Morgunblaðið - 07.04.1989, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.04.1989, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 7. APRÍL 1989 Hundrað milljóna- mærinffar í lottó Bolungarvík. ^ * ÞAÐ var ekki fyrr en fjórum dögum eftir að tölumar voru dregnar út að ég uppgötvaði að ég hafði hreppt milljónavinning í lottóinu, sagði Guðmunda Sævarsdóttir verkakona sem sl. laugardag hlaut lottóvinning að upphæð krónur 3.020.360.00 og var þar með eitt hundraðasti vinningshafi lottósins sem hreppir meira en milljón í vrnnrng. Guðmunda sem er einstæð móðir býr hér í Bolungarvík ásamt tveim- ur dætrum sínum, þeim Hrund 12 ára og Brynju Ruth 9 ára. Hún sagði að engin sérstök ástæða hefði verið fyrir því að hún keypti lottó- miða þennan dag, hún keypti miða í lottóinu annað slagið og ekkert reglubundið. Þetta var allt svo ótrúlegt, sagði Guðmunda, ég skrifaði niður töl- umar þama um kvöldið sem dregið var, en fór ekkert yfír miðann sem var geymdur upp í skáp. Það kom svo í blöðunum eftir helgina að einn af fjórum með fímm rétta hefði keypt miða hér í Bolung- arvík og það hvarflaði ekki að mér að það gæti verið ég. Guðmunda sagði að þau hefðu verið að velta því fyrir sér í vinn- unni hver hefði fengið þessar millj- ónir. ”Ég sagði einmitt þá í gríni að ég hefði ábyggilega fengið milljón- imar ég ætti bara eftir að gá á miðann. Það var svo á miðvikudags- kvöldið, sagði Guðmunda, að það komu til okkar gestir og enn ber lottóvinninginn á góma, þá segir Biynja dóttir mín að hún sé búin að gá á miðann og þar séu tölumar allar fímm í einni röð. Ég trúði henni ekki fyrst en svo var miðinn loks sóttur og það var ekki um að villast, samt trúði ég þessu ekki fyrr en ég hafði farið niður á sölustað lottósins daginn eftir og fengið þetta staðfest," sagði Guðmunda. Er fréttaritari Morgunblaðsins heimsótti hina lukkulegu fjölskyldu hafði fyrir stuttu verið hringt frá íslenskri getspá þeirra erinda að bjóða vinningshafanum til höfuð- borgarinnar til að taka formlega við vinningnum og kynnast starf- semi lottósins. Brynja Ruth sagði að þau ætluðu kannski að fara ef mamma fengi frí í vinnunni og spenningurinn var greinilega mikiil. Guðmunda sagðist ekkert vera farin að hugsa um það hveiju þessi vinningur breytti hennar högum, en þetta kemur sér óneitanlega mjög vel, sagði hin lukkulegi vinn- ingshafí, Guðmunda Sævarsdóttir að lokum. - Gunnar Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Guðmunda Sævarsdóttir ásamt dætrum sínum, þeim Hrund og Brynju Ruth. Vestmannaeyjar: Þórunn Sveinsdóttir komin yfir 1000 tonnin Vestmannaeyjum. Þórunn Sveinsdóttir VE er nú afiahæst Eyjabáta á vertíðinni. í fyrrakvöld lönduðu strákamir á Þórunni 50 tonnum og voru með þvi búnir að koma með yfir 1000 tonn að landi á vertíðinni. Það var létt yfír Siguijóni Óskars- syni skipstjóra og áhöfn hans þegar að löndun var lokið í fyrrakvöld. í borðsalnum biðu flennistórar ijómat- ertur og ölkassi eftir mannskapnum. Voru strákamir fljótir að renna því niður enda lystin góð eftir átök dags- ins. Þórunn hefur aflað geysilega vel að undanfömu og síðan páskastopp- inu lauk, fyrir einni viku, hafa þeir landað 270 tonnum af þorski. Er Þórunn nú hæst vertíðarbáta yfir landið búin að landa 1010 tonnum á vertíðinni. í gærkvöldi var Þórunn að draga netin og sagði Siguijón skipstjóri að þeir væru búnir að fá 30 tonn en ættu eftir að draga eina trossu. Hann sagði að það væri búið að vera algjört mok síðustu dagana en eítt- hvað minna hefði verið að hafa í gær. „Við erum með netin á tveimur stöðum og það klikkaði alveg annar staðurinn í dag,“ sagði Siguijón. Siguijón sagði að þeir ættu enn talsverðan kvóta eftir svo að kvóta- leysi myndi ekki há þeim strax. Ekki var von á Þómnni til Eyja í gærkvöldi því afíanum ætlaði Sigur- jón að landa í Þorlákshöfn. Grimur AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Birna Þórðardóttir: „Ekki sig- ur í mínum augum.“ Ólafur Ragnar Grímsson: „Nið- urstöður fundarins mjög já- kvæðar.“ Álflieiður Ingadóttir: „Tel nið- urstöðu miðstjórnar ranga.“ Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins: Aðförin að formanninum fór að mestu út um þúfiir ÞRÁTT fyrir harða gangrýni ýmissa miðstjómarmanna Al- þýðubandalagsins á störf og stefiiu Alþýðubandalagsins i nú- vemadi stjómarsamstarfi, á fundi miðstjórnarinnar i fyrra- kvöld, era flestir þeirrar skoð- unar að Ólafur Ragnar Grimsson, formaður flokksins og Qármálaráðherra hafi staðið af sér aðfarimar með þeim hætti, að hans staða sem form- anns sé sterkari eftir fundinn, en áður. Fundurinn stóð til kl. 03 um nóttina og tóku mjög margir til máls. Þejr þingmenn Alþýðubanda- lagsins sem Morgunblaðið ræddi við í gær virtust á einu máli um að Ólafur Ragnar hefði styrkt stöðu sína á fundinum. „Þetta var svo sem ágætur fundur. Það var þama einhver smáhópur sem vildi fá sam- þykkta einhveija öfgakjaramálatil- lögu, en það náði ekki fram að ganga. Mér fannst það vægast sagt einkennilegt að beina öllum atlögunum beint gegn formannin- um, en ekki öllum ráðherrunum, þvi ef þeir eru sekir um eitthvað, þá eru þeir allir samsekir," sagði Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs þings. Hún kvaðst telja að ráðherrar flokksins hefðu styrkt stöðu sína á þessum fundi, sérstak- lega formaðurinn og í sama streng tóku þingmennimir Skúli Alexand- ersson og Geir Gunnarsson. Skúli kvaðst þó telja að ráðherramir hafí gert sér grein fyrir því á þess- um fundi, að þeir ættu að leyfa flokksmönnum að fylgjast svolítið með því sem þeir væru að gera. Ólafur Ragnar sagðist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægður með þennan fund og nið- urstöðu hans. „Ég var mjög ánægð- ur, bæði með umræðumar sjálfar og niðurstöður fundarins, sem ég tel hafa verið mjög jákvæðar," sagði Ólafur Ragnar. Stuðningsmenn Ólafs Ragnars telja að þeir sem harðast gengu fram á fundinum gegn formannin- um, svo sem Álfheiður Ingadóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Ragnar Stefánsson og Bima Þórðardóttir hafí borið skarðan hlut frá borði. Þau hafi mætt með mjög harðorða tillögu, sem hafí falið í sér miklar árásir á ríkisstjómina og störf fjár- málaráðherra, en tillagan hafí hlot- ið mikla útvötnun í meðfömm fund- armanna, þannig að tillagan sem borin var undir atkvæði og sam- þykkt með öllum þorra atkvæða hafi ekki verið annað en árétting á stefnu Alþýðubandalagsins í kjaramálum, en allar fordæmingar á lqarastefnu ríkisstjómarinnar hafí verið felldar út úr tillögunni og annarri tillögu, um fordæmingu á ákvörðun íjármálaráðherra að greiða BHMR-félögum aðeins laun fram að verkfalli, hafí einfaldlega verið vísað frá. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ var einn þeirra sem gagnrýndi störf og steftiu ríkisstjómarinnar og þátt Alþýðubandalagsins þar. Taldi hann að mikið hefði skort á að ráðherrar og þingflokkur gættu að þvf hver hugur flokksmanna væri, einkum þeirra sem frá upp- hafí hefðu verið andvígir stjómar- þátttöku Alþýðubandalagsins. „Ég hef engar aðstæður til þess að leggja dóm á niðurstöður fundar- ins, því ég vék af fundi hálfum öðrum tíma áður en honum lauk,“ sagði Ásmundur í samtali við Morgunblaðið. „Það sem kom fram á meðan ég sat fundinn, var mjög megn óánægja með stjómarstarfíð og innra starf flokksins," sagði Asmundur jafnframt. Álfheiður Ingadóttir, sem talaði mjög ákveðið gegn formanninum á fundinum sagði í samtali við Morg- unblaðið að hún teldi fundinn hafa verið mjög góðan, „en hann hefði betur verið haldinn fyrr, því ráð- herrar og þingflokkur verða auðvit- að að gæta sín á því að hlusta á og taka tillit til þeirra sjónarmiða sem flokkurinn hefur - fólkið í flokknum og stofnanir flokksins," sagði Álfheiður. Álfheiður kvaðst telja að ef svona fundur hefði verið haldinn fyrr, þá hefði mátt komast hjá því sem hún nefndi pólitísk mistök og staða flokksins í dag gagnvart al- menningi væri önnur og betri. Álfheiður sagðist alls ekki líta þannig á að fundarboðendur hefðu lotið í lægra haldi á fundinum gagnvart formanninum. „Menn geta túlkað þetta eins og þeim sýn- ist, en þessi fundur var ekki boðað- ur til þess að gera einhveija atlögu að Ólafí Ragnari Grímssyni. Það er mesti misskilningur," sagði Álf- heiður. Hún viðurkenndi þó að öll sú gagnrýni sem beindist að ríkis- stjóminni og stefnu hennar (kjara- málum hefði verið felld út úr upp- runalegu tillögunni um ályktun í kjaramálum. Launastefna fjár- málaráðuneytisins hefði verið gagnrýnd mjög harðlega á fundin- um, þó að miðstjómin hafí komist að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki taktískt rétt að senda slíka gagnrýni frá sér í ályktun. „Ég tel þá niðurstöðu vera ranga," sagði Álfheiður. Bima Þórðardóttir tók í sama streng og Álfheiður og kvaðst telja það afar hæpið að túlka niðurstöð- ur fundarins sem sigur Ólafs Ragn- ars Grímssonar. Hann og stefna ríkisstjómarinnar í kjaramálum hafí verið harðlega gagnrýnd vam- arlítið á fundinum. „Það er ekki sigur í mínum augum, þó að niður- staðan hafí verið á þann friðsam- lega hátt, að álykta ekki gegn ríkis- stjóminni á harðorðan hátt," sagði Bima. Þúsund tonnunum fagnað, frá vinstri Sigurjón Óskarsson, skip- stjóri, Þórarinn Ingi Ólafsson, 1. stýrimaður, og Matthías Sveinsson, Steinar hf. kaupa Takt STEINAR h/f hafa keypt hljóm- plöíuútgáfuna Takt.sem átti öll utgáfuréttindi á hljómplötum sem gefiiar hafa verið út á merkj- um Fálkans, íslenskra tóna og SG-hljómpIatna. Steinar Berg ísleifsson forstjóri Steina segir um sé að ræða útgáfurétt að obba þess efiiis sem hér var gefið út á hljómplötum frá upphafí og fram til síðari hluta síðasta ára- tugar. Steinar segir að fyrirtæki hans eigi nú útgáfuréttindi fyrir níelra’ en áhnáð hVert W á'em leikið er í Rikisútvarpinu, sé mið- að við höfundaréttarskýrslur stofiiunarinnar. Steinar Berg ísleifsson vildi ekki tjá sig um kaupverð samningsins. Hann sagði að eftirleiðis muni Stein- ar h/f annast rekstur hljomplötu- verslunar Takts við Laugaveg 24, þar sem áður var um áratugaskeið verslun Fálkans. Taktur mun eftir sem áður reka hljómtækjaversluní Ármúla þar sem einnig verður lögð áherslá á sölu geisladiska. Steinar Berg ísleifsson sagði samningnum fylgdi stór lager og höfundarréttur að þúsundum plötu- titla að ræða og að framundan væri mikil vinna við að tryggja varð- veislu efnisins, sem væri í misgóðu ástandi. Hann sagðist hyggja á end- urútgáfu mikils af gömlu og ófáan- legu efni og að haldið yrði áfram útgáfu sem Taktur hefur staðið fyr- ir að undanfömu, til dæmis með útgáfu geisladiska með lögum Hljóma og Haufo Mprthens.^ 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.