Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 23 lafur Skúlason á heimili sínu í Hlíðargerði í Smáíbúðahverfinu. ég hefði viljað. En ég vona ég geti sagt heils hugar, að ég hef reynt að standa mig. Ég álít undir- rót að þessum vanda — sem ég á ekki aðeins við að etja, heldur allir prestar í flölmennum prestaköllum að þeir fá ekki nægilega aðstoð. Þeir hafa ekki starfslið sem gæti hlaupið undir bagga. Ég kvarta ekki undan því að hafa mikið að gera í sjálfu sér. Það er lán að fá að starfa. En það hryggir mig þegar ég finn hversu maður er vanmáttugur, af því að stöðugt bætast við ný verkefni og maður hefði kosið að geta fylgt öðrum lengra og betur eftir. En vanda- málin eru víðar. Til dæmis þar sem prestur hefur ekki nóg að gera. Það er jafn vont. Því var í frum- varpi um breytingu á prestaköllum til dæmis gert ráð fyrir að í fá- mennari prestaköllum gæti biskup falið prestum ákveðin verkefni, þýða bækur, endursemja greinar eða annað þess háttar. Ég hélt að þessu yrði tekið tveim höndum, þetta gæti stuðlað að því að draga þessa presta inn í hringiðu lífsins og örvað til athafna. En þetta hef- ur fengið dræmari undirtektir en margir væntu. Þó að ég sé lánsmaður að hafa getað haldið guðsþjónustur um hverja helgi í tuttugu og fimm ár, heldur sr. Olafur áfram, dugir ekki annað en horfast í augu við að fjöl- skyldan geldur fyrir slíkt. Ég hef aldrei átt frí á hátíðisdögum eða á helgum og sama máli gegnir um fleiri presta. Það er ekki lúxus að eiga frí stöku sinnum, það er þátt- ur af nútímalífi. Ég hef mikinn hug á að reyna að koma þarna á breyt- ingum og svo að ég vitni aftur til þessa frumvarps, þá var í því gert ráð fyrir að þrjá presta þyrfti hér á Reykjavíkursvæðinu, svo að prestar geti fengið eðlileg helgar- frí einu sinni í mánuði. En fleira þarf að koma til, það verður að greiða prestum mannsæmandi laun. Ég var fyrir skemmstu að ræða við formann kjaranefndar Prestafélags íslands, því að kjör presta eru einfaldlega þannig að á þeim lifir enginn. Það er stundum sagt að auka- tekjur presta, að minnsta kosti í þéttbýli, séu góð búbót. — Já, menn segja það, en þá er þess að geta að þær skiptast ákaflega ójafnt niðúr eftir prestum og eru það óljósar, að engum heil- vita manni dytti í hug að reyna að gera áætlanir um fjárhag sinn út frá hugsanlegum aukatekjum. En ég hef ýmislegt fleira í huga, sem þyrfti að sinna. Mín skoðun er sú að það sé ákaflega óréttlátt að fólk sem borgar sín kirkjugarðs- gjöld í sköttum langa ævi sé síðan látið greiða stóra upphæð þegar það missir náinn ættingja. Margir eru þeir sem óttast að eiga ekki fyrir útförinni og bagginn lendi á fjölskyldunni. Þetta finnst mér ósanngjamt. í frumvarpi til laga um kirkjugarða er heimildar- ákvæði, þar sem kirkjugarðssjóður skal taka þátt í útfararkostnaði. Það getur verið viss hluti af sálu- sorgun, að fólk þurfí ekki einnig að hafa áhyggjur af fjármálum, þegar það er að ganga í gegnum þunga sorg. Mér finnst þetta sann- gimismál og ætti fólk með þessum gjöldum að vera búið að greiða kostnaðinn við útför. Jón Sigurðs- son barðist drengilega fyrir bætt- um fjárhag kirkjunnar og safnað- anna þegar hann var kirkjumála- ráðherra og hluti þess er „Jöfnun- arsjóður kirkna" sem á að vera söfnuðum til hjálpar þegar sérstak- lega stendur á. Þessir sjóðir em tiltölulega vel á vegi staddir og ég bind vonir við þetta. Prestar em oft gagnrýndir fyrir að „gleyrna" fyölskyldu eða heimili sem hefur misst náinn ættingja, jafnskjótt og jarðarför er afstað- in ... — Það væri afar æskiiegt ef unnt væri að koma á fót einhvers konar stuðningshópum, sem gætu í samvinnu við prestinn farið á heimili þar sem fólk á um sárt að binda, því að tómleikinn og söknuð- urinn verður mörgum þungbær þegar frá líður og áhugi umhverfis- ins á sorg viðkomandi dvínar, seg- ir sr. Ólafur. Um hríð höfðum við hóp kvenna í kvenfélaginu hér sem tóku að sér að heimsækja aldraða í sókninni og það mæltist ákaflega vel fyrir. Það mætti hugsa sér eitt- hvað svipað eftir ástvinamissi, ein- hvem stuðning og sinnu, svo að sá sem á um sárt að binda finnist hann ekki einn og yfirgefinn. En sannleikurinn er sá, að prestar kysu án efa að geta sinnt þessu meira. En stundum kemur fyrir að maður lokast inni í hring, verk- efnin hlaðast eða raðast upp, mað- ur missir fótanna, það endar með því að maður getur kannski aðeins veitt neyðarhjálp, ef svo má segja. Það er í sjálfu sér alvarlegt mál. Mér verður stundum hugsað til þess hvað kaþólski söfnuðurinn hér býr við góðar aðstæður að því leyti að þeir hafa svo marga til að hugsa um tiltölulega fáa — samtímis því sem verið er að hálfdrepa presta, til dæmis í tveimur sóknum hér í Reykjavík, Árbæ og Seljasókn, þar sem hvor prestur hefur tólf þúsund sóknarbörn. Þetta nær engri átt. Það er langt síðan óskað var eftir leyfi til að stofna söfnuð í Grafar- vogi, en svar ráðuneytisins er ókomið. Þarna fyndist mér raunar að kirkjan ætti að hafa ákveðið sjálfstæði í sínum innri málum, svo sem skipulagsmálum. Nei, það er fjarri mér að ég sé að hugsa um aðskilnað ríkis og kirkju. Ég tel að við eigum að hafa áfram þjóð- kirkju og fagna að í stjómarskrá er sérstaklega gert ráð fyrir að ríkisvaldið styðji kirkjuna í hvívetna. Og hvað varðar Grafar- holtsprestakallið er það dæmi um mál sem ég álít að kirkjan ætti sjálf að sjá um að leysa. Nú, svo er ekki, og ég er vongóður, því að .núverandi kirkjumálaráðherra er jákvæður og röskur. Við höfum talað um kirkjuna æðistund. En bókaskápar sem bera þess merki að vera mikið notaðir beina huga mínum að því, hvað sr. Ólafur lesi. Ég spyr hann þess. — Stundum kemst ég langtím- um saman ekki yfir að lesa annað en dagblöðin og Time. En ég hef fundið að mér finnst með árunum æ betra að grípa í ljóðabók. Ég hef raun að því, hvað ég er mikill klaufi að læra ljóð. En hvaða ljóð ég les fer dálítið eftir því við hvað ég er að fást. Jónas á sinn sess með sína kyngi, Einar Ben. svo kröftugur, að maður þarf eiginlega að vera í sérlega góðu formi til að njóta hans sem vert væri, stund- um höfðar léttleiki og viðkvæmni Steingríms J. til mín að ógleymd- um Davíð og Tómasi. Ég hef ekki lesið nógu mikið af ljóðum yngri skálda en hef þó afar mikla ánægju af ljóðasöfnum AB og les þá ljóð yngri skálda og þigg aðstoð þeirra sem hafa valið. Ég las spennusög- ur, þegar Ludlum og Ian Fleming voru að koma fram sökkti ég mér í þá, góð hvíld að slíkri afþrey- ingu. Ég ver vitanlega miklum tíma í að fylgjast með í minni grein, fæ mikið efni, blöð, greinar og nú kassettur sendar að vestan, kappkosta að öðlast sem besta yfir- sýn yfir nýjar hugmyndir. Það er mikilsvert að staðna ekki, enda veitir það manni aukið sjálfstraust og vellíðan að afla sér stöðugt meiri þekkingar og reyna að nýta sér hana til betri þjónustu við fólk- ið. Nú hefurðu verið þjónandi í Bústaðasókn í aldarfjórðung. Væntanlega fylgir því nokkur eft- irsjá að yfirgefa söfnuðinn þegar þar að kemur. — Já, það geturðu reitt þig á, enda hefur safnaðarfólkið reynst okkur svo vel og hlýlega frá fyrstu tíð, að annað væri óhugsandi. Það hefur verið okkur sannir vinir og sýnt það í verki alla tíð. Því verður erfitt að kveðja. Prestar eru oft sagðir mjög við- kvæmir fyrir gagnrýni. Hvað um þig? — Ég held að ég hafi nokkum skráp, segir hann. Því að ég hef auðvitað þurft að axla ýmislegt. Ég skýt því inn, svona í gamni og alvöru, að þegar ég var strákur hafði ég mikla raun af því ef menn sögðu að ég væri montinn. Ein- hvemtíma var einhver maður að tala um þetta við pabba minn og sagði að það væri nú leiðinlegt, hvað ég væri montinn. Pabbi rak upp stór augu og kannaðist ekki við það. „Jú, sagði viðmælandi hans. Hann gengur aldrei með hendur í vösum ..!“ Ég hef nægi- legt sjálfstraust til að mér finnst ég ekki þurfa að biðja afsökunar á sjálfum mér. En víst getur sviðið ef gagnrýni er kveðin upp á starf- ið, af mönnum sem hafa ekki að- stöðu til að dæma um það. Ég hef alltaf verið tilfinningavera og ég læt það eftir mér. Ég er hrifnæm- ur, fegurðin lyftir mér hæst í hæð- ir, en svo sveiflast ég kannski langt niður á við. Kannski ekki skynsam- legt í hörðu þjóðfélagi. En stein- mnnar tilfinningar em líkt og brynja, duga ekki lengur, heimur- inn er ekki þannig, að maður geti látið allt líða hjá afskiptalaust. Ég held að tilfinning og trú heyri saman. Trú mín er ekki köld rökhyggja, heldur byggist hún á >því að guð elski mig og hafi sýnt þann kærleika í Jesú Kristi. Nú þegar ég tek við starfi sem biskup Islands veit enginn betur en ég að mig vantar margt sem ég vildi hafa til að bera til að geta gegnt þessu starfi svo sem ég vildi. Hjá mér er ríkjandi innileg lotning fyr- ir Frelsaranum. Kal tilfinninganna myndi skerða trúna. En samfara auðmýktinni, vanmætti sem ég finn til, er þó þessi ríka þakkar- kennd. Gagnvart kirkjunni fyrir að hafa verið leyft að ganga til • þjónustu íslensku kirkjunnar og borið mig á höndum og treyst mér til margvíslegra verkefna. Trúrækni og kirkjurækni. Set- urðu samasemmerki þar á milli? — Mér finnst ég ekki geta kveð- ið upp'dóm um það. Mér sjálfum fínnst eðlilegt að trúin leiti útrásar í tilbeiðslu og bæn í guðshúsi; með þátttöku safnaðarins í kirkjunni. Sr. Jakob Jónsson kom einhveiju sinni með samlíkingu um þetta sem mér finnst ná kjarna málsins. Hann sagði að í gamla daga hefði fólk farið í bað einu sinni eða tvisvar á ári. Og þótt það eiginlega óþarfí. Nú væru aðrir tímar. Með breytt- um lifnaðarháttum hefði fólk feng- ið þörf fyrir að fara í bað, stundum tvisvar á dag. Eiginlega gegndi sama máli með kirkjusókn. Þegar . fólk sækti kirkju að staðaldri opn- áðist því nýr veruleiki. Með því að temja sér tilbeiðsluna í kirkjunni, taka þátt í söngnum og ritningar- lestrinum, fyndi fólk þá næringu sem gefur því mikið og væri því styrkur. Mér fínnst sr. Jakobi hafa ratast þama rétt orð á munn sem oftar og get ekki svarað þessu betur en hann. Hvað vilt þú leggja áherslu á í starfi biskups? — Ég hef áður nefnt aukinn stuðning við guðfræðinema, bætt kjör presta, löngun til að ýta und- ir stuðningshópa innan safnað- anna, að frumvarpið varðandi kirkjugarðsgjöldin verði að veru- leika. Ég vonast líka til að sam- starf við aðrar kirkjudeildir, kaþól- ikka, hvítasunnufólk og aðventista, aukist, eins og þegar er vísir að. Ég hlakka til að kynnast starfinu á Biskupsstofu, en þar var ég í fimm ár eftir að ég kom frá Banda- ríkjunum en þá varð ég æsku- lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. Annars hygg ég að rétt sé að bíða með stórorðar yfirlýsingar, vonandi tekst mér að láta verkin tala, sagði sr. Ólafur Skúlason, nýkjörinn biskup yfir íslandi, að lokum. Texti: Jólianna Kristjónsdóttir Mynd: Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.