Morgunblaðið - 13.04.1989, Page 48

Morgunblaðið - 13.04.1989, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 4 „H^rstendur.- Hús sem 'r&.\r\toor vel fyeim íem eru a£ ko-upo. i -fyrsiiXSinA. fl&eins lo.Zrmllj- Með morgnnkaffíriu Þetta er ekki rétti tíminn til að gefa til kynna að þú sért hættur að reykja. Burt með karamell- urnar. HÖGNI HREKKVÍSI &lT THVAÐ i'SA/tlBANDl V\Ð iCATTA- /AATlNN OKkTAR, BV'ST É<5 VIÐ ? ” Borgaralegar fermingar: * Avarp menntamálaráðherra og þögn kirkjunnar manna Meðlimur i Þjóðkirkjunni skrif- ar: Fyrirlitleg aðför Svavars Gests- sonar að skólastjóra Ölduselsskóla hefur eðlilega vakið mikla athygli. Ávarp menntamálaráðherra á sam- komu fólks sem hafnar grundvallar- kenningum kristindóms hefur á hinn bóginn ekki hlotið tilhlýðilega umfjöllun í fjölmiðlum. Það er með algjörum ólíkindum að mennta- málaráðherra þjóðarinnar skuli leyfa sér slíkt framferði ekki síst með tiliiti til þess hve kristin kirkja gegnir veigamiklu hlutverki á sviði mennta- og menningarmála. Dagblaðið birti frétt um fyrstu „borgaralegu ferminguna" á ís- landi. Fyrirsögnin var „Við trúum ekki á guð“ og með fylgdi mynd af menntamálaráðherra í hópi ungra guðleysingja. Vitaskuld er hveijum manni fijálst að hafna fermingunni og öllu samneyti við kirkjuna en að menntamálaráð- herra þjóðarinnar skyldi sjá ástæðu til þess að taka til máls við þetta tækifæri og bera lof á þetta tiltæki er með öllu óskiljanlegt. Slíkur maður getur ekki talist fulltrúi al- mennings í þessu landi og honum er ekki treystandi til að stjórna menntamálum þjóðarinnar. Þá er vert að benda á að hugtakið „borg- araleg ferming" fær tæpast staðist því orðið „ferming" merkir „að stað- festa“ en þessi athöfn felur ekki í sér staðfestingu á nokkrum hlut þvert á móti felur hún í sér afneit- un eins og glögglega kemur fram í fyrirsögn fréttar Dagblaðsins. Það vekur einnig furðu að prest- ar þessa lands skuli ekki hafa séð ástæðu til að mótmæla þessu fram- ferði menntamálaráðherra því tæp- ast getur þetta talist stuðningsyfir- lýsing við það starf og þá upp- fræðslu sem fram fer í kirkjum landsins. Fróðlegt væri að fá fram afstöðu prestafélagsins og biskups tii „borgaralegra ferminga" og ávarps Svavars Gestssonar, raunar ber kirkjuyfirvöldum að greina meðlimum í Þjóðkirkjunni frá af- stöðu sinni. Ef prestar eru þess ekki umkomnir að standa vörð um kirkjuna og kristilegt starf þegar að henni er sótt með þessum hætti er lítil von um að hún geti áfram verið ráðandi afl í íslensku þjóðlífí. Kennsla: Stór hlutí heimavínna Ágæti Velvakandi. Örfá orð sem innlegg okkar í kjarabaráttu kennara. Mikið hefur verið deilt á kennarastéttina, vegna vinnutíma okkar. Vinnutími kennara er: 1. Undirbúningur, sem fer fram Einu sinni skrifaði Ási í Bæ skáldsögu, sem hét „Þjófur í Seðla- bankanum". Nú hefírþessi draumur skáldsins ræst eins og sagt hefír verið í fjölmiðlum og aðferð hans Iýst nákvæmlega svo aðrir geti haft hana sem fyrirmynd. Ég held að Seðlabankinn hefði ekki átt að fara með þetta í blöðin, úr því málið var upplýst og maður- inn búinn að greiða skuld sína. utan skóla, þ.e.a.s. heima hjá okkur. 2. Kennsla, sem fer fram í skólan- um. 3. Úrvinnsla, sem verður að fara fram heima, vegna aðstöðuleysis í skólanum. 4. Fundir: kennarafundir, fræðslu- Þeir gátu kært hann til refsingar samt sem áður. Frásögnin bregður skugga á þetta skuggalega hús á Battaríinu. Og mönnum bregður, þegar þessi aðalslagæð viðskiptalífsins reynist svo götótt að vel tölvufærir starfs- menn geta spilað á hana eftir nót- um. Siguijón Sigurbjörnsson fundir og árgangafundir, sem fara fram í skólanum. 5. Foreldrasamstarf, sem fer fram bæði í skólanum og heima. Við þetta bætist að mikið af okkar námsefni er samið og framleitt af okkar kennurum. Af þessu má sjá að stór hluti af vinnunni fer fram á heimilum okkar. Við notum eigin tölvur, eigin síma og eigin ritvélar. Eins og fram hefur komið, liggur mikil vinna að baki hverrar kennslu- stundar. Samt er það ennþá of al- gengt að fólk telji aðeins til vinnu- tíma okkar þann tíma, sem við störf- um í skólastofunni. Kennarastarfíð er mjög ánægju- legt og gefandi starf. Við höfum gaman af vinnunni okkar, þess vegna erum við enní kennslu. Kennarar í Varmárskóla Mosfells- bæ, yng^ri og eldri deild. Þjófiir í Seðlabankanum Víkverji skrifar Er Amsterdam höfuðborg Hol- lands en ekki Haag eins og íslendingum var kennt í áratugi? Víkveiji dagsins hefur verið að velta þessari spurningu fyrir sér undan- farna daga vegna þess að aðalræð- ismaður Hollands hringdi og bað Morgunblaðið um að koma því á framfæri að Amsterdam væri höf- uðborgin en ekki Haag. Árni Krist- jánsson aðalræðismaður sagðist hafa fengið nokkrar fyrirspurnir í síðustu viku um þetta efni vegna spurningakeppni á Rás 2 þar sem spurt var um höfuðborg Hollands. Víkveiji var eitthvað tregur að meðtaka þessa nýju landafræði enda kennt annað í bamaskóla og ekki áður efast um réttmætið. Ámi sagði að vissulega sæti þing Hol- lands og ríkisstjórn í Haag en höll drottningarinnar væri í Amsterdam og hefðu Hollendingar alltaf litið á Amsterdam sem höfuðborg sína. Hann sagðist reyndar hafa fengið ótölulegan fjölda fyrirspurna í þau 27 ár sem hann hefði unnið fyrir Holland hér á landi. í síðustu viku hringdi til dæmis kennari og var heldur ósáttur við að vera leiðréttur með það sem hann hefur kennt í áratugi. xxx Víkveiji hefur verið í smá spum- ingaleik undanfama daga, spurt nokkra vinnufélaga og fleiri um höfuðborg Hollands. Allir nema einn fullyrtu, flestir með mikilli sannfæringu, að Haag væri höfuð- borgin. Einn fletti upp í „pottþétt- um“ doðranti til að sanna mál sitt — en viti menn: Þar er gefíð upp að Amsterdam sé höfuðborgin. Þrettán ára dóttir þess sem í dag skrifar í Víkveija var sú eina sem nefndi Amsterdam, en hún lærði einmitt um Holland fyrr í vetur, þannig að nú virðist vera búið að breyta landafræðibókunum. Þessar vangaveltur skera ekki úr um hvort Haag eða Amsterdam sé höfuðborg Hollands eða um ástæður þessa misræmis. Víkveiji dagsins er þó búinn að gefa barnatrúna upp á bátinn og farinn að halda með aðal- ræðismanninum í málinu. í íslenskri orðabók Menningarsjóðs er höiuð- borg skýrð sem aðsetursstaður ríkisstjórnar og helstu stjórnar- stofnana ríkis. Má vera að íslend- ingar og Hollendingar hafi lagt mismunandi skilning í hvað höfuð- borg er og það sé skýringin á þessu misræmi. xxx Tölvutæknin hefur tekið völdin á bílastæðinu á Faxabakka, svokölluðu Bakkastæði. Frá því þetta stæði var tekið í notkun hefur Víkveiji dagsins nær alltaf geymt bílinn sinn þar þegar hann hefur á annað borð farið á honum í bæinn og líkað afar vel. Gjaldið hefur ver- ið 150 krónur fyrir daginn. Síðast- liðinn þriðjudag var tölvukerfið hins vegar komið í notkun og þurfti þá að greiða 290 krónur fyrir þann daginn og hefur gjaldið því hækkað um 93% á einum degi. Einn stæðis- vörðurinn hélt því reyndar í fyrstu fram að engin hækkun hefði orðið, en þegar honum var bent á þetta, sagði hann að gamla daggjaldið hefði ekki verið gjald heldur gjöf! Nú stendur mönnum aðeins til boða að greiða tímagjald eða 3.000 króna mánaðargjald. Með þessari gjald- skrárbreytingu er verið að flæma þá frá stæðinu sem fara stundum á bílum sínum í vinnuna og telja ekki borga sig að kaupa mánaðar- kort, og vísa þeim út í baráttuna um allt of fá bílastæði í miðborg- inni. Sá sem þetta ritar fer að óbreyttu ekki á Bakkastæðið nema I neyð. Fleiri vankantar eru á þessu nýja kerfi. Nú er aðeins hægt að greiða með 5, 10 og 50 króna mynt, ekki seðlum eða ávísunum, og getur það valdið mönnum erfiðleikum ef þeir eru ekki með nægilega mikið af smápeningum á sér. Þá lenti Víkveiji í því á þriðjudaginn að bíllinn varð rafmagnslaus og þurfti að fá aðstoð. Nei, nú stjórnar vélin þessu en við ekki, sagði stæðisvörð- ur þegar hann var spurður hvort leigubílstjórinn losnaði ekki við að borga sig inn á stæðið til að koma bílnum í gang, en það tekur 2-3 mínútur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.