Morgunblaðið - 13.04.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.04.1989, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 17 Aðförin að skóla- • • Olduselsskóla stjóra eftirJónH. Guðmundsson Aðförin að Sjöfn Sigurbjörns- dóttur, skólastjóra Ölduselsskóla, hlýtur að vera hverri fordómalausri manneskju umhugsunarefni. Strax og Sjöfn var sett til að gegna þessu embætti upphófust innan skólans og utan slíkar ofsókn- ir á hendur henni að dæmalaust er í skólasögu landsins. Hvað hafði þá Sjöfn Sigurbjöms- dóttir unnið til saka? Svar: Hún hafði leyft sér að sækja um skólastjórastöðuna í krafti þess að hafa til þess full rétt- indi og langa reynslu í skólastarfi og þáverandi menntamálaráðherra þóknast að meta hana hæfa til starfans. Sá sem þessar línur ritar gerir sér fulla grein fyrir því að það hafi ekki verið vandalaust fyrir Sjöfn að stíga inn fyrir dyr skólans og hefla þar störf við þær aðstæður, sem biðu hennar, og hefur þó undir- ritaður aldrei staðið í slíkum spor- um. Hitt þykist hann jafnframt vita að skólahald verður ekki farsælt nema allir sem þar eiga hlut að máli, leggi sig fram til þess að það megi fara vel úr hendi. En gerningahríðinni að Sjöfn lauk heldur ekki um leið og hún settist í stólinn. Skólinn hefur meira og minna verið í fjölmiðlum þar sem böndin hafa verið látin berast að samskiptaerfiðleikum við skóla- stjórann. Allir geta víst orðið sammála um þá. staðreynd að tvo þurf til, svo að samskipti geti orðið — góð eða slæm. Hveijir hafa hlaupið út og suður í fjölmiðla og niður í menntamála- ráðuneyti með einlitar sögusagnir um samskiptaörðugleika í Oldusels- skóla? Það skyldu þó aldrei vera þeir sem hatramast börðust gegn KVEDDII KVEF og KVILLA með lyktarlausa hvítlauknum KYOLIC Eini alveg lyktarlausi hvítlaukurinn. 2ja ára kaelitæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.) sem á engan sinn lika í veröldinni. Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur. Er gæðaprófaöur 250 sinnum á framleiðslutímanum. Á að baki 30 ára stöðugar rann- sóknir japanskra vísindamanna. Lifrænt ræktaður í ómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eða skordýraeiturs. Öll önnur hvitlauksframleiðsla notar hitameðferð. Hiti eyðileggur hvata og virk efna- sambönd í hvítlauk og ónýtir heilsu- bætandi áhrif hans. - KYOLIC DAGLEGA - Það gerirgæfumuninn KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfja- verslunum og víðar. Heildsölubirgðir LOGALAND, . heildverslun. Símar 1 -28-04. setningu Sjafnar í embætti skóla- stjóra í fyrrasumar með alls konar upphlaupum og undirskrifasöfnun- um? Eða standa þeir e.t.v. einir í þessari iðju, þeir kennarar skólans, sem nú veifa hótunum um uppsagn- ir yfir höfði menntamálaráðherra en hafa ekki af einhveijum ástæð- um kosið að koma fram í dagsljó- sið. í þjóðsögunum nefnist þetta draugagangur. Nú er hér spurt: Er trúlegt að skólastjóri, sem tekur við skólastjórn við 'svipaðar aðstæður og Sjöfn Sigurbjömsdótt- ir, leiti ekki eftir sarpvinnu við kenn- aralið skólans og leggi sig ekki fram í því verkefni að lægja öldurnar vitandi vits að allt starf hans og velferð skólans veitur á því að það takist? Er hitt ekki miklu líklegra að þeir, sem í upphafi skáru upp herör gegn Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, hafi aldrei slíðrað sverðin heldur gert henni lífið ieitt með það að mark- miði að hrekja hana frá skólanum og hafa nú fengið sjálfan mennta- málaráðherra til liðs við sig? Jón H. Guðmundsson Fyrir mörgum árum kom nýr skólastjóri að einum skólanum í Kópavogi. Af pólitískum ástæðum fannst nokkram kennuram skólans að nýi skólastjórinn væri þeim ekki þóknanlegur. Þeir gerðu því sam- þykkt um þagnarbindindi — að mæla ekki nýja skólastjórann máli. Fljótlega sprangu þó sumir þeirra á limminu og tóku að tala en tveir þeirra þreyttust á málleysinu eftir veturinn og hurfu á brott um vorið. Mörgum áram síðar ætlaði þessi sami skólastjóri að láta af störfum vegna aldurs, að hans dómi, en fékk þá í hendur undirritaða áskoran frá öllum kennuram skólans þess efnis að hann héldi áfram skólastjórn um sinn. Þessi samblástur nokkurra kenn- ara í þessum skóla í Kópavogi á sínum tíma endaði sem skrýtla. En aðförin að Sjöfn Sigurbjörns- dóttur og nú með menntamálaráð- herra í broddi fylkingar er. ekki gamansaga. Hún er alvarleg, póli- tísk árás á mannhelgi og mannrétt- indi. Höfundur er fyrrverandi skóla stjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.