Morgunblaðið - 13.04.1989, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 13.04.1989, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 3 Reykjavík: Verktakar ráða ekki skólafólk í sama mæli og áður Atvinnuleysi fer hægt minnkandi í höfiiðborginni „ÞAÐ LIGGUR á borðinu að ekki verður hægt að ráða skólafólk til vinnu í sumar í sama mæli og áður,“ segir Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Verktakasambands íslands. Hann segir hafa verið tregt um framkvæmdir það sem af er árinu vegna tíðarfarsins, þær fram- kvæmdir fari í gang með sumrinu og verði lokið að mestu með haust- inu. Eftir það sé verkefnaskortur fyrirsjáanlegur. Samkvæmt tölum frá Ráðningarstofu Reykjavíkur fer atvinnuleysi hægt minnkandi, eft- ir að hafa náð hámarki í febrúar. Þann 11. þessa mánaðar voru 685 manns á atvinnuleysisskrá í Reykjavík, en voru 764 í lok febrúar. „Sannast sagna hefur brúnin ekki lyfst mjög hátt á mönnum undan- farnar vikur,“ segir Pálmi. „Ný verk- efni hafa verið óvenju fá miðað við meðalár og augljóst að verulegur samdráttur er framundan. Mest er um smá verkefni sem duga til hausts- ins og þá yfírleitt verk sem ekki var hægt að vinna í vetur vegna tíðar- fars, en fara aftur í gang í sumar. Samdrátturinn kemur aðallega fram í byggingariðnaði, en einnig í jarð- vegsframkvæmdum. Útboð Vega- gerðarinnar hafa verið óvenju seint á ferð og um helmingur af 1.300 milljóna króna fjárveitingu Vega- gerðarinnar fer til að greiða fram- kvæmdir síðasta árs og þá eru ekki nema 600 til 700 milljónir eftir í ný verkefni." Hjá ráðningarstofunni fengust þær upplýsingar að horfurnar væru 335 íþrótta- og ungrnenna- félög í ÍSÍ í auglýsingu frá Iþróttasambandi íslands á bls. 3 í Morgunblaðinu í gær: Heilbrigt líf - hagur allra, féll niður, að í íþróttasambandi íslands eru öll íþrótta- og ung- mennafélög i landinu, 335 að tölu. ekki góðar, þótt farið hefði að rofa til síðustu vikur. Um áramót var tala atvinnulausra í Reykjavík 457 manns. í lok janúar voru 664 at- vinnulausir, 764 í lok febrúar, 716 í lok mars og á þriðjudag, 11. apríl, voru atvinnulausir 685. íjölmenn- ustu hóparnir eru verkafólk, verslun- arfólk og iðnverkafólk. Verslunarfólk er miklum mun fleira á atvinnuleysis- skrá nú, heldur en verið hefur áður. Af þeim sem farið hafa af skránni, það er fengið vinnu, eru flestir úr hópi verslunarmanna. Á höfuðborgarsvæðinu í heild hef- ur atvinnuleysi farið vaxandi úr 1,09% af áætluðum mannafla í jan- úarmánuði í 1,24% í febrúarog 1,37% í mars. Ólafur Hjálmsson hjá Vinnuveit- endasambandinu segir útlitið ekki vera bjart, þótt búast megi við að ástandið lagist eitthvað með vorinu. Hann segir að ástandið virðist vera verst í verslun, iðnaði og þjónustu. „Iðnaðurinn stendur illa vegna geng- isskráningar og vegna hagræðingar í rekstrinum hafa verið uppsagnir, það breytist ekkert. Þetta hefur svo áhrif í þjónustugreinum. Úti á landi hefur þetta lagast með auknum afla, en það er ekkert sem bendir til að verulegur bati sé á leiðinni. Við eig- um ekki eftir að sjá neina breytingu á þessu að óbreyttri efnahags- stefnu,“ segir Ólafur. Tvö þúsund sígarettur voru brenndar á Lækjartorgi. „Símalínurnar hafa bók- staflega verið rauðglóaudi“ - sagði framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur Reyklausi dagurinn var í gær og var nóg að gera hjá ráðgjöf- um Krabbameinsfélagins við Skógarhlið þegar Morgunblað- ið hafði samband þangað, en þar voru reýkingamönnum veitt holl ráð við að leggja reykingavanann á hilluna. „Símalínurnar hafa bókstaflega verið rauðglóandi og margir hafa lagt leið sína til okkar og fengið hjá okkur bæklinga,“ sagði Þor- Tap af rekstri Arnar- flugs 224,3 milljónir Á AÐALFUNDI Amarflugs hf. í gær kom fram að tap af rekstri félagsins á síðastliðnu ári var 224,3 milljónir króna og að eig- inQárstaðan var í árslok neikvæð um 476,6 miiyónir. Hins vegar er gert ráð fyrir að tapið sé ofmetið um 50 milljónir vegna hækkunar á yfirverði flugvélar sem keypt var í byijun árs 1989. Kristinn Sigtryggsson, forstjóri Arnar- flugs, segir það skoðun stjórnenda félagsins að snúa megi rekstrinum við en að grundvallaratriðið sé að ljúka þeirri endurQármögnun sem staðið hafi yfir. Þannig sé gert ráð fyrir að eiginQárstaðan verði jákvæð um allt að 200 milljónir Borgaraflokkurinn: Klofningur staðreynd MEIRIHLUTI þingflokks Borg- araflokksins hafiiaði i gær þeim gmndvelli sem alþingismennirnir Ingi Bjöm Albertsson og Hregg- viður Jónsson lögðu fram sem forsendu fyrir áframhaldandi vem sinni i Borgaraflokknum. í kjölfar þeirrar ákvörðunar ák- váðu þeir Ingi Björa og Hreggvið- ur að segja sig úr Borgaraflokkn- um, og ef orðið verður við ósk þeirra um utandagsskrámmræðu á þingi í dag, hyggjast þeir félag- ar lýsa yfir úrsögn sinni og stofii- un nýs þingflokks. „Þingflokkurinn hafnaði þeim til- lögum sem við lögðum fram til sátta í málinu, og því höfðum við ekki önnur úrræði," sagði Ingi Bjöm í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að tillögur þeirra Hreggviðs hefðu verið á þá lund að þingmenn flokksins lýstu því yfir að um frek- ari stuðning þeirra við þessa ríkis- stjóm yrði ekki að ræða. Jafnframt því sem þeir lýstu því yfir að frekari viðræður við ríkisstjómina um stjóm- arþátttöku kæmi ekki til greina. „Auk þess vildum við að flokkurinn áréttaði sína stefnu í skattamálum og harmaði þau mistök sem urðu við samþykkt tekju- og eignaskatts- frumvarpsins og vömgjaldsfrum- varpsins," sagði Ingi Björn. „Ég harma þessa ákvörðun. Ég er búinn að gera allt sem í mínu valdi stendur til að ná sáttum í þessu máli,“ sagði Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokksins i samtali við Morg- unblaðið í gærkveldi. „Það er ekkert í bígerð að fara út í viðræður við ríkisstjómina, í þessu sambandi," sagði Júlíus. „Ég var sjálfur búinn að semja mjög margar tillögur til ályktunar, sem þingflokkurinn gæti sameinast um og allir unað við. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk hin endan- legu svör þeirra Inga Bjöms og Hreggviðar um það hvað þeir vildu. Okkur þóttu skilyrði þeirra óaðgengi- leg f þingflokknum og því ekki um neitt að ræða frekar,“ sagði Júlíus. króna eða batni um samtals 660 milljónir. í skýrslu stjómar Amarflugs koma fram helstu niðurstöður um hvemig stjómin hyggst leysa fjár- hagsvanda félagsins. Þar segir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fella niður eða breyta í víkjandi lán skuld að fjárhæð 150 milljónir. Aætlaður söluhagnaður flugvélar er talinn 150 milljónir og gert er ráð fyrir að KLM flugfélagið og fleiri viðskiptaaðilar felli niður eða breyti í víkjandi lán skuldum að fjárhæð 45 milljónir. Þá segir að fyrsti áfangi nýrrar hluta- fjáraukningar í peningum, sem vil- yrði liggi fyrir um, nemi um 55 millj- ónum. Annar áfangi nýrrar hlutafjár- aukningar sem sé sameiginlegt lokaátak starfsmanna í sölu á hlut- afé sé 100 milljónir. Loks sé stefnt að hlutafjáraukningu að upphæð um 160 milljónir króna. í skýrslu stjóm- ar segir að núverandi hluthafar hafi boðið fram eignir til hlutafjáraukn- ingar að andvirði þessar fjárhæðar. Hörður Einarsson, stjómarfor- maður Amarflugs, sagði í ávarpi sínu á aðalfundinum að aðeins vantaði nú herslumun á að bæði eiginfjár- stöðu og greiðslustöðu væri komið í viðunandi horf en þó væri ljóst að heildaraðgerðir í þessu skyni myndu taka nokkurn tíma. Hann benti á að nokkrir rekstrarþættir hefðu farið úrskeiðis á síðastliðnu ári. Farþega- fjöldi í áætlunarflugi hefði ekki verið samkvæmt áætlun þrátt fyrir mjög mikla aukningu, meðaltekjur á far- þega hefðu brugðist á síðasta árs- fjórðungi og einstakir kostnaðarliðir farið úr böndum. varður Árnason, framkvæmda- stjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur, en það félag sér að mestu leiti um fræðslustarfsemi Krabbameinssamtakanna. Félagið fékk góðan liðsauka í vetur þegar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis réði starfsmann, Halld- óru Bjarnadóttur, sem sér að hluta til um fræðslu á Eyjafjarðarsvæð- inu. Þorvarður sagði að þó lögð væri sérstök áhersla á ráðgjöf við reykleysi á reyklausum dögum, myndi félagið að sjálfsögðu veita ráðgjöf á öllum öðrum dögum ef óskað yrði auk þess sem haldin eru námskeið með reglulegu milli- bili. „Það eru greinilega margir sem vilja hætta að reykja. Þá hafa margir hringt til að spyrjast fyrir um rétt sinn ef reglum um tak- markanir reykinga á vinnustöðum hefur ekki verið komið á,“ sagði Þorvarður. Auk Krabbameinsfélagsins veitti starfsfólk heilsugæslustöðva holl ráð. Ljósvakamiðlarnir tóku virkan þátt í reyklausa deginum og miðuðu dagskrár sínar við heil- brigðar lífsvenjur, en með reyk- lausa deginum vilja heilbrigðisyfir- völd ekki aðeins ná fram reykleysi heldur öllum heilbrigðum lífshátt- um öðrum. Margar heilsuræktar- stöðvar buðu gestum sínum upp á fría aðstöðu í gær og fólk var jafn- framt hvatt til að fara út að skokka og synda. Útiskemmtun var haldin á Lækjartorgi þar sem ýmislegt var til gamans gert. Meðal annars stóð Tóbaksvarnarnefnd fyrir mikilli „vindlingabrennu“ þar sem um tvö þúsund sígarettur voru brenndar upp til agna. Skemmtuninni stjórnaði Ómar Ragnarsson. Heil- brigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason, flutti ávarp. Valgeir Guðjónsson, íslenska handknatt- leikslandsliðið og „Skiðabrot" úr Kerlingafjöllum fluttu söngatriði og í lokin voru flutt dans- og íþróttaatriði. Að sögn Þorvarðar reykja um 60 þúsund íslendingar að stað- aldri. Reykingar hafa undanfarin ár samt sem áður verið mjög á undanhaldi, sérstaklega hjá ungl- ingunum. I könnun, sem Land- læknisembættið stóð fyrir í febrú- ar sl. kemur fram að mikið hefur dregið úr tóbaksnotkun 15-20 ára nemenda, bæði hjá piltum og stúlkum. Þannig sögðust 19% þessa aldurshóps reykja, en það hlutfall var 24% árið 1986 og 30% árið 1984. í úrtaki voru 2.600 nemendur. Sjávarútvegsráðuneytið: Engar forsendur til breytinga á hámarksafla Sjávarútvegsráðuneytið telur ekki forsendur til að breyta fyrri ákvörðun um hámarksafla helztu botnfisktegunda hér við land. Sú niðurstaða er í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofiiunar. Samkvæmt lögum um stjórn fisk- veiða skal sjávarútvegsráðherra ákveða árlega með reglugerð þann afla, sem veiða má ár hvert af helztu botnfisktegundum við ísland og skulu veiðiheimildir miðast við þann afla. Jafnframt er ráðherra heimilt að hækka eða lækka það aflamark, sem ákveðið hefur verið innan ársins fyrir 15. apríl viðkom- andi ár. Af hálfu Hafrannsóknastofnunar er ekki talin ástæða til að breyta fyrri ráðgjöf um hámark á afla ein- stakra botnfisktegunda á yfirstand- andi ári. Sú niðurstaða er tekin í kjölfar „togararallsins“ svokallaða, sem lauk fyrir nokkru. Með hliðsjón af því hefur verið ákveðið í sjávarút- vegsráðuneytinu að breyta ekki áður ákveðnum heimildum um heildarafla. Áður tilkynnt heildar- aflamark stendur því óbreytt svo og veiðiheimildir einstakra skipa, sem á þeim byggðust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.