eru föstu leikimir hjá mér á milli Manchester City og Swindon annars vegar og Newcastle og Aston Villa hins vegar;“ •» 1 .-•'.jJ ''‘-j'' -.r? :‘' Sprengi- pottur Um helgina verður sprengipott- ur hjá Getraunum og er gert ráð fyrir að á þriðju milljón verði í pottinum, en rúmlega milljón krón- ur, sem hafa safnast síðan í síðustu sprengiviku, bætast við venjulegan pott. Úrslit voru að mestu samkvæmt bókinni í síðustu viku og voru 18 með 12 rétta og hver um sig 61.761 krónu ríkari. 301 röð kom fram með 11 rétta og var vinningurinn fyrir hverja 1.582 krónur. Fyrirtækjaleikurinn hófst um helgina með þátttöku 128 liða, en þar sem um útsláttarkeppni er að ræða eru 64 lið eftir. Jón Magnússon, verkstjóri á Laugardalsvelli, og Sigurður Páls- son, leikmaður Þórs í knattspyrnu og Haukamaður í handknattleik, skildu jafnir í getraunaleik Morgun- blaðsins og keppa því aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.