Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 33
í Reykjavík. Eiginmaður hennar var Jón Júníusson, stýrimaður frá Syðra-Seli, Stokkseyri. Börn þeirra eru Jón Atli (d. 1975) og undirrit- uð. Elín f. 27. október 1901, húsfrú í Reykjavík, d. 8. desember 1967, gift Ársæli Jóhannssyni, skipstjóra. Þeirra böm eru: Jón (d. 1982), Elín, Jóhann og Gunnar Þór. Einar Ragn- ar, f. 7. febrúar 1904, forstjóri og bókaútgefandi í Reykjavík, d. 11. júlí 1984. Fyrri kona hans var Ás- fríður Ásgríms. Þau eiga 2 dætur, Eddu og Völvu. Síðari kona hans er Björg Ellingsen. Þeirra börn eru: Ema María, Auður Guðrún og Jón Óttar. Öll em Mundakotssystkinin látin, en þau vom mikilhæf og virt af öllum. Guðríður og Gísli vom óvenju glæsileg hjón, bæði í sjón og raun og með þeim mikið jafnræði. Þau vom samhent með afbrigðum í blíðu og stríðu. Ungu hjónin bjuggu fyrst með Guðrúnu og Jóni í Mundakoti, en fljótlega tóku þau við búinu og nutu foreldrar Gísla umönnunar þeirra til æviloka. Guðríður og Gísli vom atorkusöm og afkastamikil í öllum verkum sínum. Á Gísla hlóð- ust ýmis störf fyrir hreppinn auk bústarfa og stundum vinna fjarri heimili. Það var lærdómsríkt fyrir unga frænku að sjá þau hjón að störfum, hvort sem var við garð- vinnu í Mundakoti eða á teigi við heyvinnu. Þau vom svo vinnuglöð, hress og hamingjusöm, að ég hreifst af. Eftir að Guðríður tók við bús- forráðum hélt hún uppi fyrri rausn og myndarskap í Mundakoti. Þang- að vom allir ævinlega velkomnir og vel fagnað, hvort sem þeir vom skyldir, tengdir, vinir eða vanda- Iausir. í Mundakoti fæddust öll 5 börn Guðríðar og Gísla: Sesselja Ósk, f. 17. mars 1935, húsfrú og kaupkona á Selfossi. Hún var gift Guðna Vil- berg Sturlaugssyni, skipstjóra og útgerðarmanni. Hann lést um aldur fram 6. febrúar 1987. Þeirra böm em: Vigdís Heiða, Gísli og Stur- laugur Vilberg. Jón Gunnar, f. 14. maí 1939, vinnur við trésmíðar. Hann býr á Eyrarbakka með konu sinni Öldu Guðjónsdóttur. Þeirra böm em: Þuríður, Gísli og Guðjón Smári. Auk þess á Jón Gunnar son, Gunnar Öm. Helgi, f. 28. janúar 1943, húsasmiður í Kópavogi, kvæntur Þuríði Kolbeins. Þeirra dætur eru: Guðríður, tvíburamir Jóhanna Ólöf og Þórhildur Katrín, og Þórey Inga. Jóhann, f. 14. apríl 1949, plötusmiður á Eyrarbakka, kvæntur Helgu Sörensen. Þeirra böm em: Guðrún, Gísli Ragnar og Kristinn Karel. Auk þess á Helga soninn Hinrik. Gísli Ragnar, f. 18. ágúst 1952, prentari í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Rósu Hallgrímsdóttur. Þeirra börn em: Sigurlaug Ýr, Bjami og Elín. Langömmubörn Guðríðar em orðin 5. Þau Guðríður og Gísli vom bæði harðdugleg við að sjá sér og sínum farborða og þeim búnaðist vel. En um miðjan aldur veiktist Gísli, fyrst af nýrnaberklum og síðar af hæg- fara taugalömun, sem skerti smám saman starfsþrek hans. En aldrei komu mannkostir þeirra hjóna bet- ur í ljós en í þessari lífsreynslu þeirra. Þau vom bæði sterkir per- sónuleikar með stálvilja. Uppgjöf, vol og víl var víðs fjarri skaplyndi þeirra. Áfram var haldið búskap í Mundakoti með hjálp bamanna, vina og vandamanna. Gísli lét aldr- ei bilbug á sér finna, hélt gleði sinni og reisn og vann meðan kraftar frekast leyfðu. Hann lést af hjarta- slagi 22. sept. 1965, aðeins tæpra 59 ára gamall. En áfram hélt Guðríður búskap í Mundakoti. Jó- hanna og Jón, móðursystkini henn- ar, vom nú komin á elliár. Guðríður hlynnti að þeim á alla lund. Jón lést 10. okt. 1967 meðan þau bjuggu enn á Bergi. Eftir lát hans bjó Jóhanna lengst af í Mundakoti, en hún lést níræð 6. ágúst 1974. Guðríði féll aldrei verk úr hendi. Allt sem hún vann var með listrænu handbragði. Lopapeysumar hennar vom óteljandi, púðar, klukku- strengir og dúkar. Hún var frábær húsmóðir og hrókur alls fagnaðar heima og heiman og því alls staðar auðfúsugestur. Þann 4. október ei- ríífHA V HUOAUIiTBÖ'4 UIUAJ8MUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 7. APRÍL 1989 1983 var liðin hálf öld frá því að Guðríður kom í Mundakot og hélt hún þá veglega veislu. Þetta er dtjúgur tími af þeim tæpu 3 öldum, sem sama ættin hefur búið í Munda- koti. Guðríður naut lengst af góðrar heilsu. Fyrir tæpum 2 ámm fór heilsu hennar að hraka, hjartað að gefa sig. Hún, sem aldrei hlífði sér, varð nú að hægja á sér. Hún kaus þó að búa áfram í Mundakoti nema smátíma í einu, sem hún dvaldist hjá bömum sínum. Hún dvaldist síðustu jól og aftur yfir páskahátíð- ina hjá Ósk, dóttur sinni. En hún vildi komast aftur að Mundakoti og ljúka ýmsu af, áður en hún færi til Reykjavíkur í fermingu sonar- dóttur sinnar 2. apríl. Henni tókst að ljúka erindum sínum á Eyrar- bakka, kauptúninu, sem hún unni, í síðasta sinn. En þrekið var þrotið, fársjúk var hún flutt á Borgarspítal- ann, þar sem hún lést að morgni 1. apríl. Guðríður í Mundakoti líktist grenitrénu eins og Stephan G. Step- hansson lýsir því í kvæði sínu: „Bognar aldrei — brotnar í — byln- um stóra seinast". Við Páll og fjölskylda okkar geymum dýrmætar minningar um Guðríði í Mundakoti og biðjum öll- um niðjum hennar blessunar Guðs um alla framtíð. „Sælir em dánir, þeir sem í Drottni deyja uppfrá þessu. Já, seg- ir andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.“ (Opinberunarbókin 14. kap. 13. vers). Guðrún Jónsdóttir Þeir sem komast til nokkurs ald- urs komast af eðlilegum ástæðum ekki hjá því að sjá á bak samferða- mönnum sínum. En jafnvel þó að maður viti, að dauðinn bíður allra, er eins og andlátsfrétt komi manni alltaf á óvart og snerti viðkvæman streng í bijósti manns. En svo fór fyrir mér laugardagsmorguninn 1. apríl s.l. þegar Ingibjörg Rósa dótt- ir mín hringdi til mín og sagði að Guðríður tengdamóðir sín hefði lát- ist þá um morguninn á Borgarspít- alanum. Mig setti hljóðan og marg- ar hugsanir og spumingar flugu ósjálfrátt í gegnum huga minn. En fyrsta hugsunin var hvemig getur það verið að dauðinn sé svo mis- kunnarlaus að taka hana frá okkur einmitt núna þegar hún var búin að undirbúa sig að fara frá heimili sínu á Eyrarbakka til Reykjavíkur þennan sama dag. En daginn eftir átti að ferma sonardóttur hennar, og hún var ákveðin í að vera þar viðstödd. Þrátt fyrir að heilsan hafði ekki verið sem best undanfama mánuði. Allur ástvinahópurinn hafði búið sig undir og hlakkað til að fá hana í heimsókn ekki síst vegna þess að nú gæti hún verið við ferminguna, sem er ein hátíð- legasta athöfn í lífi hvers kristins manns. „En vegir Guðs em órann- sakanlegir" og við hljótum að sætta okkur við að tíminn græði þetta sár eins og öll önnur. Guðríður, sáluga, var fædd 3. desember 1912 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, yngst af fimm bömum þeirra hjóna Vigfúsar Helgasonar og Sesselju Helgadóttur, en þau em nú öll látin. Guðríður kvæntist 4. olctóber 1933 Gísla Jónssyni, bónda, í Mundakoti á Eyrarbakka. Ég sem þessar línur rita er ekki fær um að rekja ættir þessara heiðurshjóna. Þetta eiga aðeins að vera nokkur þakkar- og kveðjuorð um leið og ég rifja upp fáeinar minningar frá kynnum mínum óg samskiptum við þessa heiðufskonu. Guðríður og Gísli eignuðust fimm börn eina dóttur og fjóra syni. Tal- in í aldursröð: Sesselja Osk, hún var gift Guðna Sturlaugssyni, sem nú er látinn. Þeirra böm em þijú, Jón Gunnar giftur Öldu Guðjóns- dóttur, þeirra böm em þijú, Helgi giftur Þuríði Erlu Kolbeins, þeirra böm em fjögur, Jóhann giftur Helgu Sörensen þeirra böm em þijú og Gísli Ragnar giftur Ingi- björgu Rósu Hajjgrímsdóttur, þeirra böm em þijú. Öll em bömin mikið myndarfólk og bera foreldr- um sínum fagurt vitni. Sannast hér sem oft áður hið gamla spakmæli „að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni". Þess skal getið hér að Gísli í Mundakoti lést fyrir aldur fram, þann 22. september 1965. Hann hafði misst heilsuna árið 1954. Þrátt fyrir veikindin dvaldist hann oftast á heimili sínu og Iést þar. Þá var yngsti sonur þeirra aðeins 13 ára gamall. Guðríður sýndi þá eins og alltaf, fyrr og síðar, hvers- konar myndar- og skörangskona hún var. Fyrstu kynni okkar Guðríðar urðu árið 1974, en þá var yngsti sonur hennar og dóttir okkar heitbundin. Við bjuggum þá í sveit- inni okkar kæm, Vatnsdalnum í A-Húnavatnssýslu. Þetta sumar 1974 var hringveg- urinn um landið opnaður með því að taka brýmar á Skeiðarársandi í notkun. Við hjónin notuðum strax tækifærið og fómm norður og aust- ur um land. Dóttir okkar og tilvon- andi tengdasonur komu á móti okk- ur austur að Eyjafjöllum og fóm með okkur, til gistingar að Munda- koti til Guðríðar. Ég hreifst strax af þessari glæsilegu húsmóður sem bar með sér hispursleysi og skör- ungsskap. Viðtökunum ætla ég ekki að lýsa, þær munu margir þekkja, því gestakomur vom óvenju miklar á heimili Guðríðar. Hin stóra fjölskylda var bundin traustum böndum við æskuheimili sitt og lagði oft leið sína þangað því samheldni var mikil í fjölskyld- unni, auk þess átti Guðríður marga vini, sem oft lögðu leið sína þang- að. En húsfreyjan gerði engan mun á gestum sínum, allir áttu þar sömu rausninni að mæta. Næstu samfundir okkar Guðríðar urðu þetta sama ár í október þegar dóttir okkar hjóna, Ingibjörg Rósa og sonur hennar Gísli Ragnar, giftu sig. En þá kom Guðríður norður að Hvammi, ásamt bömum sínum og mökum þeirra. Við hjónin áttum því láni að fagna að fá Guðríði oft í heimsókn til okkar að Hvammi í fylgd með syni sínum og tengdadóttur. En alltaf var það jafnmikið tilhlökkun- arefni þegar við vissum að þau væm væntanleg. Og ekki var eftir- væntingin minni þegar bamabömin fóm að koma með. Frá þessum ámm eigum við bjartar og hugljúf- ar minningar sem ekki munu gleymast. Arið 1985 fluttist ég og fjöl- skylda mín alfarin úr sveitinni til Reykjavíkur. Af eðlilegum ástæðum varð þá sambandið milli heimila okkar Guðríðar ennþá nánara og samfundirnir fleiri. Alltaf sýndi hún okkur sömu rausnina og trygglynd- ið. Sumarið 1987 átti ég þess kost að dvelja í sumarhúsi að Hólum í Hjaltadal í eina viku. Þetta hús er það stórt að ég gat tekið með mér dóttur mína og tengdason með börnin sín þijú og Guðríði. Það er skemmst frá því að segja að þessi ferð og dvölin á Hólum var heilt ævintýri. Við ókum fyrst til Eyrar- bakka og þáðum þar hjá Guðríði sömu rausnarviðtökurnar eins og svo oft áður. Síðan var haldið sem leið liggur norður Kjalveg og heim að Hólum. Við dvöldum þama eins og áður segir í eina viku í Ijómandi veðri. Farið var í langar og stuttar ferðir, fram í fremstu dali Skaga- fjarðar, til Siglufjarðar og allt þar á milli. Guðríður var alltaf í bílnum hjá okkur hjónunum. Hún var sann- kallaður gleðigjafi í þessari ferð og framúrskarandi ferðafélagi. Við fundum vel hvað hún hafði mikinn áhuga á að kynnast landi sínu og þjóð. Guðríður hafði lítið ferðast um þessar slóðir. Það leyndi sér ekki hvað hún naut þess að auka við þekkingu sína í nýju umhverfi og kynnast viðhorfum fólks í fjar- lægum hémðum, enda var hún stór- velgefin og fróðleiksfús. Síðari hluta árs 1987 fann Guðríður, sáluga, fyrir þeim sjúk- dómi, sem nú hefur bundið enda á líf hennar. Hún tók því með æðm- leysi og stillingu eins og öðm sem hún þurfti að ganga í gegnum í lífinu. Oft dvaldi hún hjá börnum sínum sem bára hana á höndum sér og hlynntu að henni svo að til fyrir- myndar er. Sem betur fer hlaut hún ekki þau örlög að þurfa að dvelja á sjúkrahúsi langtímum saman. En oftast dvaldi hún heima í Munda- koti, þangað leitaði hugurinn, því við þann stað var hún bundin óijúf- anlegum böndum. Ég sem þessar línur rita átti af- mæli í janúar s.l. Ég frétti að Guðríður hefði mikinn áhuga á að koma að austan og heiðra mig með nærvem sinni þennan dag. Ég hafði nokkrar áhyggjur af þessu, því mér var kunnugt um heilsufar hennar og svo var komin ótíð og ófærð, en hún lét það ekki aftra sér. Hún kom sem betur fór, mér og öðmm til óblandinnar ánægju. Þennan dag var hún bara vel ftísk, en daga- skipti vom á veikindum hennar síðustu mánuðina. Ég segi frá þessu eina dæmi af mörgum, til þess að sýna hve mikla vináttu og trygg- lyndi hún sýndi mér og mínu fólki. Þá er mér bæði ljúft og skylt að geta þess og þakka hve framúrskar- andi vel hún reyndist dóttur okkar sem tengdamóðir og bömum henn- ar frábær amma. En nú hefur sá sem öllu ræður gripið inní og þessi dagur í janúar sl., þegar við vomm að gleðjast saman, urðu okkar síðustu sam- verustundir. Svona er lífið. Við sem eftir stöndum finnum fyrir því að stórt skarð hefur verið höggvið, skarð sem ekki verður fyllt. Ég enda þessar sundurlausu minningar með því að senda öllum ástvinahópnum, innilegar samúðar- kveðjur, frá mér og konu minni. Guð blessi minningu Guðríðar Vigfúsdóttur frá Mundakoti. Hallgrímur Guðjónsson frá Hvammi í dag þegar við fylgjum tengda- móður minni Guðríði Vigfúsdóttur til grafar, langar mig í fáum orðum að minnast hennar. Ég ætla ekki að fara út í ætt- fræði, það gera aðrir. En samt er ekki hægt annað en að láta það koma fram, að í Mundakoti hefur sama ættin búið í hátt í þijár aldir. Guðríður gat á einhvem hátt látið okkur finna þetta ekki í orði heldur á þann hátt sem ekki er hægt að lýsa. Sögur, ljóð og stökur um allt mögulegt var farið með fyrir böm og bamaböm. Hún lýsti tímum, sem við unga fólkið munum ekki eftir, ljóslifandi fyrir okkur. Bæjarbragur á Bakkanum í þá tíð rann fyrir hugskotssjónum okkar þegar Dúdda sagði frá, hvort sem um var að ræða spaugileg eða alvarleg at- vik. Guðríður reyndi margt á sinni ævi, bæði gleði og sorg, en sterk . skapfesta og meðfætt léttlyndi fleytti henni yfir sorgir, en gerði hana sterkari á eftir. Árið 1933 fluttist Guðríður frá Bergi að Mundakoti og giftist Gísla Jónssyni. Þau eignuðust fímm böm sem öll em á lífi. En þau em: Ósk, gift Guðna Sturlaugssyni, d. 1987, þeirra böm em; Heiða, gift og tveggja bama móðir. Gísli, kvæntur og tveggja bama faðir. Sturlaugur, ókvæntur. Jón Gunnar kvæntur Öldu Guðjónsdóttur, þeirra böm em: Þuríður, Gísli og Guðjón Smári. Áður átti Jón Gunnar dreng með Margréti Magnúsdóttur. Hann heit- ir Gunnar Óm, er kvæntur og á eitt bam. Jóhann kvæntur Helgu H. Sörensen, þeirra böm em: Guð- rún, Gísli Ragnar og Kristinn Kar- el. Áður átti Helga soninn Hinrik, sem Jóhann hefur gengið í föður- stað. Helgi kvæntur undirritaðri á fjórar stúlkur, Guðríði, Þórhildi Ól- öfu, Jóhönnu Katrínu og Þóreyju Ingu. Gísli Ragnar kvæntur Ingi- björgu Rósu, þeirra böm em: Sigur- laug Ýr, Bjami og Elín. I okkar augum var Mundakot miðpunkturin, ekki aðeins hjá böm- um Guðríðar og Gísla, heldur líka systkinabama þeirra hjóna. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í til- vem okkar, söknuðurinn er mikill og sár. Elskuleg kona er fallin frá. . Að leiðarlokum langar mig að þakka þá samvera sem við áttum. Ég veit að trú hennar að við fæmm á annað tilverastig eftir dauðann og hittum þar ættingja og vini, gerir mér sorgina léttari. Eg veit að heimkoman hefur verið henni góð. Það er von mín og bæn að afkomendur hennar líkist henni í flestu. Hafi hún þökk fyrir allt. Ég bið góðan guð að létta sorg- ina hjá okkur bömunum hennar, afkomendum, vinum og þá sérstak- lega hjá Lilju og Óla, sem ásamt Gunnari Jóh. og Lám vom þeir vin- ir sem í raunum hennar stóðu henni við hlið. Þeim vil ég þakka tryggð- ina í hennar garð í gegnum árin. Læknum og hjúkmnarfólki Borg- arspítalans þakka ég góða um- mönnun og bið þeim guðsblessunar í starfi. Ég þakka Guðríði fyrir soninn sem ég giftist ung. Hafi hún þökk fyrir allt. Þurfður E. Kolbeins t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, HAUKS JÓHANNSSONAR, Hrafnistu. Sigursveinn Hauksson, Jóhann Hauksson, Signý Hauksdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ALBERTSDÓTTUR, Telgi, Fljótshlíö. Guöni Jóhannsson, Albert Jóhannsson, Ágúst Jóhannsson, Sigrún Jóhannsdóttir, Árni Jóhannsson, Jens Jóhannsson, Svanlaug Sigurjónsdóttir, Eria Þorbergsdóttir, Sigrún Runólfsdóttir, Nikulás Guðmundsson, ' Jónfna B. Guðmundsdóttir, Auður Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinar- hug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdaföð- ur, afa og langafa, HÉÐINS MARÍUSSONAR, Túngötu 12, Húsavfk. Helga Jónsdóttir Kristbjörg Héðinsdóttir, Marfus Hóðinsson, Guðrún Hóðinsdóttir, Jón Ármann Hóðinsson, Helgi Héðinsson, Páimi Hóðinsson, Þórunn Héðlnsdóttir, Benedikt Héðinsson, Sigurður Hóðinsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.