Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.04.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989 Baskar hefla skæru- hernað á ný á Spáni Madríd. Reutdh ENRIQUE Mugica Herzog, dómsmálaráðherra Spánar, var sýnt ban- atilræði í gær þegar honum barst bréfsprengja frá skæruliðum úr aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA. Öryggisverðir í dómsmálaráðu- neytinu sáu hvers kyns var og tókst þeim að gera sprengjuna óvirka. Fyrr um daginn skutu skæruliðar þjóðvarðliða til bana skammt frá Bilbao. Þetta er fyrsta morðið sem aðskilnaðarsinnar fremja á þessu ári. Lögreglan óttast að ný hryðjuverkaalda sé í uppsiglingu á Spáni eftir að friðarviðræður fúlltrúa ETA og spænsku ríkisstjórnarinnar sigldu i strand í síðustu viku. Sjö bréfsprengjur hafa fundist ætluð Jose Barrionuevo, sam- undanfama daga og var ein þeirra göngumálaráðherra Spánar, sem Viðskipti Finna og Sovétmanna: Sj ónvarpsviðræðum ráðamanna frestað Helsínkl. Frá Tom Kankkonen, fréttaritara HARRI Holkeri, forsætisráð- herra Finnlands, hefúr óvænt frestað viðræðum við aðstoðarut- Ungverjaland: Harðlínu- menn reknir Búdapest. Reuter. Hugmyndafræðingi ung- verska kommúnistaflokksins og einum æðsta ráðamanni i fram- kvæmdasfjórn flokksins var i gær vikið úr stjómmálaráðinu. Er nú svo að sjá sem umbóta- sinnamir hafi töglin og hagldirn- ar í kommúnistaflokknum. Á lokuðum fundi miðstjómarinn- ar var §órum mönnum vikið úr stjómmálaráðinu, þeim Janos Berecz, hugmyndafræðingi komm- únistaflokksins, Janos Lukacs, sem borið hefur ábyrgð á innra skipu- lagi flokksins, Istvan Szabo og Jud- it Csehak heilbrigðisráðherra. í stjómmálaráðinu voru áður 11 menn en verða nú níu og var Ka- roly Grosz endurkjörinn aðalritari þess. Þeir, sem komu nú inn, eru þeir Mihaly Jasso, formaður komm- únistaflokksins í Budapest, og Pal Vastagh, leiðtogi flokksins í Csongrad-héraði. Eru þeir báðir umbótamenn. ERLENT Morgunblaðsins. anríkisráðherra Sovétríkjanna en ákveðið hafði verið að þeir ræddu saman í beinni sjónvarps- útsendingu næsta laugardag. Þeir Harri Holkeri og Vladímír Kamentsjev hugðust ræða þann margvíslega vanda sem einkennt hefur viðskipti Finnlands og Sov- étríkjanna í gegnum tíðina. Holkeri fer fyrir fulltrúum Finna í finnsk- sovéska verslunarráðinu en Kam- entsjev er aðalsamningamaður Sov- étstjómarinnar. Sovétmenn höfðu búið sig vand- lega undir sjónvarpsviðræðurnar og höfðu fleiri sovéskir embættismenn lýst sig reiðubúna til að taka þátt í þeim. Sú ákvörðun Finna að fresta umræðunum kom mjög á óvart en Harri Holkeri, sem nýverið tók við formennsku í verslunarráðinu af hálfu Finna, kvaðst vilja ræða eins- lega við Kamentsjev áður en við- ræðum þeirra yrði varpað beint og milliliðalaust inni í stofu til alþýðu manna í Finnlandi. Viðskipti Sovétmanna og Finna eru ótæmandi umræðuefni. Nýjar reglur um fyrirkomulag utanríkis- viðskipta í Sovétríkjunum hafa ruglað fínnska útflytjendur í ríminu en samkvæmt perestrojku Míkhaíls Gorbatsjovs hafa einstök sovésk fyrirtæki nú fijálsari hendur á vett- vangi utanríkisviðskipta en áður. Helsti vandinn í viðskiptum þjóð- anna hefur verið sá ójöfnuður sem ríkt hefur en Finnar telja Sovét- menn ekki geta boðið viðunandi útflutningsvörur. Finnar flytja eink- um inn hráolíu frá Sovétríkjunum en Sovétmenn hafa keypt margvís- legan vaming, verktakaþjónustu o.fl. frá Finnum. áður gegndi embætti utanríkisráð- herra. Tvær þeirra hafa spmngið en manntjón hefur ekki orðið af þeirra völdum. Fulltrúar þjóðvarðliðsins kváð- ust hafa handtekið sjö manns sem grunaðir eru um að hafa verið í vitorði með skæruliðum í Baska- héruðunum. í yfírlýsingu frá ETA sem birt var í dagblaði Baska, Egin, var fólk varað við því að opna önnur bréf en sín eigin auk þess sem því var lýst yfír að frá deginum í dag, fímmtudegi, til laugardags, mætti vænta sprengjutilræða við jám- brautarleiðimar milli Madríd og Sevilla og Madríd og Valencia. Sveitir þjóðvarðliða hófu þegar að leita að sprengjum við járnbraut- arleiðimar. Skæruliðar ETA hafa barist fyrir sjálfstæði Baskahéraðanna í 21 ár. Þeir hafa sakað stjómvöld um að ganga á bak orða sinna um pólitíska lausn á deilumálum þeirra. Spænska ríkisstjórnin hef- ur lýst því yfír að um pólitíska samninga verði ekki að ræða. Fjöldagröffinnst í Mexíkó Reuter Þessi fjöldagröf fannst í Mexíkó, skammt frá landamærunum að Bandarikjunum, á sunnudag og í henni voru 12 fórnarlömb djöfla- dýrkenda sem viðriðnir eru eiturlyflasmygl. Lögreglan í Mexíkó fann líkin þegar hún var að leita að eiturlyflum í búgarði 30 km vestur af borginni Matamoros. Fjórir menn sem áttu búgarðinn eru í haldi lögreglu og er talið að fleiri verði handteknir. Tveir þeirra handteknu voru Bandaríkjamenn að sögn lögreglustjóra í Texas. Lögregluyfirvöld sögðu að djöfladýrkendur, sem grunaðir eru um smygl, hafi fóraað mönnunum tólf til að tryggja að starf- semi þeirra gengi áfallalaust. Meðal fóraarlambanna var 21 árs bandariskur háskólanemi sem hvarf 15. mars og hafði víðtæk leit verið gerð að honum. Kosningar til Evrópuþingsins í Frakklandi: Ágreiningur um sameiginlegt framboð borgaraflokkanna Tner. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HARÐAR deilur hafa undanfaraa daga blossað upp innan borgara- legu flokkanna í Frakklandi. Orsök þessara deilna er ágreiningur um hveraig standa eigi að sameiginlegu framboði stjórnarandstöðu- flokkanna, þ.e. flokkabandalagsins UDF og flokks ný-gaullista, RPR, í kosningum til Evrópuþingsins sáðar á þessu ári. Ekki er ágreiningur um að flokk- legu flokkanna er hversu sundur- amir eigi að bjóða fram sameigin- lega. Þann 5. apríl sl. var birt opin- berlega yfirlýsing frá báðum flokk- unum um sameiginlegt framboð sem bar yfírskriftina „Metnaður fyrir Frakkland — Metnaður fyrir Evrópu“ þar sem flokkamir gera grein fyrir sameiginlegum stefnum- iðum sínum í Evrópumálum. Vanda- málið er hins vegar að koma saman lista sem allir flokkamir og flokka- brotin á borgaralega vængnum geta sætt sig við. Hefur það reynst hæg- ara sagt en gert. Eitt helsta vandamál borgara- lyndir þeir em. Sósíalistar áttu við sama vandamál að stríða allt fram á síðasta áratug en nú eru öll þeirra flokkabrot sameinuð í einum flokki undir forystu Francois Mitterrands, Frakklandsforseta. Borgarlegu flokkamir geta hins vegar ekki stát- að af hinu sama. Til dæmis sam- anstendur UDF af fyölda smáflokka og eru þeir tveir stærstu miðju- flokkurinn CDS og Repúblikana- flokkurinn. Eiga þeir oft lítið sam- eiginlegt. Hins vegar er svo flokkur ný-gaullista, RPR, undir forystu Jacpues Chiracs, fyrrum forsætis- „Lífsbjörg í norðurhöfum“ í norska sjónvarpinu: Upplýsingar um efnahagsleg skemmdarverk vekja athygli YOD CODLD STOPICELAKD SUDGHTERING WHALES JDST BY TELLIMG THD WHAT TO DO WITH THEIB FISH. Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. MAGNÚS Guðmundsson, höfúndur myndarinnar „Lífsbjargar i norðurhöfum" vakti mikla athygli í umræðuþætti, sem haldinn var að lokinni sýningu myndarinnar í fyrrakvöld, þegar hann sagði frá og sýndi bréf með áætlunum grænfriðunga um efnahags- leg skemmdarverk í Noregi. Áttu fúlltrúar grænfriðunga nyög í vök að veijast í þættinum þótt þeir tækju fram í fyrir Magnúsi i hvert sinn sem hann reyndi að opna munninn. Myndin „Lífsbjörg í norður- höfurn" var að hluta sýnd í norska sjónvarpinu í fyrrakvöld, í þættin- um „Antenne Ti“, og að sýning- unni lokinni var umræðuþáttur í beinni útsendingu. Kom þá til harðra orðaskipta milli þeirra Magnúsar og Jacobs Lagerkrantz, formanns sænskra grænfriðunga, og reyndu þeir Lagerkrantz og norski grænfriðungurinn Pál Bugge að þagga niður í Magnúsi í lokin þegar hann skýrði frá inni- haldi bréfsins. Bréfið, sem Michael Gylding Nielsen, forystumaður danskra grænfriðunga, sendi yfirmanni Greenpeace á alþjóðavettvangi er merkt sem „algert trúnaðarmál" en í því er lagt á ráðin um hvem- ig skaða megi olíuviðskipti Norð- manna, ferðamannaiðnað og sjáv- arútveg. Jacob Lagerkrantz viður- kenndi, að hann vissi um þetta bréf en sagði, að það væri nokk- urra ára gamalt. Sagði hann enn- fremur, að innan Greenpeace væri alvanalegt að ræða um að- gerðir sem þessar. Á blaðamannafundi, sem græn- friðungar efíidu til í Ósló í gær, sagði Lagerkrantz, að nú yrði Magnús Guðmundsson að leggja sannanimar á borðið, síðan skyldu þeir koma með sín gagnrök og fá þriðja aðila til að skera úr um hvað væri rétt. Þeir Magnús og Lagerkrantz hittast öðru sinni á þriðjudag í næstu viku í aðalstöðv- um sænska sjónvarpsins. Þá verð- ur tekinn upp umræðuþáttur, sem sýndur verður að lokinni sýningu myndarinnar 2. maí nk. Á blaðamannafundinum kvaðst Lagerkrantz hafa áhyggjur af, að „Lífsbjörg í norðurhöfum" gæti Reuter Auglýsing frá grænfriðungum, sem birtist í blaðaauka The Sunday Times sl. sunnudag. í henni er fólki bent á að kaupa ekki vörur frá fyrirtækjunum Birds Eye og Tesco, stærstu kaupendum íslensks fisks í Bretlandi, til að þrýsta á íslend- inga um að hætta hvalveiðum. skaðað Greenpeace á Norðurlönd- um en taldi ekki ástæðu til að óttast, að myndin yrði sýnd um heim allan. ráðherra og borgarstjóra Parísar. Ef borgaralegu flokkamir vilja bjóða sósíalistum birginn neyðast þeir til að standa saman sökum þess hvernig franska kosningakerf- ið er byggt upp. Alain Juppé, formaður RPR, og Francois Létorard, formaður Repú- blikanaflokksins, Iögðu því til að Valéry Giscard d’Estaing, fyrrum Frakklandsforseti, og núverandi formaður UDF, yrði í forystu fyrir lista stjómarandstöðunnar. Þetta gátu miðjumenn í CDS ekki sætt sig við og fékk formaður flokksins, Pierre Méhaignerie, til liðs við sig áhrifamenn úr Repúblikanaflokkn- um og PRR. Olli það titringi í for- ystu RPR að meðal þeirra voru yngri þungavigtarmenn á borð við Michel Norr, fyrrum viðskiptaráð- herra og borgarstjóra Lyon, Philippe Séguin, fyrrum félags- málaráðherra, og Alain Garignon, fyrrum umhverfísráðherra og borg- arstjóri Grenoble. Hafa þeir verið nefndir „endumýjunarsinnamir“, og barist fyrir því að Evrópukosn- ingarnar verði notaðar til að end- umýja hugmyndir og starfsaðferðir stjómarandstöðunnar. í stað Gis- cards lögðu þeir til að Noir, Dom- inique Baudis (CDS), borgarstjóri Toulouse, og Simone Veil, fyrrum forseti Evrópuþingsins, yrðu efstir á listanum. Þetta gat forysta RPR ekki sætt sig við og var fyrir- huguðum flokksráðsfundi RPR, sem halda átti 20. apríl, flýtt. Hann var haldinn sl. laugardag og greiddu þar 87% fulltrúa atkvæði gegn endumýjunarsinnunum. Alain Juppé, formaður RPR, ítrekaði stuðning sinn við Giscard í viðtali á sjónvarpsstöðinni An- tenne 2 á mánudagskvöld og end- urnýjunarsinnamir halda áfram að vinna að sínum málstað. Það verður því enn um sinn óljóst hvernig stað- ið verður að framboði borgaralegu flokkanna til Evrópuþingsins en skoðanakannanir benda til að al- menningur sé hallur undir skoðanir endumýjunarsinna og þá ekki síst kjósendur borgaralegu flokkanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.