Morgunblaðið - 07.04.1989, Side 40

Morgunblaðið - 07.04.1989, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 tfcsAAnn „pú crt mehmjög þurrnn hársrör&." Ertu ekki að verða búinn með sunnudagsblaðið —? Með morgunkaffínu Hvað er þetta. Þú ert bú- inn að eyða öllum farar- eyrinum í fatakaup ...? HÖGNI HREKKVÍSI „ E'KK.I QEI2A þAP, högni !" Kartöflur, kaup- menn og prófessor Til Velvakanda. „Kaupmenn hafa sagst mundu geta boðið kartöflur fyrir 35 krónur hvert kíló ef innflutningur erlendra kartaflna væri gefinn ftjáls." Svo stendur í Morgunblaðinu 15. mars sl. í grein eftir Þorvald Gylfa- son prófessor. Það er maður sem hefur virst tiltölulega hófsamur í riti og málefnalegur jafnan. En hér held ég að auðtryggni hans hafi verið um of. Prófessorinn virðist trúa kaup- mönnum í blindni. Þá kemur í hug- ann það sem sr. Stefán í Vallanesi segir í Oddsbrog: „Aðra heldur eins og sig sá aldrei gengur vélastig." Þessi saga kaupmanna um 35 krónumar er við fyrstu sýn svo tortryggíleg að enginn ætti að hlaupa með hana að óathuguðu máli. Við höfum að vísu heyrt að hægt sé að fá kartöflur í Hollandi fyrir 10 kr. kg. Ekki vitum við hvort þær eiga þá að vera komnár um borð í skip en hvað sem um það er gerum við ráð fyrir að eftir sé að borga flutning og uppskipun hér á landi. Ólíklegt þykir mér að þessar 10 króna kartöflur séu pakkaðar í neytendaumbúðir en eitthvað myndu þær kosta og sömuleiðis vinnan við pökkunina. Einhvers staðar þyrfti líka húsaskjól til þeirr- ar vinnu. Hvað skyldu nú kaupmenn telja hæfilega greiðslu fyrir að selja kart- öflur? Nú em þeim færðar kartöflur í búðimar eftir því sem þeir biðja um og oft er þeim raðað í hillur hjá þeim án þess að þeir greiði nokkuð fyrir þá vinnu. Komi fram einhveijar skemmdir kemur það til frádráttar. Þetta em því áhættulítil viðskipti fyrir kaupmenn. Fyrir þessa verslun þykir þeim hæfa að taka 20-40 krónur á kíló. Sumir kaupmenn telja sig þurfa 40 krónur fyrir að selja hvert kíló af kartöflum þó að þeim væm gefn- ar þær í neytendaumbúðum í hillur þeirra. Aðrir láta sér nægja minna, allt niður í 20 krónur. En þó að sú tala sé notuð em litlar líkur til þess að 35 króna verðið standist. Það hlýtur að vera skröksaga. En það er ekki fallegt að skrökva að hrekk- lausu fólki. Prófessorinn trúir því í sakleysi sínu aðkaupmenn seldu kartöflurnar um allt land á 35 krónur hvert kílío. Með því móti sér hann að ársneysla þjóðarinnar lækkar í verði um 800 milljónir króna. í því sambandi segir hann: „Það væri með öðmm orðum hægt að tvöfalda fjárveitingu ríkis- ins til gmnnskólanna eða því sem næst með því einu að afnema kart- öfluflutningsbannið." Hér er prófessorinn farinn að álykta sjálfur. En spamaður í mat- arkaupum er ekki skattskyldur. Það sem þar sparast kemur ekki allt í ríkissjóðinn af sjálfu sér. Það ætti prófessor í hagfræði helst að vita. „Með því einu að afnema kartöflu- innflutningsbannið" fær hann ekki ríkistekjur til að tvöfalda framlög til gmnnskólanna í Reykjavík. Þar með er ekki veirð að rengja reikn- ing hans að 13.000 króna sparnað- ur á heimili sé 800 milljónir. En sá spamaður færi sennilega að hálfu í sólarlandaferðir og áfengi. Sjálf- sagt að hluta til í kaup og rekstur bifreiða. Eflaust er hægt að fá útlendar kartöflur á lægra verði en íslensk- ar. En umrædd grein prófessorsins segir okkur alls ekki sannleikann um þau efni. Betur þarf að reikna og á fleira að líta áður en hægt er að taka rökrétta ályktun um að leggja niður alla kartöfluræktun á íslandi. Halldór Kristjánsson Og hann hneigði höfiiðið o g gaf upp andann Til Velvakanda. Þessi mynd er gerð eftir bolla- lestri og sýnir krossfestingu Jesú Krists. Hann var settur á kvalastaur og krossfestur. Það mun hafa verið hið upphaflega letur um krossfest- inguna á grísku. Skaparinn uppvakti Jesús. Jesús gaf postulunum og hin- um sjötíu og sjö vald til að uppvekja dána. Að uppvekja dána var allt að því daglegur viðburður um þessar mundir. Postulamir og hinir sjötíu og sjö gátu því vakið Jesús eftir krossfestinguna. Jesús sagði að fað- irinn mundi uppvekja hann. Um þetta leyti deyr keisaramóðirin af völdum sonar síns keisarans. Postularair og hinir sjötíu og sjö gátu vakið hana til lífsins. Keisarinn kom í veg fyrir það og brenndi Róm. Jarðneskar leif- ar keisarans hafa bmnnið og keisara- ættarinnar. Eftir krossfestinguna og uppris- una komu nokkrir af varðmönnun- um. Þeir vom saman komnir ásamt öldungunum og héldu þeir ráðstefnu, gáfu hermönnunum mikið fé og mæltu: „Segið þér. Lærisveinar hans komu að næturþeli og stálu honum meðan vér sváfum. Og berið þetta landshöfðingjanum til eyma, skulum vér friða hann. Og yður munum vér gjöra áhyggjulausa. En þeir tóku féð og gjörðu sem þeim hafði kennt ver- ið. Og þessi orðrómur hefir verið borinn út meðal gyðinga allt til þessa dags. Kær kveðja, Valdimar Bjarnfreðsson. Víkverji skrifar Lítilsvirðing löggjafans við neyt- endur eða fólkið í landinu ríður ekki við einteyming. Allt frá því er sala áfengs öls hófst í landinu hinn 1. marz síðastliðinn hefur verið inn- heimt skilagjald á bjórdósum og nýlega hækkaði gos um 20% í sjálf- sölum, þar sem innifalið er þetta sama skiiagjald. A hverri dós er gjaldið 5 krónur, en lög um fyrir- tækið, sem á að endurgreiða gjald- ið, hafa enn ekki verið samþykkt á Alþingi. Á meðan svo er getur fyrirtækið ekki tekið til starfa og því getur það ekki endurgreitt skilagjaldið. Skilagjaldið er því eins konar rán og enginn virðist segja neitt. Víst er að stæði ríkisvaldið ekki að baki þessu ráni, hefði einhvers staðar heyrzt hljóð úr horni. Seldar hafa verið milljónir dósa og innheimt skilagjald, án þess að unnt sé að skila dósunum og fá skilagjaldið endurgreitt. Skilagjaldið er sett á til þess að hvetja fójk til þess að henda ekki dósunum á víðavangi. Þetta er því hluti af náttúruvemd sem ætlað er að koma í veg fyrir að dósir verði út um hvippinn og hvappinn. Þær eiga ekki að vera verðlaust hráviði, sem fólki er sama um hvar liggur. Með slíku háttalagi, sem nú við- gengst, hefur skilagjaldið ekkert að segja og fólk er aðeins rænt þeim fjármunum, sem ætlaðir em til þess að stuðla að því að landinu sé haldið hreinu. Segja má því, að allt þetta mál sé af versta toga, því að það stuðl- ar að því að fólk beri ekki virðingu fyrir lögum og er þar Alþingi um að kenna. Það á eftir að hnýta enda- hnútinn á þetta mál með því að stofna félagið, sem endurgreiðir skilagjaldið. xxx Annað dæmi um náttúmvernd, sem einnig er meira en lítið vafasöm, er sala plastpokanna, sem fræg varð í vetur, er Verðlagsstofn- un bannaði sölu þeirra vegna verð- stöðvunar. Salan hófst svo sama dag og bjórsalan hófst. Þessir plast- pokar, sem áður voru innifaldir í verðlagi varanna, urðu allt í einu verzlunarvara og helmingur and- virðisins átti að renna til Land- vemdar, sem er fyrirtæki, sem stuðlar að náttúmvernd. Ekki lækk- aði vömverð, þótt kaupmenn teldu mikinn kostnað við pokana. En pok- amir voru á hvetju einasta heimili notaðir sem sorppokar og stuðluðu þannig að hreinlæti, þar sem sorpi var þar með öllu pakkað í plast. Raunar er það víða húsregla í sam- býlishúsum að svo skuli gert. En þessi sala pokanna stuðlar ekki að minni notkun plastpoka, menn telja sig áfram þurfa á þeim að halda og í hverri einustu verzlun fást tiltölu- lega ódýrir sorppokar úr plasti, sem menn keyptu ekki áður, en kaupa nú í ríkari mæli en áður, þegar inn- kaupapokarnir em orðnir þetta dýr- ir. Þannig er víst að sala plast- pokanna dregur ekki úr notkun plastpoka. Víða erlendis, einkum í Banda- ríkjunum, er bannað að nota inn- kaupapoka úr plasti. Þegar menn kaupa þar inn, fá þeir sterka pappírspoka undir vömrnar og þessir pokar, sem oft eru úr endur- unnum pappír, eru úr lífrænu efni, sem eyðist á tiltölulega stuttum tíma í náttúrunni og verður að mold. Ef raunverulegur náttúm- verndaráhugi hefði fylgt þessum aðgerðum um plastpokasölu í verzl- unum, hefðu kaupmenn skipt yfir í pappírspokana og hefði það verið markvissari og betri aðgerð til nátt- úmverndar. Raunar kom það strax heldur spánskt fyrir sjónir, er kaup- menn gerðust skyndilega sjálf- boðaliðar í innheimtu fjár fyrir Landvernd, sömu mennirnir og tal- að hafa um og kvartað undan því í áraraðir, að þeir væru ólaunaðir innheimtumenn ríkissjóðs í sam- bandi við söluskatt.,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.