Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 Spennandi námskeið í AROMATHERAPY (þrýstinuddi með náttúrulegum olíum). Leiðbeinandi verður dr. Anna Edström, lífefna- fræðingur, sem haldið hefur fjölda slíkra námskeiða erlendis. Námskeið þetta stendur yfir í næstu 8 mán- uði (1 helgi á mán.) og öðlast nemendur áritað prófskírteini í lok námskeiðsins sem viðurkenningu í þessari fræðigrein. Fjöldi nemenda takmarkast við aðeins 20 manns. Allar frekari uppl. veittar í síma 680630 milli kl. 9.00-17.00 á daginn. Evrópubandalagið: íslendingar greiða nú 6% toll af saltfiski Hér sést skriðan sem hrundi úr íjallinu, Klakkur fyrir miðri mynd, en hann er nú ekki nema brot af því sem var fyrir hrun. Morgunblaðið/Reynir Ragnarsson Séð frá Vík yfir að Reynisfjalli. Örin bendir á staðinn, þar sem hrundi úr fjallinu. Vík í Mýrdal: Bergfylla hrundi úr Reynisflalli MIKIL bergfylla hrundi úr Reynisfjalli, austan við Reynisdrangana, aðfaranótt 1. apríl. Skriðan var það mikil að hún lokar rennu sem var fær bátum á milli dranga og sjávarmáls, auk þess sem hún ger- ir gangfært fyrir fjallið sem ekki var áður. Þó er talið óráðlegt að vera á ferli undir Qallinu á þessum slóðum, vegna hættu á frekara hruni, að sögn Reynis Ragnarssonar lögreglumanns í Vík. „VIÐ byijuðum að greiða 6% toll af saltfiski til Evrópubandalags- ins um síðustu mánaðamót," sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fískframleiðenda, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að í janúar síðastliðnum hefðu Is- lendingar verið í samkeppni við Norðmenn um 25.000 tonna toll- frjálsan kvóta til bandalagsins og hann hefði verið búinn i byijun febrúar. Gera mætti ráð fyrir að minna yrði framleitt af saltfiski í ár en í fyrra, bæði vegna minni þorskveiðikvóta og óhagstæðara verðs nú en þá. „Þetta gerðist aðfaranótt 1. apríl, menn tóku eftir því um morgun- inn,“ sagði Reynir. „Einhveijir fundu titring um nóttina, en héldu að það væri bara stór vörubíll á ferð. Svo héldu margir að þetta væri bara gabb, þegar sagt var frá þessu um morguninn.“ Reynir segir að skriðan hafið fallið allt frá brún fjallsins á þeim Ferming í Oddakirkju Ferming í Oddakirkju sunnu- daginn 9. apríl kl. 14.00. Prestur sr. Stefán Lárusson. Fermd verða: Bjarki Steinn Jónsson, Heiðvangi 24, Hellu. Bjöm Grétar Stefánsson, Odda, Rangárvallarhreppi. Hermann Bjarki Rúnarsson, Geitasandi 5, Hellu. Magnús Torfi Olafsson, Laufskálum 10, Hellu. Elín Yngvadóttir, Laufskálum 4, Hellu. Hjördís Rut Siguijónsdóttir, Hraunöldu 1, Hellu. Ólöf Þórhallsdóttir, Ægissíðu 4, Djúpárhreppi. stað sem klettanef gekk í sjó fram, svokallaður Klakkur. Skriðan fór yfir Klakkinn þannig að hann er nær allur horfinn og framan við hann er nú gangfært frá Vík yfir í Reynishverfið, sem ekki var áður. Ofan á fjallinu hafa verið spmng- ur allt upp í meters víðar og hafa þær náð 15 til 20 metra inn á fjal- íið. Menn eystra hafa fylgst með þessum spmngum og hreyfingum á þeim undanfarin ár, að sögn Reyn- is, en ekki hefur mælst mikil hreyf- ing í þeim. Reynir segir að þama hrynji sjaldan úr fjallinu, en mikið í einu þegar það verður. Hann telur mjög varasamt að vera á ferli und- ir fjallinu á þessum slóðum vegna hættu á frekara hmni, þá er einnig varasamt að vera nærri brúninni á fjallinu. Hmnið kom fram á jarðskjálfta- mæli á bænum Skammadalshóli í um sex kílómetra fjarlægð frá hmn- staðnum. Einar H. Einarsson bóndi þar segir að skjálftinn hafi verið gmnnur og ólíkur venjulegum landsskjálftum. „Þetta ver heldur lítill skjálfti og engin ný bóla að svona komi á mælinn. Ég man eft- ir svipuðum skjálfta einu sinni, það var áður en lóranstöðin hætti, hann var þó minni. Það er bara verst að þetta fór ekki nógu langt upp í fyallið, þarna em sprangur og hmn- hætta þannig að fólki er hætta búin ef farið er nærri Jfjallsbrúninni eða fyrir neðan," sagði Einar. vegsmanna gaf fyrir skömmu, í tilefiii 50 ára afinælis síns, Nátt- úrugripasafiiinu í Vestmannaeyj- um 500 þúsund krónur til kaupa á búnaði fyrir safiiið. Fyrir þessa gjöf festi safnið kaup á sýningarskjá til þess að hafa í Magnús Gunnarsson sagði að staðan á saltfiskmörkuðunum væri erfið og óvíst hvemig málin þróuð- ust á næstu mánuðum. Hann væri frekar svartsýnn en íslenski fisk- urinn væri þó betri og stærri en keppinautanna. „Við höfum ekki safninu. Þar er hugmyndin að sýna gestum atburði sem gerast í safninu utan opnunartíma þess, svo sem hrygningu fiska og fleira. Nýlega var þessi sýningarskjár settur upp í safninu og af því til- efni var fulltrúum LÍÚ boðið í safn- ið til þess að kynna sér búnaðinn. - Grímur lokið við að gera rammasamning við Portúgali um saltfiskkaup þeirra á þessu ári en gemm ráð fyrir að halda áfram viðræðum við þá á næstunni. Við höfum hins vegar samið um að selja þeim ákveðið magn sem er til afhend- ingar í apríl og maí næstkom- andi,“ sagði Magnús. Hann sagði að framboðið á salt- fiskmörkuðunum myndi minnka mjög fljótlega, þar sem minna mætti veiða af þorski í Norður- Atlantshafi á þessu ári en í fyrra. „Það er einnig ljóst að Bandaríkja- dalur er að styrkjast. Það má því gera ráð fyrir að menn auki fram- leiðslu á frystum fiski til Banda- ríkjanna en salti aftur á móti minna en þeir hafa gert að undanf- ömu,“ sagði Magnús Gunnarsson. Hann sagði að fyrstu tvo mán- uði þessa árs hefði verið flutt út svipað magn af saltfiski og á sama tíma í fyrra. „Við áttum litlar birgðir fyrstu tvo mánuði þessa árs en söltuðum þá lítið eitt meira en á sama tíma í fyrra,“ sagði Magnús. Hann sagði að héðan hefðu verið seld tæp 62.000 tonn af saltfiski í fyrra, þar af 97% til Evrópubandalagsins. Þá hefði mátt flytja til bandalagslandanna samtals 52.500 tonn af saltfiski með 5% tolli en sá kvóti hefði ver- ið búinn í byijun september. í ár væri hins vegar heimilt að selja þangað 49.000 tonn með 6% tolli. * Omakleg alhæfing Morgunblaöið/Sigurgeir Jónasson Fulltrúar útvegsmanna ásamt Kristjáni Egiissyni forstöðumanni safnsins. Yestmannaeyjar: Gjöftil N áttúrugripasaftisins Vestmannaeyjum. LANDSSAMBAND íslenskra út- eftir Steinar J. Lúðvíksson Föstudaginn 31. mars sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Sif Ein- arsdóttur nema í Verslunarskóla Islands þar sem kemur fram gagn- rýni á vinnubrögð sem hún segir viðhöfð hjá íslenskum tímaritum og greinir hún frá samskiptum sínum við eitt þeirra. Greinarhöfundur hefur ekki fyrir því að nafngreina það tímarit sem hlut á að máli, en þar sem fyrirtæki það sem undirrit- aður starfar hjá sem aðalritstjóri gefur út bæði flest tímarit hérlend- is og jafnframt þau útbreiddustu álykta ef til vill margir sem lesa umrædda Morgunblaðsgrein að eitt tímarita Fijáls framtaks eigi þá sneið sem fram kemur í greininni. Skal tekið fram að svo er ekki og harla ómaklegt hjá greinarhöfundi að setja öll tímarit undir sama hatt eða draga svo einarða ályktun af viðskiptum sínum við eitt þeirra að almennt sé viðhöfð óheiðarleg eða óvönduð vinnubrögð hjá blaða- mönnum tímarita. Hefði verið ólíkt mennilegra hjá greinarhöfundi að koma hreint fram og nefna það tímarit sem hún lenti í útistöðum við eða varð fyrir barðinu á með nafni. Greinarhöfundur segir að ritstjóri virts tímarits hafi látið þau orð falla að það sé ósiður að leyfa því fólki sem viðtöl birtast við að lesa þau yfir og leiðrétta villur áður en þau væm birt. Ekki veit ég hvaða rit- stjóri á þama hlut að máli en ég Steinar J. Lúðvíksson „Sú alhæfing- sem fram kemur í grein Sifiar Einarsdóttur um óvönduð vinnubrög-ð blaðamanna sem starfa hjá íslenskum tímarit- um er í fyllsta máta ósanngjörn o g einnig órökstudd.“ verð að lýsa furðu minni á þeim, ef rétt er eftir haft. Allir blaðamenn sem em á annað borð vandir að virðingu sinni og hafa metnað til þess að skila frá sér vönduðu efni leggja áherslu á að hafa sem rétt- ast eftir viðmælendum sínum og ein af tryggingum fyrir slíku er einmitt að láta viðkomandi lesa yfir eða lesa fyrir hann viðtal eða um- mæli áður en þau birtast á prenti. Hjá því fyrirtæki, Fijálsu framtaki, þar sem ég starfa er slík vinnu- regla viðhöfð — undantekningar- laust ef viðmælendur óska eftir því. Að þessu leyti standa tímarit betur að vígi en t.d. dagblöð þar sem oft verður að ganga frá málum í miklum flýti. Ég leyfi mér þó að fullyrða að flestir eða allir blaða- menn sem starfa hjá dagblöðum, sinna óskum viðmælenda, ef farið er fram á að fá að lesa efni yfir áður en það birtist. Sú alhæfing sem fram kemur í grein Sifjar Einarsdóttur um óvönd- uð vinnubrögð blaðamanna sem starfa hjá íslenskum tímaritum er í fyllsta máta ósanngjörn og einnig órökstudd. Þvert á móti leyfi ég mér að fullyrða að hjá íslenskum tímaritum starfa margir mjög færir blaðamenn og ritstjórar sem líta á það sem mikilvægan þátt í sam- keppni við þau fjölmörgu erlendu tímarit sem aðalslagurinn stendur við á tímaritamarkaðnum að setja fram vandað efni á góðu máli. Því miður virðist Sif Einarsdóttir hafa orðið fórnarlamb undantekningar- innar og þess vegna ætti hún að vera svo heiðarleg að segja beinum orðum hver hlut á að máli en ekki setja öll íslensk tímarit í sama bát- inn og kasta rýrð á heila starfsstétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.