Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989
Sigló hf. gjaldþrota:
Skuldir 300 millj-
ónir - bókfærðar
eignir um 90 millj.
Reksturinn leigður félagi með aðild fyrri eigenda
SIGLÓ hf. á Siglufirði, sem rekið hefur stærstu rækjuverksmiðju
landsins, var úrskurðað gjaldþrota í gær. Samdægurs leigði skiptar-
áðandi rekstur félagsins nýju hlutafélagi, Siglunesi, en það er að
hluta i eigu sömu aðila og Sigló hf. Að sögn Jóns Guðlaugs Magnús-
sonar, sljórnarformanns Sigló og hluthafa í Siglunesi, var eiginQár-
staða félagsins um áramót neikvæð um 160 milljónir króna. Skuldir
Sigló voru þá áætlaðar um 300 milþ'ónir króna, auk afurðalána.
Bókfært verð eigna er 80-90 milljónir en brunabótamat 180-190
milljónir króna.
Verksmiðja Sigló hefur ekki ver-
ið starfrækt frá því um miðjan des-
ember en síðan hafa staðið yfir til-
raunir til endurskipulagningar með
nauðasamningum án skiptameð-
ferðar. Tilboð, sem fól í sér þriðj-
ungs greiðslu upp í almennar kröf-
ur, fékk ekki stuðning nægilegs
hluta lánardrottna. Stærsta krafa á
Sigló er 140 milljóna veðskuld við
ríkissjóð, sem seldi hlutafélagi 10
einstaklinga og félaga verksmiðj-
una fyrir um fimm árum. Meðal
stærstu hluthafa voru eigendur
Borgarstjórn:
Gagnrýni
á Svavar
BORGARSTJÓRN
Reykjavíkur samþykkti í gær
ályktunartillögu Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks þar
sem Svavar Gestsson
menntamálaráðherra er for-
dæmdur fyrir aðför að Sjöfii
Sigurbjþmsdóttur, _ skóla-
stjóra Ólduselsskóla. í tiUög-
unni segir að ráðherra hafi
í málinu gengið á svig við
ótvíræðar lagareglur og
starfsvenjur i sambandi við
ráðningu skólastjóra grunn-
skóla borgarinnar.
Tillaga borgarfulltrúa Ai-
þýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks hljóðaði svo: „Borgar-
stjóm fordæmir aðför Svavars
Gestssonar menntamálaráð-
herra að skólastjóra Öldusels-
skóla og mótmælir því harðlega
að ráðherrann gengur á svig
við ótvíræðar lagareglur og
starfsvenjur um fmmkvæði og
atbeina fræðsluráðs að auglýs-
ingu starfa og ráðningu skól-
astsjóra gmnnskóla borgarinn-
ar.“ Þessi tillaga var samþykkt
með 10 atkvæðum Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks gegn 5
atkvæðum Framsóknarflokks,
Alþýðubandalags og Kvenna-
lista.
Marbakka hf. í Kópavogi. Stærstir
almennra kröfuhafa í þrotabú Sigló
em Bæjarsjóður Siglufjarðar og
rafveita bæjarins, að sögn Jóns
Guðlaugs Magnússonar.
Að sögn Jóns Guðlaugs hafa að
jafnaði um 50 manns unnið hjá fé-
laginu en talsverðar árstíðasveiflur
hafa verið á mannahaldi. Flestum
starfsmönnum hafði verið sagt upp
störfum en nokkrir unnu að við-
haldi véla og slíku frá því að rekst-
urinn stöðvaðist. Jón Guðiaugur
sagði að banabiti Sigló hefði verið
fjármagnskostnaður, sem verið
hefði um 90 milljónir króna á
síðasta ári en þá var velta félagsins
um 300 milljónir króna. Hann sagð-
ist vonast til að við skiptameðferð
yrði nauðasamningatilraunum hald-
ið áfram. „Þetta var erfitt spor að
taka. Sigló hefur verið vemlegur
þáttur í atvinnustarfsemi á Siglu-
firði en þegar tilraunir okkar til að
koma nýrri skipan á fjármálin bám
ekki árangur þótti okkur eðlilegra
að óska eftir gjaldþrotaskiptum en
greiðslustöðvun," sagði Jón Guð-
laugur Magnússon. Hann sagðist
vonast til að Siglunesi, sem nú hefði
leigt reksturinn, tækist að koma
rekstri verksmiðjunnar í gang að
nýju innan tíðar. Stjómarformaður
Sigluness er Guðmundur Amalds-
son. Framkvæmdastjóri Sigluness
verður Guðmundur Skarphéðinsson
áður framkvæmdastjóri Sigló.
Morgunblaöið/Kr.Ben.
Herflutningaflugvélin var dregin inn I flugskýli tíl þess að rannsókn gæti farið fram og sést gatið
á myndinni .
Nauðlenti með 29 manns
HERFLUTNINGAVÉL frá bandaríska hernum með 29 manns
rnnan borðs nauðlenti á Keflavíkurflugvelli um hádegisbilið i
gær. Þrýstiklefi í vélinni sprakk með þeim afleiðingum að stórt
gat kom á skrokk vélarinnar við frambrún hægri vængs án þess
að nokkurn sakaði.
Flugvélin sem er af Lockheed
C-130 Hercules-gerð í eigu
bandaríska hersins var stödd suð-
vestur af landinu á leið frá her-
flugvellinum í Mildenhall í Eng-
landi til Bandaríkjanna með við-
komu á Goose Bay á Labrador
þegar atvikið átti sér stað.
Að sögn Friðþórs Eydals blaða-
fulltrúa vamarliðsins á Keflavík-
urflugvelli tilkynnti flugmaðurinn
um skemmdir á skrokki vélarinnar
klukkan 10.31 til úthafsdeildar
flugmiðstöðvarinnar í Reykjavík
og óskaði eftir að nauðlenda á
Keflavíkurflugvelli. Klukkan
11.05 var almannavamakerfíð á
Keflavíkurflugvelli sett í gang til
að undirbúa nauðlendingu vélar-
innar og klukkan 11.13 fór björg-
unarþyrla til móts við flugvélina
sem hafði lækkað flugið niður í
10 þúsund feta hæð og átti hún
eftir 15-20 mflur til lands þegar
þyrlan mætti henni. Nokkm
seinna fór önnur þyrla og björgun-
arflugvél til móts við vélina og
fylgdu henni til lendingar en um
borð vom björgunarmenn í flot-
búningum tilbúnir að fara í sjóinn
til björgunarstarfa ef eitthvað
bæri út af áður en landi var náð.
Flugvélin lenti síðan klukkan
11.50 án þess að nokkum sakaði
og vom flugmennimir fluttir til
skýrslugerðar en í áhöfn vélarinn-
ar vom 7 manns. Farþegar vom
22, allt hermenn, á leið til Banda-
ríkjanna í fri. Rannsókn á
skemmdum vélarinnar hófst í
gærdag og von er á mönnum frá
verksmiðjunni til landsins.
Kr.Ben
Aðalfiindur Samvinnubankans:
Bankaráð tilbúið til við-
ræðna við Alþýðubanka
— sagði Guðjón B. Olafsson formaður bankaráðs í umræðum um sameiningarmál
Á AÐALFUNDI Samvinnubank-
ans í gær var samþykkt sam-
hljóða að beina því til bankaráðs
Bjarni P. Magnússon í borgarstjórn:
Best fyrir þjóð-
ina að kjósa
BJARNIP. Magnússon borgarfull-
trúi Alþýðuflokksins sagði á fimdi
borgarstjórnar í gær að það besta
sem gæti komið fyrir íslensku
þjóðina væri að efnt yrði til kosn-
inga og skipt um ríkisstjórn. Davíð
Oddsson borgarstjóri sagði að út-
gjöld Reykjavíkurborgar hefðu
aukist verulega vegna stefiiu
ríkisstjórnarinnar.
Borgarstjóri Iét þessi ummæli falla
í umræðum um niðurskurð hjá
sjúkrastofnunum Reykjavíkurborgar
í samræmi við ákvörðun ríkisstjóm-
arinnar um 4% niðurskurð á launa-
kostnaði heilbrigðisstofnanna. Sagði
borgarstjóri athyglisvert að ríkis-
stjóm sem kenndi sig við félags-
hyggju hefði tekið pólitíska ákvörðun
um að beina framlögufn 'ékki I þén'h-
an farveg. Reyndar væri aukin skatt-
heimta það eina sem sýndi að hér
væri um félagshyggjustjóm að ræða.
Borgarstjóri sagði að með aðgerðum
sínum væri ríkisstjómin að neyða
flölda sjálfstæðra einstaklinga til að
leita til Félagsmálastofnunar. Út-
gjöld stofnunarinnar hefðu verið inn-
an marka fram til september en þá
hefðu þau aukist verulega. Á fyrstu
þremur mánuðum þessa árs hefðu
þau svo aukist um 60 millj. miðað
við fjárhagsáætlun.
Bjami P. Magnússon sagði í um-
ræðunum að hann væri sammála
þeirri skoðun borgarstjóra að þessi
ríkisstjóm væri ekki gæfusöm og
bætti því við að það besta sem gæti
komið fyrir þjóðina væri að efnt yrði
tif kósrlih&á óg skrpt'umrikisstjóm.1
að leita nú þegar eftir viðræðum
við verkalýðshreyfinguna, ríkis-
valdið og aðra áhugaaðila til að
kanna möguleika á samruna
Samvinnubankans, Alþýðubank-
ans, Útvegfsbankans og annarra
fjármálastofhana sem áhuga
kynnu að hafa á slíku samstarfi.
Guðjón B. Ólafsson, formaður
bankaráðs, staðfesti á fundinum
að Ieitað hefði verið eftir viðræð-
um við Alþýðubankann um sam-
einingu eða samstarf. Jákvætt
svar hefði ekki borist en banka-
ráð Samvinnubankans væri hve-
nær sem er tilbúið í slíkar við-
ræður.
Guðjón sagði að Samvinnubank-
inn hefði á sínum tíma haft frum-
kvæði að því að taka upp viðræður
við Alþýðubankann um sameiningu
eða samstarf. Inn í þær hugmyndir
hefðu komið hugmyndir um sam-
starf við Útvegsbankann og/eða
aðrar lánastofnanir. „Þær viðræður
leiddu ekki til neins og það var fyrst
og fremst vegna þess að Alþýðu-
bankamenn voru ekki tilbúnir að
ganga til samstarfs eða samruna.
Síðan hefur verið haft samband við
Alþýðubankann, seinast í byijun
þessa árs, og þeir spurðir hvort
þeir væru tilbúnir til viðræðna. Já-
kvætt’ WW héfur ‘ekki horist' 'frá
þeim. Ég held að ég geti staðfest
það að bankaráð Samvinnubankans
er hvenær sem er tilbúið í slíkar
viðræður og ég held að Samvinnu-
bankinn og þeir aðilar sem að hon-
um standa séu tilbúnir til þess að
taka virkan þátt í umræðu um að-
gerðir sem gætu ieitt til hagræðing-
ar í bankakerfínu."
Haukur Ingibergsson, einn
þriggja flutningsmanna tillögunnar,
sagði að áhugi þeirra þremenninga
beindist að því að kannaðir yrðu
50 milljónir
í snjómokstur
ÞAÐ SEM af er vetri er
kostnaður við snjómokstur í
Reykjavík 50 miiyónir króna,
að sögn Inga Ú. Magnússon-
ar gatnamálastjóra.
í fjárhagsáætlun Reykjavík-
urborgar fyrir árið 1989, er
gert ráð fyrir 35 milljónum til
snjómoksturs. „Við munum
fara fram á aukafjárveitingu
fyrir moksturinn," sagði Ingi
Ú. „Það má alltaf gera ráð fyr-
ir að þess þurfí, enda aldrei að
vita fyrirfram hversu mikið
tþarf að moka.“
möguleikar á að byggja upp öfluga
fjármálastofnun sem væri að veru-
legu leyti í höndum samvinnu-
manna og launþega. „Að öðrum
kosti getum við átt það á hættu
að bankastarfsemi í landinu geti
hugsanlega innan örskamms tíma
verið í eigu tveggja aðila, ríkisins
sem á Landsbanka og Búnaðar-
banka, og Eimskips sem aðaleig-
anda Útvegs-, Iðnaðar- og Verslun-
arbanka. Slík þjóðfélagssýn er ekki
sérstaklega heillandi fyrir sam-
vinnumenn trúi ég og þess vegna
er þessi tillaga lögð fyrir fundinn
um það að könnun verði gerð á
möguleikum," sagði Haukur Ingi-
bergsson.
Hagnaður Samvinnubankans,
veðdeildar og stofnlánadeildar var
á síðastliðnu ári 72 m.kr. Heildar-
tekjur voru 2.228 m.kr. en rekstrar-
kostnaður 2.156 m.kr. Heildareign-
ir rekstrareininganna þriggja voru
í árslok 8.898 m.kr. og höfðu auk-
ist um 29,6% milli ára. Eigið fé var
587 m.kr. og hafði hækkað um 132
m.kr. eða 29% á árinu. Heildarinn-
lán Samvinnubankans voru 5.899
m.kr. í árslok og höfðu aukist um
l. 104 m.kr. eða 23% á árinu. Al-
menn útlán og afurðalán í íslensk-
um krónum námu 4.716 m.kr. í
árslok og höfðu aukist um 1.166
m. kr. á árinú éðá'32,9%/