Morgunblaðið - 13.04.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 13.04.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1989 Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Það hefiir verið vetrarlegt á Gjögri lengst af vetrar og víða dyngjur við hús í Árnes- hreppi. Guð- mundur á Finn- boga- stöðum í léttu spjalli í fjárhús- það ekki nafni,“ spurði hann Guð- mund hreppstjóra og þeim kom saman um að láta kvartanatóninn bíða.“ Hér gengur allt sinn vana- gang,“ sagði hreppstjórinn, „við erum hér heima hjá okkur og svo sem ekkert háð neinu um stund. Annars erum við svo vitlausir hér að við verðum þeim mun þijó- skari eftir því sem þústnar meira að.“ - áj. Þeyst í vetrarham á Ströndum Það hefur verið erfíðast á ystu nesjum í tíðinni að undanfornu, sérstaklega að koma börnum í skólann á Finnbogastöðum. Börn frá 7 ára aldri eru þar í heimavist frá mánudegi til föstudags, en Guðmundur hreppstjóri sagði það „Þeim mun þrjóskari sem þústnar meira að“ Norður á Ströndum hafa verið miklir samgönguerfiðleikar í vetur vegna óveðurs og snjóa og sumir bæir, eins og til dæmis Munaðames, hafa verið lokaðir inni stóran hluta vetrarins , en vélsleðar leysa úr brýnasta samgönguvanda. Blaðamenn Morgun- blaðsins bragðu sér norður á Strandir fyrir skömmu á Gjögur með Amarflugi og heilsuðu upp á heimamenn. Að verulegu leyti hefiir verið ófeert um Strandiraar á bílum í vetur, en flugvöllum á Hólmavík og Ströndum hefur verið haldið opnum. Ekki hefur verið hægt að halda þorrablót enn vegna tíðarinnar, en fyrsta tækifæri verður gripið. Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang á Ströndum, en þar búa nú um 140 manns á 20 bæjum. fólki þættu vond veður alltaf þau verstu sem það hefði lent í, en síðan kærhi alltaf verra veður næst. Hann taldi þetta vera svona þriggja mánaða minni, sem þessi hringrás byggðist á. Við stöldruðum við á Finn- bogastöðum hjá Guðmundi bónda Þorsteinssyni. Hann er með um 200 fjár á fóðrum og sagði að lífið og tilveran gengi ágætlega. „Er „Þetta er búinn að vera stremb- inn vetur síðan um jól,“ sagði Guðmundur G. Jónsson, hrepp- stjóri í Munaðamesi, þar sem við þeystum um svæðið á snjósleða. “ í flugvélinni með okkur kom Hannes Sigurðsson, læknir frá Hólmavík, en læknir kemur í Ár- neshrepp einu sinni í mánuði. Hannes fór um svæðið í vitjanir á vélsleða. Fyrir utan Ámes blasti Selsker við ísbrynjað. Það heitir í raun Sælusker en kortagerðar- menn tóku sér bessaleyfi og breyttu nafninu. Samgönguerfið- leikarnir hafa verið aðal vanda- málið hjá Strandamönnum að undanförnu og á tímabili var all oft rafmagnsleysi, lengst í tvo sólarhringa tæpa. Þá var víða orðið kalt í húsum og í sumum húsum kom fólk sér fyrir í litlum herbergjum eða á göngum ef þeir voru ekki í þeim hlutum hússins sem vom áveðurs. Hreppstjórinn hafði orð á því að menn hlytu að hafa notað ítmstu hagkvæmni við að halda á sér hita og búast mætti við því að það skilaði sér í fyllingu tímans til íjölgunar fyr- ir hreppinn. vera hálf hastar- legt stundum að rífa greyin upp í vitlausu veðri, setja þau á vél- sleða og koma þeim í skólann. Annars sagði Guðmundur að sem betur fer væri veður- minnið ekki meira en Hannes Sigurðsson læknir býr sig undir vél- pólitíska minnið, sleðaferðina norður í NorðurQörð. Hugsanlegur loftferðasamningur við Sovétmenn: Ovíst hvort Islend- ingar fá yfirflugsrétt Sovétríkin hafa áhuga á að gera loftferðasamning við Island og hafa lagt fi-am drög að slíkum samningi. Að sögn Þórðar Amar Sig- urðssonar, framkvæmdasljóra alþjóðadeildar Flugmálastjórnar, er óvíst hvort slíkur samningur leiddi til þess að íslendingar fengju rétt til að fijúga yfir Sovétríkin, sem stytti verulega flugleið til Asíu. Sovétmenn munu leggja áherslu á að flugför þeirra þjóða, sem þeir hafa gert loltferðasamninga við, hafi viðkomu í Sovétríkjunum. Alþjóðadeild Flugmálastjómar hefur fundað með Sovétmönnum vegna málsins. „Upphafið má rekja til þess, að fulltrúi sovéska sendiráðs- ins hér á landi hafði samband við mig fyrir einu ári og ræddi þann möguleika að slíkur samningur yrði gerður," sagði Þórður Öm. „Sovét- menn kynnu að hafa hagsmuni af að geta lent hér og þeir hafa gert loftferðasamninga við allflest hinna 159 aðildarríkja Alþjóðaflugmála- stofnunarinnarj þar á meðal hin Norðurlöndin. I loftferðasamningum felst, að ríki semja um gagnkvæmar flugheimildir og hvort ríki getur sótt um að fljúga til hins, eða hafa þar regiubundnar lendingar." Þórður Öm sagði að Sovétmenn hefðu lagt fram drög að samningi, sem fljótt á litið væri svipaður öðmm slíkum. í drögunum væri þó að finna nokkur atriði, sem íslendingar vildu breyta, en hann vildi ekki ræða þessi atriði efnislega þar sem utanríkis- ráðuneytið ætti eftir að tjá sig um þau. Tillögur ísiendinga liggja líklega fyrir í vor. Rætt hefur verið um, að íslending- ar ættu auðveldara með að flytja út vömr, til dæmis til Japan, ef samn- ingur þessi verður gerður. Þórður Örn sagði að of snemmt væri að segja til um hvprt samningurinn gæti leitt þess að íslendingar fengju yfirflugsrétt. „Flest ríki, sem Sovét- menn hafa gert loftferðasamninga við, hafa þurft að millilenda þar, til dæmis í Moskvu, og lendingargjöldin eru nokkuð há. Yfirflugsréttur yrði ekki bundinn í samninginn sjálfan, heldur yrði hann nefndur í sérstökum viðbætum eða bókunum og óvíst er hvort Sovétmenn fallast á slíkt. Það skýrist þegar farið verður að ræða einstök atriði samningsins nánar, en vitanlega gemm við okkur vonir um að fá yfirflugsrétt," sagði Þórður Öm. Hann sagði ennfremur, að form- lega væri það samgönguráðuneytið, sem gerði loftferðasamninga, en aí höfðu samráði við utanríkisráðuneyt ið, eins og ávallt þegar samið vær við önnur ríki. ÚTIUFj GLÆSIBÆ SÍMI82922. j4H/. • «#Í2 •TU Verð f rá kr. 1.575 til 1.745 Stærðir 28-46. Einnig sokkar, húfur, bolir, töskur o.fl. 5^ % • »"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.