Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 35 Halldór Ágústsson Ekki er vitað með vissu hvort hann sé elsti þátttakandinn sem tók þátt í þessari keppni, vonandi fæst úr því skorið hvort Súgfirðingar hafi hlotið þann heiður að eiga hann sem aldursforseta keppninnar. Ýmislegt skondið henti keppendur á meðan á mótinu stóð yfir, enda misjafn sauður í mörgu fé. Ein- hverjar kúlur lentu utanborðs og því oft glatt á hjalla meðal áhorfenda. Taugastríðið fór með suma og einn af þeim taugaspenntu urðu á þau mistök að í miðjum leik tók hann bláu kúluna af borðinu og hugðist kríta kjuðann með henni. þar fóru fimm dýrmæt stig í vaskinn. - R. Schmidt AFMÆLI Poul Schliiter sextugur Poul Schluter, forsætisráð- herra Danmerkur, varð sex- tugur þann þriðja þessa mánaðar og var myndin tekin í fjölmennri veislu sem hann hélt af þessu til- efni. Afmælisbaminu bárust skeyti og flölmargar gjafir en á myndinni heldur Schliiter á bók rithöfundarins Salmans Rushdie, „Söngvar Satans“ sem honum var færð að gjöf. Var þetta talin táknræn stuðningsyfirlýsing við Rushdie og ritfrelsið en öfgasinn- aðir múhameðstrúarmenn í íran hafa dæmt Rushdie til dauða vegna bókarinnar sem þeir segja móðgun við Múhameð spámann og þar með guðlast. MISSKILNINGUR Bligh skipstjóri enginn skúrkur St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgfunblaðsins. Sérfræðingar við Siglingasögusafnið í London hafa komist að raun um að Bligh, skipstjóri á Bounty, hafi ekki verið það illmenni sem allir hafa talið frá því að uppreisnin fræga var gerð um borð í skipi hans. Fjórar kvikmyndir hafa verið gerðar um uppreisnina með víðfrægum leikurum í aðalhlutverk- um; Errol Flynn, Charles Laughton, Marlon Brando og Anthony Hopk- ins. í þeim öllum er Bligh skipstjóri hinn versti fantur sem espar Fletc- her Christian og aðra skipveija til uppreisnar með kúgun sinni og of- stopa nálægt eyjunni Tofua í Suð- ur-Kyrrahafi, miðja vegu milli Ta- hiti og Ástralíu. í ár eru liðin -200 ár frá uppreisn- inni og af því tilefni ákvað safnið að efna til sýningar. Við undirbún- ing hennar hefur komið í ljós að Bligh skipstjóri hefur verið allur annar en þjóðsagan segir og í raun gert sérlega vel við skipveija sína. Bligh skipti sólarhringnum í þijár Anthony Hopkins Charles Laughton Marlon Brando vaktir, svo að skipveijar hans fengju lengri hvíld en venja var. Hann krafðist þess að allir skip- veijar fengju heitan morgunmat meðan þeir væru á sjó sem var mjög óvenjulegt á þessum tímum. Hann tók blindan fíðluleikara með sér í hina örlagaríku för svo að skipveijar fengju tilsögn í dansi og héldu líkamsþrótti sínum. Hann refsaði skipsmönnum ekki með því að sökkva þeim í vatn, meðan þeir fóru yfir miðbauginn, því að hann taldi það ómannúðlegt. En hvernig stendur á því að Bligh fékk svona slæmt orð á sig? Sagn- fræðingarnir telja það stafa af því að leiðtogar uppreisnarinnar, þeir Fletcher Christian og Peter Hayw- ard, hafí verið vel kynntir heima í Englandi og af þeim sökum hafi mörg áróðursrit verið rituð gegn Bligh eftir uppreisnina. Ekkert bendi til þess að uppreisnin hafi verið skipulögð fyrir fram. Daginn fyrir hana hafi skipveijar mest horft á gjósandi eldfjall sem bar við sjón- deildarhringinn. Errol Flynn HVÍTA HÚSIÐ Forsetafrúin þjáist af skjaldkirtilssjúkdómi Barbara Bush, eiginkona Ge- orge Bush Bandaríkjaforseta, gerði lýðum ljóst í hádegisverðar- boði með fréttamönnum í Hvíta húsinu nýverið að hún væri undir eftirliti lækna vegna skjaldkirtils- sjúkdóms. Af þessum sökum hefur forsetafrúin lést verulega. Frú Bush sagðist skýra frá sjúk- dómnum, sem nefnist Graves-sjúk- dómurinn, opinberlega vegna þess að sér leiddist sá orðrómur sem gengi fjöllunum hærra að hún væri í megrun. Forsetafrúin lagði áherslu á að sér liði hreint prýðilega þrátt fýrir að hafa lést um 8 kg á undanförnum mánuðum. „Látið ekki sem ég liggi á dánar- beðinu," sagði hún og sló á létta strengi við gestina þegar þeir yfir- gáfu Hvíta húsið. Læknar telja þrennt koma til greina þegar skjaldkirtill starfar með þessu móti og framleiðir of mikið af .hormónum. í fyrsta lagi gæti þurft að skera upp sjúkling- inn, gefa honum skammt af geisla- virku joði eða heijá daglega lyfja- gjöf. Lyfjagjöfin, sem læknar ákváðu að ætti best við frú Bush, gæti stað- ið yfir allt frá sex mánuðum til eins árs. Á því tímabili gengst sjúkling- urinn undir nýjar rannsóknir. For- setaembættið gaf út yfirlýsingu þess efnis að forsetafrúin tæki inn lyfið methimazole, sem dregur úr hormónamyndun í skjaldkirtli. Frú Bush kvaðst fýrst hafa orðið vör við vanlíðan skömmu áður en eiginmaður henriar sór embættiseið 20. janúar síðastliðinn. „Mér leið illa í augunum og líðan- ALLIR GETA VERIÐ MEÐ! Já, nú er tækifæri fyrir einstaklinga, fjölskyidur, kaupmenn, saumaklúbba og félög af öilu tagi til að selja bæði nýtt og gamalt. Losið um í geymslunni, á háaloftinu, í bílskúrnum, á lagernum og þyngið um leið í buddunni. Seljið hvað sem er, ykkur sjálfum og öðrum góðum málefnum til stuðnings. Skemmtileg markaðsstemmning er markmiðið og nú geta allir verið með! Munið MARKAÐSTORGIÐ f KOLAPORTINU undir Seðlabankanum. Laugardaginn 8. apríl n.k. klukkan 10—16. Hafið samband og tryggið ykkur pláss. Hringið í síma 621170 eða komið á skrifstofu Miðbæjarsamtakanna að Laugavegi 66. Utan skrifstofutíma má hringja í síma 687063. Sjáumst á laugardaginn!!! KOIAPORTIÐ MrfRKa-Ð-f/O&r ... undir seðlabunkanum. Barbara Bush forsetafrú. in varð æ verri þegar á leið,“ sagði hún. Á þessum tíma kvartaði hún einnig undan þrota í augum. „Það liðu tveir mánuðir áður en sjúk- dómurinn fór að heija á mig. Skjald- kirtillinn varð bara kolruglaður,“ sagði frú Bush. Forsetafrúin hafði auðheyran- lega ætlað sér að skýra frá sjúk- dómnum í hádegisverðarboðinu án þess þó að gera of mikið úr honum. Seinna fylgdi hún gestum um nýja heimilið sitt og sýndi þeim nýfædda hvolpa heimilistíkurinnar Millie. Teiknað hjó Tómasi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.