Morgunblaðið - 07.04.1989, Síða 7

Morgunblaðið - 07.04.1989, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 7 SNYRTIVÖRU-1 ^YNNING A MORGUN laugard. 8. apríl kl. 11-16 JbtÁyr PARIS SNYRTIVÖRUR SEM FAGFOLKIÐ VELUR MIKLIGARÐUR snyrtivörudeild £1 Samstarf aðila myndi aðeins leiða gott af sér - segir Ólafiir Skúlason í Laxalóni „ÉG verð að segja að mér finnst þessar tölur yfir eldislaxa í nokkrum laxveiðiám við Faxafló- ann vera stórkostleg uppgötvun. Aratugum saman hefur verið reynt af hálfu veiðiréttareig- enda, fiskræktarmanna og stangaveiðimanna að viðhalda laxastofnum ánna og auka þá. Það hefur borið misjafnan árangur og oftar en ekki verið meiru til kostað en uppskorið hefiir verið. Mér sýnist á þessum heimtum á eldislöxum í ánum að svarið við vandanum sé fundið, eldisstöðvarnar geti alið seiði af stofiium einstakra laxveiðiáa. Þegar sjógöngustærð væri náð yrði seiðunum síðan sleppt i haf- beit eftir hæfilega dvöl í kvíum við árósinn, en þau myndu síðan skila sér aftur í móðurána. Hér er kominn samstarfsgrundvöllur þeirra aðila sem hlut eiga að máli, veiðiréttareigenda, stanga- veiðimanna og fiskeldismanna. Ég er sannfærður um að það getur ekkert nema gott leitt af þessu,“ sagði Ólafur Skúlason framkvæmdastjóri 1 Laxalóns í samtali við Morgunblaðið vegna frétta síðustu daga um miklar göngur flökkulaxa í laxveiðiár á siðasta sumri og horfur á fram- haldi á því á komandi sumri. Ólafur sagði jafnframt, að Lax- eldisstöð ríkisins í Kollafirði hefði áratugum saman stundað það sem hún telur svona hættulegt ánum, þ.e.a.s. sleppt seiðum af Kollaijarð- arstofni i ár um land allt. Gagn- stætt því hefðu þeir í Laxalóni í gegn um tíðina starfað þannig að þeir tóku laxahrogn átta til tíu mismunandi stofna, ólu seiði fyrir veiðifélög og leigutaka umræddra áa og afhentu þeim. Máli sínu til stuðnings sagði Ólafur að áþreifan- leg dæmi væru fyrirliggjandi um ágæti þess að sleppa samstofna eld- isseiðum í hafið. „Gott dæmi er í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum. Og Laxá í Dölum og víðar hefur reynst vel að sleppa smáseiðum af stofni viðkomandi áa á ólaxgeng svæði. Þar eru sannanimar áþreifanlegar. Og svona tilraunir hafa raunar ver- ið gerðar í Langá á Mýmm með góðum árangri. Þar vom seiði höfð í kvíum í hálfsöltu vatni og heim- turnar vom góðar,“ sagði Ölafur. Ólafur sagðist ekki botna alveg í óttanum mikla við erfðamengun- ina svokölluðu. Hann sagði: „Það gekk enginn lax upp í þessa sprænu í Kollafirðinum, þar var einfaldlega ræktaður upp lax sem kemur aftur og aftur og hagar sér í alla staði eins og venjulegur villtur fiskur sem á sína heimastöð. Og í Lárósi var ræktaður upp sannkallaður laxa- kokteill. Þar er nú vel þróaður haf- beitarstofn sem villist lítið eða ekk- ert. Stórfelldar seiðasleppingar ámm saman í mörgum ám hafa kannski ekki aukið laxveiðina eins og til var ætlast, en það er ekki að sjá að þær hafi komið neinni úrkynjun af stað. í ljósi þessara staðreynda og annarra, þá þykir mér fáránlegt að tala um útrýming- arhættu í þessu sambandi. Auðvitað geta gerst slys þegar svona ný at- vinnugrein er að koma undir sig fótunum, en með reynslunni verður reynt að komast fyrir slíkt. Við fisk- eldismenn viljum auðvitað að það sleppi ekki einn einasti fiskur, en ef það gerist, þá er það lán í óláni ef umræddur fiskur á uppmna í nágrenni stöðvarinnar. Þannig tók- um við klakfisk úr Laxá í Kjós í fyrra, þannig að ef eitthvað sleppur hjá okkur þá ratar sá fiskur vænt- anlega upp í Laxá í fyllingu tímans. Það kæmi stangaveiðimönnum til góða og spillti tæplega stofni árinn- ar. Ég tel sem sagt að nú blasi við leið til þess að stórauka göngur og veiði á villtum laxi í íslenskum ám til hagsbóta fyrir veiðimenn, sem þurfa að greiða óheyrilega há veiði- leyfi, alltof oft fyrir litla veiði, sagði Ólafur. jÆTSUBISHI Bfllinn, sem sæmdur var GULLNA STVRINU ■ ár VERÐ FRÁ KR. 798.000 NYnSKULÉGUR FIÖLSKYLDUBÍLL Innifalinn í verðinu er m.a. eftirtalinn búnadur: Vökvastýri/veltistýri — Rafdrifnar rúöuvindur — Rafstýrðir útispeglar — Dagljósabúnaður — Samlæsing á hurðum Laugauegi 170 72 Simi695500 MMmMMtaKsrajNMii m 9tt*-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.