Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989- 17 ur kallaði seiðing í baki og þar færi sá sjúkdómur sem enginn fær við ráðið og hefur nú lagt hann að velli langt fyrir aldur fram eftir svo hörð átök að dauðinn var honum líkn að lokum. Orð eru fánýt þegar góður dreng- ur er kvaddur. Okkur vinum hans og samstarfsmönnum er efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina og von um að sá sem öllu stýrir styrki Guð- rúnu konu hans, dæturnar tvær og aðra vandamenn í þeirra þungu sorg. Fyrir hönd skipsfélaga og sam- starfsmanna, Þorvaldur Guðmundsson I dag, föstudag, verður til moldar borinn vinur okkar og starfsfélagi, Valdemar Ágústsson stýrimaður á ms. Akraborg. Það er sár söknuður við fráfall þessa manns sem var svo ljúfur og elskulegur í allri sinni framkomu, öllum þótti vænt um hann sem með honum störfuðu. Hann var svo traustvekjandi og yfirvegaður. ■ Aldrei heyrðist frá honum styggð- aryrði, manni virtist bara svo mikil blíða og góðmennska stafa frá hon- um. Enginn var fljótari til hjálpar en hann ef með þurfti. Glettni og kímni kom oft í svip hans og hafði það góð áhrif á þá sem í kringum hann voru. Svo kom fréttin um að hann Valdi okkar, eins og við kölluðum hann, væri helsjúkur, af þessum ógnvekjandi sjúkdómi sem svo margir hafa þurft að glíma við. Það sló þögn á vinnufélagana og hver hugsaði sitt. Nei, það getur ekki verið að hann Valdi okkar sé svo langt leiddur, hann sem er svo hraustur. Hraust sál í hraustum líkama. Svo kom kallið sem allir verða að hlýða og enginn kemst undan. Nú lifir minningin um góðan og elskulegan vin og vinnufélaga. Við vitum að nú líður honum betur í nýjum heimkynnum, þar sem allar þrautir læknast. Eftirlifandi eiginkonu hans, Guð- rúnu Jónsdóttur, og dætrunum tveim og þeirra fjölskyldum, send- um við okkar dýpstu samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Þernur á ms. Akraborg: Helga, Emma, Guðrún, Sigrún R. og Sigrún K. t I i » NÝJA SKIPTITILBOÐIÐ AUÐVELDAR KR AÐ EIGNAST NÝJANBMW ÁGÓDUM KJÖRUM. Bflaumboðið hf BMW einkaumboö á íslandi Krókhálsi 1, ReykjavíK sími 686633 i I i I Carin C. Hansen Kungalv - Kveðjuorð Carin Cederblad Hansen kennari við Norræna lýðháskólann í Kung- álv, er látin. Carinar er minnst með söknuði og þakklæti af mörgum Islendingum því þeir eru nú orðnir æði margir íslensku nemendumir sem dvalist hafa í Kungálv eftir 42 ára starfsemi skólans. Carin Cederblad Hansen var ein fjögurra sem stofnaði skólann 1947 og vann hún linnulaust allt sitt líf við að bæta samskipti milli ungs fólks á Norðurlöndum. Carin fædd í Umeá 1914 og að afloknu háskólanámi í Svíþjóð fór hún til Danmerkur þar sem hún kynntist eiginmanni sínum Carl Guldagger Hansen en þau störfuðu bæði á lýðháskóla í Danmörku. Carin var cand. mag. í bókmennt- um og kenndi alla tíð norrænar bókmenntir af slíkum eldmóð og áhuga að nýr heimur opnaðist þeim sem nutu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verða heimagangur á heimili þeirra Carls og Carinar og naut þar vináttu, tryggðar og innblásturs á þessu stórmerka menningarheimili. Carin var þeim hæfileikum gædd að hún skapaði öðru fólki sjálf- straust, hún hjálpaði nemendum að þroska það besta í þeim sjálfum. Við erum orðnir margir íslensku krakkamir sem notið höfum til- sagnar Carinar og innblásturs. Hún var mjög óvenjulegur kennari. Þungar og óaðgengilegar bók- menntir urðu að glimrandi leikriti sem var ekki hægt að komast hjá því að fá áhuga á. Hún lék persón- ur, heimsstyijaldir, járnbrautalestir og hvað sem var, þannig að tímam- ir urðu ógleymanlegir. Henni tókst einnig með undraverðum krafti að virkja nemendur, þannig að feimnir krakkar sem aldrei höfðu stunið upp orði fyrir áhorfendur vom allt í einu farnir að halda fyrirlestra um norr- ænar bókmenntir. Carinar er saknað af þúsundum nemenda á öllum Norðurlöndunum, en minningin um þessa kraftmiklu konu lifir með okkur og vonandi tekst okkur að miðla eitthvað af þeim krafti sem hún gaf. Þóra Gunnarsdóttir félagsfræð- ingur er búsett í Kungálv og hefur verið alla tíð síðan hún var í skólan- um 1956. Með Þóm og Carin var rnikil vinátta. „Nú er eins og enginn sé eftir sem hægt er að spyrja um allt!“ sagði Þóra við mig í samtali á dögunum, og tek ég undir þau orð. Carin verður jarðsett í Kungálv í dag, föstudaginn 7. apríl. Elísabet Ásmundsdóttir Brekkan KRINGWN KRINGIdN KRINGWN KRINGWN KöHeNM KBIMeNM KBIMeNM KBIHeNM 3.hæó 3. hœd 3. hæd 3. hæö Mættu strax, ef þú ætlar ekki að missa af þessu. Markaðstorg Kringlunnar er ú 3. hæð í Kringlunni. Þar færð þú vörur á ótrúlega lúgu verði. T.d.: Áður Nú ieggingpeysur 2.990,- 1.000,- Oúnúipur 6.900,- 2.000,- Dúttjakkar 8.800,- 19.000,- Ádidasskór 4.480,- 2.490,- Hensonslcor 2.770,- 1.000,- Lampar 17.000,- 7.900,- Sueidholir 1.790,- 700,- Melko-jakkar 4.900,- 2.900,- Hér eru nokkur dæmi um verð á vörum sem f ást hjá okkur: Gséieé&xœkr. 87®.-, ídemskm Mjjémpt&i&r frá kr. 99^ Jkéidastoskur frá kr. 870. íslenskir hljómplötuútgef endur eru hér saman komnir: Steinor, Skífan, fakfur, Gromniié, Gimsteinn og fleiri. Það eru yf ir 30 aðilar sem haf a vörur sínar á Markaðstorgi Kringlunnar t.d: Markaðstorg Krmglunnar hefur leynsnúmer fyrir póstkröfu s. 678011. Þúþarft engar raögreiðslur hjú okkur, hafdu kfínkiö meö þér. H k I )l b 1' k li « S i t I i ,( I! M

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 78. tölublað (07.04.1989)
https://timarit.is/issue/122443

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

78. tölublað (07.04.1989)

Aðgerðir: